Morgunblaðið - 08.02.2017, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.02.2017, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRÚAR 2017 oðið úrvalið Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is Komið og sk Klassísk gæða húsgögn á góðu verði Opið virka daga 10-18 laugardaga 11-15 N Ý F O R M H Ú S G A G N A V E R S L U N Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Fyrirtækið Garðlist ehf. hefur kært ákvörðun Isavia um að ganga til samninga við fyrirtækið Hreina Garða ehf. til kærunefndar út- boðsmála, en mál- ið varðar trjáfell- ingu í Öskjuhlíð vegna Reykja- víkurflugvallar. Er þess krafist að nefndin gefi álit sitt á skaðabóta- skyldu og ógildi ákvörðunina. Isavia leitaði til fimm rekstrar- aðila og var Garðlist ekki á meðal þeirra. Tilboð Hreinna Garða hljóð- aði upp á um 18,5 milljónir króna, en samkvæmt lögum skal bjóða út vöru og þjónustu sem nemur yfir 15 milljónum króna. Öll nema eitt á landsbyggðinni Ágreiningur stendur um hvort undanþága í lögunum um veitufyr- irtæki, þ. á m. þau sem reka flug- velli, eigi við um Isavia. Viðmið- unarmörk fyrir slík fyrirtæki eru 64 milljónir króna. Brynjar Kjærne- sted, framkvæmdastjóri Garðlistar, segist í samtali við blaðið geta boðið lægra verð en samþykkt var. „Ef Isavia vill gera hagkvæm inn- kaup, þá reynir það að fá sem flesta til að bjóða í verkið,“ segir hann. Brynjar segir að enginn þeirra aðila sem leitað var til sé staðsettur á höfuðborgarsvæðinu utan Hreinna Garða. Því hafi verið auð- velt fyrir fyrirtækið að bjóða lágt verð. „Það er mjög einkennilegt að ekkert fyrirtækjanna sé á höfuð- borgarsvæðinu nema eitt og það fái verkið. Þetta er auðveldast fyrir það enda engir samkeppnisaðilar í kringum það,“ segir hann. Þá bendir Brynjar einnig á að ráðgjafar Isavia í trjáfellingunum hafi þótt samþykkt verktilboð of hátt, en kaupunum var þó engu að síður fram haldið. Segir hann einnig að kostnaðaráætlun hafi ekki verið lögð fram vegna verksins. Kæra ákvörðun Isavia  Framkvæmdastjóri Garðlistar segir að gengið hafi verið framhjá fyrirtækinu og að trjáfellingin sé útboðsskyld Brynjar Kjærnested Morgunblaðið/Árni Sæberg Öskjuhlíð Til stendur að fella tré í Öskjuhlíð til að greiða fyrir flugleiðum á Reykjavíkurflugvelli. Fyrirtækið Hreinir Garðar sinnir verkinu. Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Börn sem vistuð voru á Kópavogshæli á ár- unum 1952 til 1993 þurftu mörg hver að sæta al- varlegu líkamlegu og andlegu ofbeldi. Bæði frá hendi starfsfólks og annarra vistmanna. Er þetta meðal þess sem fram kemur í skýrslu vistheimilanefndar um vistun barna á Kópavogshæli, sem skilað var til dómsmála- ráðherra í gær. Þá höfðu stjórnvöld einnig í verulegum mæli vanrækt að skapa skilyrði svo unnt væri að mæta lögbundnum kröfum um að- búnað barna, að því er fram kemur í skýrslunni. Lögbundnar forsendur skorti „Við gerum greinarmun á fullorðins- og barnadeildum þó að börn hafi verið vistuð á báðum. Börn á fullorðinsdeildum þurftu í tals- vert meira mæli að sæta líkamlegu og andlegu ofbeldi auk vanrækslu. Engu að síður, þegar við förum vandlega yfir gögnin, staðfestum við að börn á barnadeildum hafi í einhverjum mæli orðið fyrir líkamlegu og andlegu ofbeldi og í verulegum mæli vanrækslu,“ segir Hrefna Friðriksdóttir, formaður visheimilanefndar, í samtali við Morgunblaðið. „Nefndin skoðaði meðal annars tildrög vistunar, þar eru helstu niðurstöðurnar að það hafi skort lögbundnar forsendur til að vista börn með fullorðnum.“ Fram kemur í skýrslunni að yngsta barnið sem vistað var á fullorðinsdeild hafi verið fjög- urra ára gamalt. Upplýsingar um ofbeldið feng- ust úr sjúkraskrám, dagbókarfærslum hælisins og viðtölum við vistmenn, en einungis átta úr hópi vistfólks gátu tjáð sig sjálf með beinum hætti um vistun sína á Kópavogshæli. Einn þeirra er maður sem var vistaður 7 ára gamall á Efra-Seli, útibúi Kópavogshælis. Þá lýsir hann því að hafa verið bundinn við stól og tönn dregin úr honum án deyfingar þegar hann fékk tannpínu. Hann hefði þá öskrað og grátið og verið „hent niður í kjallara“. Sami maður minnist þess að hafa ælt matnum sínum og var hann þá látinn borða æluna upp aftur, en hann segir m.a. í skýrslunni: „[É]g hef aldrei borðað síld … ég ældi þessu, ég var látinn éta æluna upp þrisvar, fjórum, fimm sinnum niðri í kjall- ara, svona var meðferðin á okkur þarna … var stundum að dunda við að éta upp æluna í þrjá til fjóra tíma.“ „Við vorum bara rusl“ Hann segir einnig að meðferðin á Efra-Seli hafi verið verri en í Breiðavík, en hann hafði einnig verið vistaður þar. „Meðferðin á krökk- unum á Efra-Seli var verri en í Breiðavík … það mátti ganga um svona hálfvita bara eins og þú vildir, það mátti sparka í þá ef þess þurfti, það mátti berja þá ef þess þurfti … við vorum ekki neitt, við vorum bara rusl … ég upplifði mig [eins og] einskis virði … það var allt brotið niður fyrir manni,“ segir maðurinn. Annar aðili sem einnig var vistaður á Efra- Seli, þá 11 ára gamall, lýsir miklu ofbeldi. Hon- um var ítrekað refsað með því að læsa hann inni í myrkri kompu í kjallara. Þá sagðist hann einn- ig hafa ennisbrotnað, nefbrotnað og viðbeins- brotnað þegar honum var hrint niður stiga. Þá er vert að geta þess að í sjúkraskrám mátti finna nokkrar færslur um að börn hefðu verið í göllum sem voru reimaðir að aftan. Dagbókarfærslur starfsmanna sýna einnig að börn voru ítrekað bundin niður. Má í því samhengi nefna færslu frá 1982 sem sýnir að 14 ára einhverft barn hafi þótt erfitt á nóttunni og þá var „lengst af gripið til þess ráðs að binda [X] niður í rúmið“. Einnig er að finna fleiri færslur eins og „X kom, 13 ára, tolldi ekki í rúminu fyrr en hún var bundin“ og „þegar ég kom á næturvakt var X með ól á höndunum, veit ekki hvað hann gerði,“ svo dæmi séu tekin. Málið fær meira en fulla athygli „Ég vona að það fari af stað samtal milli dómsmálaráðherra og þá velferðarráðherra sem er með málefni fatlaðs fólks á sinni könnu,“ segir Hrefna Friðriksdóttir um framhaldið. Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segir næstu skref vera þau að starfsmenn ráðu- neytisins fari yfir þessi mál með hliðsjón af lög- um um sanngirnisbætur. Guðrún Ögmundsdóttir, tengiliður vegna vistheimila, mun aðstoða vistmenn að koma sín- um málum á framfæri. „Ég tek núna málið, fer yfir skýrslunar og kem með tillögur til ráðherra um hvað skal gera. Þetta fær sko meira en fulla athygli, því þetta eru alvarlegar niðurstöður. Þetta fer bara í 150% faglegan farveg, þar sem þetta er metið og tekin ákvörðun um hvernig eigi að mæta þessum hóp. Það er mikilvægt að honum sé mætt af mikilli virðingu.“ „Ég upplifði mig einskis virði“  Skýrslu vistheimilanefndar um Kópavogshæli skilað til dómsmálaráðherra  Börn sættu alvarlegu ofbeldi árum saman  Allt niður í fjögurra ára gömul börn á fullorðinsdeildum án lagalegra forsendna Morgunblaðið/Golli Fundur Hrefna Friðriksdóttir, formaður vist- heimilanefndar, kynnir niðurstöður skýrslu. Dregið var í áskrifendaleik Morg- unblaðsins í gær um glæsilegan sportjeppa af gerðinni Lexus NX 300h F Sport, að verðmæti tæplega 10 milljónir króna. Sá heppni reynd- ist vera Þorgeir Ingi Njálsson, dóm- stjóri við Héraðsdóm Reykjaness og einn áskrifenda blaðsins. Áskrifendaleikurinn er samstarfs- verkefni Morgunblaðsins og Lexus, en Haraldur Johannessen, ritstjóri Morgunblaðsins og framkvæmda- stjóri Árvakurs, og Páll Þorsteins- son, upplýsingafulltrúi Toyota á Ís- landi, drógu út vinningshafann. Lexus-sportjeppinn verður af- hentur nýjum eiganda í dag. jbe@mbl.is Glæsibifreiðin dregin út Morgunblaðið/Sigurður Bogi Happdrætti Haraldur Johannessen, ritstjóri Morgunblaðsins (t.v.), og Páll Þorsteinsson, upplýsingafulltrúi Toyota á Íslandi, drógu út vinningshafann.  Dómstjóri við héraðsdóm vann Lexus-sportjeppa Verulega hefur gengið á verkfallssjóð Sjómanna- og vélstjórafélags Grinda- víkur vegna yfirstandandi verkfalls- aðgerða, en samkvæmt heimildum blaðsins er hann nú tómur. Hefur fé- lagið sent fyrirspurn til Alþýðu- sambands Íslands (ASÍ) um úthlutun úr sameiginlegum sjóðum þeirra, en félagið er hluti af ASÍ. Sameiginlegur sjóður ASÍ er fjár- magnaður þannig að hvert aðildar- félag greiðir ákveðið álag af iðgjaldi sínu. „Þau lögðu fram fyrirspurn og við fórum yfir það í miðstjórn að móta reglur um það til hvers þessi sameig- inlegi sjóður væri notaður,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, formaður ASÍ, og ítrekar að ekki hafi komið formleg umsókn. Gylfi segir að verið sé að móta regl- ur um úthlutun og í framhaldi af því verði fjallað um einstakar beiðnir. Sjóðurinn nú tómur  SVG horfir til ASÍ eftir aðstoð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.