Morgunblaðið - 08.02.2017, Page 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRÚAR 2017
Vöruhús veitingamannsins
allt á einum stað
Höfðabakka 9 | 110 Reykjavík | Sími 595 6200 | bakoisberg.is
Opið virka daga kl. 8.30-16.30
...Margur er knár
þótt hann sé smár
Nýji SX Rational 2/3 GN ofninn
gerir allt það sama og
stærri gerðirnar.
kjósa eða að það láti sig málefni sam-
félagsins litlu varða. Að fá kosninga-
rétt á sveitarstjórnarstigi gæti hugs-
anlega breytt þessu, því þar er verið
að taka ákvarðanir um mál sem
varða okkar nærumhverfi.“
Áherslurnar yrðu fjölbreyttari
Katrín segir nokkrar ástæður fyrir
því að ákveðið hafi verið að miða við
16 ára aldur. „Þetta er tímamótaald-
ur að mörgu leyti; þarna eru krakk-
arnir að fara í framhaldsskóla, þetta
er aldurstakmarkið til að byrja í
formlegu starfi með stjórnmála-
flokkunum og í þeim löndum, þar
sem kosningaaldur hefur verið lækk-
aður, er miðað við 16 ár.“
Spurð hvort hún telji að lækkun
kosningaaldurs gæti breytt áherslum
í stjórnmálum segist hún vera sann-
færð um það. „Þetta gæti haft góð
áhrif á stjórnmálin á ýmsan hátt.
Áherslurnar yrðu aðrar og fjöl-
breyttari.“
kosið. Þátttaka þeirra var meiri en
hjá eldri krökkum með kosningarétt
sem sýnir að það er talsverður áhugi
hjá krökkum yngri en 18 ára á að
hafa áhrif.“
Kynslóðin sem ekki kýs?
Í drögum frumvarpsins segir að
því sé ætlað að styðja við lýðræðis-
þátttöku ungs fólks og auka kosn-
ingaþátttöku þess, en tölur Hagstofu
Íslands sýna að kosningaþátttaka er
minnst hjá yngsta aldurshópnum.
T.d. var almenn þátttaka 79,2% í síð-
ustu alþingiskosningum, en einungis
67,7% í yngsta aldurshópnum. Í for-
setakosningunum síðasta sumar var
kosningaþátttakan 63,8% í aldurs-
hópnum 18-19 ára, en almenn þátt-
taka var 73,6%. Í síðustu sveitar-
stjórnarkosningum árið 2014 kusu
66,5%, en hlutfallið var 47,5% í
yngsta kjósendahópnum. Katrín seg-
ir þetta áhyggjuefni. „En þetta þarf
ekki að þýða að ungt fólk vilji ekki
Viðar Guðjónsson
vidar@mbl.is
Sakborningi í sakamáli tengdu and-
láti Birnu Brjánsdóttur hafa verið
kynntar þær upplýsingar sem lög-
reglan hefur undir höndum. Játning
liggur ekki fyrir. Í gær staðfesti
Hæstiréttur Íslands tveggja vikna
gæsluvarðhaldsúrskurð héraðsdóms
yfir grænlenska skipverjanum af Pol-
ar Nanoq.
Grímur Grímsson, yfirlögreglu-
þjónn sem stýrir rannsókn sakamáls-
ins, segir að maðurinn verði yfir-
heyrður á næstu dögum, en ekki sé
komin nákvæm tímasetning á því. Þá
gerir Grímur ráð fyrir því að rann-
sókn málsins muni ljúka á næstu vik-
um og í framhaldinu taki héraðssak-
sóknari ákvörðun um ákæru.
Engin frekari gögn
Enn er unnið úr tækni- og síma-
gögnum sem gegnt hafa lykilhlut-
verki við rannsókn málsins. Þeirri
vinnu er ólokið. „Við höfum ekki feng-
ið frekari gögn á undanförnum dög-
um en þau sem við vorum með. Við
erum eingöngu að klára það að setja
þau inn í rannsóknina. Heildarmynd-
in hefur legið fyrir í nokkurn tíma, en
svo er verið að ganga frá lausum end-
um og gögnin unnin í þaula áður en
þau eru sett inn í sakamálin,“ segir
Grímur.
Sagt var á vef RÚV að drukknun
hefði verið dánarorsök Birnu en einn-
ig að þrengt hefði verið að öndunar-
vegi hennar áður henni var varpað í
sjóinn. Grímur vildi ekki staðfesta
þetta þegar eftir því var leitað. En
líkt og fram hefur komið fannst blóð
úr Brynju í rauða Kia Rio-bílnum
sem hinn grunaði hafði til umráða
nóttina sem Birna hvarf.
Síminn efstur á blaði
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins er ekki talið að vopn hafi leitt
til þess að blóðið úr Brynju hafi kom-
ist í bílinn. „Síminn er efstur á blaði,“
segir Grímur, spurður um þau sönn-
unargögn sem lögreglan leitar helst
að við rannsóknina og á þar með við
farsíma Birnu.
Ekki lögð áhersla
á að finna vopn
við rannsóknina
Skipverjanum voru kynntar upplýs-
ingar sem lögregla hefur undir höndum
Morgunblaðið/Golli
Gæsluvarðhald Hæstiréttur stað-
festi gæsluvarðhaldsúrskurð.
Björgunarsveitir Slysavarnafélags-
ins Landsbjargar á Norðurlandi
voru kallaðar út um klukkan fimm í
gær vegna manns sem lenti í sjálf-
heldu á Krossöxl ofan Ljósavatns.
Fjallið er, skv. upplýsingum frá
björgunarsveitum, mjög bratt,
kjarri vaxið og erfitt yfirferðar,
ekki síst í myrkri. Manninum tókst
að gefa björgunarmönnum ljós-
merki sem auðveldaði leitina til
muna, en hann hafði lagt á fjallið
frá áningarstað við Ljósavatn.
Maðurinn var ekki búinn til fjall-
göngu og var orðinn kaldur, en
óslasaður þegar fjallabjörgunar-
menn komu að honum. Var hann þá
í rúmlega 500 metra hæð.
Manni bjargað úr
sjálfheldu á Kross-
öxl við Ljósavatn
Vilhjálmur A. Kjartansson
vilhjalmur@mbl.is
Norðmenn tóku við þrefalt fleiri
hælisleitendum á síðasta ári á
grundvelli Dyflinnarreglugerðarinn-
ar en þeir sendu úr landi, en reglu-
gerðin felur í sér viðmiðanir og
fyrirkomulag við að ákvarða hvaða
Schengen-ríki beri ábyrgð á með-
ferð hælisumsóknar sem einstak-
lingur leggur fram í einu aðildar-
ríkja Schengen-svæðisins. Þannig er
stjórnvöldum heimilað að senda við-
komandi hælisleitanda aftur til þess
Schengen-ríkis sem hann kom fyrst
til. Samkvæmt norskum fjölmiðlum
tók Noregur við 2.736 einstakling-
um, sem vísað var aftur til Noregs,
en vísaði aðeins 837 einstaklingum
til annarra Evrópulanda.
„Þetta er ekki sérstaklega skráð
hér á landi enda tilvikin afar fá,“
segir Þórhildur Hagalín, upplýs-
ingafulltrúi Útlendingastofnunar,
um fjölda hælisleitenda sem sendir
eru aftur til Íslands á grundvelli
Dyflinnarreglugerðarinnar.
„Landfræðileg lega Íslands og
takmörkun á beinu flugi til landsins
er þannig að ekki margir koma fyrst
til Íslands áður en haldið er annað í
Evrópu. Það kemur því ekki oft fyr-
ir að fólk er sent aftur til Íslands á
grundvelli reglugerðarinnar.“
Langflestir hælisleitendur sem nú
sækja til landsins koma frá Make-
dóníu og Albaníu og gildir reglu-
gerðin almennt ekki um þá. Þróunin
er svipuð í byrjun þessa árs og var á
síðasta ári en um 60-70 hælisleit-
endur komu til landsins í janúar.
Fleiri til Noregs en frá landinu
Nær þrefalt fleiri hælisleitendur eru sendir til Noregs á grundvelli Dyflinnar-
reglugerðarinnar en frá landinu Nánast óþekkt að slíkt komi fyrir á Íslandi
Hælisleitendur
» Rúmlega 2.700 hælisleit-
endur sendir til Noregs á grund-
velli Dyflinnarreglugerðarinnar.
» Rétt rúmlega 800 sendir frá
Noregi á sömu forsendum.
» Vandamál sem Ísland kann-
ast ekki við vegna landfræði-
legrar legu.
„16 ára krakkar geta verið með alveg
jafn miklar skoðanir og haft jafn mik-
inn áhuga á að hafa áhrif og krakkar
sem eru tveimur árum eldri og komn-
ir með kosningarétt,“ segir Inga Huld
Ármann, 16 ára nemandi í Verslunar-
skóla Íslands. „Við erum byrjuð að
borga skatta og mér finnst lýðræð-
islegt að við höfum eitthvað að segja
um í hvað þeir eru notaðir.“ Inga seg-
ist telja að ef kosningaaldurinn yrði
færður niður, þá yrði hugað betur að málefnum ungs fólks. Máni Þór
Magnason, skólabróðir hennar og jafnaldri, er sama sinnis. „Ungt fólk
ætti að hafa meiri áhrif í samfélaginu og að kjósa er ein leið til þess,“ seg-
ir Máni. Spurður hvort hann myndi nýta sér kosningarétt sinn í næstu
sveitarstjórnarkosningum, ef svo færi að frumvarpið yrði að lögum, segir
hann svo vera. „Ég myndi klárlega kjósa sjálfur ef ég fengi að kjósa í dag.
Og ég held að flestir krakkar myndu gera það.“
Ungt fólk ætti að hafa meiri áhrif
ÞAU BORGA SKATTA EN FÁ EKKI AÐ KJÓSA
Inga Huld
Ármann
Anna Lilja Þórisdóttir
annalilja@mbl.is
Ungt fólk vill hafa meiri áhrif, en því
finnst að ekki sé verið að leita til þess
við ákvarðanatöku. Ein leið til að
breyta þessu er að lækka kosninga-
aldur. Þetta segir Katrín Jakobs-
dóttir, formaður
Vinstri grænna,
sem hyggst
leggja fram frum-
varp á Alþingi í
þessari viku um
breytingar á lög-
um um kosningar
til sveitarstjórna.
Verði frumvarpið
að lögum munu
aldursmörk kosn-
ingaréttar í næstu
sveitarstjórnarkosningum, sem
fyrirhugaðar eru á næsta ári, verða
við 16 ára aldur í stað 18 ára eins og
nú er. Á þessu tiltekna aldursbili eru
um 9.000 ungmenni sem munu þá
bætast í hóp kjósenda. Kjörgengi
myndi áfram miðast við 18 ára aldur.
Að frumvarpinu standa, auk Katr-
ínar og fleiri þingmanna VG, þing-
menn úr Viðreisn, Pírötum, Samfylk-
ingu og Bjartri framtíð.
Þetta verður í fjórða skiptið sem
frumvarp um lækkun kosningaaldurs
er lagt fram, en í fyrri skiptin var
miðað við að kosningaaldur yrði al-
mennt lækkaður. Það krefst
stjórnarskrárbreytingar, en þegar
eingöngu er um að ræða kosn-
ingaaldur til sveitarstjórnarkosninga
þarf einungis lagabreytingu til.
Undanfarið hefur Katrín fundað
með ungu fólki úr ýmsum ungmenna-
ráðum þar sem efni frumvarpsins
hefur verið rætt og hún segir mörg
áhugaverð sjónarmið hafa komið þar
fram. „Til dæmis að of lítið er leitað
til ungs fólks í stefnumótun. Við
ræddum líka #ÉGKÝS-verkefnið
sem var í gangi fyrir síðustu þing-
kosningar þar sem framhaldsskóla-
nemendur undir kosningaaldri gátu
Morgunblaðið/Eggert
Á kjörstað Þingmenn fimm flokka standa að frumvarpi um lækkun kosningaaldurs í sveitarstjórnarkosningum.
„Þetta gæti haft góð
áhrif á stjórnmálin“
Þingmenn fimm flokka vilja lækka kosningaaldur í 16 ár
Katrín
Jakobsdóttir
Máni Þór
Magnason