Morgunblaðið - 08.02.2017, Qupperneq 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRÚAR 2017
HEKLA · Laugavegi 170-174 / Audi.is
Straumhvörf
Audi A3 e-tron sameinar tvo heima
Tengiltvinnbíllinn Audi A3 e-tron hefur átt mikilli velgengni að fagna.
Hann var valinn besti rafbíll ársins 2015 af What Car? og er með
fimm stjörnur í árekstrar- og öryggisprófunum hjá Euro NCAP.
50 kílómetra drægni á raforkunni einni saman dugar í flestar ferðir
en með skilvirkri samþættingu rafdrifs og sparneytinnar bensínvélar
er samanlögð heildardrægni allt að 940 km.
Verð frá 4.860.000 kr.
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Umhverfisstofnun hefur gefið Thorsil
ehf. nýtt starfsleyfi fyrir rekstri kísil-
málmverksmiðju á iðnaðarsvæðinu í
Helguvík en úrskurðarnefnd um-
hverfis- og auðlindamála ógilti í októ-
ber sl. starfsleyfi fyrirtækisins, sem
því var veitt 2015.
Gerðar eru nýjar kröfur sem fyrir-
tækið þarf að uppfylla og nokkur
ákvæði leyfisins hafa verið endur-
skoðuð fyrst og fremst til að sporna
við lyktarmengun frá framleiðslunni
en engin umfjöllun var um hugsan-
lega lyktarmengun frá fyrirtækinu,
hvorki í umhverfismati sem gert var
eða í fyrra starfsleyfi.
Fyrirtækið stefnir að því að hefja
starfsemi í verksmiðjunni á árinu
2019.
Undirskriftir og 30 einstaklingar
gerðu athugasemdir
Nýja starfsleyfistillagan var auglýst
frá 3. nóvember 2016 til 2. janúar sl. og
bárust m.a. athugasemdir frá 30 ein-
staklingum. Þá skrifuðu tæplega 3.500
einstaklingar sem langflestir eru bú-
settir í Reykjanesbæ undir undir-
skriftalista þar sem farið var fram á að
Umhverfisstofnun gæfi ekki út starfs-
leyfi fyrir kísilmálmverksmiðju Thor-
sil að svo komnu máli.
Margir íbúar hafa m.a. lýst áhyggj-
um af lykt frá fyrirhugaðri starfsemi
verksmiðjunnar þar sem lykt hefur
borist frá kísilverksmiðju Sameinaðs
Sílikons (United Silicon) í Helguvík
og mikil umræða verið um mengun
frá henni. Í sumum athugasemdum
segja íbúar m.a. að fýla og mengun
hafi komið frá verksmiðju Sameinaðs
Sílikons og að þeim hrjósi hugur við
að fleiri verksmiðjur rísi á svæðinu.
Fram kemur í greinargerð Um-
hverfisstofnunar að hún hafi breytt
nokkrum ákvæðum fyrra starfsleyfis
til að koma á móts við ábendingar al-
mennings og beri þar helst að nefna
ný ákvæði um lykt í greinum 3.19 og
3.20 vegna reynslu sem skapast hefur
af hinni verksmiðjunni í Helguvík.
Er Thorsil gert að gera ráðstafanir
til að varna því að lykt berist frá fram-
leiðslustarfseminni þannig að hún
finnist ekki utan iðnaðarsvæðisins. „Í
grein 3.19 er sérstakt ákvæði um bök-
un á fóðringum, en sú grein er samin
með það í huga að sá þáttur var
ástæða þeirrar mengunar sem frá
Sameinuðu Sílikoni kom. Til að árétta
frekar að lykt er ekki á meðal þeirra
mengunarþátta sem von var á frá
þessum rekstri var auk þess sett inn
grein 3.20 sem er almenn grein um að
varna eigi því að lykt berist frá fram-
leiðslunni. Thorsil hefur sett fram
minnisblað um bökun á fóðringum
sem lá til grundvallar við frágang
þessara greina,“ segir í greinargerð
vegna útgáfu starfsleyfisins.
Verði ekki fyrir óþægindum
af uppkeyrslu ofna
Í svari Umhverfisstofnunar við
einni af mörgum ábendingum íbúa á
þá leið að óásættanlegt væri að reisa
kísilverksmiðju svo nærri byggð og
að lykt og mengun geti haft neikvæð
áhrif á framþróun sveitarfélagsins,
segir að fyrir liggi greinargerð Thor-
sil um ráðstafanir til að takmarka
lyktaráhrif. „Gert er ráð fyrir að ofn-
ar verði við bökun á fóðringum keyrð-
ir á lágu álagi og notað þurrt kolakoks
þannig að lykt og reykur verði nær
enginn. Með því að hafa þurran jafn-
an hita á stigvaxandi álagi þá verður
þurrkun og bökun á ofnfóðringu jafn-
ari og tekur skemmri tíma. Gert er
ráð fyrir að reykjarlykt verði mun
minni en ef notað er timbur og dreif-
ingin á hugsanlegum raka og rok-
gjörnu efni eykst með háum skor-
steini að sögn Thorsil sem telur að
fólk muni ekki verða fyrir óþægind-
um af uppkeyrslu ofna í verksmiðju
Thorsil,“ segir í greinargerð Um-
hverfisstofnunar.
Lykt finnist ekki utan svæðisins
Thorsil ehf. hefur fengið nýtt starfsleyfi frá Umhverfisstofnun fyrir rekstri kísilverksmiðju í Helguvík
Íbúar lýstu í athugasemdum áhyggjum af lykt og mengun vegna reynslu af starfsemi United Silicon
Teikning/Skýrsla um mat á umhverfisáhrifum.
Iðnaðarsvæði Kísilmálmverksmiðja Thorsil á að taka til starfa um mitt ár 2019.
Forsvarsmenn Thorsil ehf. eru
ánægðir með að starfsleyfi Um-
hverfisstofnunar liggur nú fyrir.
Hákon Björnsson framkvæmda-
stjóri segir að viðbótarákvæði
sem Umhverfisstofnun setur í
starfsleyfið séu til komin vegna
kvartana í tengslum við gang-
setningu verksmiðju United Sili-
con. „Við teljum að slíkar uppá-
komur þurfi ekki að gerast hjá
okkur. Við höldum bara okkar
striki.“ Stefnt er að gangsetn-
ingu verksmiðjunnar um mitt ár
2019.
„Höldum bara
okkar striki“
HÁKON BJÖRNSSON