Morgunblaðið - 08.02.2017, Side 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRÚAR 2017
Vertu upplýstur!
blattafram.is
VIÐ VILJUM GETA TREYST.
ÞAÐ TRAUST ROFNAR
AUÐVELDLEGA ÞEGAR HIÐ
VERSTA GERIST.
HVAÐ GERIR ÞÚ ÞEGAR
TRAUSTIÐ ROFNAR?
Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170
Verið velkomin
20% afs
láttur
af öllum
CHANEL
vörum 8
.-10. feb
.
miðvikudag,
fimmtudag og
föstudag
í verslun okkar.
Gréta Boða kynnir
nýju vorlitina frá
CHANEL
kynning
Vetraryfirhafnir - Sparidress - Peysur - Blússur - Bolir
Laugavegi 63 • S: 551 4422
Útsöluvörur
VERÐHRUN
60-70%
afsláttur
60–70%
afsláttur
í nokkra daga
Vilhjálmur A. Kjartansson
vilhjalmur@mbl.is
„Áherslan var ekki á launagreiðsl-
urnar heldur frekar áhrifin og
hversu víðtækar duldar auglýsingar
eru, en það þekkist að laun fyrir að
auglýsa vörur á samfélagsmiðli geti
farið upp í allt að
500 þúsund krón-
ur fyrir einn dag
eða nokkrar
færslur,“ segir
Eva María
Schiöth Jóhanns-
dóttir, sem skilaði
lokaverkefni til
BS-prófs í við-
skiptafræði um
vöruinnsetningar
og duldar auglýs-
ingar frá sjónarhorni bloggara og
snappara.
„Vöruinnsetningar og duldar aug-
lýsingar fela í sér kynningu vöru-
merkja án þess að tekið sé fram að
um auglýsingu sé að ræða. Þetta er
tvíeggjað sverð. Ávinningurinn get-
ur verið mikill, en komist upp að
bloggari eða snappari hafi blekkt
fylgjendur sína kann sá hinn sami að
vera rúinn öllu trausti í kjölfarið.“
Sjálf segist Eva María hafa fengið
áhuga á viðfangsefninu í kjölfar eig-
in reynslu og vina sinna.
„Ég hef orðið vör við breytta af-
stöðu vina og kunningja til vöru eða
vörumerkis í kjölfar bloggfærslu eða
snapps frá þekktum einstaklingum.
Allt í einu þurfa allir að kaupa sömu
vöruna,“ segir hún.
Spurð um niðurstöðu rannsóknar
sinnar segir Eva María ljóst að
bloggarar/snapparar séu að fá þókn-
um frá íslenskum fyrirtækjum fyrir
að kynna vörur.
„Niðurstöðurnar sýndu einnig að
bloggarar/snapparar telja sig ekki
bera að fullu ábyrgð á því hvað fylgj-
endur þeira gera eftir að færsla
þeirra er farin í loftið.“
Dulin auglýsing ólögleg
Þórunn Anna Árnadóttir, sviðs-
stjóri neytendaréttarsvið Neytenda-
stofu, segir duldar auglýsingar og
vöruinnsetningar brjóta í bága við
lög um eftirlit með viðskiptaháttum
og markaðssetningu.
„Við höfum sent út leiðbeiningar
um umdeildar auglýsingar á heima-
síðu okkar. Auk þess höfum við fylgt
eftir ábendingum og einstaka blogg-
um,“ segir Þórunn og bendir jafn-
framt á að það sé alveg á hreinu að
koma verði fram að viðkomandi aðili
fái greiðslu fyrir kynninguna.
„Þá skiptir ekki máli í hverju
endurgjaldið er fólgið. Það getur
verið varan sjálf eða peningagreiðsla
svo eitthvað sé nefnt.“
Duldar auglýs-
ingar á sam-
félagsmiðlum
Frægir snapparar geta fengið allt að
hálfa milljón fyrir að kynna vöru í einn dag
Morgunblaðið/Golli
Auglýsing Vörukynningar á netinu
geta verið duldar auglýsingar.
Eva María Schiöth
Jóhannsdóttir
Föðurnafn Kristjáns Þórðar Snæ-
bjarnarsonar, formanns Rafiðn-
aðarsambands Íslands, misritaðist í
frétt um kjaramál í blaðinu í gær.
Beðist er velvirðingar á mistökunum.
LEIÐRÉTT
Rangt föðurnafn
Ekki verður úr sameiningu tveggja
sveitarfélaga meðfram Þjórsá í Ár-
nessýslu við Rangárvallasýslu. Hug-
mynd þess efnis var í skoðun að
sameina tvo sveitahreppa, Skeiða-
og Gnúpverjahrepp og Flóahrepp
við Rangárþing eystra og hafði verið
fundað vegna þessa. Flóahreppur
dró sig nýverið út úr þeim viðræðum
og samþykkti þá sveitarstjórn
Skeiða- og Gnúpverjahrepps að láta
líka staðar numið.
Björgvin Skafti Bjarnason, odd-
viti Skeiða- og Gnúpverjahrepps,
segir að þessar sameiningarþreif-
ingar hefðu ekki virkað nema allir
væru samstiga og því hafi verið al-
menn sátt um að leggja þær til hlið-
ar.
Sameining allrar Árnessýslu
Hins vegar er kominn skriður á að
skoða sameiningu nánast allrar Ár-
nessýslu, en samráðshópur sveitar-
félaga sýslunnar ákvað að bjóða út
greiningarvinnu og fékk tilboð frá
fimm fyrirtækjum. Samþykkt var að
ganga til samninga við KPMG og
mun fyrirtækið vinna greiningu og
gerð sviðsmynda um kosti og galla
sameiningar sveitarfélaga í sýslunni.
Björgvin Skafti segir að niður-
stöðu vinnu KPMG verði að vænta á
vormánuðum.
„Skýrslan verður fyrst skoðuð hjá
sveitarstjórnum og ef hún er alveg
ómöguleg verður dæmið slegið af, en
annars verður haldið áfram og kosið.
Í maí reiknum við þá með að halda
íbúafundi þar sem verður farið yfir
þetta og svo yrði kosið um samein-
ingu á haustmánuðum,“ segir Björg-
vin Skafti.
Bláskógabyggð var til að byrja
með ekki með í samráðshópnum, eitt
sveitarfélaga í sýslunni, en ákvað að
taka þátt í vinnunni með KPMG þó
ekki sé stefnt á sameiningarviðræð-
ur þar. Að sögn Björgvins Skafta
ætla þeir að nýta vinnuna sem fram-
tíðargreiningu á sveitarfélaginu.
„Þessi vinna skilar heilmiklu fyrir
sveitarfélögin þó ekki verði af sam-
einingu, við erum t.d. með frekar
hátt flækjustig í byggðasamlögum
og slíku og það verður tekinn skurk-
ur í að skoða það.“ ingveldur@mbl.is
Sameining skoðuð
Farið af stað í greiningarvinnu á sameiningu sveitarfélaga í
Árnessýslu Yrði kosið í haust Sameinast ekki yfir Þjórsá
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Árnessýsla Selfoss er stærsti bærinn í sýslunni og þjónustar allt svæðið.
Landssamband veiðifélaga vekur at-
hygli á því að Norway Royal Salmon,
aðaleigandi Arctic Sea Farm sem
hyggst auka mjög laxeldi á Vest-
fjörðum, stundi grænt eldi með
ófrjóum laxi í Noregi en óski leyfis til
að flytja inn norskan laxastofn til
ræktunar á Íslandi með tilheyrandi
hættu fyrir hinn villta íslenska laxa-
stofn.
Skipulagsstofnun kynnti nýlega
áform Arctic Sea Farm um 7.600
tonna framleiðslu á laxi í Ísafjarðar-
djúpi og óskaði eftir athugasemdum
við tillögu að matsáætlun. Fyrr á
árinu var kynnt tillaga að matsáætl-
un sama fyrirtækis vegna 4.000
tonna laxaframleiðslu í sjókvíum í
Arnarfirði. Það er sjálfstætt um-
hverfismat sem kemur í kjölfar
vinnu sem áður
hafði verið lögð í
sameiginlegt mat
Arctic Sea Farm
og Fjarðalax í
sama firði.
Landssamband
veiðifélaga vekur
athygli á því í
fréttatilkynningu
af þessu tilefni að
fyrirtækið hafi
leyfi til eldis á norskum laxi í Dýra-
firði og hyggist nú stórauka laxeldið.
Í matsáætluninni komi fram að það
vilji leyfi til að flytja inn norskan
laxastofn til ræktunar á Íslandi.
Fram kemur að í Noregi sé óheimilt
að flytja inn erlenda laxastofna
vegna hættu á erfðamengun.
Í tilkynningunni segir að Norway
Royal Salmon ráði nú yfir 10 græn-
um eldisleyfum í Noregi en þau séu
háð þeim skilyrðum að eingöngu
megi nota geldfisk til eldis. „Alvar-
legt ástand laxastofna í norskum ám
vegna erfðamengunar frá norsku
laxeldi hefur leitt til þess að fyrir-
tæki fá ekki viðbótarleyfi til að ala
frjóa laxa í norskum fjörðum.
Norway Royal Salmon ætlar hins
vegar að hagnast á eldi frjórra laxa í
sjókvíum hér við land með þekktum
afleiðingum fyrir hinn villta íslenska
laxastofn,“ segir í tilkynningunni.
Hætta fyrir laxastofna
Gagnrýna áform um innflutning og eldi á norskum laxi
Lax Veiðimenn í
fallegri á.
mbl.is