Morgunblaðið - 08.02.2017, Side 12

Morgunblaðið - 08.02.2017, Side 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRÚAR 2017 Tónastöðin • Skipholti 50d • Reykjavík • sími 552 1185 • www.tonastodin.is gerðu tónlist á makkann þinn Duet 2 stúdíógæði í lófastærð One fyrir einfaldar upptökur MiC hágæða upptökur Jam alvöru gítarsánd mikilvægara í enda dagsins að vinna með góðu og áhugaverðu fólki.“ Sigrún Eva segist ekki ferðast eins mikið lengur og hún gerði. „Ég gerði það meira fyrstu árin, en eftir langan tíma verður þreyt- andi að ferðast endalaust. Ég tek helst að mér verkefni í New York, þótt ég fari líka til Miami, Los Angel- es, San Francisco og víðar í Banda- ríkjunum og stundum líka til Suður- Ameríku og Evrópu.“ Heppin og þakklát „Það er mjög mikið að gera hjá mér. Ég reyni að segja eins mikið já og ég get en maður verður líka stundum að fá frí. Ég vinn mjög óreglulega; stundum á hverjum ein- asta degi, stundum annan hvern dag. Ég veit yfirleitt ekki fyrr en um sex- leytið á kvöldin hvað ég er að gera daginn eftir,“ segir Sigrún Eva, sem Hildur Loftsdóttir hildurl@mbl.is Þ að er ekki hlaupið að því að ná í Sigrúnu Evu Jónsdóttur fyrirsætu, sem býr og starfar í New York. Hún gaf blaða- manni tíma fyrir spjall eftir mynda- töku fyrir fatamerkið Rag & Bone og fyrir jógatímann sem hún var á leið- inni í. Sigrún Eva hefur unnið fyrir umboðsskrifstofuna Women 360 Management undanfarið í eitt og hálft ár, en áður vann hún hjá Wil- helmina Models. „Ég var í fríi í New York með foreldrum mínum og við vorum að versla í Soho þegar útsendari um- boðskrifstofunnar pikkaði í mig og gaf mér nafnspjaldið sitt. Daginn eft- ir fór ég og hitti aðstandendur Wil- helmina Models. Sumarið eftir, þeg- ar ég var 19 ára, vann ég fyrir þau, kláraði síðan menntaskólann heima og flutti hingað út eftir stúdents- próf,“ segir Sigrún Eva, sem sér ekki eftir þeirri ákvörðun, enda er hún ánægð í starfi og á einnig bandarísk- an kærasta sem var áður fyrirsæta en vinnur núna í hugbúnaðargeir- anum. Gaman að vinna fyrir GAP Sigrún Eva vinnur fyrir vinsæl tískumerki eins og GAP, Rag and Bone, Adidas og Free People, og stórar verslanakeðjur eins og Saks Fifth Ave og Target. „Mér finnst mjög skemmtilegt að vinna fyrir GAP, en ég var í myndatöku fyrir þau síðast í Los Angeles núna í nóvember. Mér finnst Free People líka skapandi og fallegt merki og gaman að vinna fyrir það,“ segir Sig- rún Eva spurð hver séu uppáhalds- verkefnin hennar. „Þó svo að mynda- takan sé flott finnst mér miklu Fyrirsæta í bestu borginni Sigrún Eva Jónsdóttir hefur verið fyrirsæta næstum sex ár í New York, sem hún segir bestu borgina fyrir fyrirsætustörf. Hún segist notfæra sér öll tækifæri sem gefast til að læra og kynnast nýjum hlutum meðfram starfinu. Ljósmynd/Craig Wetherby Fótbolti Sigrún Eva æfir fótbolta með liði í Chinatown í New York. Ljósmynd/Anna Wolf Forsíðustúlka Sigrún Eva á forsíðu veftímaritsins Valentine. Sjálfsmynd Sigrúnu Evu þykir mikilvægast að vinna með góðu og áhugaverðu fólki. Małgorzata Dajnowicz verður með fyrirlestur í dag, miðvikudag, kl. 12 í stofu 131 í Öskju, náttúrufræðahúsi HÍ, og nefnist hann Pólsk kvenna- tímarit á tuttugustu öld. Hún mun fjalla um mest lesnu kvennatímaritin sem gefin voru út í Póllandi 1945- 1989. Tímaritin voru víðlesin og markhópurinn menntakonur sem bjuggu í borgum. Þegar útgáfa tíma- ritanna hófst boðuðu þau kommún- íska hugmyndafræði. Á áttunda ára- tugnum aðlöguðust pólsku tímaritin breytingum á kynhlutverkum kvenna og fyrirmyndirnar sem þau birtu leit- uðust við að standa jafnfætis karl- mönnum á ýmsum sviðum sam- félagsins. Þessar breytingar opnuðu á nýjar leiðir við að skilgreina kyn- hlutverk og höfðu mikil áhrif á þær kvenímyndir sem settar eru fram í tímaritum sem markaðssett eru fyrir konur sérstaklega. Á sama tíma jókst einnig umfjöllun um stjórnmál og fé- lagsleg málefni í tímaritunum. Á kommúnistatímanum voru fjölmiðlar peð í höndum ríkisstjórnarinnar og tilgangur fjölmiðlaumfjöllunar var að breiða út stefnu stjórnvalda og styðja við hið sósíalíska ríki. Małgorzata Dajnowicz er prófessor við Háskólann í Białystok í Póllandi og forstöðumaður Rannsóknarstofu í kvennafræðum við skólann. Fyrir- lesturinn, sem haldinn er á ensku, er öllum opinn. Hádegisfyrirlestur í dag Áhrif tímarita á kvenímyndir Fyrirlesari Małgorzata Dajnowicz. Svokölluð dragsjó eru einstaklega skemmtileg og hressandi í allri sinni litadýrð og ýkjum. Og nú geta Íslend- ingar notið slíkrar sýningar, því frá Brighton til Íslands kemur tvíeyki í dragi sem ætlar annað kvöld, fimmtudag 9. febrúar, að setja upp kabarett eina kvöldstund í Reykjavík. Þetta mikla ýkjuverk kallar sig Lydia L’Scabies & Rococo Chanel. Þeirra sviðsframkoma ku vera engu öðru lík, og verður viðburður þessi á Loft hosteli í Bankastræti 7. Hefjast herlegheitin kl. 21, en gott er að mæta snemma því gert er ráð fyrir að allt verði vitlaust, rétt eins og það varð þegar bresk systir þeirra í dragi, Crystal Lubrikunt, kom nýlega fram á Loftinu. Tvíeykið Lydia L’Scabies & Rococo Chanel hefur orð á sér fyrir að vera nokkuð hrollvekjandi, og stendur til að sýna gestum inn í nýjan dimman heim. Í ummælum sem vitnað er til segir meðal annars að tvíeyki þetta dansi á hárréttri línu milli kabaretts og hryllings. Leikur þeirra er sagður snilldarlegur um leið og hann er hrollvekjandi. Nú er lag að kynna sér þessar næturverur annað kvöld og ekki skemmir fyrir að ókeypis er inn á sýninguna. Lydia L’Scabies & Rococo Chanel sýna á Loftinu í kvöld Breskt dragtvíeyki kemur til Reykjavíkur í öllu sínu veldi Drag Sýning Lydia og Rococco er blanda af kabarett og nettum hryllingi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.