Morgunblaðið - 08.02.2017, Blaðsíða 14
Morgunblaðið/Ómar
Sjómannaverkfall Magnús Björgvinsson segir að markaðir fyrir karfa í
Þýskalandi geti nú verið að tapast og Norðmenn að styrkja stöðu sína.
VIÐTAL
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
Magnús Björgvinsson, umboðs-
maður Síldarvinnslunnar í Nes-
kaupstað, í Bremerhaven í Þýska-
landi, er áhyggjufullur vegna
áhrifanna af sjómannaverkfallinu á
viðskiptasambönd fyrirtækisins á
þýska markaðnum.
„Ég er umboðsmaður fyrir
Síldarvinnsluna í Þýskalandi og sé
um að bjóða upp fisk sem fyrir-
tækið flytur á þýskan markað og
selja hæstbjóðendum,“ sagði
Magnús í samtali við Morgun-
blaðið í gær.
„Vegna verkfallsins er engan
fisk að hafa hér heiman frá Ís-
landi. Það er aðallega karfi sem
við höfum verið að selja og hann
vantar núna sárlega,“ sagði Magn-
ús.
Hann segir að þessi skortur sé
farinn að bíta eftir þær átta vikur
sem verkfallið hefur staðið. „Þetta
er farið að hafa víðtæk áhrif, bæði
á fiskverkun og fiskverslun með
karfa, sem er hér í Bremerhaven
um 90% af umsetningunni hjá
þeim fyrirtækjum sem eftir eru,“
sagði Magnús.
Fiskkaupendur bera sig illa
Magnús segir að fyrirtækin sem
hafi keypt karfa af honum í
Bremerhaven beri sig mjög illa og
séu illa stödd. Þau vanti þessa
veltu og sölu til sín og séu í vand-
ræðum. Margir hafa sent starfs-
fólk heim í svokallað vetrarfrí og
aðrir hafa ákveðið að starfsfólkið
vinni aðeins hluta úr degi, svo
kallað „Kurzarbeit“,“ sagði Magn-
ús.
Hann segir að slíkt geti haft
þær afleiðingar fyrir þýsku
fiskverkunarfyrirtækin, að þau
missi starfsfólkið, sem lendi í því
að fá ekki nægar tekjur, og leiti
því á önnur mið, þannig að fyrir-
tækin hafi enga tryggingu fyrir
því að fá fiskvinnslufólkið til baka,
þegar verkfalli lýkur.
Hætta á að missa starfsfólk
„Þá getur það blasað við fisk-
vinnslufyrirtækjum hér í Bremer-
haven, þegar verkfallið hefur verið
leyst, að þau hafi ekki starfsfólk
til þess að vinna og koma frá sér
fiskinum,“ sagði Magnús.
Magnús segir það þó sýnu verst,
að neytandinn, sem hafi verið
tryggur fiskkaupandi og karfa-
kaupandi, sé farinn að leita í aðrar
tegundir, sem sé aðallega þorskur
og ufsi frá Noregi, sem séu á álíka
verði og karfinn. Markaðir séu því
klárlega að glatast.
Karfaverð mjög hátt
„Karfinn og raunar allur fiskur
er á mjög háu verði hér í dag.
Fólk sem ekki fær karfann frá Ís-
landi leitar í aðrar tegundir, sem
eru miklu ódýrari, eins og fugla-
kjöt og svínakjöt, sem er allt að
þriðjungi ódýrara en fiskur í
venjulegu umhverfi og enn meiri
verðmunur er í dag, vegna lítils
framboðs. Þetta er grafalvarlegt
ástand, sérstaklega af því að verk-
fallið hefur staðið svo lengi. Í jan-
úar fæst oft hátt verð fyrir fisk-
inn, sem býðst bara í takmörkuðu
magni, út af veðrum og fríum. Nú
er kominn sá tími sem er besti
sölutíminn allt fram að páskum, en
horfur eru á að hann fari for-
görðum að miklum hluta, sem vit-
anlega er miður,“ sagði Magnús
Björgvinsson.
Þjóðverjar kaupa
nú norskan fisk
Segir að karfa héðan vanti sárlega
Umboðsmaður Magnús Björg-
vinsson er umboðsmaður Síldar-
vinnslunnar í Bremerhaven.
Vantar karfa
» Vegna þess að karfi frá Ís-
landi fæst ekki lengur á þýsk-
um mörkuðum eru Þjóðverjar
farnir að kaupa þorsk og ufsa
frá Noregi.
» Hætt er við að dýrmætir
markaðir í Þýskalandi tapist
eða séu þegar tapaðir, auk
þess sem hætt er við að fisk-
vinnslur í Bremerhaven fái ekki
allt sitt starfsfólk aftur til
starfa eftir að verkfalli lýkur.
14
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRÚAR 2017
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
Bæjarstjórar í sjávarbyggðum úti á
landi eru margir orðnir uggandi
vegna verkfalls sjómanna og hafa
miklar áhyggjur af því hvaða áhrif
verkfallið er farið að hafa á afkomu
sjómanna, fiskverkafólks, þjónustu-
fyrirtækja í sjávarútvegi og tekjur
bæjar- og sveitarfélaga, vegna
minnkandi útsvars. Sjómannaverk-
fallið hefur nú staðið í átta vikur.
Sturla Böðvarsson, bæjarstjóri í
Stykkishólmi, sagði í samtali við
Morgunblaðið í gær að verulegra
áhrifa af verkfalli sjómanna gætti í
Stykkishólmi. „Það blasir algjörlega
við, allir sem tengjast sjávarútveg-
inum hafa þegar orðið fyrir miklum,
neikvæðum áhrifum vegna þessa
verkfalls. Það eru vitanlega sjó-
mennirnir, starfsfólkið í fiskvinnsl-
unni og þjónustufyrirtækin stór og
smá, auk þess sem bærinn finnur
fyrir tekjumissi,“ sagði Sturla.
Sturla segir að menn bíði í
óþreyju eftir að þessi langvinna
kjaradeila útgerðarmanna og sjó-
manna leysist og vonandi takist að
finna farsæla lausn á kjaradeilunni
hið fyrsta. „Sjávarbyggðirnar geta
ekki staðið undir því að það sé ekki
veiddur og unninn fiskur,“ sagði
Sturla.
Með harkalegum hætti
Þorsteinn Steinsson, bæjarstjóri
í Grundarfirði, segir að neikvæðra
áhrifa af sjómannaverkfallinu hafi
gætt í bæjarfélaginu um hríð.
„Aðalatvinnuvegur okkar bæjar-
félags er fiskveiðar og fiskvinnsla,
þannig að við finnum vitanlega
verulega fyrir verkfallinu. Skipin
eru öll í höfn og fiskvinnslan liggur
niðri. Það eru allar þjónustugreinar
við sjávarútveginn og fiskvinnsluna
sem finna fyrir þessu með harka-
legum hætti, bæði vélsmiðjur,
flutningafyrirtæki og aðrir. Áhrifin
eru orðin talsvert mikil, þegar
verkfallið er farið að dragast svona
á langinn,“ sagði Þorsteinn í sam-
tali við Morgunblaðið í gær. Þor-
steinn kvaðst vonast til þess að
deiluaðilar fyndu lausn á deilu sinni
hið allra snarasta.
Ásta Björg Pálmadóttir er bæjar-
stjóri á Sauðárkróki. Hún segir að
neikvæðra áhrifa af sjómannaverk-
fallinu sé ekki farið að gæta áþreif-
anlega í bæjarfélaginu og uppsagna í
tengdum greinum og þjónustugrein-
um við sjávarútveginn sé sem betur
fer ekki enn farið að gæta. „Klárlega
verða útsvarstekjur bæjarfélagsins
fyrir janúarmánuð minni en við höfð-
um vænst. Við búum svo vel hérna á
Sauðárkróki að fyrirtækið FISK
Seafood sagði ekki upp landverka-
fólki sínu. Þannig er allt landverka-
fólkið á kauptryggingu, en ekki á
bónus. Það verður líka til þess að út-
svarstekjur bæjarfélagsins munu
lækka til viðbótar við það sem þær
munu lækka vegna þess að sjómenn-
irnir eru án tekna,“ sagði Ásta Björg
í samtali við Morgunblaðið í gær.
Kristinn Jónasson, bæjarstjóri
Snæfellsbæjar, sagði í samtali við
Morgunblaðið í gær að það lægi
ljóst fyrir að sjómenn og fisk-
vinnslufólk hefðu misst töluvert af
launum sínum.
Áhyggjur af litlum fyrirtækjum
„Ég hef einnig miklar áhyggjur af
því, að lítil fyrirtæki og einstaklingar
sem hafa verið að þjónusta sjávar-
útveginn eru ekkert í góðri stöðu,
vegna þess að þegar flotinn er stopp
og fiskvinnslan nánast stopp, þá hafa
þessir aðilar litlar sem engar tekjur
og það er ekkert víst að þeir lifi þetta
af,“ sagði Kristinn. Þetta eigi við um
flutningsaðila, verkstæði, verslanir
og hvað eina, það gæti alls staðar
samdráttar.
Kristinn segir að áhrifa verkfalls-
ins muni tímabundið gæta í fjárhag
sveitarfélagsins og hafnarinnar, en
það muni eitthvað jafnast út, þótt
það bætist aldrei að fullu. Verkfallið
sé á þeim tíma sem sé besti tíminn
hjá bátaflotanum í Snæfellsbæ að
selja afurðir sínar, þ.e. desember og
janúar. „Þó að menn veiði þennan
afla síðar, þá fá þeir ekkert sama
verð fyrir hann,“ sagði Kristinn.
Sjávarþorp farin að líða
Bæjarstjórar hafa
áhyggjur af sjó-
mannaverkfallinu
Morgunblaðið/Ómar
Á Rifi Einmana hvítmávur nýtur hvíldar á bryggjunni á Rifi á Snæfellsnesi.
Ásta Björg
Pálmadóttir
Sturla
Böðvarsson
Kristinn
Jónasson
Þorsteinn
Steinsson
Ármúla 24 - s. 585 2800 - www.rafkaup.is
Opið virka daga 9-18, laugardaga 11-16
Ljós á mynd:
POP frá BELID
NÝ SEN
DING
FRÁ BE
LID !
ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS
Sjómannaverkfall