Morgunblaðið - 08.02.2017, Síða 16

Morgunblaðið - 08.02.2017, Síða 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRÚAR 2017 8. febrúar 2017 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 112.52 113.06 112.79 Sterlingspund 142.46 143.16 142.81 Kanadadalur 86.61 87.11 86.86 Dönsk króna 16.35 16.446 16.398 Norsk króna 13.734 13.814 13.774 Sænsk króna 12.915 12.991 12.953 Svissn. franki 113.88 114.52 114.2 Japanskt jen 1.0011 1.0069 1.004 SDR 153.31 154.23 153.77 Evra 121.63 122.31 121.97 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 156.3691 Hrávöruverð Gull 1231.0 ($/únsa) Ál 1811.0 ($/tonn) LME Hráolía 56.85 ($/fatið) Brent Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á ● Halldór Benjamín Þorbergsson, fram- kvæmdastjóri Sam- taka atvinnulífsins, andmælir þeirri full- yrðingu Þorsteins Víglundssonar, vel- ferðarráðherra og fyrrverandi fram- kvæmdastjóra SA, þess efnis að ofhitn- un sé í kortunum á fasteignamarkaði. Segir Halldór að húsnæðisverð sé enn undir sögulegu meðaltali. SA hafna því að ofhitnun sé á fasteignamarkaði Halldór Benjamín Þorbergsson STUTT „Við verðum sem samfélag að ákveða hverskonar störf við viljum vera með hér á landinu. Viljum við einblína á störf sem eru algjörlega undir náttúruauðlindum komin, eða þau sem stuðla meira að sjálfbærum hagvexti og borga auk þess hærri laun og þola betur sveiflur í hagkerf- inu.“ Jón vill að litið verði á íslenska þekkingu og hugverk sem auðlind. „Rétt eins og við viljum vernda aðrar auðlindir, þá þurfum við að vernda þessa. Hugverkaréttindi eru tólið sem fyrirtækin geta notað til að vernda samkeppnisforskotið sem er afrakstur nýsköpunar.“ Hann segir að ímynd, orðspor og viðskiptavild séu orðin gríðarlega stór hluti af verðmætum fyrirtækja í dag. „Verðmætasta vörumerki heims, Google, er til dæmis virði 229 milljarða bandaríkjadala. Virði vöru- merkja er þannig orðið jafnvel helm- ingur af virði verðmætustu fyrir- tækjanna, en markasverð Google er einmitt um 560 milljarðar dala. Í þessu samhengi skipta áþreifanlegu verðmætin nánast engu máli þegar kemur að samkeppnisforskoti fyrir- tækjanna. Þetta sést vel á því einnig að 87% af samanlögðu verðmæti fyr- irtækja í S&P 500 vísitölunni banda- rísku eru óáþreifanleg og þar eru hugverk oft stærstur hluti þeirra. Ef fyrirtækin huga ekki að sínum hug- verkamálum og vernda ekki þessi verðmæti, þá geta þau hreinlega þurrkast út.“ Spurður um nýleg dæmi þar sem reynt hafi á hugverkaréttindi hér á landi, nefnir Jón hið svokallað Sushi Samba-mál, þar sem alþjóðleg keðja fékk því framgengt að íslenskur veit- ingastaður með sama nafn þurfti að skipta um nafn. Þúsundir nýrra vöru- merkja skráðar árlega Óáþreifanlegt Google er verðmætasta vörumerkið, Apple kemur næst. Hugverkaréttindi » Hugverkaiðnaðurinn stend- ur fyrir 90% af utanríkis- viðskiptum ESB. » Í Bandaríkjunum eru fyrir- tæki í hugverkaiðnaði virði 6.500 milljarða bandaríkja- dala, en 6.100 milljarða dala virði í Evrópu. » 60.000 vörumerki eru skráð á Íslandi, þar af 7.200 í eigu Íslendinga.  Vernda orðspor og ímynd  60 þúsund vörumerki BAKSVIÐ Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Þúsundir erlendra fyrirtækja sjá sér hag í því árlega að skrá vörumerki sín hjá íslensku Einkaleyfastofunni, í þeim tilgangi að vernda orðspor sitt og ímynd hér á landi. Mikil aukning hefur einnig orðið á alþjóðavettvangi síðustu ár í skrán- ingu hugverka- réttinda, eins og fram kom í máli Jóns Gunnars- sonar, samskipta- fulltrúa Einka- leyfastofu, á nýafstaðinni UT- messu. „Það er mikil aukning á skrán- ingu vörumerkja um allan heim. Árið 2015 voru tæplega sex milljónir umsókna um vörumerki í heiminum sem er 15% aukning frá árinu á und- an,“ sagði Jón í samtali við Morg- unblaðið. 2.838 erlend vörumerki voru skráð hér á landi á síðasta ári, og 581 ís- lenskt. Samtals eru skráð vörumerki á Íslandi nú 58.893 talsins, en þar af eiga Íslendingar 7.313. „Það sem þetta segir okkur er að erlend fyrirtæki sjá sér hag í því að vernda sitt orðspor og ímynd hér á landi. Alþjóðleg fyrirtæki horfa þannig fram á veginn og sjá fyrir sér að eiga í viðskiptum hér á landi í framtíðinni.“ Jón segir að vörumerki geti verið ýmiskonar sýnileg tákn, til dæmis orð og orðasambönd, myndir (lógó), heiti á fyrirtækjum, slagorð, umbúð- ir vöru og fleira. Þolir betur sveiflur Jón bætir við að hugverkasköpun sé orðin stór hluti af hagkerfinu og ekki sé hægt að hunsa það lengur. Icelandair Group hagnaðist um 89,1 milljón dollara á síðasta rekstrarári, jafnvirði 10,1 milljarðs króna. Felur það í sér samdrátt í hagnaði sem nemur um 20%, mælt í dollurum, en hann reyndist árið 2015 111,2 milljónir dollara. Tekjur félagsins jukust á síðasta ári og námu tæpum 1,3 milljörðum doll- ara, eða um 147 milljörðum króna, samanborið við rúman 1,1 milljarð dollara árið á undan. Kostnaður jókst hins vegar verulega milli ára og fór úr rúmum 900 milljónum dollara í tæpan 1,1 milljarð dollara, jafnvirði tæplega 121 milljarðs króna. Flutti félagið 600 þúsund fleiri farþega í millilandaflugi á síðasta ári en árið 2015 og reyndust þeir 3,7 milljónir talsins. EBITDA á 4. ársfjórðungi lækk- aði mjög frá fyrra ári. Reyndist hún 2,5 milljónir dollara, saman- borið við 22,9 milljónir dollara á sama fjórðungi árið 2015. Segir í tilkynningu frá félaginu að lækkun meðalfargjalda og sterkara gengi íslensku krónunnar skýri lakari af- komu að mestu. Eiginfjárhlutfall 44% Eignir félagsins námu tæpum 1,3 milljörðum dollara, jafnvirði 147 milljarða króna um áramót. Skuldir voru 724 milljónir dollara, eða 82 milljarðar króna. Eiginfjár- hlutfall félagsins var 44% í árslok og handbært fé og markaðsverð- bréf námu 250 milljónum dollara. Segir félagið að það geri ráð fyrir að það muni leiða til 30 milljóna dollara betri afkomu á ársgrund- velli, jafnvirði 3,4 milljarða króna, þegar þær aðgerðir sem það hyggst ráðast í verða að fullu komnar til framkvæmda í ársbyrj- un 2018. Fleiri kostir fyrir farþega Björgólfur Jóhannsson, forstjóri félagsins, segir að þær breytingar sem félagið kynnti samfara upp- gjörstölum síðasta árs geti falið í sér mikil tækifæri fyrir félagið. „Eftir sem áður bjóðum við við- skiptavinum þjónustu þar sem allt er innifalið. Við erum hins vegar að aðlaga þjónustu okkar að mark- hópi sem við viljum höfða sterkar til. Einfaldleikinn höfðar til hóps viðskiptavina sem vilja púsla sam- an sinni þjónustu sem getur einnig verið mismunandi frá einni ferð til þeirrar næstu. Með breytingunum stækkum við hóp mögulegra við- skiptavina og með nýjum enn hag- kvæmari fargjöldum fáum við auk- inn sýnileika í dreifileiðum á netinu.“ Morgunblaðið/Styrmir Kári Flug Björgólfur Jóhannsson segir að breytingar feli í sér ný tækifæri. Minni hagnaður Icelandair  Hagnaður ársins 2016 reyndist 20% minni en árið 2015  Rekstrarkostnaður upp um 17%  Félagið boðar aðgerðir ● Hlutdeild WOW air í heildarfjölda farþega um Kefla- víkurflugvöll í janúar var 35% en var 18% í sama mánuði í fyrra, að því er fram kemur í tilkynningu frá félaginu. WOW air flutti 170 þúsund farþega til og frá landinu í janúar sem er 237% fjölgun milli ára. Sætanýting var 85% og jókst um 3 prósentustig miðað við sama mánuð í fyrra þrátt fyrir 230% aukningu á sætaframboði. Fram- boðnum sætiskílómetrum hjá WOW air fjölgaði um 284% í janúar milli ára. WOW air mun frá lokum mars fljúga tvisvar á dag til London, Parísar og Amsterdam en félagið hóf áætl- unarflug til New York í lok nóvember. Þá bætast Miami og Pittsburgh við í vor og sumar. Þriðjungur farþega um Keflavík með WOW air WOW Farþega- fjöldi þrefaldaðist. Tilboðsverð kr. 75.161,- Rauðagerði 25 108 Rvk Sími 440-1800 www.kaelitaekni.is Vitamix S30 • Tvær könnur fylgja 600 ml drykkjarkanna og 1,2 l kanna • Stiglaus hraðastýring ásamt pulse rofa • Uppskriftarbók fylgir Hann er mættur!!! Jón Gunnarsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.