Morgunblaðið - 08.02.2017, Qupperneq 18
18
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRÚAR 2017
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Það hrukkumargir afhjörunum
hér á landi þegar
Trump, forseti
Bandaríkjanna,
ákvað að stöðva
um þriggja mán-
aða skeið að íbúar
7 tiltekinna landa fengju
óhindraðan aðgang að Banda-
ríkjunum. Demókratar vestra
höfðu þegar orðið æfir og
skipulagt mótmæli víða. Það
er ekkert athugavert við það.
Það er pólitík og demókratar
meta það svo að leið þeirra út
úr ósigrum í fylkiskosningum,
fulltrúa- og öldungadeildar-
kosningum og tap Hvíta húss-
ins, sé þessi. Þeir skipuleggja
því mótmæli hvenær sem
Trump ákveður eitthvað. Og
þar sem hann er dugnaðar-
forkur, sem að sögn sefur að-
eins 4 tíma á sólarhring, er
mörgu að mótmæla.
Þá er það góð afsökun fyrir
demókrata að þeir hafa nokk-
uð til síns máls um að fyrr-
nefnd aðgerð kunni að skila
litlu og jafnvel minna en engu.
Augljóst er að hún var flaust-
urslega útfærð og kynningin
ófullnægjandi. Þetta og fleira
getur verið hluti af skýringu
þess að demókratar láti eins
og þeir séu harmi slegnir og
hneykslaðir vegna fyrrnefnds
þriggja mánaða frests.
Raunar gaf Obama út slíka
6 mánaða frestun á Írak árið
2011 og enginn sagði neitt
vestra og á Íslandi fréttu
hvorki utanríkisráðuneytið né
Píratar af málinu. Demókrat-
ar bera fyrir sig að sex mán-
aða frestunarmálið hafi með
einhverjum óljósum hætti ver-
ið eðlisbetra en þriggja mán-
aða pásan. Það er orðalag sem
þýðir: Obama gerði það og
þess vegna er það ekki bara
skárra heldur næstum full-
komið. Því Obama gerði helst
aldrei neitt í slíkum málum og
átti þess vegna hrós skilið í
hvert skipti sem hann gerði
eitthvað. Sú málsbót eigi ekki
við um Trump sem sé að næst-
um allan sólarhringinn og
sendi svo út tístpósta þessar
fjórar stundir í svefnrofunum,
sem sjáist stundum á tístinu.
Menn skilja svo sem tap-
sára demókrata gagnvart sigri
andstæðinganna í nær öllum
þeim kosningum sem fóru
fram 8. nóvember sl. En af
hverju láta íslenskir demó-
kratar í öllum flokkum svona
núna? Það veit enginn, en þeir
um það. En þeir eru þá heldur
betur búnir að fá verkefnið
núna, svo að þingið og utan-
ríkisráðuneytið verður að all-
ar næstu vikur og mánuði, því
að Abe, forsætisráðherra Jap-
ans, tilkynnti á þriðjudag að
Japan tæki ekki
við neinum flótta-
mönnum eða inn-
flytjendum. Abe
sagði að Japan léti
hagsmuni heima-
landsins ganga
fyrir.
Þess konar
hagsmunir munu koma ráða-
mönnum hér í opna skjöldu,
en þó einkum það, að einhvers
staðar sé talið að slíkir hags-
munir standi framar því sem
henta kann fólki í fjarlægum
heimshlutum. Við þessi tíðindi
munu þingmenn Pírata sjálf-
sagt fara yfir alla tölvuleiki
sem þeir hafa spilað til þessa,
sem er mikið verk, og kanna
hvort fyrirbærið komi fram
þar.
Íslenska utanríkisráðu-
neytið gæti jafnvel skroppið
heim frá Brussel til að fletta
þessu fyrirbæri upp. En í
framhaldi af slíkum aðgerðum
mun mikið ganga á. Gera má
ráð fyrir að japanski sendi-
herrann verði þegar kallaður
á teppið og honum rétt harð-
orð mótmæli íslenskra stjórn-
valda. Þarna er ekki aðeins á
ferðinni þriggja mánaða hlé,
gert til að fara yfir viðkvæmt
mál 7 þjóða, heldur tekur
ákvörðun Japana til alls
heimsins og mun standa allt
þar til Japan hefur komið lagi
á tiltekin innanlandsmál. Abe
sagði í viðtalinu sl. þriðjudag
að hann byndi vonir við að það
mundi takast á næstu 50 ár-
um.
Ríkisútvarpið hefur hamast
eins og Pírati yfir hléinu á
meðan Bandaríkin finna leiðir
til að taka á móti fólki frá
löndum þar sem „Íslamska
ríkið“ fer sínu fram og stjórn-
völd geta ekki veitt sömu upp-
lýsingar um innflytjendur,
flóttamenn og ferðamenn sem
öðrum ríkjum er gert að veita.
Vonandi telur enginn að hið
faglega „RÚV“ hafi hamast
vegna þess að Bandaríkin og
þó einkum Trump eigi í hlut.
Og vonandi á slíkt enn síður
við um þingið og nýja ríkis-
stjórn landsins, sem stóð sig
síst lakar í málinu en Píratar,
en auðvitað ekki betur.
Óhugsandi er að langvar-
andi andúð á tilteknu ríki hafi
ráðið fárinu, þegar um heilagt
prinsippmál er að ræða, sem
ekki voru tök á að taka upp af
sama tilefni árið 2011 þegar
allir prinsippmennirnir voru
uppteknir við að ganga í Evr-
ópusambandið.
Því ætti að vera augljóst að
Japan verði í erfiðum málum
núna, þegar hin faglega ís-
lenska réttlætishugsjón fer í
gang. Sú nær út fyrir öll mörk
og eru landamæri þar sann-
arlega innifalin.
Japönsk yfirvöld
munu taka við
flóttamönnum og
innflytjendum eftir
hálfa öld, ef vel
gengur}
Miklu stærra mál
Í
aðdraganda forsetakosninganna vest-
an hafs í lok síðasta árs var mikið rætt
um störf sem flutt hefðu verið úr landi
þegar þarlend fyrirtæki settu upp
verksmiðjur í öðrum löndum í leið að
ódýrara vinnuafli. Sumir gera því skóna að
þetta hafi verið eitt af því sem réð úrslitum í
þeim kosningum, en þó að dæmi séu til um það
var þessi umræða á villigötum. Obbi starfanna,
þrír fjórðu hlutar þeirra, var nefnilega einfald-
lega lagður niður vegna vélvæðingar og endur-
skipulagningar – vélmennin tóku við og með
það verður ekki aftur snúið.
Nýlegt dæmi um vélvæðingu er frá Donggu-
an í Kína þar sem framleiðandi íhluta í farsíma
endurskipulagði og vélvæddi verksmiðju sína
svo rækilega að hann gat sagt upp nánast öllu
starfsfólkinu – fækkaði því úr 650 í 60 – og
framkvæmdastjórinn stefnir að því að þeir
verði aðeins 20 áður en langt um líður. Afraksturinn er
svo ekki bara minni launakostnaður, heldur jukust afköst
líka umtalsvert (250% meiri afköst) og framleiðslugöllum
fækkaði líka umtalsvert, fóru úr 25% í innan við 5%.
Nú halda eflaust einhverjir að þó að verið sé að reka
ófaglært verksmiðjufólk (sem er reyndar margt fag-
lært) séu þeir óhultir, en það er öðru nær. Sú var tíðin að
lyftuverðir voru í öllum lyftum, símtöl voru afgreidd í
gegnum skiptiborð og loftskeytamenn voru á öllum tog-
urum, öll ferðalög voru skipulögð af ferðaskrifstofum og
allur texti sem birtist í Morgunblaðinu var sleginn inn af
setjurum; það var mikil bylting og umdeild
þegar blaðamenn tóku að slá sjálfir texta inn
í tölvukerfi Moggans skömmu áður en ég hóf
þar störf.
Fleiri störf munu hverfa á næstu árum og
áratugum og sum þeirra eru nánast horfin:
kjötiðnaðarmenn, úrsmiðir, gjaldkerar, leigu-
bílstjórar, sjúkraliðar, póstberar, lána-
fulltrúar, geislafræðingar og svo má lengi
telja. Stærsti vogunarsjóður heims er með í
smíðum hugbúnað sem á að leysa millistjórn-
endur af hólmi – deildarstjóra, verkstjóra,
starfsmannastjóra og svo framvegis.
Í útvarpsþætti á BBC ræddi þáttarstjórn-
andi við lækni sem hafði sterkar skoðanir á því
að þrátt fyrir alla vélvæðingu væru engar lík-
ur á að nokkuð apparat getið komið í stað
læknis (það er margsannað að tölvur eru al-
mennt fljótari og nákvæmari við ýmsar sjúk-
dómsgreiningar en hámenntaðir og þrautþjálfaðir
læknar, sérstaklega ef greina á eftir myndum).
Þegar þar var komið sögu sagði maður sem var líka
gestur í þættinum og hefur skrifað bók um vélvæðingu
starfa: Þetta er einmitt algengt viðkvæði hjá því fólki sem
ég ræði við um bókina – öllum finnst það gefa augaleið að
störf annarra muni hverfa, en ekki þeirra eigin, því þau
séu svo merkileg og einstök. Já, einmitt, hugsaði ég. Eins
og tölva muni nokkurn tíma geta skrifað pistil í Morgun-
blaðið! arnim@mbl.is
(Þessi pistill var skrifaður af iPistill, útgáfa 1.0.)
„Árni
Matthíasson“
Pistill
Vélmenni í veiðihug
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
Takmörkuð ökufærni
við hérlendar aðstæður
BAKSVIÐ
Ingveldur Geirsdóttir
ingveldur@mbl.is
Ferðamenn frá Ítalíu, Spáni,Kína og Póllandi slasastoftast í umferðinni hér álandi á meðan ferðamenn
frá Danmörku, Svíþjóð og Bretlandi
lenda í fæstum umferðarslysum.
Þetta kemur fram í nýútgefinni
skýrslu; Umferðaröryggi erlendra
ferðamanna á Íslandi, sem er unnin
af Verkfræðistofu Haralds Sigþórs-
sonar og af Stefáni Einarssyni með
styrk frá Rannsóknarsjóði Vega-
gerðarinnar. Markmið verkefnisins
var að greina hvaða áhrif sívaxandi
fjöldi ferðamanna á Íslandi hefur
haft á umferðaröryggi á undan-
förnum árum. Á árunum 2002 til og
með 2015 slösuðust 1.275 ferða-
menn, sem ekki höfðu íslenska
kennitölu, í umferðinni á landinu, en
slösuðum erlendum ferðamönnum
hefur fjölgað í hlutfalli við fjölgun
ferðamanna.
Slæm færð helsta orsökin
Erlendir ferðamenn lenda frek-
ar í umferðarslysum yfir vetrarmán-
uðina en yfir sumarmánuðina, júní,
júlí og ágúst. Þegar helstu orsakir
slysa með meiðslum árin 2011 til
2015 eru skoðaðar sést orsaka-
samhengi við takmarkaða ökufærni
þess sem ekki er vanur akstri við ís-
lenskar aðstæður, segir í skýrslunni.
Slæm færð er helsta orsökin eins og
hjá öllum slösuðum en hjá ferða-
mönnunum er algengara að lausa-
möl, mjóir vegir, vindhviður, svefn-
leysi, ekið á röngum vegahelmingi
og gáleysi verði þess valdandi að
slys verður.
Þá var gerð athugun á tegund-
um slysanna árin 2011-2015 og segir
í skýrslunni að það veki furðu að tvö
algengustu slysin hjá bæði öllum
slösuðum og slösuðum ferðamönn-
um er útafakstur af beinum vegi
hægra og vinstra megin. Erlendu
ökumennirnir lenda hlutfallslega
oftar í árekstrum við umferð sem
kemur á móti á beinum vegi. „Þetta
tengist mjög sennilega því að þeir
hafa ekki vanist því að aka á svo
mjóum vegum í sínu heimalandi.
Slys sem vekja athygli meðal er-
lendu ferðamannanna eru ökutækja-
veltur, en þær eru sennilega oft af-
leiðingar of hraðs aksturs miðað við
aðstæður, þannig að menn missa
stjórn á bifreiðunum. Þá eru tvær
tegundir slysa sem vekja athygli
vegna þess að þær henda hjá útlend-
ingum, en það eru annars vegar slys
í eða eftir hægri beygju, út af hægra
megin. Einnig slys í eða eftir hægri
beygju, út af vinstra megin,“ segir í
skýrslunni.
Skýrsluhöfundar leggja til að
sérstakar rýniathuganir fari fram á
leyfilegum hámarkshraða og hraða-
merkingum í vegakerfi landsins.
Þeir leggja jafnframt til, að kynn-
ingarefni verði unnið fyrir bílaleig-
ur, þar sem fram komi þekking fjöl-
mennustu hópa erlendra ferða-
manna í umferðaröryggislegu tilliti
og farið verði í gegnum þætti sem
teljist sérstakir veikleikar þeirra við
akstur í íslensku umhverfi. Þá þyrfti
að auka viðbúnað vegna vetrarakst-
urs sérstaklega, staðsetja var-
úðarmerkingar með góðum fyrir-
vara og endurtaka þær og stækka
sum skilti við þjóðvegina.
Fjöldi slasaðra ferðamanna og fjöldi ferðamanna
-prósenta af heild áranna 2002 til 2015
18%
16%
14%
12%
10%
8%
6%
4%
2%
0%
Heimild: VHS og Vegagerðin
Fjöldi Slasaðir
2002 2004 2006 2008 2010 2012 2014 2016
Fjöldi slasaðra ferða-
manna eftir árstíðum
Heimild: VHS og Vegagerðin
2002 2016
160
140
120
100
80
60
40
20
0
Sumar Vetur
223
erlendir ferðamenn slösuðust í
umferðinni hér á landi árið 2016.
18 létust í umferðarslysum í
fyrra og voru tveir ferðamenn
þar á meðal.
213
slösuðust árið 2015 og þá voru
fimm erlendir ferðamenn meðal
þeirra 16 sem létust í umferðar-
slysum það ár.
123
ferðamenn slösuðust í umferð-
inni 2014 og enginn lést.
2,5
milljónir erlendra ferðamanna er
spáð að komi hingað til lands
á þessu ári. Þeir voru um
1,7 milljónir 2016 og um
1,3 milljónir 2015.
‹ UMFERÐARSLYS ›
»