Morgunblaðið - 08.02.2017, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 08.02.2017, Blaðsíða 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRÚAR 2017 ✝ Magnús Pét-ursson fæddist á Kirkjubæ í Vestmannaeyjum 5. ágúst 1931. Hann lést 1. febrúar 2017 á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Lundi á Hellu. Foreldrar hans voru Pétur Guð- jónsson, f. 12. júlí 1902, d. 21. ágúst 1982, frá Oddstöðum í Vest- mannaeyjum og Guðrún Rann- veig Guðjónsdóttir, f. 17. apríl 1905, d. 18. október 1938, frá Tóarseli í Breiðdal. Stjúpmóðir hans var Lilja Sigfúsdóttir, f. 11. október 1917, d. 15. október 1990. Alsystkini Magnúsar eru: 1) Ósk, f. 1926, d. 2015, 2) Guð- laug, f. 1928, 3) Jóna Halldóra, f. 1933, og 4) Guðjón, f. 1935, d. 1985. Hálfsystkini Magnúsar eru: 1) Guðrún Rannveig, f. 1939, d. 2015, 2) Árni, f. 1941, d. 1996, 3) Brynja, f. 1946, og 4) Herbjört, f. 1951, d. 1999. Magnús kvæntist 25. desember 1955 Þórdísi Guðmundsdóttur, f. 27. ágúst 1931 í Vestmann- eyjum. Hún er dóttir Guð- mundar Jóelssonar, f. 5. janúar 1907, d. 1965, og Laufeyjar Sig- urðardóttur, f. 19. október 1962, giftur Snæbjörtu Ýri Ein- arsdóttur. Börn þeirra eru Sig- urður Haukur, andvana fædd stúlka, Sædís Dröfn og Einar Magnús. Þau eiga eitt barna- barn. 7) Laufey Magnúsdóttir, f. 19. mars 1964, sambýlismaður hennar er Bjarni Jónasson, fyrrverandi maður hennar er Snorri Gíslason og börn þeirra eru Guðbjörg og Gísli Ársæll. Barnabörnin eru tvö. Magnús og Þórdís stunduðu búskap á Kirkjubæ í Vest- mannaeyjum þar sem þau voru með tuttugu mjólkurkýr og ær. Eftir eldgosið í Eyjum árið 1973 fluttust Magnús og Þórdís á Rangárvelli og hafa þau búið þar síðan, fyrst að Geldingalæk en síðar í Norðurbæ í Gunnars- holti þar sem þau byggðu sér hús. Í Norðurbæ var Magnús með nokkrar ær sér til gamans sem þau höfðu flutt með sér úr Eyjum. Árið 2001 fluttu þau hjónin í Ártún 5 á Hellu. Magn- ús starfaði hjá Landgræðslunni frá 1973-2001, einkum við smíð- ar. Hann var sjálflærður smiður og tók að sér ýmis smíðaverk- efni. Hann starfaði mikið á veg- um Sjálfstæðisflokksins um ára- bil. Síðustu ár dvaldi Magnús á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Lundi á Hellu. Útför Magnúsar verður gerð frá Oddakirkju í dag, 8. febrúar 2017, og hefst athöfnin klukkan 14. 1910, d. 1995. Syn- ir Þórdísar eru: 1) Guðmundur Rafn Gunnarsson, f. 28. janúar 1952, giftur Guðrúnu Björns- dóttur. Sonur þeirra er Þór. Barnabörnin eru tvö. 2) Jóel Gunn- arsson, f. 7. janúar 1954, giftur Ingu Steinunni Ágústs- dóttur og börn þeirra eru Sig- urður, Fanney og Júlía. Barna- börnin eru þrjú. Börn Magnúsar og Þórdísar eru: 3) Guðrún Bára Magnúsdóttir, f. 13. apríl 1955, eiginmaður hennar var Steindór Árnason, hann lést 2006. Synir þeirra eru Guð- laugur Magnús og Stefán Þór. Barnabörnin eru fimm. 4) Pétur Magnússon, f. 10. desember 1956, giftur Guðfinnu Sigríði Antonsdóttur. Börn þeirra eru Guðlaugur Magnús, Hjördís, Hugrún og Anton Kristinn. Barnabörnin eru fimm og barnabarnabörn þrjú. 5) Þor- björn Helgi Magnússon, f. 11. janúar 1958, giftur Ernu Adolfsdóttur. Börn þeirra eru Þórdís Helga og Ingvar Már. Barnabörnin eru fimm. 6) Einar Magnússon, f. 14. desember Elsku afi minn er fallinn frá, 85 ára að aldri. Þegar litið er til baka er margs að minnast um góðan afa. Afi og amma byggðu sér hús í Norðurbæ í Gunnars- holti eftir gosið í Eyjum. Stuttu síðar byggðu foreldrar mínir hús við hlið þeirra. Það voru algjör forréttindi að alast upp við hlið þeirra og var heimilið þeirra allt- af opið barnabörnunum. Það voru ófáar gistinæturnar og æv- intýrin uppi á lofti hjá ömmu og afa í þá daga. Í seinni tíð hafði afi mikið dálæti af barnabarnabörn- unum og var afar stoltur langafi. Afi var með kindur í Norður- bænum sem hann sinnti af kost- gæfni og þótti mjög vænt um. Afa var beðið með eftirvæntingu þegar hann kom með fréttirnar á vorin um að lömb væru fædd og ég held að gleði afa hafi ekki ver- ið minni en okkar þegar ungviðið var að koma í heiminn. Þær voru ófáar stundirnar sem við áttum með honum í kindakofanum, sem og í öðru kindastússi. Eyjarnar áttu stóran sess í hjarta afa og hann var stoltur Eyjamaður. Á einni nóttu breyttist líf þeirra ömmu og afa og barna þeirra þegar þau þurftu að yfirgefa eyjuna og maður fann það svo vel hvað afa þótti vænt um Vestmannaeyjar. Hann fylgdist alla daga vel með veðr- inu í Eyjum og var mikill áhuga- maður um ölduhæðina í Þorláks- höfn og Landeyjahöfn. Það er ekki hægt að minnast afa án þess að nefna Sjálfstæð- isflokkinn, en afi var blár í gegn. Hann tók reglulega fólk á eintal fyrir kosningar til að ræða stjórnmálin og til að athuga hvort fólk ætlaði nú ekki að kjósa rétt. Ég held að afi hafi haldið að hann þyrfti ekkert að ræða þetta við mig því aðeins einu sinni orð- aði hann það við mig að langafi minn myndi nú snúa sér við í gröfinni ef ég kysi ekki rétt. Hann vandaði ekki hinum flokk- unum kveðjurnar og á haustdög- unum tók hann svo til orða: „Guð hjálpi okkur öllum ef þessir apa- kettir komast í ríkisstjórn.“ Hann afi var ekki þekktur fyrir það að liggja á skoðunum sínum og var hreinskilinn maður. Nú hefur það því miður gerst að vond frétt til manns berst Kær vinur er horfinn okkur frá því lífsklukkan hans hætti að slá Rita vil ég niður hvað hann var mér kær afi minn góði sem guð nú fær Hann gerði svo mikið, hann gerði svo margt og því miður get ég ekki nefnt það allt Að tala við hann var svo gaman á þeim stundum sem við eyddum saman Hann var svo góður, hann var svo klár æ, hvað þessi söknuður er svo sár En eitt er þó víst og það á við mig ekki síst að ég sakna hans svo mikið, ég sakna hans svo sárt hann var mér góður afi, það er klárt En alltaf í huga mínum verður hann afi minn góði sem ég ann í himnaríki fer hann nú þar verður hann glaður, það er mín trú Því þar getur hann vakið yfir okkur dag og nótt svo við getum sofið vært og rótt hann mun ávalt okkur vernda vináttu og hlýju mun hann okkur senda Elsku afi, guð mun þig geyma yfir okkur muntu sveima en eitt vil ég þó að þú vitir nú minn allra besti afi, það varst þú. (Katrín Ruth) Elsku afi minn. Takk fyrir allt. Minningarnar eru ómetan- legar og þær ylja í sorginni. Ég mun passa upp á ömmu fyrir þig. Sofðu rótt, afi minn. Þín afastelpa. Hjördís. „Nei, er afastelpan komin“ heyrðist oftar en ekki þegar ég kom til þín á Lund. Það var svo notalegt að heyra það. Þú varst alltaf svo ánægður að fá heim- sóknir og þegar ég gekk með litlu stelpuna mína varst þú al- veg viss um að það væri strákur og spurðir mig alltaf: „Hvernig hefur langafastrákurinn minn það?“ Ég var svo heppin að fá að alast við hliðina á ykkur ömmu í Norðurbæ og það gerði okkur systkinin eflaust nánari ykkur eins og þeim frændsystkinum okkar sem bjuggu uppi á lofti hjá ykkur í nokkur ár. Það var alltaf svo gott að geta komið til ykkar hvenær sem manni datt í hug og oft komum við örugglega tíu sinnum á dag. Okkur var alltaf tekið opnum örmum enda ekki við öðru að búast af ykkur ömmu. Þú varst alltaf svo góður við okkur. Þú bauðst okkur alltaf með í kindakofann, eins og við kölluðum fjárhúsið þitt, og roll- urnar áttu hug þinn allan. Við fundum alltaf eitthvað til að tala um, rollur, veðrið, pólitík, Vest- mannaeyjar og ekki síst yngstu langafastelpurnar þínar, dóttur mína og hennar Sædísar. Ég er mjög þakklát fyrir að Kolfinna mín fékk að kynnast þér enda varstu eini afi minn sem ég þekkti því hinn afi minn lést áður en ég fæddist. Þegar ég var á lista Sjálfstæð- isflokksins í síðustu sveitar- stjórnarkosningum, árið 2014, þá varstu stoltur, enda gallharður sjálfstæðismaður sjálfur eins og allir vita sem þekktu þig. Ég á eftir að gera góða hluti hvað það varðar fyrr eða síðar og það mun ég gera fyrir þig. Þú þekktir ótal margt fólk og það tala alltaf allir svo vel um þig, sem sýnir hversu góður maður þú varst. Orð fá því ekki lýst hversu mikið ég sakna þín og þú átt allt- af eftir að eiga stað í hjarta mínu. Ég er svo þakklát fyrir að hafa átt góðar stundir með þér áður en þú kvaddir og daginn sem þú fórst sofnaði ég í stólnum við hliðina á rúminu þínu og hélt í höndina á þér, mikið svaf ég vel. Hvíldu í friði, elsku afi minn. Við pössum upp á ömmu fyrir þig. Við hittumst síðar. Elsku afi, guð mun þig geyma yfir okkur muntu sveima en eitt vil ég þó að þú vitir nú minn allra besti afi, það varst þú. (Katrín Ruth) Þín afastelpa Hugrún. Þegar hann skellur á með suðaustanátt tekur hún land austast á Heimaey þar sem urð- irnar, móar og grundir í algræn- um túnum, Urðavitinn og Helga- fellið voru leiksvæði ungs Eyjapeyja. Hann stóð uppi í vit- anum og bauð náttúrunni birg- inn með því að opna faðminn og bjóða henni hjartað sem griða- stað til framtíðar. Vitinn og urð- irnar höfðu staðið af sér alla storma og það ætlaði Maggi á Kirkjubæ einnig að gera, hann og náttúran voru eitt. Hann var ósigrandi eins allir ungir menn upplifa sjálfa sig, dökkur á brá og brún, kraftmikill og ákveðið augnaráðið gaf til kynna að hann var stefnufastur eins og suðaust- anáttin. Hann gerðist bóndi á Kirkjubæ og ræktaði jörð sína ásamt Þórdísi eiginkonu sinni og börnum af miklum krafti og áhuga. Við peyjarnir í austur- bænum fylgdumst með búskapn- um af athygli sem dró suma okk- ar síðar í sveit. En náttúruöflin sem hann hafði boðið griðastað í hjarta sínu bundu snöggan enda á búskapinn þegar eldgosið hófst á Heimaey 23. janúar 1973 í tún- fætinum hjá Magnúsi og öðrum íbúum á Kirkjubæjum. Eld- sprungan tætti landið og spjó upp glóandi hrauni sem á nokkr- um klukkustundum færði ævi- starf Magnúsar, heimilið og gripahús á kaf undir nýju fjalli. Og Urðavitinn sem eins og Maggi hafði staðið af öll átök og brælur varð líka undan að láta í ósköpunum. Ungur opnaði Maggi faðminn fyrir Sjálfstæðisflokknum eins og fyrir suðaustanáttinni forðum og það samband hélt þar til loka- kallið kom. Þeir voru eitt alla tíð, flokkurinn og Maggi á Kirkjubæ. Þegar ég fór að heimsækja hann reglulega á Dvalarheimilið Lund á Hellu upplifði ég fljótt hvað hann var pólitískur. Hann var grjótharður sjálfstæðismaður og gaf ekki tommu eftir þegar kom að málefnum flokksins. Þegar við töluðum saman lamdi hann stundum hnefanum í arminn á hjólastólnum þegar honum fannst þingmaðurinn sinn ekki vera með alla athygli á samtalinu á umvöndunum hans og skila- boðum til forystunnar um að standa vörð um stefnu flokksins. Þó róaðist hann aðeins þegar hann teygði sig í neftóbakspung- inn og skellti vænni tuggu í hvora nös. Svo dró hann listilega upp rauðan neftóbaksklútinn og sveiflaði honum út frá sér og sló úr honum þornað tóbakið, snýtti sér svo með austan hvelli. Við Maggi á Kirkjubæ vorum sammála í pólitík og ég þakka honum brýninguna og ákveðnu skilaboðin um að standa mig í þingmennskunni. Halda alltaf áfram, vera trúr fólkinu, eigin sannfæringu og grunngildum sjálfstæðisstefnunnar. Ég mun aldrei svíkja þennan mikla for- ingja og mun bæta við snúning- inn til að koma meiru í verk og vera trúr hjartanu. Við sátum saman á þorrablótinu á Lundi fyrir skömmu og þá var vinur minn þreyttur. Við áttum góða stund saman á lokasprettinum og hlýlegt augnaráðið sagði mér allt hvað hann vildi og hann kyssti mig á vangann á kveðjustund. Maggi á Kirkjubæ var tilbúinn eftir að hafa staðið af sér alla storma eins og Urðavitinn. Hjartað var tilbúið að fylgja leið- arljósum nýrra vita og hann hafði opnað faðminn fyrir vindum og grundum þar sem sigla himin- fley. Ég votta Þórdísi og fjöl- skyldu samúð. Ásmundur Friðriksson. Kær vinur, félagi og samstarfsmaður er látinn. Margs er að minnast þegar litið er yfir farinn veg meira en fjörutíu ára samskipta okkar Magnúsar, eða Magga eins og við nefndum hann ætíð eins og svo margir aðrir. Hans verður minnst af hlýhug og virðingu. Hann ólst upp við búskap í Eyjum og þau hjónin, Dísa og Maggi, voru bændur í Kirkjubæ þegar náttúruhamfarir dundu yf- ir Heimaey fyrir rétt 44 árum. Gossprunga eldfjalls opnaðist nánast við bæjardyrnar og þau misstu nánast allt sitt, hús og búfé. Þá tíðkaðist ekki áfallahjálp en ljóst er að þetta mikla áfall sat í honum alla tíð. Eftir að Maggi kom „upp á land“ eftir gosið í Eyjum var hugur hans bundinn heima eins og hann vitnaði alltaf til Eyja. Þegar rætt var við hann um mál og málefni var hann í orð- ræðunni alltaf kominn heim og miðaði allt við Eyjarnar. Þegar við hugsum til Magga kemur fyrst í hugann hversu hagur hann var á tré en einnig járn ef því var að skipta. Það var ómetanlegt að fá hann til fullra starfa við smíðar og margt fleira fljótlega eftir gosið á Heimaey. Afköst hans og dugnaður við smíðar voru mikil og mörg hús í Gunnarsholti bera handbragði hans fagurt vitni. Hafa verður í huga að á þeim tímum voru bæði tæki og efni voru af skornum skammti. Það hefur löngum verið gæfa Landgræðslunnar að hafa í þjónustu sinni ósérhlífna og trúa starfsmenn. Það voru forréttindi fyrir Landgræðsluna að hafa hann í þjónustu sinni og hann setti svo sannarlega svip sinn á staðinn í Gunnarsholti. Kindurn- ar voru hans ær og yndi alla tíð. Þegar hann hætti störfum fyrir aldurs sakir hélt hann áfram tóm- stundaiðju sinni við smíðar en hafði ekki aðstæður til að eiga kindur. Maggi var einstaklega ráð- vandur og setti hag stofnunarinn- ar framar eigin hag. Einstök sam- viskusemi og elja einkenndi öll störf hans og það var mér heiður að fá að starfa með honum. Maggi kom til dyranna nákvæmlega eins og hann var klæddur, hafði ríka réttlætiskennd, tjáði skoðanir sínar umbúðalaust og var einstak- lega pólitískur. Hann var hafsjór af sögum um sérkennilega ein- staklinga í Eyjum og hnyttnum tilsvörum þeirra, sem því miður er yfirleitt ekki til á prenti. Heils- an þvarr og síðustu misserin dvaldi hann á Dvalarheimilinu Lundi á Hellu, þar sem hann naut einstakrar umhyggju og hlýju. Það voru forréttindi að kynnast Magga, hans er nú sárt saknað en minningin um góðan dreng lifir. Að leiðarlokum er okkur efst í huga þakklæti fyrir áralanga vin- áttu, drengskap og heilladrjúgt samstarf sem aldrei bar skugga á. Þórdís, fjölskyldur, ættingjar og vinir kveðja nú mikilhæfan mann með söknuði og þakklæti fyrir að hafa fengið að njóta sam- vistanna við hann. Við biðjum þeim Guðs blessunar og vottum þeim okkar dýpstu samúð. Oddný Sæmundsdóttir, Sveinn Runólfsson. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Magnús Pétursson var einn af dyggustu sjálfstæðismönnum sem ég hef um ævina kynnst. Það var alltaf hægt að treysta á Magga. Hann kom til dyranna eins og hann var klæddur og sagði skoðanir sínar umbúða- laust, hvort sem hann var ánægður eða fannst hlutirnir betur mega fara. Hann var rétt- sýnn og það var gott að rökræða við hann ef skoðanir fóru ekki saman í fyrstu í einstaka málum. Alltaf hittumst við glaðir og allt- af skildum við sáttir. Magnús tók alla tíð virkan þátt í starfi flokksins í sýslunni, starfaði innan Sjálfstæðisfélags- ins Fróða, sat í fulltrúaráði sýsl- unnar um langt árabil og var landsfundarfulltrúi til margra ára. Í öllum kosningabaráttum tók Maggi virkan þátt og eftir að þau Dísa fluttu á Hellu var nær öruggt að hann kæmi við á hverj- um degi á kosningaskrifstofunni. Það var alltaf gaman í návist hans og hann skipaði ákveðinn heiðurssess í starfi okkar sjálf- stæðismanna í Rangárvallasýslu. Fyrir það allt þökkum við nú. Síðast þegar ég hitti Magga var í fyrra á Hjúkrunar- og dval- arheimilinu Lundi á Hellu, þar sem hann dvaldi síðustu árin. Þar var ég staddur ásamt þing- mönnum flokksins í kjördæminu að skoða nýbygginguna við Lund. Það var gaman að hitta Magga, hann ljómaði við að sjá þingmennina og átti í þeim hvert bein. Nýbyggingin á Lundi var honum mjög hugleikin og með framkvæmdum við hana fylgdist hann daglega – enda hagleiks- smiður frá gamalli tíð. Það var því á margan hátt táknrænt að hann skyldi kveðja þennan heim daginn eftir að byggingin var tekin í notkun. Síðasta verkinu sem hann kom að var lokið. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Valdimar Briem.) Ég færi Dísu, börnum, tengdabörnum, barnabörnum og fjölskyldunni allri innilegar sam- úðarkveðjur frá okkur í fulltrúa- ráði sjálfstæðisfélaganna í Rang- árvallasýslu um leið og við þökkum Magnúsi samfylgd og samstarf liðinna áratuga. Guð blessi minningu hans. Fyrir hönd fulltrúaráðsins, Ingvar P. Guðbjörnsson. Magnús Pétursson Ástkær móðir okkar, ELÍNBORG GUNNARSDÓTTIR, Læk, Skíðadal, til heimilis á dvalarheimilinu Dalbæ, Dalvík, lést 27. janúar. Hún verður jarðsungin frá Dalvíkurkirkju föstudaginn 10. febrúar klukkan 13.30. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Vallakirkju. Jóhanna Sigurjónsdóttir Hreinn Andres Hreinsson Gunnar Sigurjónsson Guðrún S. Hilmisdóttir Sigurður Sigurjónsson Elena Teuffer Anna Sólveig Sigurjónsdóttir Rögnvaldur Stefánsson Okkar elskaði HELGI JÓHANNSSON er látinn. Hjördís M. Bjarnason Gunnar Fjalar Helgason Kristrún Kristjánsdóttir Óttar Örn Helgason Þorgerður Arna Einarsdóttir Hallur Már Helgason og barnabörn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.