Morgunblaðið - 08.02.2017, Síða 26
26 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRÚAR 2017
TE & KAFFI NOTAR EINGÖNGU ÚRVALS KAFFIBAUNIR
FRÁ BESTU RÆKTUNARSVÆÐUNUM, SÉRVALDAR OG
BRENNDAR AF BRENNSLUMEISTARA.
ILMANDI
HLUTI AF DEGINUM
Íslenskt fjölskyldufyrirtæki
og framleiðsla síðan 1984
Jón Ástþór Sigursveinsson, framkvæmdastjóri BílamálunarSigursveins, á 50 ára afmæli í dag. Fyrirtækið sér um tjóna-skoðun, réttingar, rúðuísetningar og bílasprautun.
Jón byrjaði að vinna hjá föður sínum, Sigursveini Sigurðssyni, í
bílamálun þegar hann var 14 ára gamall og hefur verið í þessum
bransa allar götur síðan. Þeir feðgar stofnuðu þetta fyrirtæki, Bíla-
málun Sigursveins, árið 2001, en Sigursveinn seldi Jóni sinn hlut í því
fyrir fjórum árum.
„Við erum fjögur sem vinnum hérna, þar af ein sem vinnur á skrif-
stofunni. Það er alltaf nóg að gera og hefur aukist jafnt og þétt síð-
ustu misserin með aukinni bílasölu.
Áhugamálin mín eru aðallega fjölskyldan. Ég varð afi í fyrsta sinn
núna 18. janúar, frábært að eignast litla afastelpu og maður hefur
verið að snuddast í kringum það. Ég hef gaman af allri útiveru, fer
mikið með syni mínum í göngu- og hjólreiðatúra og einnig hef ég
gaman af að ferðast bæði hérlendis og erlendis.“
Jón ætlar ekki að gera neitt sérstakt í tilefni dagsins. „Ég mæti í
vinnuna og ætlaði að fara leynt með afmælið en þú ert núna búinn að
skemma það,“ segir Jón í gríni við blaðamanninn. „Konan mín verður
fimmtug í desember og við höldum sennilega 100 ára afmæli saman á
miðju árinu.“
Eiginkona Jóns er Guðný Helga Axelsdóttir viðskiptafræðingur.
Börn þeirra eru Sandra Dís, 28 ára, Erla Ástrós 21 árs og Daníel Ást-
þór 11 ára.
Í vinnugallanum Jón hefur unnið við bílamálun frá unglingsaldri og
rekur núna sitt eigið fyrirtæki, Bílamálun Sigursveins.
Ætlaði að fara leynt
með afmælisdaginn
Jón Sigursveinsson er fimmtugur í dag
A
gnes Löve fæddist í
Reykjavík 8.2. 1942 og
ólst þar upp. Hún lauk
landsprófi frá Gagn-
fræðaskólanum við
Vonarstræti 1958, stundaði nám við
KÍ 1958-60, Tónlistarskóla Reykja-
víkur 1954-60, nám við Staatliche
Hochschule für Musik í Leipzig
1960-67, lauk einleikara- og kenn-
araprófi frá sama skóla 1967,
dvaldi við nám við óperudeild Kon-
unglega leikhússins í Kaupmanna-
höfn 1981, stundaði leiðsögunám
við Ferðamálaskóla Íslands 1992
og hefur sótt margvísleg námskeið
hjá virtum tónlistarmönnum.
Agnes var kennari við Tónskóla
Sigursveins D. Kristinssonar 1967-
78, lausráðinn hljóðfæraleikari með
Sinfóníuhljómsveit Íslands 1971-81,
lausráðinn píanóleikari við Þjóð-
Agnes Löve, píanóleikari og fyrrv. skólastjóri – 75 ára
Heima í stofu Agnes með sonum sínum, Þorsteini og Jóni, tengdadóttur og tveimur barnabörnum.
Sinnti tónlistinni með
leik, kennslu og stjórnun
Brugðið á leik Agnes við píanónið og Reynir með nikkuna á góðri stund.
Fáskrúðsfjörður Stef-
án Rökkvi fæddist á
Sjúkrahúsinu á Ak-
ureyri á bóndadaginn,
22. janúar 2016. Hann
vó 3.850 grömm og
var 52 cm langur. For-
eldrar hans eru Tinna
Hrönn Smáradóttir og
Sigurður Sindri Stef-
ánsson.
Nýir borgarar
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is