Morgunblaðið - 08.02.2017, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 08.02.2017, Blaðsíða 29
DÆGRADVÖL 29 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRÚAR 2017 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þér gengur flest í haginn þessa dag- ana. Atburðarásin virðist nánast fyrirfram- ákveðin. Gerir sú vitneskja þig drjúgan með þig? Líklega, en reyndu að draga dul á það. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú hefur úr fjölmörgum tækifærum að velja og þarft hvergi að óttast það að þú ráðir ekki við hlutina. Samvera ykkar skiptir meira máli en samræður ykkar. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Ef þú veist ekki hvernig þú átt að taka á vandamáli, er alltaf möguleiki að bíða og sjá hvort það hverfi. Miðlaðu hugsunum þínum til einhvers traustvekjandi og hlustaðu á svarið. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Nú er komið að skuldadögum. Tilfinn- ingalegur þroski er að vilja að aðrir séu ham- ingjusamir, jafnvel þótt maður tengi ekki við það sem veitir þeim hamingjuna. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Nú er lag að eiga góða stund með vin- um og vandamönnum. Gerðu það sem til þarf og ræddu svo við fjölskylduna um þau vanda- mál sem þarf að leysa. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Forðastu misskilning annarra með því að setja mál þitt fram með ótvíræðum hætti. Ekki slæmt! Í kvöld skaltu njóta stöðugleika, hláturs og hlýju sem þú hefur skapað sjálfum þér. 23. sept. - 22. okt.  Vog Gæðin sem þú glæðir daginn með auka líkurnar á heppni. Með ótrúlegum skilningi brúar þú kynslóðabilið einn og sér. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú heldur þína ræða að vanda, en sérð hana í öðru ljósi þegar einhver spyr þig út úr. Innan fárra ára muntu standa á há- tindi starfsferils þíns. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Lokaðu þig ekki af frá umheim- inum þótt þú sért ekki upp á þitt besta. Gættu þess að blandast ekki persónulega í málið. 22. des. - 19. janúar Steingeit Reiddu þig ekki um of á aðra því þegar til kastanna kemur þá er þetta þitt hlutverk sem þú berð ábyrgð á. Kannski hef- ur takmarkið ekki sama aðdráttarafl fyrir þig og áður. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Það getur reynst þér skeinuhætt að hlaupa í blindni eftir athugasemdum ann- arra. 19. feb. - 20. mars Fiskar Vinur eða kunningi lætur ekki vel að stjórn þessa dagana, sama hvað þú reynir. Reyndu að halda ró þinni og bíða til morguns. Sr. Karl Sigurbjörnsson biskupvarð sjötugur 5. febrúar 2017. Sr. Hjálmar Jónsson sendi honum þetta ljóð með hamingjuóskum frá Dómkirkjunni: Skyggnumst við gegnum tímans tjöld sem tíminn er stöðugt að prjóna. Í Vestmannaeyjum er eldgos við völd, ungur prestur að tóna. Liðið er fram á aðra öld og ennþá er Karl að þjóna. Boðunin einatt beitt og sterk, bylmingsrödd orðið flytur. Predikun einnig mjúk og merk og mildur á henni litur. Heilagt Guðs orð og hjálparverk í huganum eftir situr. Sýnt hefur alúð, dáð og dug döprum, veikum og klökkum. Hindurvitnunum vísað á bug und veraldarkólgubökkum. Þjónustu alla af heilum hug og heitum kærleika þökkum. Þegar ég renndi augunum yfir bókarkilina í skápnum mínum í gær stöðvaðist ég við „Bréf til beggja vina“ eftir Magnús Stefánsson – Örn Arnarson – þetta skáld sem ég kunni spjaldanna á milli þegar ég var strákur. Annar viðtakandinn er Þórhallur Jóhannesson læknir. Þeir voru samtíða í Kaupmannahöfn. Magnús segist aðeins muna að hann bauð Þórhall velkominn með löngu kvæði, sem nú sé gleymt, en endaði, minnir Magnús, á þessu: Svo verðurðu ætur og óðara sett í embættistunnu af þér ketið. Í einu bréfanna er þetta kvæði: Hafstraumarnir bera fræ frá strönd að strönd þó styttist ekki hafið sem skilur þau lönd. Brosir sól til sólar .. í sólkerfa heim‘. Samt eru þær skildar af ómælisgeim‘. Og aldrei, aldrei getur ást og vinamál úthafið brúað, sem skilur sál frá sál. Þótt sama okið yrði á allra herðar lagt aldrei gætu mannshjörtun slegið í takt. Og þar er „Á eyðisandi“: Þegar yfir farið flaut fram af eyðisandi, kaus ég heldur hafsins skaut en hrekjast einn að landi. Lífið bætir þraut á þraut, þyngri er seinni vandinn. Aldan sú sem bátinn braut bar mig upp á sandinn. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Biskup sjötugur og bréf til vinar Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að sjá heiminn í öðru ljósi. ÉG ÆTLA AÐ REYNA AÐ VERA MINNA KRÚTT NEI, GET ÞAÐ EKKI SUMIR DREKAR ERU LJÓTIR! OG FJÖLÞREIFNIR! LEYFÐU MÉR AÐ REYNA… „ÉG SKAL VIÐURKENNA AÐ ÉG SÉ AÐ BRÁÐNA, EF HÚN VILL VIÐURKENNA AÐ HÚN SKILUR ÍSSKÁPINN EFTIR OPINN.“ „SKULDAR HANN ÞÉR ENNÞÁ ÞENNAN 2.000 KALL?“ HJÓNABANDSRÁÐGJÖF Fyrir jól kom út ljóðabókin Alheim-urinn o.s.frv. eftir tvo unga höf- unda sem yrkja saman, Huga Hólm Guðbjörnsson og Jóhann Ragnars- son. Kveðskapinn kalla höfundarnir atómljóð auk þess sem eitt ljóð sé með fornyrðislagi, eina limru sé að finna í henni og eina haíku. Þá eru líka tvær snaggaralegar fundar- gerðir frá Anarkistafélagi eðlisfræð- inga. Bókin fór ekki hátt í jóla- bókaflóðinu, enda var hún ekki fáanleg í bókabúðum, en Víkverji hef- ur spurnir af að hún fáist nú í bóka- búð Máls og menningar við Lauga- veginn. x x x Bókin sjálf er mjög mínímalísk oghafa höfundarnir ekki einu sinni fyrir því að setja blaðsíðutöl, hvað þá útgáfustað og ár. Kannski vegna þess að bókin er tímalaus. x x x Á kápu sést sjóndeildarhringur þarsem mætast dimmblátt haf og grár himinn í fjarska. x x x Ljóðin í bókinni eru flest stutt oglaggóð, mörg í spakmælastíl, og skiptast á húmor og alvara eins og sjá má á eftirfarandi sýnishornum. „Ekkert sameinar fólk/jafnmikið/og ást þeirra/á hatri,“ segir í einu þeirra. x x x Í öðru er lífinu líkt við skipsferð þarsem farþegar eru ekki í fyrirrúmi: „Kæru farþegar/í siglingu með lífs- ferjum ehf/eru engir björgunarbátar/ og farþegum/er gróflega mismunað/- Skipstjórinn ykkar.“ x x x Þeir koma til varnar starfsstéttsem lengi hefur mátt þola illt umtal: „Það er lægð yfir landinu/allir fúlir og reiðir/við mig./Þetta er ekki mér að kenna/ég er bara veðurfræð- ingur.“ x x x Og þeir taka sjálfa sig hæfilega al-varlega: „Ég vona að niður- stöður/úr Pisa könnuninni/versni/ með árunum/því þá mun bókin mín/ seljast betur.“ vikverji@mbl.is Víkverji Ekki er hjálpræðið í neinum öðrum og ekkert annað nafn er mönnum gefið um víða veröld sem getur frelsað okkur.“ (Postulasagan 4:12) Rafstilling ehf Dugguvogi 23, 104 Reykjavík, sími 581 4991, rafstilling@rafstilling.is Opið mán.-fim. 8-12 og 13-18, fös. 8-14 Hröð og góð þjónusta um allt landÁratuga reynsla Langstærstir í viðgerðum og sölu á Alternatorum og Störturum Einnig getum við úvegað startara og alternatora í allskonar smávélar frá Ameríku

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.