Morgunblaðið - 08.02.2017, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 08.02.2017, Blaðsíða 31
MENNING 31 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRÚAR 2017 Vilhelm Anton Jónsson ereinn þeirra sem lagt hafasitt af mörkum til að geravísindin aðgengileg og áhugaverð fyrir krakka, fyrst í bóka- formi en nú einnig á leiksviðinu. Í Vísindasýningu Villa í leikstjórn Vignis Rafns Valþórssonar, sem frumsýnd var á Litla sviði Borgar- leikhússins, um síðustu helgi, er ætl- un Villa að gera geggjaðar tilraunir, varpa ljósi á töfraheim vísindanna og virkja öflugasta tækið í öllum heimi, þ.e. ímyndunaraflið. Villi er ekki fyrr byrjaður á sýn- ingu sinni en leikkonan Vala Kristín Eiríksdóttir birtist hugfangin af gítarleik Villa sem seiddi hana úr æfingarýminu niður á leiksviðið. Vala er að vinna einleik sem sam- settur er af brotum úr þekktum kvikmyndum og leikritum. Mest fer þar fyrir meistara Shakespeare og frægum leikpersónum úr smiðju skáldsins á borð við Hamlet, Macbeth, Ríkarð þriðja og Júlíu Kapúlett sem fullorðnir leikhús- gestir þekkja iðulega mun betur en yngri áhorfendur. Draumur Völu er að einleikurinn breytist dag einn í söngleik sem inni- haldi öll bestu söngleikjalög heims og ekki síst ástardúettinn sem Ewan McGregor og Nicole Kidman sungu svo eftirminnilega í kvikmyndinni Moulin Rouge frá árinu 2001 og samsettur er úr mörgum af fræg- ustu ástardúettum síðari ára. Vala á bara eftir að leysa það hvernig hægt er að útfæra dúett í einleik! Með Völu koma tæknitöfrar leik- hússins og kynnir hún Villa fyrir mætti lýsingar og hljóðmyndar sem Magnús Helgi Kristjánsson og Garðar Borgþórsson leysa af- skaplega vel af hendi. Leikmynd og búningar Sigríðar Sunnu Reynis- dóttur eru vel útfærðir og skapa leiknum fína umgjörð. Leikmyndin samanstendur aðallega af grænum krítartöflum og hvítum tússtöflum sem luma sumar á skápum þar sem sjá má ýmis tæki, tilraunaglös og sýni sem hefði að ósekju mátt nýta betur í leiknum. Röndóttar buxur Villa höfðu yfir sér trúðslegan blæ og missíður hvítur sloppur hans und- irstrikaði mýtuna um viðutan vís- indamanninn. Fyrsti búningur Völu vísaði með skemmtilegum hætti í karlafatatískuna á tímum Shake- speare meðan lokabúningurinn kall- aðist á við rauðan kjól Satine sem Kidman túlkaði í Moulin Rouge. Á þeim klukkutíma sem sýningin tekur sýnir Villi Völu meðal annars hvernig ryksugufallbyssa virkar, hvernig nota má loftþrýsting til að framkvæma ýmsa skemmtilega hluti og töfrandi eiginleika þurríss. Þegar Vala hefur bætt við hljóðum og lýs- ingu tekst þeim að skapa stríðs- senur, einvígi og ævintýraheima þar sem lítið er samt skilið eftir fyrir ímyndunarafl áhorfenda. Samspil Villa og Völu er skemmti- legt og afar vel er unnið úr ósættinu sem kemur upp á milli þeirra eftir að Vala skemmir óvart sérstaka vél sem Villi er með í smíðum. Samtal Villa við sitt innra sjálf var vel út- fært og óborganlegt að sjá hann reyna upp á eigin spýtur að ná tök- um á tækni leikhússins en enda á því að stökkva milli ljósapolla áður en hann endaði niðurlútur í snjóbyl. Vala var orkumikil á sviðinu og stökk áreynslulaust inn í eintöl sín. Þrátt fyrir marga góða spretti virkaði sýningin á köflum óþarflega brokkgeng jafnt í orku og efnis- tökum. Ekki bætti úr skák að stóra ástarsöngatriðið sem sótt var í Moulin Rouge stóð ekki undir því að vera sá hápunktur uppgjörsins sem augljóslega var lagt upp með. Mögu- lega mætti skrifa það á hljóðnema leikaranna tveggja sem ekki virtust virka sem skyldi í laginu, en þess ut- an hentaði tóntegundin ekki Völu þar sem hún neyddist til að syngja óþarflega lágt mestan part lagasyrp- unnar meðan Villi fór létt með sinn hluta. Sem betur fer lumaði leikhóp- urinn á öðrum efnafræðilegum há- punkti undir lok sýningar þegar Villi og Vala bjuggu til svokallað „fíla- tannkrem“ með miklum bravúr sem framkallaði eðlilega mikil fagn- aðarlæti meðal áhorfenda á öllum aldri. Grunnhugmynd sýningarinnar um að blanda saman töfrum vísinda og leikhússins er góð, en þegar upp var staðið saknaði rýnir þess að vís- indin og ímyndunaraflið fengju meira rými en raunin varð. Ljósmynd/Grímur Bjarnason Vísindasýning „Villi [Vilhelm Anton Jónsson] er ekki fyrr byrjaður á sýningu sinni en leikkonan Vala Kristín Eiríksdóttir birtist hugfangin af gítarleik Villa sem seiddi hana úr æfingarýminu niður á leiksviðið,“ segir í rýni. Töfrar vísindanna Borgarleikhúsið Vísindasýning Villa bbbmn Eftir Vilhelm Anton Jónsson, Völu Krist- ínu Eiríksdóttur og Vigni Rafn Valþórs- son. Leikstjórn: Vignir Rafn Valþórsson. Leikmynd og búningar: Sigríður Sunna Reynisdóttir. Lýsing og myndband: Magnús Helgi Kristjánsson. Tónlist: Vil- helm Anton Jónsson. Hljóð: Garðar Borgþórsson. Leikgervi: Margrét Bene- diktsdóttir. Leikarar: Vilhelm Anton Jónsson og Vala Kristín Eiríksdóttir. Frumsýning á Litla sviði Borgarleik- hússins laugardaginn 4. febrúar 2017. SILJA BJÖRK HULDUDÓTTIR LEIKLIST Stofnfundur fé- lagssamtakanna Vinir Listasafns- ins á Akureyri verður haldinn í dag, miðviku- dag, klukkan 17 í Listasafninu, Ketilhúsi. Á fundinum geta áhugasamir velt fyrir sér hlut- verki og tilgangi slíkra samtaka og rætt hugmyndir. Stefnt er á að meðlimir geti komið með hug- myndir að fyrirlestrum, mál- þingum og annarri dagskrá. Á dagskrá er meðal annars frá- sögn Rósu Kristínar Júlíusdóttur af sambærilegri starfsemi lista- safna í öðrum löndum, og Hlynur Hallsson safnstjóri segir frá starf- semi Listasafnsins, framkvæmd- um við það og framtíðarmögu- leikum. Stofna vinafélag Listasafnsins Frá sýningu í Lista- safninu á Akureyri. Ert þú á leið í leikhús? Pantaðu ljúffengar veitingar til að njóta fyrir sýningu eða í hléi á borgarleikhus.is Úti að aka (Stóra svið) Lau 4/3 kl. 20:00 Frums. Sun 12/3 kl. 20:00 5. sýn Fös 24/3 kl. 20:00 aukas. Sun 5/3 kl. 20:00 2. sýn Fös 17/3 kl. 20:00 6. sýn Lau 25/3 kl. 20:00 9. sýn Fim 9/3 kl. 20:00 3. sýn Lau 18/3 kl. 20:00 aukas. Sun 26/3 kl. 20:00 10. sýn. Fös 10/3 kl. 20:00 aukas. Sun 19/3 kl. 20:00 7. sýn Fim 30/3 kl. 20:00 aukas. Lau 11/3 kl. 20:00 4. sýn Mið 22/3 kl. 20:00 8. sýn Fös 31/3 kl. 20:00 aukas. Sprenghlægilegur farsi eins og þeir gerast bestir. MAMMA MIA! (Stóra sviðið) Fös 10/2 kl. 20:00 150. s Sun 19/2 kl. 20:00 154. s Lau 8/4 kl. 20:00 158. s Lau 11/2 kl. 20:00 151. s Fim 23/2 kl. 20:00 155. s Þri 11/4 kl. 20:00 159. s Fös 17/2 kl. 20:00 152. s Fös 24/2 kl. 20:00 156. s Mið 19/4 kl. 20:00 160. s Lau 18/2 kl. 20:00 153. s Lau 25/2 kl. 20:00 157. s Lau 22/4 kl. 20:00 161. s Glimmerbomban heldur áfram! Blái hnötturinn (Stóra sviðið) Lau 11/2 kl. 13:00 32. s Sun 5/3 kl. 13:00 35. s Sun 26/3 kl. 13:00 38. s Sun 19/2 kl. 13:00 33. s Sun 12/3 kl. 13:00 36. s Lau 1/4 kl. 13:00 39. s Lau 25/2 kl. 13:00 34. s Sun 19/3 kl. 13:00 37. s Lau 8/4 kl. 13:00 40. s Nýr fjölskyldusöngleikur byggður á verðlaunasögu Andra Snæs Magnasonar Ræman (Nýja sviðið) Fim 9/2 kl. 20:00 12.sýn Nýtt verk sem hlaut Pulitzer-verðlaunin 2014! Síðasta sýning! Hún Pabbi (Litla svið ) Fim 9/2 kl. 20:00 11.sýn Fös 10/2 kl. 20:00 12.sýn Í samstarfi við leikhópinn Trigger Warning. Síðustu sýningar! Illska (Litla sviðið) Fim 2/3 kl. 20:00 Fös 10/3 kl. 20:00 Fös 3/3 kl. 20:00 Lau 11/3 kl. 20:00 Samstarfsverkefni við Óskabörn ógæfunnar Vísindasýning Villa (Litla svið ) Lau 11/2 kl. 13:00 3. sýn Lau 18/2 kl. 13:00 5. sýn Sun 19/3 kl. 13:00 Táknmáls. Sun 12/2 kl. 13:00 4. sýn Sun 19/2 kl. 13:00 6. sýn Ferðalag fyrir börn um töfraheim vísindanna. Salka Valka (Stóra svið) Mið 8/2 kl. 20:00 14. sýn Sun 12/2 kl. 20:00 16.sýn Sun 26/2 kl. 20:00 18.sýn Fim 9/2 kl. 20:00 15 sýn Fim 16/2 kl. 20:00 17.sýn Ein ástsælasta saga þjóðarinnar í leikstjórn verðlaunaleikstjórans Yönu Ross #islenskaoperan · Miðasala: opera.is HRÍFANDI UPPLIFUN ÓPERA / LEIKRIT EFTIR POULENC & COCTEAU FRUMSÝNING 9. FEBRÚAR 2017 Í HÖRPU LEIKGERÐ OG LEIKSTJÓRN: BRYNHILDUR GUÐJÓNSDÓTTIR FLYTJENDUR AUÐUR GUNNARSDÓTTIR, ELVA ÓSK ÓLAFSDÓTTIR OG EVA ÞYRI HILMARSDÓTTIR leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200 Djöflaeyjan (Stóra sviðið) Lau 11/2 kl. 19:30 38.sýn Lau 18/2 kl. 19:30 39.sýn Fös 24/2 kl. 19:30 40.sýn Kraftmikill söngleikur um skrautlegt mannlíf í braggahverfum Reykjavíkur! Maður sem heitir Ove (Kassinn) Fös 10/2 kl. 19:30 38.sýn Lau 18/2 kl. 19:30 41.sýn Fös 24/2 kl. 19:30 44.sýn Lau 11/2 kl. 19:30 39.sýn Sun 19/2 kl. 19:30 42.sýn Fös 17/2 kl. 19:30 aukasýn Fim 23/2 kl. 19:30 43.sýn Siggi Sigurjóns og Bjarni Haukur sameina krafta sína í bráðfyndnum einleik! Óþelló (Stóra sviðið) Fim 9/2 kl. 19:30 10.sýn Fim 16/2 kl. 19:30 aukasýn Lau 25/2 kl. 19:30 12.sýn Fös 10/2 kl. 19:30 aukasýn Fös 17/2 kl. 19:30 11.sýn Vesturport tekst á nýjan leik á við Shakespeare! Gott fólk (Kassinn) Sun 12/2 kl. 19:30 10.sýn Fim 16/2 kl. 19:30 11.sýn Lau 25/2 kl. 19:30 12.sýn Síðustu sýningar! Fjarskaland (Stóra sviðið) Sun 12/2 kl. 13:00 4.sýn Sun 19/2 kl. 16:00 aukasýn Sun 5/3 kl. 13:00 10.sýn Sun 12/2 kl. 16:00 aukasýn Sun 26/2 kl. 13:00 5.sýn Sun 5/3 kl. 16:00 11.sýn Sun 19/2 kl. 13:00 6.sýn Sun 26/2 kl. 16:00 7.sýn Nýtt íslenskt barnaleikrit eftir Góa! Gísli á Uppsölum (Kúlan) Mið 8/2 kl. 19:30 Lau 11/2 kl. 14:00 Fim 9/2 kl. 19:30 Sun 12/2 kl. 14:00 Einstakt leikverk um einstakan mann í uppfærslu Kómedíuleikhússins. Mið-Ísland að eilífu (Þjóðleikhúskjallarinn) Fim 9/2 kl. 20:00 21.sýn Fös 17/2 kl. 20:00 27.sýn Fös 24/2 kl. 20:00 32.sýn Fös 10/2 kl. 20:30 22.sýn Fös 17/2 kl. 22:30 28.sýn Fös 24/2 kl. 22:30 33.sýn Fös 10/2 kl. 23:00 23.sýn Lau 18/2 kl. 20:00 29.sýn Lau 25/2 kl. 20:00 34.sýn Lau 11/2 kl. 20:00 24.sýn Lau 18/2 kl. 22:30 30.sýn Lau 25/2 kl. 22:30 35.sýn Lau 11/2 kl. 22:30 25.sýn Sun 19/2 kl. 21:00 aukasýn Fim 2/3 kl. 20:00 36.sýn Fim 16/2 kl. 20:00 26.sýn Fim 23/2 kl. 20:00 31.sýn Ef hláturinn lengir lífið stefnir Mið-Ísland á ódauðleika! Tímaþjófurinn (Kassinn) Fös 24/3 kl. 19:30 Frums Fös 31/3 kl. 19:30 5.sýn Sun 9/4 kl. 19:30 9.sýn Lau 25/3 kl. 19:30 2.sýn Þri 4/4 kl. 19:30 6.sýn Mið 19/4 kl. 19:30 10.sýn Mið 29/3 kl. 19:30 3.sýn Fim 6/4 kl. 19:30 7.sýn Fös 21/4 kl. 19:30 11.sýn Fim 30/3 kl. 19:30 4.sýn Fös 7/4 kl. 19:30 8.sýn Einstakt verk um ástina ■ um óslökkvandi þrá, höfnun og missi Húsið (Stóra sviðið) Lau 11/3 kl. 19:30 Frums Lau 18/3 kl. 19:30 3.sýn Lau 25/3 kl. 19:30 5.sýn Fim 16/3 kl. 19:30 2.sýn Fös 24/3 kl. 19:30 4.sýn Frumuppfærsla á áður ósýndu verki eins helsta leikskálds Íslendinga. Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari) Mið 8/2 kl. 20:00 Mið 1/3 kl. 20:00 Mið 22/3 kl. 20:00 Mið 15/2 kl. 20:00 Mið 8/3 kl. 20:00 Mið 29/3 kl. 20:00 Mið 22/2 kl. 20:00 Mið 15/3 kl. 20:00 Spunasýningarnar vinsælu snúa aftur - engin sýning eins! Íslenski fíllinn (Brúðuloftið) Lau 11/2 kl. 13:00 Lau 18/2 kl. 13:00 Lau 11/2 kl. 15:00 Lau 18/2 kl. 15:00 Aukasýningar - aðeins þessar sýningar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.