Morgunblaðið - 08.02.2017, Page 33
MENNING 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRÚAR 2017
Haraldur Ingi Haraldsson, mynd-
listarmaður og bæjarlistamaður
Akureyrar í ár, opnar í dag mál-
verkasýninguna „Rat Race í Gall-
erý H“ sem er, samkvæmt tilkynn-
ingu, „til heimilis á Veraldar-
vefnum nr. 91“.
Sýningin er opin á vefsíðunni
hingi.weebly.com/ og á Facebook
má finna slóðina með að slá orðið
codhead inn í leitarstikuna.
Á sýningunni eru 19 málverk,
unnin á síðasta eina og hálfa ári, og
hafa þau ekki verið sýnd í sýningar-
sal áður enda unnin sérstaklega
fyrir þessa sýningu. Verkin eru
sögð pólitísk og frásagnarleg og
fjalla öðru fremur „um hættuleg-
ustu farsóttina sem plagað hefur
mannkynið: græðgi og valdafíkn“.
Haraldur notar akrýlliti og málar
á grafíska filmu með pappírsbaki
og er sýningin hluti af myndheimi
sem Haraldur hefur verið að þróa
frá því um 2000 og kallar Codhead.
Haraldur Ingi er menntaður í
myndlist og sagnfræði frá Mynd-
lista- og handíðaskóla Íslands, Há-
skóla Íslands og AKI Akademie
Voor Beeldende Kunst í Enschede í
Hollandi og Die Vrije Academie
Psychopolis í Haag í Hollandi.
Hann hefur haldið fjölmargar
einkasýningar og tekið þátt í sam-
sýningum.
Málverkasýning Haraldar Inga á vefnum
Dans Eitt verka Haraldar Inga á vefsýn-
ingunni, Dans hinna særðu þorska.
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Myndlistartvíæringurinn Moment-
um hefst í bænum Moss í Noregi á
þjóðhátíðardegi okkar Íslendinga,
17. júní, og stendur hann yfir til 11.
október. Nú hefur vefsíða tvíærings-
ins, sem er sá níundi í röðinni, verið
opnuð (slóðin er
momentum9.no)
og liggur því fyr-
ir hverjir munu
sýna og hverjar
eru áherslur og
hugmyndir sýn-
ingarstjóranna.
Þeir eru fimm
talsins og fulltrúi
Íslands mynd-
listarmaðurinn
Jón B.K. Ransu. Hinir eru Ulrika
Flink frá Svíþjóð, Ilari Laamanen
frá Finnlandi, Jacob Lillemose frá
Danmörku og Gunhild Moe frá Nor-
egi.
Momentum er ein stærsta sýning
sem haldin er á Norðurlöndunum á
samtímamyndlist og teygir sig víða
um borgina Moss, innandyra sem
utan. Jón segir um 40 listamenn
sýna verk sín á tvíæringnum og að
þeir séu ekki allir myndlistarmenn.
Meðal sýnenda megi m.a. finna höf-
und skáldsagna sem byggja á mynd-
um (e. graphic novelist) og hönnuði.
„Búi Aðalsteinsson er vöruhönnuður
og Public Dreaming er dúett arki-
tekts og listfræðings,“ nefnir Jón
sem dæmi. „Svo erum við með H. R.
Giger, þann sem hannaði geim-
veruna í kvikmyndinni Alien. Hann
var auðvitað málari en við ætlum að
sýna hannaða hluti eftir hann sem
hafa lítið verið sýndir í myndlistar-
samhengi. Málverkin hans hafa þá
frekar verið sýnd,“ bætir Jón við.
Orðaleikur
-Talandi um Alien þá er útgangs-
punktur tvíæringsins „alienation“ …
„Já, eða titillinn er Alienation og
útgangspunkturinn „alien encoun-
ters“. Þýðingin á alienation er mjög
lokuð á íslensku, „firring“, sem er
einhver marxísk merking. Marx var
að velta fyrir sér alienation út frá
kapítalisma og svoleiðis. Titillinn er
ákveðinn orðaleikur, leikur með orð-
in alien og nation og svo alienation.
Alien er auðvitað eitthvað sem er
framandi, einhvers staðar annars
staðar frá og kannski erum við að
leika okkur svolítið með það. Það
getur verið eitthvað utan úr geimn-
um en svo eru líka listamenn eins og
Wael Shawky frá Egyptalandi sem
er að vinna með kristinn og arab-
ískan kúltúr. Það er líka ákveðið „al-
ien“. Alien getur líka verið sá sem
býr hinum megin við landamærin,
eins og í Bandaríkjunum þar sem á
að byggja stóran vegg til að halda
þeim frá. Þeim sem kallaðir eru „il-
legal aliens“,“ útskýrir Jón.
-Getur þetta líka átt við þá sem
eru utan við normið?
„Ja, jafnvel ekki utan við normið
heldur það sem er okkur að ein-
hverju leyti framandi. Frankenstein
er t.d. alien fyrir okkur þannig að við
tökum þetta svolítið á þeim nótum,“
segir Jón og bætir við að hugmyndin
um alien og alienation eigi vel við á
vorum dögum, eftir að Donald
Trump tók við embætti Bandaríkja-
forseta.
Hvað er hið norræna?
Sem fyrr segir eru sýningar-
stjórar tvíæringsins fimm og segir
Jón að þeir, auk fjölda annarra, hafi
verið beðnir um að koma með tillögu
að sýningu og segja frá því hvernig
þeim þætti spennandi að fjalla um
hið norræna.
„Ég gerði það, var valinn og fór
svo að hitta hitt fólkið. Við vissum í
sjálfu sér ekki af hverju við vorum
valin saman, fórum að bera saman
okkar tillögur og þær voru ekki einu
sinni eins,“ segir Jón og hlær. „Hins
vegar var sýn okkar á hið norræna
svipuð. Við vorum ekkert sérlega
spennt fyrir að fjalla um hið nor-
ræna út frá einhverju sögulegu, upp-
runa, heldur þótti okkur meira
spennandi að skoða hið norræna í
samhengi við framtíðina. Miða við
ástandið eins og það er hvað varðar
innflytjendur, flóttamenn og annað.
Hvað er hið norræna í því samhengi
og hver er framtíðin? Ég hugsa að
það hafi frekar tengt okkur en ann-
að,“ segir Jón. Þetta hafi sameinað
sýningarstjórana og þeir hafi fundið
sameiginlegan flöt í tillögum sínum,
ákveðinn áhuga á skáldskap. „Fict-
ional list,“ segir Jón og grípur til
enskunnar.
Skammt frá höfuðborginni
Íslendingarnir sem sýna á Mo-
mentum 9 eru fyrrnefndur Búi Aðal-
steinsson vöruhönnuður, Olga Berg-
mann og Anna Hallin sem verða með
verkefni sem tengist náttúrusafni
Moss, að sögn Jóns, og listmálarinn
Ragnar Þórisson.
Um 30.000 manns búa í sjávar-
bænum Moss og segir Jón að tvíær-
ingurinn fari aðallega fram á tveim-
ur stöðum, í Momentum kunsthall
og Galleri F15 sem er nær sjónum.
Þá verða einnig sýnd verk inni í
bænum, utan þessara tveggja aðal-
sýningarstaða. „Þetta er eins og að
fara til Reykjanesbæjar,“ segir Jón
um fjarlægðina milli Ósló og Moss.
-Það hlýtur að fjölga hressilega í
bænum meðan á tvíæringnum
stendur?
„Já, það gerir það og vonandi enn
meira núna en áður,“ segir Jón kím-
inn. En ætlar hann að vera með ís-
lenska fánann og gasblöðru við setn-
ingu tvíæringsins 17. júní?
„Ég var að spá í það, já, að vera
með fánann og syngja eitthvað,“
segir Jón og hlær.
Eitthvað framandi
Jón B.K. Ransu er einn sýningarstjóra tvíæringsins Mo-
mentum í Noregi „Alienation“ er yfirskrift tvíæringsins
Jón B.K. Ransu
Í Garði Verk eftir Olgu Bergmann og Önnu Hallin frá árinu 2012, innsetn-
ing sem þær gerðu í Garði. Olga og Anna sýna saman á Momentum 9.
Án titils Hluti olíumálverks án titils í
stærðinni 200x175 cm eftir Ragnar
Þórisson, frá árinu 2015. Ragnar
verður meðal sýnenda á Momentum.
Flugnaverksmiðja Verkið Fly Fac-
tory eftir Búa Aðalsteinsson, stál-
skápur sem lirfur voru ræktaðar í til
manneldis. Verkið er frá árinu 2014.
Vefsíða Momentum 9:
momentum9.no
Miðasala og nánari upplýsingar
5%
SÝND KL. 5.20
SÝND KL. 8, 10.10
SÝND KL. 10.40
SÝND KL. 8, 10.30
SÝND KL. 5.40 - ísl tal
SÝND KL. 6