Morgunblaðið - 30.03.2017, Qupperneq 1
F I M M T U D A G U R 3 0. M A R S 2 0 1 7
Stofnað 1913 76. tölublað 105. árgangur
ENGAR DJÚPAR
RADDIR Í FJÖL-
SKYLDUNNI
BÖRN FRÆDD UM
KVIKMYNDIR
AC MILAN
STEFNIR TIL
HONG KONG
HVAÐ ER KVIKMYNDAHÁTÍÐ? 30 VIÐSKIPTAMOGGINNSÖNGGLÖÐ SYSTKIN 12
MJÚKA DEILDIN ÍSLENSK HÖNNUN SJÚKRAÞJÁLFARI AÐSTOÐAR
SÆNGUR-
FATNAÐUR
SÆNGUR OG
KODDAR
HEILSURÚM
ALLAR STÆRÐIR
FUSSENEGGER
Kristín Gísladóttir
sjúkraþjálfari aðstoðar
við val á rúmdýnum.
Í DAG 16-18 Síðumúla 30 - Reykjavík | Sími 533 3500Hofsbót 4 - Akureyri | Sími 462 3504
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Þýski bankinn Hauck & Aufhäuser
var aldrei í reynd fjárfestir í Búnaðar-
bankanum þegar tæplega 46% hlutur
ríkisins var seldur í janúar 2003 en því
hafði verið haldið fram allt frá upphafi.
Og stóð aldrei til. Það er niðurstaða
rannsóknarnefndar Alþingis. Hún tel-
ur að stjórnvöld hafi skipulega verið
blekkt í aðdraganda og kjölfar sölunn-
ar.
Gögn nefndarinnar sýna að áður en
skrifað var undir samninga um kaup
S-hópsins svokallaða, undir merkjum
Eglu, og íslenska ríkisins um kaup á
bankanum voru með leynd gerðir bak-
samningar sem fólu í sér og tryggðu
að eignarhald þýska bankans var ekki
nema að nafninu til. Þátttaka H&A
var einungis tímabundið yfirvarp fyrir
endanleg yfirráð, áhættu og ávinning
annarra aðila af þessum hlut í kaup-
unum. Raunverulegur kaupandi er að
mati nefndarinnar aflandsfélagið
Welling & Partners Limited sem
Kaupþing stóð á bak við. Kaupþing
fjármagnaði kaupin á hlutnum sem
þýski bankinn skráði sig fyrir og
tryggði H&A skaðleysi auk þóknunar
fyrir að standa í þessum viðskiptum.
Annað félagið tengt Kaupþingi
Með þessum samningum var Ólafi
Ólafssyni í Samskipum, í gegn um af-
landsfélag í hans eigu, tryggður helm-
ingur þess nettóhagnaðar sem kynni
að verða til. Þegar Búnaðarbankinn
var sameinaður Kaupþingi varð til
rúmlega 100 milljón dollara hagnaður
sem rann til aflandsfélags Ólafs og
annars aflandsfélags, Dekhill Advis-
ors Ltd. Rannsóknarnefnd Alþingis
hefur ekki tekist að afla upplýsinga
um raunverulega eigendur síðar-
nefnda félagsins eða afdrif fjármun-
anna en telur ólíklegt annað en að
þessi hluti hagnaðarins hafi runnið til
aðila sem tengdust Kaupþingi eða að
starfsmenn bankans hafi haft vitn-
eskju um hverjir nutu ávinningsins.
Stjórnvöld gátu ekki varist
Rannsakendur lýstu þeirri skoðun
sinni á blaðamannafundi í gær að að-
koma erlends banka hefði verið
grundvallarforsenda þess að gengið
var til samninga við S-hópinn um sölu
á hlut ríkisins í Búnaðarbankanum.
„Niðurstaða rannsóknarnefndar-
innar er skýr um að stjórnvöld hafi
verið beitt skipulegum blekkingum í
tengslum við sölu Búnaðarbankans ár-
ið 2003 varðandi þátt hins þýska
banka í kaupunum. Þessum vel und-
irbúnu blekkingum gátu stjórnvöld
ekki varist enda höfðu þau ekki
ástæðu til að gruna kaupendur um
þess háttar athæfi,“ segir Geir H.
Haarde sem var fjármálaráðherra
þegar hlutabréf ríkisins voru seld.
Ólafur Ólafsson segir í yfirlýsingu
að það sem á fundi rannsóknarnefndar
Alþingis hafi verið nefndir baksamn-
ingar hafi verið samningar milli einka-
aðila sem engin áhrif höfðu á niður-
stöðu á sölu ríkisins á Búnaðar-
bankanum. „Hvorki ríkissjóður né
almenningur voru verr settir vegna
þessara samninga, sem rannsóknar-
nefndin kýs að kalla blekkingu.“
Morgunblaðið/Golli
Rannsakandi Kjartan Bjarni Björgvinsson, formaður rannsóknarnefndar Alþingis, kynnti niðurstöður sínar á fundi með blaðamönnum í gærmorgun.
Skipulegar blekkingar
Rannsóknarnefnd sýnir fram á að aldrei stóð til að þýski bankinn fjárfesti í raun
í Búnaðarbankanum Hagnaðurinn rann til Ólafs Ólafssonar og óþekktra aðila
M »10, 11, 14
Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri
HB Granda, segist hóflega bjartsýnn
á að fyrirtækið nái samningi við
Akraneskaupstað á næstu mánuðum
sem tryggi áframhaldandi vinnslu
botnfisks í bæjarfélaginu. Hann segir
að hópuppsögn muni taka gildi fyrir
1. júní ef ekki verður komin niður-
staða í viðræðurnar í lok maí. „Við
munum þurfa að ráðast í uppsagnir
fyrir 1. júni ef ekki verður komin ein-
hver niðurstaða í viðræðunum sem
fær okkur til að gera annað,“ segir
Vilhjálmur. Sævar Freyr Þráinsson,
bæjarstjóri Akraness, segir frestun-
ina tækifæri. „Ég er bjartsýnn á að
við getum fundið leið í sameiningu til
þess að láta þetta ganga upp. Ég vil
þó taka fram að það er ekkert gefið,“
segir Sævar og bætir jafnframt við að
þetta sé gott fyrsta skref sem feli í
sér töluverð tækifæri. »6
Hafa til
loka maí til
að semja
Hópuppsögn verð-
ur frestað um sinn
Fágætur 50 króna seðill seldist á
dögunum fyrir um þrjár milljónir
króna og fengu færri en vildu. Seð-
illinn var gefinn út fyrir ríkissjóð
Íslands árið 1925. Kristján X., kon-
ungur Íslands og Danmerkur, prýð-
ir framhliðina og sjálf fjallkonan
trónir á bakhlið. „Ég veit af 7-8 öðr-
um svona seðlum auk þeirra ein-
taka sem Seðlabankinn á. 50 krón-
ur voru hæsta verðgildi íslenskra
peninga á þessum tíma,“ segir Þór-
arinn St. Halldórsson mynt-
kaupmaður sem annaðist sölu á
seðlinum sem var í einkaeigu. »4
50 króna seðill seld-
ist á þrjár milljónir
Verðmat sem Icora Partners
gerði fyrir hóp lífeyrissjóða á Arion
banka bendir til að vogunarsjóð-
irnir fjórir sem keyptu 29% hlut í
bankanum fyrr í þessum mánuði
hafi fengið hlutinn á undirverði. Í
viðskiptunum var miðað við gengið
0,79 af bókfærðu eigin fé bankans
en verðmatið segir bankann standa
undir genginu 0,85 af bókfærðu
eigin fé. Sé miðað við mat Icora
Partners á bankanum er markaðs-
verð Arion banka nærri 180 millj-
arðar og eignarhlutur ríkissjóðs
um 23,4 milljarðar. »Viðskipti
Seldur á undirverði