Morgunblaðið - 30.03.2017, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 30.03.2017, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. MARS 2017 Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is Reykjanesbæ Kaliber KG-1301 gasgrill 3+1 brennarar/hliðarhella grillflötur 2520 cm2, 11,5KW Kailber KG-1503 Gasgrill 3x3KW brennarar, grillflötur 2520 cm2, 9KW 39.900 43.400 Kailber KG-KG-2 Gasgrill 4x3,5KW brennarar, grillflötur 3036 cm2,14KW 52.880 Grillandi gott Guðni Einarssongudni@mbl.is Fágætur 50 króna seðill seldist á dögunum fyrir um þrjár milljónir króna. Fengu færri en vildu, að sögn Þór- arins St. Halldórssonar, myntkaupmanns. Þórarinn sagði umræddan seðil hafa verið í einkaeigu og aldrei verið boðinn til sölu áður. Hann var með seðilinn í um- boðssölu. Þórarinn bauð seðilinn til sölu á Facebook-síðu sinni og var lágmarksboð 2,5 milljónir króna. Nokkur tilboð bárust og seldist seðillinn á 2-3 dögum. Þórarinn vildi ekki gefa upp endanlegt söluverð en sagði að það hefði verið hærra en uppgefið lágmarksboð. Seðillinn sem um ræðir var gefinn út fyrir ríkissjóð Ís- lands og fóru þessir seðlar í umferð 30. júní 1925. Seðill- inn sem var boðinn upp var númer 409 og var mjög vel með farinn, að sögn Þórarins. Kristján X., konungur Ís- lands og Danmerkur á þeim tíma, prýðir framhliðina og sjálf fjallkonan trónir á bakhlið. „Þetta er svokallaður ríkissjóðsseðill og hann er í háum gæðaflokki, mjög vel með farinn,“ sagði Þórarinn. Nafn Landsbankans er á seðlinum en hann hóf ekki sjálfur útgáfu peningaseðla fyrr en árið 1928. „Ég veit af 7-8 öðrum svona seðlum auk þeirra eintaka sem Seðla- bankinn á. 50 krónur voru hæsta verðgildi íslenskra pen- ingaseðla á þessum tíma.“ Teiknaður í Danmörku Sigurður Helgi Pálmason, safnstjóri Myntsafns Seðla- banka og Þjóðminjasafns, sagði að bankinn ætti nokkurn fjölda af þessum seðlum í safni sínu. Talið er að allt að 100.000 seðlar hafi verið prentaðir á sínum tíma. Sig- urður sagði það rétt að þessi seðill teldist fágætur á með- al seðlasafnara. Gerhard Heilmann (1859-1946), teiknari og hönnuður í Danmarks Nationalbank, teiknaði seðilinn. Munstrið er byggt á íslenskum útskurði. Mjög fágætur seðill seld- ist á um þrjár milljónir  Fallegt eintak í einkaeigu  Nokkur tilboð bárust 50 kr Myndin er af sams konar seðli og þeim selda sem er í eigu Myntsafns Seðlabanka og Þjóðminjasafns. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Umsvif fjárfestingafélagsins Kimi S.ár.l. í Lúxemborg hafa aukist ár frá ári og hefur félagið meðal annars fjárfest í breskum matvælaiðnaði. Félagið er í eigu Ólafs Ólafssonar, aðaleiganda Samskipa. Félagið Kimi var stofnað í Lúx- emborg árið 2009. Eignir félagsins voru óverulegar fyrstu þrjú árin. Næstu ár jukust þær verulega og í lok árs 2014 voru þær tæplega 30 milljónir evra, jafnvirði um 3,6 millj- arða króna á núverandi gengi. Það var um 17% aukning milli ára. Semja við Tesco Ársreikningur félagsins fyrir árið 2014 er nú aðgengilegur í fyrirtækja- skrá Lúxemborgar. Þar má sjá að um áramótin 2014/15 átti Kimi yfir 20% hlut í sex félögum í fjórum lönd- um. Þá átti Kimi hlut í breska félag- inu Scratch Meals Limited, sem sel- ur matarbakka með fersku hráefni til eldunar. Samkvæmt nýjustu upp- lýsingum í bresku fyrirtækjaskránni er Kimi enn hluthafi í félaginu. Fram kemur á vefsíðu Scratch Meals Limi- ted að félagið hefur gert samninga um dreifingu í völdum verslunum matvörusölufélaganna Waitrose, Tesco og ASDA og til verslanakeðj- anna Booths og Budgens, ásamt því sem netverslunin Ocado bjóði upp á vörurnar. Félagið er því að skjóta rótum á breska markaðnum. Fjögur ný félög skráð Samkvæmt ársreikningi Kimi 2014 bættist við yfir 20% eignarhlut- ur í þremur nýjum félögum frá fyrra uppgjörsári. Þau heita Fort Holding B.V. (Hollandi), Les Bougainvilliers (Frakkland) og Neptune Limited (Síerra Leóne). Fjárfestingin í Fort Holding var gerð árið 2012 og lánaði Kimi félaginu 8 milljónir evra, sam- kvæmt ársreikningi 2014. Kimi tók þátt í stofnun Neptune Limited í nóvember 2014 og lagði þá fram 100 milljónir í gjaldmiðli Síerra Leóne. Kaup á 35% hlut í S.C.I. Les Bouga- invilliers fóru fram í febrúar 2014. Þá er getið um kaup á bréfum í Scratch Meals Limited fyrir um 194 þúsund evrur. Þessi upptalning segir ekki alla söguna um umsvifin. Þannig kom fram í yfirlýsingu Ólafs, í kjölfar þess að sagt var frá eign hans í Kimi í Morgunblaðinu í fyrra, að „Kimi hafi meðal annars staðið að hjálparstarfi með uppbygg- ingu á fiskvinnslu og löndunarstöðv- um í Síerra Leóne í Afríku“. Verk- efnið var unnið í samstarfi við Aurora-velgjörðarsjóð, sem Ólafur og kona hans eru í forsvari fyrir. Með umsvif um allan heim Þá kom fram í yfirlýsingunni að Neptune Holding hefði fjárfest í sjávarútvegi utan Íslands. Þar megi nefna fyrirtækið Asia Seafood, sem var með móðurfélag á Íslandi og keypti sjávarafurðir af útgerðum við Kyrrahafið, til vinnslu og sölu í Asíu og Bandaríkjunum. Jafnframt hefði Neptune Holding fjárfest í Lumar Seafood á Spáni. Það félag fram- leiddi fiskrétti og túnfisk til sölu í Evrópu. Jafnframt ætti Neptune línuveiðiskipið Ana Barral, sem hafði stundað veiðar á Indlandshafi. Sem áður segir er getið um eign- arhlut í franska félaginu S.C.I. Les Bougainvilliers í ársreikningi Kimi 2014. Fleiri en eitt félag með því nafni virðast skráð í frönsku fyrirtækja- skránni. Árið 2014 hafði Kimi lánað franska félaginu 900 þúsund evrur. Aukin umsvif félags Ólafs Ólafssonar í Lúxemborg  Félagið Kimi S.ár.l. fjárfestir í bresku matvörufyrirtæki  Samningar við Tesco Umsvif Kimi » Kimi kaupir í frönsku félagi og stofnar félag i Síerra Leóne. » Eignir Kimi voru tæplega 30 milljónir evra í árslok 2014. Umsvif Kimi S.à.r.l. 2009 til 2014* Þróun eigna og tekna í evrum Eignir Breyting milli ára Tekjur Breyting milli ára 2009 103.280 70.739 2010 48.958 -52,6% 107.577 52,08% 2011 35.548 -27,4% 268.840 149,90% 2012 18.883.495 53021,1% 1.428.154 431,23% 2013 24.493.438 29,7% 2.568.409 79,84% 2014 28.630.599 16,9% 3.072.548 19,63% *Félagið var stofnað 20.mars 2009. Fjárhagsárið miðast við 1.1. til 31.12. Heimild: Fyrirtækjaskrá Lúxemborgar Hlutafjáreign Kimi S.à.r.l. árið 2014 (minnst 20% hlutur) Samkvæmt ársreikningi sama ár Félag Heimilisfesti Uppgjörs- mynt Eignar- hlutur Bókfært virði í evrum hinn 31.12. 2014 Neptune Holding B.V. Holland Bandar.- dalur 66,7% 4.304.194 Lumar Seafood Processing S.L. Spánn Evra 100% 3.000 Lumar Seafood International S.L. Spánn Evra 100% 1.503.000 Les Bougainvilliers S.C.I. Frakkland Evra 35% 350 Fort Holding B.V. Holland Evra 80% 80 Neptune Limited Síerra Leóne Evra 70% Ekki gefið upp Samtals 5.810.624 Dæmi um aðra hlutafjáreign Scratch Meals Limited* Bretland Pund 1.601 hlutur** Ekki gefið upp *Samkvæmt tilkynningu Scratch Meals Limited til bresku fyrirtækjaskrárinnar (annual return 2016). **Bréfin eru í almennum flokki. 17.446 hlutir voru skráð í félaginu í almennum flokki. Ingibjörg Ósk Birgisdóttir var í gær kjörin varaforseti Alþýðu- sambands Íslands (ASÍ) með ein- róma kosningu á fundi miðstjórnar sambandsins. Hún tekur sæti Ólafíu B. Rafnsdóttur fyrrverandi for- manns VR sem sagði sig frá öllum trúnaðarstörfum fyrir verkalýðs- hreyfinguna fyrr í mánuðinum. Ingibjörg hefur setið í stjórn VR undanfarin 7 ár og í miðstjórn ASÍ frá árinu 2011. Varaforsetar ASÍ eru tveir, hinn er Sigurður Bessa- son formaður Eflingar. Ingibjörg Ósk kjörin varaforseti ASÍ Áslaug Björt Guðmundardóttir, bókaútgefandi, hyggst leggja fram kæru vegna fjársvika, en bókakass- ar í hennar eigu fundust á víðavangi í vikunni. Kom fundurinn henni í opna skjöldu. „Ég var búin að vera í stórri til- tekt og var með gamla bókalagera og fleira dót sem ég ætlaði að láta farga í Sorpu,“ segir Áslaug, en til að spara sér umstang og vinnu aug- lýsti hún eftir flutningaþjónustu á Facebook. Ungur maður gerði tilboð í verkið og fór hann, ásamt öðrum manni, með farminn í tveimur ferð- um á mánudagsmorgun. Síðar um daginn fékk Áslaug sím- tal frá lögreglu, þar sem henni var tjáð að bókakassar hennar hefðu fundist við Rauðhóla í Heiðmörk. „Þegar ég kom á staðinn sá ég strax að þetta var ekki nema hluti farmsins,“ segir Áslaug. Annar mannanna benti lögreglu á afgang farmsins og féllust mennirnir á að endurgreiða féð, en greiðslan barst ekki fyrir umsaminn frest í gær. „Þetta var óþægileg og leiðinleg reynsla. Ég hafði treyst þessum mönnum fyrir þessu verki en endaði svo á því að liggja sjálf á hnjánum ásamt hjálparfólki síðar um daginn við að tína persónulega muni upp á víðavangi,“ segir Áslaug og bætir við að ástæða sé til að vara fólk við því að kaupa þjónustu af fólki sem það veit engin deili á. jbe@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Fundur Bækur Áslaugar fundust m.a. við Rauðavatn í Reykjavík. Kærir tvo menn fyrir fjársvik

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.