Morgunblaðið - 30.03.2017, Page 11

Morgunblaðið - 30.03.2017, Page 11
11 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. MARS 2017 Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Kjartan Bjarni Björgvinsson, dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, var einn í rannsóknarnefndinni, sem rannsak- aði þátttöku þýska bankans Hauck & Aufhäuser Privatbankiers KGaA í kaupum á 45,8% eignarhlut ríkisins í Búnaðarbanka Íslands hf. o.fl. árið 2003. Þann 1. september í fyrra var Finn- ur Þór Vilhjálmsson, saksóknari hjá embætti Héraðssaksóknara, ráðinn starfsmaður við rannsóknina. Morgunblaðið forvitnaðist um bak- grunn þessara manna, með því að slá á þráðinn til þeirra í gær: Var hjá EFTA-dómstólnum „Ég er fertugur lögfræðingur. Ég hef verið dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur síðan vorið 2015. Frá 2009 til 2015 starfaði ég hjá EFTA- dómstólnum sem löglærður aðstoðar- maður dómara og frá 2006 til 2009 var ég aðstoðarmaður umboðsmanns Al- þingis,“ segir Kjartan Bjarni. Hann segir að hann og Finnur Þór hafi báðir verið í leyfi frá sínum störf- um, á meðan þeir unnu rannsóknina. „Ráðherra veitti mér leyfi frá störf- um, á meðan á þessari rannsókn stóð,“ sagði Kjartan Bjarni. Finnur Þór er 39 ára saksóknari hjá héraðssaksóknara: „Ég vann áður hjá sérstökum sak- sóknara, en þar byrjaði ég árið 2011. Þar áður var ég starfsmaður rann- sóknarnefndar Alþingis, sem skilaði stóru rannsóknarskýrslunni árið 2010. Fyrir þann tíma vann ég hjá Tryggva Gunnarssyni, umboðsmanni Alþingis,“ sagði Finnur Þór. Voru báðir hjá umboðsmanni Finnur Þór segir að áður en hann hóf störf hjá umboðsmanni Alþingis hafi hann starfað sem lögmaður um nokkurra mánaða skeið en á meðan hann var enn í lögfræðinámi hafi hann starfað meðfram náminu hjá Ragnari Aðalsteinssyni og Sigríði Rut á lög- mannsstofu þeirra, sem í dag heitir Réttur. Fram kemur í skýrslunni að meðal þeirra sem hafa veitt nefndinni lið- sinni við ráðgjöf og ákveðin verkefni eru Heiðar Þór Guðnason, kerfis- stjóri, dr. Páll Hreinsson, dómari við EFTA-dómstólinn, Sigríður Bene- diktsdóttir, fyrrverandi fram- kvæmdastjóri fjármálasviðs Seðla- banka Íslands, og Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis. Pétur Hrafn Árnason hafði umsjón með prófarkalestri og Anna Sigríður Guðfinnsdóttir aðstoðaði nefndina við útgáfu skýrslunnar. Í skýrslunni er starfsmönnum Alþingis og starfs- mönnum héraðssaksóknara þakkað veitt liðsinni og margháttuð aðstoð. Morgunblaðið/Golli Fundur Kjartan Bjarni Björgvinsson og Finnur Þór Vilhjálmsson kynntu helstu niðurstöður rannsóknar sinnar á blaðamannafundi í gærmorgun. Þeir önnuðust rannsóknina  Voru í leyfi frá sínum föstu störfum Eikjuvogur 29 - 104 Rvk. S:781-5100 Opið: Mán-fim: 12-18 - fös: 12-16 VOR 2017 Við erum á Facebook Laugavegi 82 | 101 Reykjavík Sími 551 4473 Ný sending Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.