Morgunblaðið - 30.03.2017, Síða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. MARS 2017
Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
Í ljósi niðurstöðu rannsóknarnefnd-
arinnar um söluna á hlut ríkisins í
Búnaðarbankanum er fróðlegt að
skoða umfjöllun um þessi viðskipti á
sínum tíma. Aðkoma þýska bank-
ans Hauck & Aufhäuser vakti mikla
athygli en eins og fram kemur í
meðfylgjandi tímalínu hér til hliðar
þá fóru fljótlega að renna tvær
grímur á menn í opinberri umræðu.
Skýrsla nefndarinnar leiðir í ljós
mikinn blekkingarleik og ljóst að
kaupendur höfðu töluverða fjár-
muni upp úr krafsinu. Berast bönd-
in þar einkum að Ólafi Ólafssyni í
Samskipum. Ánægja kaupenda
með viðskiptin var fölskvalaus.
Ráðamenn lýstu einnig yfir mik-
illi ánægju með kaupin og það verð
sem fékkst, 11,9 milljarða króna,
sem á núvirði leggur sig á um 23,4
milljarða króna. Þegar samkomu-
lagið var fyrst kynnt, í nóvember
2002, voru nöfn á erlendum kaup-
endum ekki gefin upp. Í samtali við
Morgunblaðið lýsti þáverandi iðn-
aðar- og viðskiptaráðherra, Val-
gerður Sverrisdóttir, sérstakri
ánægju með aðkomu erlends fjár-
málafyrirtækis að kaupunum, sem
myndi styrkja samkomulagið.
Þýski bankinn talinn
„heppilegastur“
Endanlegir kaupsamningar voru
síðan undirritaðir 16. janúar 2003
og þá upplýst um aðkomu þýska
bankans. Í Morgunblaðinu var haft
eftir Peter Gatti, framkvæmda-
stjóra bankans, að Búnaðarbankinn
væri vænleg fjárfesting. Sagði hann
að H&A myndi halda eignarhlut
sínum í bankanum í minnst tvö ár.
Að þeim tíma liðnum yrði ávöxtunin
metin og fjárfestingin endurskoðuð.
„Nokkrir bankar sýndu því
áhuga að taka þátt í þessu með okk-
ur,“ sagði Ólafur Ólafsson við
Morgunblaðið eftir undirritunina.
„Við völdum þýska bankann úr
þeim hópi, að undangenginni skoð-
un, því við töldum hann heppileg-
astan fyrir Búnaðarbankann og
okkar starf,“ sagði hann ennfremur.
Þá sagði hann að franski bankinn
Société Générale, sem var ráðgjafi
við kaupin, myndi einnig koma að
fjármögnun kaupanna, „að því
marki sem þörf verði á, en hann
segist ekki telja það aðalatriði,“
sagði í frétt blaðsins.
Fljótt runnu tvær grímur á menn
Aðkoma þýska bankans að kaupum á Búnaðarbanka vakti strax mikla athygli
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Kaupin ganga í gegn Samningar um kaup S-hópsins á Búnaðarbankanum voru undirritaðir í höfuðstöðvum bankans í ársbyrjun 2003.
Rannsóknarnefnd um sölu Búnaðarbankans
Salan á Búnaðarbankanum
1997-2001
Undirbúningur og framkvæmd einkavæðingar
Landsbanka og Búnaðarbanka stendur yfir
og sala til starfsfólks og almennings hófst
haustið 1998. Tilraunir gerðar til sameiningar
bankanna, sem samkeppnisyfirvöld stöðvuðu
í desember árið 2000.
Maí 2001
Lög samþykkt á Alþingi um sölu á hlut
ríkisins í bönkunum.
10. júlí 2002
Framkvæmdanefnd um einkavæðingu
auglýsir Landsbankann og Búnaðarbankann
til sölu.
31. desember 2002
Gengið frá og skrifað undir kaupsamninga á
milli Samson og ríkisins um Landsbankann.
16. janúar 2003
Eftir hádegi er skrifað undir kaup S-hópsins
hér heima á 45,8% hlut í Búnaðarbanka
Íslands af ríkinu. Hlutur þýska bankans er
16,3% og S-hópsins 29,5%.
18. október 2002
Skrifað undir samkomulag um kaup Samson-
hópsins á hlut ríkisins í Landsbankanum.
Ágúst 2001
HSBC-bankinn valinn sem ráðgjafi
við sölu bankanna.
15. nóvember 2002
Skrifað undir samkomulag um sölu á
bankanum til S-hópsins.
16. janúar 2003
Fyrir hádegi er skrifað undir baksamningana
um hluti í Eglu.
Sumar og haust 2002
Hörð átök um kaupin eftir að fimm hópar
fjárfesta lýstu áhuga. Þrír hópar eru valdir
til viðræðna; Björgólfsfegðar og Magnús
Þorsteinsson í Samson, Kaldbakur
og S-hópurinn.
10. janúar 2003
Ólafur Ólafsson og félagar í Eglu leggja drög
að baksamningum Hauck & Aufhäuser og
Welling & Partners Ltd. um hluti í Eglu hf.
Mars 2003
Fjármálaeftirlitið kynnir niðurstöðu sína um
að S-hópurinn sé hæfur til að fara með virkan
hlut í Búnaðarbankanum.
Sumar 2003
Efasemdaraddir fara á kreik um aðkomu
þýska bankans og að réttir kaupendur hafi
verið gefnir upp. Stjórnarformaður Eglu,
Ólafur Ólafsson, vísar þessu á bug.
Mars 2006
Ríkisendurskoðun aflar gagna og vinnur
samantekt fyrir Alþingi. Niðurstaðan er að
ekkert styðji staðhæfingar Vilhjálms.
19. maí 2016
Umboðsmaður Alþingis upplýsir þingnefnd
um að nýjar upplýsingar hafi borist um
aðkomu þýska bankans.
Maí 2003
Sameining Búnaðarbankans og Kaupþings
í KB-banka.
Árið 2005
Gagnrýnisraddir fara aftur á kreik, einkum frá
Vilhjálmi Bjarnasyni, núv. þingmanni, um að
þýski bankinn hefði aldrei átt hlut í Búnaðar-
bankanum, heldur Kaupþing, og að íslenska
þjóðin hefði verið blekkt.
12. apríl 2010
Rannsóknarnefnd Alþingis skilar skýrslu um
fall bankanna í hruninu. Þar koma m.a. fram
efasemdir um þátttöku Hauck & Aufhäuser.
2. júní 2016
Alþingi samþykkir ályktun um rannsókn
á þátttöku bankans í kaupum á Búnaðar-
bankanum og rannsóknarnefnd er skipuð í
kjölfarið. Kjartan Bjarni Björgvinsson er for-
maður og Finnur Þór Vilhjálmsson starfsmaður.
29. mars 2017
Rannsóknarnefndin skilar niðurstöðu sinni
um að blekkingum hafi verið beitt við kaupin
á Búnaðarbanka og raunverulegir kaupendur
ekki verið gefnir upp.
4. nóvember 2002
Gengið til viðræðna við S-hópinn um
kaup á Búnaðarbankanum.
Heimild: Skýrsla rannsóknarnefndar, Morgunblaðið.
„Ýmislegt þarna reynist
rétt um það sem grunur
minn lék á hér á árum áð-
ur. En það kemur á óvart
að það sé svona staðfastur
ásetningur og að þarna
koma í það minnsta tveir
bankar að málum við að
dylja og ljúga. Það er lítill
vilji hjá stjórnvöldum
framan af til þess að kom-
ast að hinu rétta í þessu
máli,“ sagði Vilhjálmur Bjarnason þingmað-
ur í gær við mbl.is, að loknum fundi með
stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis.
Hann sagði stóru spurninguna núna snúast
um skuldaskil Kaupþings og Arion banka við
„tiltekinn einstakling“ og hvernig þau fóru
fram. „Hvað hann bar úr býtum og hvort
hann hélt áfram að snúa á samfélagið. Ég tel
að þau skuldaskil séu rannsóknarefni líka,“
sagði Vilhjálmur ennfremur. freyr@mbl.is
Viðbrögð við niðurstöðu rannsóknarnefndar um söluna á Búnaðarbankanum
Vilhjálmur
Bjarnason
Skuldaskil „tiltekins ein-
staklings“ rannsóknarefni
Brynjar Níelsson er for-
maður stjórnskipunar- og
eftirlitsnefndar. Hann var í
gær spurður hvernig unnið
yrði með skýrsluna hjá
nefndinni: „Við ákveðum á
fundi okkar í fyrramálið (í
dag) hvernig við ætlum að
haga þeirri vinnu. Ég
reikna með að menn vilji
byrja á því að skoða skýrsl-
una almennilega og munu
væntanlega vilja fá fleiri fyrir nefndina. Svo
er spurning um það hvort nefndarmenn gera
einhverjar athugasemdir við skýrsluna og
fylgigögn hennar og jafnframt hvort gerðar
séu athugasemdir við þær ályktanir, sem
dregnar eru af þessum gögnum,“ sagði
Brynjar.
Ótengt störfum nefndarinnar fer fram um-
ræða á Alþingi um skýrsluna í dag, að sögn
Brynjars. agnes@mbl.is
Framhaldið ákveðið á
nefndarfundi í dag
Brynjar
Níelsson
„Ég er slegin yfir þessu
eins og þjóðin öll,“ segir
Valgerður Sverrisdóttir
um skýrslu rannsóknar-
nefndarinnar um sölu Bún-
aðarbankans, en hún var
iðnaðar- og viðskiptaráð-
herra þegar gengið var frá
sölunni til S-hópsins.
„Þarna var greinilegur
brotavilji á ferðinni, sem er
dapurlegt að upplifa.“ Að-
spurð segist hún ekkert hafa haft vitneskju
um þá baksamninga sem gerðir voru um
kaupin. Skýrslan sýni að höfuðpaurinn í flétt-
unni hafi verið Ólafur Ólafsson. „Hann virðist
standa á bak við þetta allt saman og hagnast
persónulega á því.“
Valgerður vill jafnframt að kaup Björgólfs-
feðga og Magnúsar Þorsteinssonar á Lands-
bankanum verði skoðuð, líkt og á Búnaðar-
bankanum. bjb@mbl.is
Vill að salan á Landsbank-
anum verði einnig skoðuð
Valgerður
Sverrisdóttir
„Niðurstaða rannsóknar-
nefndarinnar er skýr um
að stjórnvöld hafi verið
beitt skipulegum blekk-
ingum í tengslum við sölu
Búnaðarbankans árið 2003
varðandi þátt hins þýska
banka í kaupunum,“ segir
Geir H. Haarde, fyrrver-
andi ráðherra. „Þessum
vel undirbúnu blekkingum
gátu stjórnvöld ekki varist enda höfðu þau
ekki ástæðu til að gruna kaupendur um þess
háttar athæfi.
Ég var fjármálaráðherra á þessum tíma og
staðfesti kaupsamninginn sem slíkur. Það er
dapurlegra en orð fá lýst að nú, 14 árum síð-
ar, skuli leitt í ljós að stjórnvöld, sem seldu
þessa eign almennings í góðri trú og í sam-
ræmi við lagaheimildir, hafi verið blekkt
varðandi þennan þátt málsins.“ ash@mbl.is
Dapurlegt að stjórnvöld
skuli hafa verið blekkt
Geir H. Haarde
Rannsóknarnefndir Alþingis hafa sérstakar heim-
ildir til að afla upplýsinga hjá einstaklingum, fyr-
irtækjum og stofnunum í þágu rannsókna sinna.
Á þeim grundvelli fékk nefndin aðgang að upp-
lýsingum úr gögnum sem lágu til grundvallar
skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um aðdrag-
anda og orsakir falls íslensku bankanna og vist-
aðar eru í Þjóðskjalasafni Íslands. Þá fékk nefnd-
in aðgang að upplýsingum úr kerfum Arion
banka, Deloitte ehf., Fjármálaeftirlitsins, forsæt-
isráðuneytisins, héraðssaksóknara (áður embætti
sérstaks saksóknara), Íslandsbanka, Kauphallar
Íslands, Kaupþings ehf. (áður slitastjórn Kaup-
þings), Nasdaq verðbréfamiðstöðvar og Ríkis-
endurskoðunar. Tekið er fram í skýrslu nefnd-
arinnar að eftir að rannsóknarnefnd Alþingis
lauk störfum hafi bæst fjöldi gagna í vörslu þess-
ara stofnana sem varpað hafi skýrara ljósi á atvik
málsins.
Rannsóknarheimildir nefndarinnar tóku ekki
til erlendra aðila. Hún lét eigi að síður á það
reyna hvort afla mætti upplýsinga frá þýska fjár-
málaeftirlitinu. Spurt var hvort eftirlitið byggi yf-
ir gögnum um raunverulegt eignarhald Hauck &
Aufhäuser á Eglu hf. Bar það ekki árangur því
þýska eftirlitið bar fyrir sig þagnarskyldu og
sagðist aðeins geta miðlað upplýsingum um fjár-
málafyrirtæki til Fjármálaeftirlitsins hér. Að
beiðni nefndarinnar sendi Fjármálaeftirlitið ís-
lenska sambærilegt erindi til hinnar þýsku syst-
urstofnunar sinnar en beiðni þess var einnig
hafnað. helgi@mbl.is
Hafði sérstakar heim-
ildir til gagnaöflunar