Morgunblaðið - 30.03.2017, Qupperneq 24
24 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. MARS 2017
✝ Lilja Gísladóttirfæddist á Akra-
nesi 12. desember
1924. Hún lést á
Hjúkrunarheim-
ilinu Eiri 16. mars
2017.
Foreldrar Lilju
voru hjónin Gísli
Einarsson, sjómað-
ur frá Akranesi, síð-
ar pípulagning-
armaður í
Reykjavík og Keflavík, d. 3. apríl
1978, og kona hans Halldóra Þor-
steinsdóttir, húsmóðir frá Hreða-
vatni í Norðurárdal, d. 8. maí
1947. Lilja var áttunda barn
þeirra hjóna, sjö systra og sjö
bræðra, sem nú eru öll látin.
Lilja var húsmóðir í Garði á
Suðurnesjum. Hún giftist Óskari
G. Óskarssyni 1957, þau skildu.
Dóttir þeirra er Agnes, fædd 11.
febrúar 1956. Óskar lést í Svíþjóð
31. október 1987. Þegar Agnes
var þriggja ára fluttu þær mæðg-
ur að Fljótsdal í Fljótshlíð til
Hallgríms Pálssonar bónda, þar
sem Lilja gerðist ráðskona. Þar
hófst skólaganga Agnesar.
Seinna fluttu þau að Ásvöllum í
sömu sveit. Árið 1967 fluttu þær
mæðgur svo til Akraness, þar
sem Lilja starfaði um tíma á Hót-
el Akranesi, sem þá
var rekið af Svan-
dísi systur Lilju og
manni hennar
Kristjáni. Agnes
dvaldi þá eitt ár hjá
Boggu frænku og
hennar manni og
gekk í Barnaskóla
Akraness. Þá lá
leiðin til Reykjavík-
ur, þar sem Lilja
vann lengst af við
ræstingar og ýmis önnur þjón-
ustustörf. Árið 1975 giftist Lilja
Kristni S. Steindórssyni, f. 9. júlí
1929. Lengst af bjuggu þau hjón-
in í Noregi, þar sem hann vann á
olíuborpöllum, þá fluttu þau til
Spánar þar sem þau bjuggu um
hríð. Loks lá leið þeirra til Ís-
lands á ný, þá settust þau að í
Keflavík. Kristinn Steindór lést
25. október 1989. Lilja bjó síðan á
Skúlagötu 40b, allt þar til hún
flutti á Hjúkrunarheimilið Eiri,
þar sem hún dvaldi sín síðustu ár.
Agnes lést 2. mars 2001 en
börn hennar urðu fimm: Lilja
Helena, Samúel Örn, Jóhann
Hallgrímur, Sóley Lísa og Fjóla
Rós. Barnabarnabörnin eru orð-
in átta.
Útför Lilju var gerð frá Foss-
vogskapellu 27. mars 2017.
Ó, Jesús bróðir besti
og barnavinur mesti,
æ breið þú blessun þína
á barnæskuna mína.
Mér gott barn gef að vera
og góðan ávöxt bera,
en forðast allt hið illa,
svo ei mér nái’ að spilla.
Það ætíð sé mín iðja
að elska þig og biðja,
þín lífsins orð að læra
og lofgjörð þér að færa.
Þín umsjón æ mér hlífi
í öllu mínu lífi,
þín líknarhönd mig leiði
og lífsins veginn greiði.
Mig styrk í stríði nauða,
æ styrk þú mig í dauða.
Þitt lífsins ljósið bjarta
þá ljómi’ í mínu hjarta.
Með blíðum barnarómi
mitt bænakvak svo hljómi:
Þitt gott barn gef ég veri
og góðan ávöxt beri.
(Páll Jónsson.)
Takk fyrir allt, elsku mamma
mín.
Þín dóttir,
Agnes Óskarsdóttir.
Lilja Gísladóttir
✝ HermannÞórðarson
flugumferðarstjóri
fæddist á Ísafirði
26. mars 1931.
Hann lést á Hrafn-
istu í Hafnarfirði
23. mars 2017.
Foreldrar hans
voru Þórður Ein-
arsson frá Ísafirði
og Ragnheiður Jó-
hannsdóttir frá
Þverdal í Aðalvík. Systkini
Hermanns sammæðra eru:
Sirrí, f. 1938, d. 2009, Sigríður,
f. 1941, Ragnar, f. 1947.
Systir hans samfeðra er
Svanhildur, f. 1946. Hermann
giftist 31. desember 1956 Auði
Árnadóttur, kaupmanni í verzl-
uninni Emblu, f. 26. júní 1936.
Foreldrar hennar voru Árni
Yngvi Einarsson, forstjóri á
Reykjalundi, og kona hans,
Hlín Ingólfsdóttir. Auður og
Hermann bjuggu fyrstu hjú-
skaparár sín í Reykjavík, síðan
um tíma á Keflavíkurflugvelli
en í Hafnarfirði frá 1961. Börn
Auðar og Hermanns eru: 1)
Sigríður, f. 1956, maður henn-
anum í Reykjavík 1954, vann
sem loftskeytamaður hjá Bæj-
arútgerð Hafnarfjarðar á
togaranum Pétri Halldórssyni
1954-1956. Lauk grunnnámi í
flugumferðarstjórn í apríl
1956. Hermann starfaði sem
flugumferðarstjóri á
Keflavíkurflugvelli frá 1956 til
1994 og gegndi þar ýmsum
þjálfunar- og stjórnunarstörf-
um. Hermann var Haukamaður
og einn af forystumönnum fé-
lagsins til margra ára. Hann
var formaður Handknattleiks-
deildar Hauka 1970-1974 og
1987-1989 en formaður að-
alstjórnar félagsins 1978-1981.
Hann sat einnig í stjórn HSÍ og
var formaður unglingalands-
liðsnefndar kvenna. Hann var
útnefndur heiðursfélagi Hauka
árið 2001. Hermann var einnig
mjög virkur í ýmsu félagsstarfi
og var lengi meðlimur Kiw-
anishreyfingarinnar og stofn-
andi og forseti Kiwanisklúbbs-
ins Eldborg í Hafnarfirði.
Hann var umdæmisstjóri Kiw-
anisumdæmisins Ísland-
Færeyjar 1990-1991. Hermann
var stofnandi og fyrsti formað-
ur jazzklúbbsins Jazzvakn-
ingar sem stofnaður var í
Hafnarfirði 1975.
Útför Hermanns verður
gerð frá Hafnarfjarðarkirkju í
dag, 30. mars 2017, klukkan
13.
ar er Pálmar
Kristmundsson, f.
1955. Börn þeirra
eru: a) Brynhildur,
f. 1980. b) Pálmar
Tjörvi, f. 1984. c)
Auður, f. 1989. d)
Hlín, f. 1993. 2)
Hlín, f. 1957. Dæt-
ur hennar eru: a)
Ylfa Björk Ingi-
marsdóttir, f.
1977. b) Rós Pét-
ursdóttir, f. 1981, og c) Unnur
Pétursdóttir, f. 1986. 3) Árni
Yngvi, f. 1959. Kona hans er
Guðríður B. Rail, f. 1959. Börn
þeirra eru: a) Árni Yngvi, f.
1980. b) Berta, f. 1981. c)
Bryndís Anna, f. 1986. Barna-
barnabörnin eru orðin ellefu.
Fyrir átti Hermann Grétu, f.
1951, d. 2003, móðir hennar
var Kristrún J. Steindórs-
dóttir. Dætur Grétu og Stein-
ars Gunnbjörnssonar eru: a)
Jóna Dóra, f. 1974, og b) Berg-
lind Þóra, f. 1977. Hermann
ólst upp á Ísafirði til unglings-
aldurs, að mestu leyti hjá
móðurforeldrum sínum. Hann
tók próf frá loftskeytaskól-
Það er erfitt að kveðja afa
Hermann því með honum er lokið
stórum kafla í lífi mínu og okkar
barna Siggu og Pálmars. Við átt-
um okkar annað heimili hjá afa
Hermanni og ömmu Auði á Álfa-
skeiðinu og húsið þeirra og hlýr
faðmurinn stóð okkur alltaf op-
inn. Nú eru þau bæði horfin á
braut en eftir standa minning-
arnar.
Afi Hermann var frábær penni
og skrifaði alltaf fallegustu minn-
ingargreinarnar. Þar af leiðandi
er ekki laust við stress þegar
maður sest niður til að pára
minningarorð um hann sjálfan,
þetta þarf að vera honum sæm-
andi.
Ferðalög með afa Hermanni
voru allra best. Hann var frábær
ferðafélagi, vel lesinn og vel und-
irbúinn og tókst að eignast vini
hvar sem hann kom. Við ferðuð-
umst með þeim ömmu til Ítalíu,
til Spánar og meira að segja til
Japan þar sem foreldrar mínir
voru í námi með okkur tvö elstu
börnin. Þá eru ótaldar allar ferð-
irnar innanlands, bæði austur og
vestur, norður og suður og upp á
hálendið.
Næstbest voru laugardags-
kvöld á Álfaskeiðinu. Þá var gefið
leyfi fyrir „huggó“ í kjallaranum
og horft á mynd eða hinn geysi-
vinsæla Fyrirmyndarföður. Þeg-
ar upphafslagið hljómaði steig afi
alltaf dansspor og söng með við
mikinn fögnuð okkar krakkanna.
Hann afi var hafsjór af fróð-
leik og gríðarlega vel lesinn, sér-
staklega í sagnfræði. Það kom
fyrir að maður leitaði til afa með
spurningu úr skólanum og endaði
á sitja fyrirlestur um þjóðflutn-
ingana miklu, Rómarveldi og
upphaf deilunnar fyrir botni Mið-
jarðarhafs. Þetta var svona mis-
vinsælt hjá unglingnum á stund-
um.
En nú er komið að síðustu
flutningum afa Hermanns, flutn-
ingum „til Himnaríkis, til hinna
eilífu veiðilanda, hins sjöunda
himins eða hvað hann nú heitir
þessi staður, þar sem för okkar
endar“ eins og afi sagði sjálfur í
minningargrein um Hlín tengda-
mömmu sína.
Ég veit að hann situr þar og
ræðir við merka menn úr sögunni
um uppruna germanskra tungu-
mála og átök Palestínumanna og
Ísraela á milli þess sem hann
hlustar á djass og fær sér viskít-
ár.
Vertu sæll, elsku afi, takk fyrir
allt og allt.
Fyrir hönd Siggu- og Pálm-
arsbarna,
Brynhildur.
Hemmi mágur er dáinn, farinn
frá okkur, sáttur við sína för.
Hemmi eins og við kölluðum
hann oftast, kom að Reykjalundi
1951 veikur af lungnaberklum. Á
þessum tíma eru berklalyfin
komin til sögunnar svo hann fer
ekki illa út úr þeirri baráttu.
Hann var að vinna í plastinu hjá
Reykjalundi á meðan það var í
Reykjavík og síðan á Reykja-
lundi.
Lærir til loftskeytamanns í
Reykjavík eftir að hann fór frá
Reykjalundi. Árið 5́4 var hann á
sjó sem loftskeytamaður og sigldi
á togara við Grænland, eftir eina
ferðina ákvað hann að sjórinn
yrði ekki hans vinnustaður og
söðlaði um.
Veturinn 5́6 fer hann til
Bandaríkjanna og lærir flugum-
ferðarstjórn; vann hann við flug-
umferðarstjórn alla sína starfs-
ævi. Hann var farsæll í sínu
starfi.
Þegar Hemmi var á Reykja-
lundi kynntist hann Auði systur
okkar, hann varð kærastinn
hennar og þótti okkur ekki slæmt
að eignast þarna nýjan fjöl-
skyldumeðlim.
Hemmi var mikill gleðigjafi er
hann kom inn á okkar heimili,
milli hans og foreldra okkar
myndaðist sérstakt vináttu sam-
band. Einnig færði hann tónlist
inn á heimilið, okkur öllum til
yndisauka.
Hann settist gjarnan niður við
píanóið og spilaði þá bæði klass-
íska tónlist og einnig djass, sem
var nýjung fyrir okkur. Við
krakkarnir nutum góðs af og
lærðum að meta tónlist, stundum
greip hann til gítarsins og ekki
var það verra. Það sem mér
fannst sérstakt við Hemma var
þessi ró sem einkenndi hann og
þessi áhugi sem hann deildi með
foreldrum okkar fyrir bókum og
þekkingu.
Hann var mikill safnari og var
ávallt eitthvað að sýsla, sem sést
best á úrklippubókunum sem
hann gerði og gaf Haukunum.
Þær eru ómetanlegur fjársjóður.
Heimili Auðar og Hemma stóð
okkur ávallt opið og bjuggum við
systkinin hjá þeim þegar við vor-
um í skólum bæði í Keflavík og
Reykjavík, það var mikill fengur
fyrir okkur og foreldra okkar.
Hann kenndi okkur margt sem
fylgdi okkur út í lífið.
Hemmi var mikill garðyrkju-
maður og þau Auður áttu trjáreit
sem þau hugsuðu um af sömu al-
úð og þau sýndu öllum sem um-
gengust þau.
Við systkinin á Reykjalundi
fórum í mörg ár í systkinaferðir
um Ísland, skoðuðum og nutum
okkar yndislega lands. Þegar
heim var komið settist Hemmi
niður og skrifaði ferðasöguna og
öll skemmtilegu og fróðlegu at-
vikin sem urðu til þannig að við
eigum þarna ómetanlegan fjár-
sjóð sem alltaf er hægt að gripa
til.
Líttu gjafir náttúrunnar
til okkar mannanna barna
þegar morguninn heilsar okkur
með geislaflóði sólarinnar
sem glitrar á daggarperlum
næturinnar
svo blómin geta engan veginn
varist brosi.
(Rut Gunnarsdóttir)
Að lokum vil ég fyrir hönd okk-
ar systkina og barna okkar þakka
Hemma og Auði okkar fyrir allt
það góða sem þau gerðu fyrir
okkur, það var ómetanlegt.
Elsku Sigga, Hlínsa, Árni
Yngvi og ykkar fjölskyldur, megi
minningin um góðan föður og afa
fylgja ykkur.
Blessuð sé minning hans,
þeirra.
Fyrir hönd systkinahópsins,
Hlín Árnadóttir.
Kveðja frá Knattspyrnu-
félaginu Haukum
Hann var mikill happafengur,
hann Hermann, þegar hann flutti
í bæinn fyrir rúmri hálfri öld.
Hann hafði jú fylgst með Hauk-
unum spila á Hálogalandi og ver-
ið félagi í Ármanni þar sem hann
æfði m.a. glímu og handbolta, „en
það var hann Maggi Guðjóns sem
plataði mig til að starfa fyrir
deildina,“ sagði Hermann. Magn-
ús var þá formaður Handknatt-
leiksdeildar Hauka. Og það varð
ekki aftur snúið. Fljótlega var
Hermann kjörinn ritari og síðan
formaður handknattleiksdeildar.
Hann gegndi því starfi í fimm ár.
Með Hermanni blésu ferskir
vindar – framsýni og dugnaður
einkenndu ætíð störf hans fyrir
félagið. Formaður félagsins var
hann kjörinn 1978 og gegndi því
embætti í fimm ár eftir að hafa
gegnt starfi varaformanns í þrjú
ár.
Hann var fyrsti formaður Full-
trúaráðs Hauka, átti sæti í stjórn
HSÍ í tvö ár og sinnti fjölda ann-
arra starfa fyrir félagið í hartnær
20 ár. Í stjórnartíð Hermanns
voru mörg stór skref stigin,
Haukahúsið við Flatahraun full-
byggt, körfuknattleiksdeildin
endurreist, unglingastarf félags-
ins stóreflt, rauði búningur fé-
lagsins fullgiltur og framtíðar-
svæði félagsins, Ásvellir, úthlutað
af bænum, svo eitthvað sé nefnt. Í
viðtali við Hermann í 60 ára sögu
félagsins segir: „Haukarnir eru
orðnir svo stór hluti af lífi manns
að maður losar sig aldrei undan
því. Það væri eins og að missa
annan handlegginn. Það hvarflaði
ekki að mér þegar ég kom fyrst til
starfa fyrir félagið að ég ætti eftir
að koma svo víða við og ég sé svo
sannarlega ekki eftir þeim tíma
sem ég hef varið í starf fyrir
Hauka.“ Ekki er svo hægt að
ljúka þessum skrifum að ekki sé
minnst á gjöf Hermanns til fé-
lagsins fyrir nokkrum árum: Inn-
bundið úrklippusafn sem spannar
tímabilið frá 1960 til 2010 með
nánast öllu útgefnu prentuðu efni
um félagið, umfjöllun um leiki og
aðra starfsemi félagsins auk efnis
um íþróttir almennt – alls um 30
þykkar möppur. Safnið er varð-
veitt í Guðsveinsstofu á Ásvöllum
og hefur veitt mörgum ánægju-
stundir. Nú að leiðarlokum vilja
undirritaður og félagið þakka
Hermanni margar ánægjustund-
ir og góð störf og senda fjölskyldu
hans innilegar samúðarkveðjur.
Megi minning Hermanns lifa.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama;
en orðstír
deyr aldregi,
hveim er sér góðan getur.
(Úr Hávamálum)
Bjarni Hafsteinn Geirsson.
Vinur minn og fyrrverandi
vinnufélagi, Hermann Þórðarson,
er látinn 85 ára að aldri. Við vor-
um ungir menn er við kynntumst
fyrst. Það var á dansleik hjá Loft-
skeytaskólanum veturinn 1954-
1955. Næst bar fundum okkar
saman í Vestmannaeyjum sumar-
ið 1955. Ég var á þjóðhátíð, var
orðinn blankur er ég hitti einn vin
minn, sem var skipverji á togara
er lá í höfn. Ég baðst ásjár og
spurði hvort ég gæti sníkt mat
um borð. Hann hélt það nú, dró
mig um borð. Hann upplýsti að
von væri á nýjum loftskeyta-
manni, ég skyldi bara kynna mig
sem hann. Allt gekk vel þar til
daginn eftir er hinn nýi birtist og
viti menn þar var Hermann sjálf-
ur kominn. Hann spilaði með og
slapp ég með þetta.
Haustið 1955 settumst við báð-
ir á skólabekk Flugmálastjórnar í
flugumferðarstjórn, stóðumst
próf vorið 1956 og vorum ráðnir
flugumferðarstjórar á Keflavík-
urflugvelli, ásamt fleirum, fyrst
sem nemar.
Hermann var skemmtilegur
félagi. Við kynntumst vel og var
gítarinn ekki langt undan er glatt
var á hjalla. Á gamlárskvöld hitt-
umst við í sjálfstæðishúsinu, hann
var með Auði sinni Árnadóttur,
þau höfðu gift sig þá um daginn,
þar fór glæsilegt par.
Um tveimur árum síðar hófum
við sex vinnufélagar byggingu
íbúðablokkar í Hafnarfirði. Í
kringum 1960 fluttum við inn, all-
ir nýlega giftir. Þetta skemmti-
legur tími. Börnin okkar voru á
svipuðum aldri og var góð
stemming í barnahópnum.
Tíminn leið, stífar vaktir og
mikið unnið og ekki alltaf auð-
veldar vaktir, við störfuðum
þarna nánast öll kaldastríðsárin í
mikilli flugumferð. Börnin eltust,
við fluttum flestir í önnur hús.
Hermann gaf sig mikið að
félagsmálum. Hann sat í stjórn-
um margra félaga. Hann var
ágætlega ritfær, mér fannst hann
vera hálfgert félagsmálatröll.
Hermann átti m.a. gott frí-
merkjasafn, hann var í sambandi
við marga útlenda menn sem
hann kynntist í vinnunni.
Nú eru um 65 ár síðan vinskap-
ur okkar hófst og hann stendur
enn.
Um árið 2010 missti hann Auði
konu sína, það var hörmulegt, við
tók mjög erfiður tími hjá Her-
manni vini mínum. Við kunningj-
ar hans tókum þetta nærri okkur,
Hermanni vini okkar leið ekki vel.
Kæru Árni, Sigga og Hlín, við
hjónin vottum ykkur börnunum
okkar dýpstu samúð ásamt öllum
öðrum ættingjum, Guð blessi
ykkur.
Þórir E. Magnússon og
Anna.
Tengdafaðir minn Hermann er
látinn. Í kristinni trú er talað um
að Guð horfi á hjarta mannsins.
Það sem skiptir mestu máli er
hvernig maðurinn hugsar og
kemur fram við náungann. Her-
mann var kærleiksríkur maður
sem hlúði að fjölskyldu sinni af
ást og virðingu. Hann bauð okkur
Árna heimili sitt þegar við þurft-
um á því að halda og börnunum
okkar og barnabörnum var hann
hlýr og nærgætinn afi. Hermann
var afar vel gefinn, vel lesinn og
vissi allt að manni fannst. Þegar
ég fór í gegnum bókasafnið hans
kom í ljós hversu fjölbreyttar
bækurnar hans voru. Þar var að
finna skáldsögur, ljóðabækur,
fræðibækur, ævisögur, og lista-
verkabækur. Oft var skrifað inn í
bækurnar frá hverjum hún var,
ártal og tilefni sem gaf bókinni
persónulegt gildi. Bókin sem
snerti mig djúpt var sálmabókin
frá því hann fermdist. Bókarkáp-
an var slitin en vel með farin og
inn í hana var ritað: „Hermann J.
E. Þórðarson, fermingar-
dagurinn 22. apríl, 1945“. Þetta
var rithönd Hermanns. Með tár í
augunum sá ég fyrir mér prúðbú-
inn ungan dreng að skrifa inn í
sálmabókina, fullur eftirvænting-
ar og átti allt lífið fram undan. Ég
kveð Hermann af ást og þakk-
læti.
Guðríður B. Rail.
Áður en bloggsíður og síðar
Facebook urðu fastur hluti af til-
verunni má segja að heimasíður
ýmiss konar hafi verið virkasti
upplýsingamiðillinn sem völ var
á.
Upp úr síðustu aldamótum
tóku nokkrar handboltastelpur
úr Haukum sig til og bjuggu til
síðu sem kölluð var kastaoggripa-
.is en líklega var þetta fyrsta síð-
an sem tileinkuð var handbolta og
þeim sem hann stunduðu.
Á sama tíma og kastaoggripa-
.is var í blóma var Hermann
Haukamaður einn af þeim sem
voru alltaf til staðar, alltaf tilbú-
inn að rétta hjálparhönd. Honum
þótti aldrei neitt mál að redda
hlutunum og engin bón var of stór
ef Haukar myndu njóta góðs af.
Vorið 2001 fögnuðum við Ís-
landsmeistaratitli en þá hafði
kastaoggripa.is verið í „loftinu“ í
nokkra mánuði. Um svipað leyti
mætti Hermann til okkar með úr-
klippubók sem hann gaf okkur,
en þá hafði hann verið að dunda
sér við að raða inn í hana í nokk-
urn tíma.
Þessi mikli meistari hafði þá
prentað út flest það sem birt hafði
verið á kastaoggripa.is og sett í
bókina handa okkur, en bókin er í
dag það eina sem við eigum til
minningar um síðuna og okkur
þykir því ákaflega vænt um hana.
Nú er Hermann Haukamaður
fallinn frá. Okkur langaði að
þakka honum allan stuðninginn
við okkur forðum, því þó að langt
sé um liðið lifir minningin um
þennan glaðlynda og góða mann
og það sem hann gerði af góð-
mennsku sinni fyrir okkur lifir
enn í hjörtum okkar. Hann var
einstakur stuðningsmaður og
einn af dyggustu Haukamönnum
í okkar augum.
Við sendum fjölskyldu Her-
manns okkar innilegustu samúð-
arkveðjur.
Þínar Haukastelpur,
Auður, Brynja, Hanna,
Harpa, Hjördís, Inga Fríða,
Sonja og Thelma.
Hermann
Þórðarson