Morgunblaðið - 21.04.2017, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 21.04.2017, Qupperneq 4
Húsakostur Byggingarnar nýju eru um 400 fermetrar. Við hönnun þeirra var þess gætt að þær féllu vel að stórbrotinni náttúru við Vatnajökul. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Nýtt þjónustuhús við Fjallsárlón í Öræfasveit verður tekið formlega í notkun á morgun, laugardag. Tæp fjögur ár eru síðan byrjað var að bjóða upp á siglingar um lónið sem er nokkuð vestan við Jökuslá á Breiðamerkursandi. Þær ferðir njóta vaxandi vinsælda sem aftur kallaði á að aðstaða við Fjallsárlón væri byggð upp og nú er hún komin; 400 fermetra húsakostur þar sem eru gestamóttaka, veitingastofa og fleira sem þarf að vera á svona stað. Glæsileg aðstaða „Aðstaðan er glæsileg, svo ég segi sjálfur frá,“ segir Steinþór Arnarson á Hofi í Öræfum, sem við annan mann stendur að þessari starfsemi. Um reksturinn starfrækja þeir Fjallsárlón ehf. og er uppbyggingin alfarið kostuð af félaginu. Siglingar um lónið þar sem notaðir eru slöngu- bátar skora líka hátt og þúsundir ferðamanna fara í þær á sumri hverju. Fjallsárlón er þjóðlenda í eigu rík- isins, en löng hefð er fyrir því í Öræfasveit að það sé nýtt af bænd- um á Hofi. Þaðan er Steinþór og fyr- ir vikið hefur hann sterka tengingu við staðinn. Það að hefja starfsemina við lónið og byggja þar hús í þjóð- lendu kallaði á leyfi frá forsæt- isráðuneytinu svo og Sveitarfé- laginu Hornafirði. Vandað til verka „Þetta var heilmikið ferli að fara í gegnum og margir komu að málum. Það var líka mikilvægt að vanda til verka í öllu tilliti enda er náttúran á þessum stað stórbrotin og mann- virki á svæðinu verða að falla að henni,“ segir Steinþór að síðustu. Nýbygging við Fjallsárlón í notkun  Áfangastaður í Öræfasveit  Gesta- móttaka og veitingastofa  Siglingar 4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. APRÍL 2017 ÍSLENSKA KÍSILSTEINEFNIÐ FRÁ GEOSILICA INNIHELDUR HREINAN JARÐHITAKÍSIL *Rannsóknir hafa sýnt fram á þessi áhrif, kísilvatnið er fæðubótarefni og kemur ekki í staðinn fyrir lyf. Nánari upplýsingar má finna á www.geosilica.is geoSilica kísilvatnið fæst í öllum helstu apótekum, heilsuvöruverslunum, Hagkaupum, Nettó, Fjarðarkaupum og vefverslun geoSilica. KRISTÍN JÚLÍUSDÓTTIR „Ég heiti Kristín og var ráðlagt að prófa geosilica vegna hármissis. Fékk nokkra skallabletti líklegast vegna áfalls og að vera 23 með skalla var ekki drauma aðstæðurnar! Fyrst leit þetta ekkert svakalega vel út þar sem hárið virtist ekki ætla að koma til baka. Ég byrjaði að taka þetta inn á hverjum degi og viti menn. Hárið byrjaði að vaxa á ógnarhraða! Ég er svo ánægð að þetta gerðist svona fljótt því læknarnir sögðu að kannski kemur það aftur kannski ekki og ekki til eitthvað úrræði sem er betra en annað. En geosilica fékk allavega hárið til þess að vaxa! Hér er smá fyrir og eftir myndir. “ • Styrkir bandvefinn* • Stuðlar að þéttleika í beinum* • Styrkir hár og neglur* • Stuðlar að betri myndun kollagens fyrir sléttari og fallegri húð* staklega skilgreindum verslunar- og þjónustukjörnum. „Í þessu tiltekna máli reyndi borgina að koma til móts við eig- endur staðarins og sýna sveigj- anleika. Því var farið í sérstaka grenndarkynningu, en þar komu fram mótmæli íbúa í nágrenni stað- arins,“ segir hann. Hjálmar segir að í ljósi aukinnar ferðaþjónustu í Reykjavík hafi borgin skoðað fjölgun aðalgatna í vetur og m.a. komi til greina að hluti Ægisíðu falli þar undir. „Sú vinna er algjörlega aðskilin þessu einstaka máli en gæti orðið til þess að veitingastaðurinn Borðið fengi vínveitingaleyfi.“ svæðið við veitingastaðinn Borðið flokkað sem nærþjónustukjarni. Hjálmar Sveinsson, borg- arfulltrúi og formaður umhverfis- og skipulagsráðs, segist harma nið- urstöðuna, en bendir á að borgin verði að fylgja reglum aðalskipu- lagsins. „Niðurstaðan er vissulega úr takti við stefnu borgarinnar að auka fjölbreytni og bæta þjónustu inni í hverfum en við verðum að fylgja reglum samþykkts aðalskipulags. Annað væri ekki góð stjórnsýsla,“ segir Hjálmar og bendir á að skil- greining á aðalgötum hafi verið við- leitni borgarinnar að koma til móts við rekstur annars staðar en á sér- Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is „Ein forsenda þess að við keyptum húsnæðið og settum upp veitinga- staðinn á þessum tiltekna stað var það sem við töldum vera vilyrði borgarinnar fyrir því að fá vínveit- ingaleyfi,“ segir Friðrik Ársælsson, einn eigenda veitingastaðarins Borðsins við Ægisíðu í Vesturbæ Reykjavíkur. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hafnaði kröfu eigenda staðarins um að breyta rekstri hans úr flokki I í flokk II en við það hefði staðurinn fengið leyfi til að selja vín til klukkan ellefu á kvöld- in. „Við viljum geta boðið við- skiptavinum okkar upp á léttvín og bjór með matnum og gerðum ráð fyrir því í viðskiptaáætlun okkar. Sambærilegir staðir sem eru í íbúðahverfum í Reykjavík hafa fengið vínveitingaleyfi,“ segir Frið- rik, en þess má geta að þar sem veitingastaðurinn er til húsa hefur verið verslunar- og veitingarekstur í hátt í 70 ár, m.a. staðir með næt- ursöluleyfi. Ægisíða ekki aðalgata Forsenda þess að ekki fékkst vín- veitingaleyfi liggur í aðalskipulagi Reykjavíkurborgar, en Ægisíða er hvorki skilgreind sem aðalgata né Ljósmynd/Marino Thorlacius Veitingahús Staðurinn stendur við Ægisíðu í Vesturbæ Reykjavíkur. Gætu fengið leyfið síðar  Veitingastaðurinn Borðið fær ekki vínveitingaleyfi þótt sambærilegir staðir hafi slíkt  Borgin harmar málið Umferðartafir urðu á Holta- vörðuheiði í gær þar sem unnið var að því að bjarga flutn- ingabíl sem fór út af á heiðinni á miðvikudag. Gunnar Örn Jak- obsson, formað- ur Björgunar- sveitarinnar Húna, sagði aðgerðir hafa gengið hægt en vel. „Verkefnið hófst klukkan ellefu og síðustu bílar voru að koma í hús núna rétt fyrir níu.“ Tafir voru á Holta- vörðuheiði vegna björgunarstarfa Ófærð Margir lentu í klandri á heiðinni. Lögreglan á Suðurlandi fékk í lok árs 2016 afhenta tvo nýja fjórhjóla- drifna og vel tækjum búna lög- reglubíla af gerðinni Skoda Superb auk þess sem embættið er með öfl- ugan Ford Transit sem gerður er til umferðareftirlits. Einnig eru lög- reglumenn á Suðurlandi með þrjár breyttar jeppabifreiðar sem sinna m.a. eftirliti á hálendinu. Kemur þetta fram í athugasemd- um frá bílamiðstöð ríkislögreglu- stjóra (RLS), en tilefnið er ummæli Sveins Kr. Rúnarssonar, yfirlög- regluþjóns á Suðurlandi, í Morg- unblaðinu í gær. Þar sagði hann nauðsynlegt að endurnýja bíla al- mennrar lögreglu og að fimm af bíl- um lögreglunnar á Suðurlandi væru komnir á endurnýjunartíma. Þá sagði Sveinn Kr. ólíklegt að þeir fengju nema einum lögreglubíl skipt út í ár. Fá einnig bíl frá sérsveit RLS Í athugasemdum bílamiðstöðvar RLS segir einnig að lagt hafi verið út í mikinn kostnað við að breyta áðurnefndum jeppabifreiðum að ósk lögreglustjórans á Suðurlandi. „Þá er lögreglan með þrjá ágætis bíla [af gerðinni] Skoda Scout 4x4 árgerð 2011-2012. Einn jepplingur er í notkun hjá þeim og er hann orðinn lúinn og fer úr umferð á næstunni,“ segir í athugasemdum bílamiðstöðvar RLS. Er þar jafnframt tekið fram að lögreglumenn á Suðurlandi fái brátt nýjan sérútbúinn og sérhannaðan lögreglubíl á þessu ári auk þess sem þeir fá einn af bílum sérsveitar ríkislögreglustjóra í maí næstkom- andi. „Samkvæmt kaupáætlun ársins 2017 er fyrirhugað að kaupa níu sérútbúna lögreglubíla fyrir lög- regluembættin á landsbyggðinni, þrjú sérútbúin lögreglubifhjól og tvo sendibíla fyrir lögregluna á höf- uðborgarsvæðinu,“ segir einnig í at- hugasemdum bílamiðstöðvar RLS. Þrír nýir á skömmum tíma  Lögreglan á Suðurlandi fékk tvo nýja lögreglubíla í lok árs 2016 og fær einn afhentan í ár  Fyrirhugað að kaupa níu bíla og þrjú bifhjól fyrir landsbyggðina Það var rífandi stemning í Eldborgarsal Hörpu í gær- kvöldi þegar breski grínistinn Ricky Gervais var þar með sýninguna Humanity. Þetta var fyrsta uppistands- sýning Gervais í sjö ár, en hann á að baki langan og fjölbreyttan feril sem skemmtikraftur. Hörpugestir gengu því að góðu vísu í gærkvöldi og skemmtu sér vel. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Gestir gengu að góðu vísu hjá Gervais

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.