Morgunblaðið - 21.04.2017, Side 13

Morgunblaðið - 21.04.2017, Side 13
Heilluð af mokkaskinni Fyrirsætan Heiða Guðný tekur sig vel út með vörur Sigríðar Sunnevu frá WETLAND, herðaslár, töskur, trefla og aðra fylgihluti sem gerðir eru úr íslensku mokkaskinni. spurði hvort ég væri til í að sitja fyrir á myndum hjá henni með mokkavörurnar hennar sem hún hannar undir merkjum WET- LAND. Það var skemmtilega súr- realískt í hvaða aðstæðum ég var þegar hún hringdi í mig, þá var ekkert fjarri mér en að sitja fyrir á myndum. Ég var í bílnum mín- um í fósturtalningaferðalagi ásamt lærlingnum Guðrúnu Hildi og schäfer-hundinum mínum. Við vor- um öll frekar hárug, sveitt og skít- ug, angandi af viðvarandi fjár- húsalykt, með húfurnar ofan í augum og rauðeygar af þreytu,“ segir Heiða og bætir við að vissu- lega hafi hún líka sagt já af því hún sé veik fyrir mokkaflíkum. Vöðvahlunkur með vinnu- hendur getur setið fyrir „Í gamla daga fékk ég varla meira en nokkrar myndir og kvef að launum fyrir að sitja fyrir, en Sigríður Sunneva borgaði mér í dýrindis mokkaflík, svo það var ekki erfitt að segja já við þessu verkefni. Mér finnst líka heiður að fá að taka þátt í því sem hún er að gera í sinni hönnun með þessa af- urð sauðkindarinnar.“ Myndatakan fór fram í lok mars, svo Heiða náði af sér mesta fósturtalningalúkkinu áður en til hennar kom, eins og hún orðar það sjálf. „Ég sagði Sigríði Sunnevu að hún yrði að athuga hvort hún gæti notað mig því ég væri ekki með fyrirsætulíkama, ég væri meira eins og herðabreiður spjótkastari. Ég væri vöðvahlunkur með vinnu- hendur. En henni fannst það engin fyrirstaða. Þegar hún vildi hafa mig berleggjaða á einhverjum myndum sagði ég henni að ég væri öll í marblettum því ég var nýbúin að rýja, en henni fannst það bara betra,“ segir Heiða og hlær. „Það er sem sagt al- veg hægt að vera módel þó að maður sé með hendur eins og stunguskóflur og lærin þakin marblettum eftir kindahorn.“ Góð tilfinning að fljótið fái að renna ósnert Heiða hefur árum saman bar- ist fyrir því að ekki verði virkjað í landi hennar og heiðarlöndum Skaftártung- unnar, og stend- ur sú barátta enn. „Hugmynd að Búlands- virkjun er í verndarflokki í rammaáætlun þrjú, eins og hún er núna fyrir þinginu. Ég sendi athugasemdir við þingsályktunar- tillöguna og fagna því að þetta sé í verndarflokki en gerði athugasemdir við hugmyndir um Hólmsárvirkjun, sem er enn í biðflokki. Það þarf blessunarlega mikið að gerast til að Búlands- virkjun fari úr verndarflokki fyrir þinginu, svo ég leyfi mér að vera töluvert bjartsýn. Á nýársdagsmorgun á þessu ári var mjög fallegt veður hér og ég heyrði í fljótinu, hvernig það kliðaði milli skara, og ég hugsaði að þetta væri í fyrsta sinn í mörg ár sem ég gat verið nokkuð viss um að fljótið fengi að renna ósnert. Það var rosalega góð tilfinning. Mér líður fyrir vik- ið svo miklu betur, og finn fyrst núna hvað álagið og stressið er búið að vera mikið og taka af mér toll. Þessi barátta harðnaði mjög árið 2012 og það var gríð- arlegt álag á mér í kring- um hana.“ Heiða bæt- ir því við að margir slagir séu eftir, marg- ar slæmar virkjana- hugmyndir séu á borðinu. „Hólmsár- virkjun er í bið, Skrokk- alda er hræðileg hugdetta, og ég skil hvað fólkinu líður illa úti við Þjórsá, það á eft- ir að takast á um hana.“ Ljósmyndir í stúdíói/Jón Páll Vilhelmsson Gaman Heiða kunni vel við sig í gúmmístígvélum í ljósmyndastúdíóinu. Hlýtt Heiða hjúpuð skinni góðu. „Ég sagði Sigríði Sunnevu að hún yrði að athuga hvort hún gæti notað mig, því ég væri ekki með fyrir- sætulíkama, ég væri meira eins og herða- breiður spjótkastari.“ DAGLEGT LÍF 13 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. APRÍL 2017 Skútuvogi 6 - Sími 568 6755 plankaparket Verðdæmi: 190 mm Eik Rustik burstuð mattlökkuð 6.990.- m2

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.