Morgunblaðið - 27.04.2017, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 27.04.2017, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 2017 Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is Str. 36-52 Verð frá 14.980 Fisléttar dúnúlpur og vattjakkar í miklu úrvali isins, ekki síst í þágu hjarta þess, sem sé Landspítalinn. „Við vitum vel að okkar bíða um- talsverðar áskoranir, því að þjóðin er að eldast mjög hratt á næstu 10 til 15 árum. Með sama hætti og eðlilegt er að gera kröfur til stjórnmála- manna, þá verður auðvitað líka að gera kröfur til Landspítalans og stjórnenda hans, að sýna ráðdeild í rekstri og leita alltaf leiða til aukins hagræðis. Þegar þetta línurit er skoðað, er ekki hægt að halda því fram að verið sé að svelta Landspítalann, eins og stjórnendur spítalans hafa haldið fram. Það er ljóst að það eru fjöl- mörg tækifæri til þess að gera enn betur í rekstri LSH. Stjórnendur spítalans fóru m.a. ágætlega yfir það á fundi með fjárlaganefnd í desem- ber og nefndu sem dæmi áform um að hraða útskrift sjúklinga, draga úr yfirvinnu, fjölga fullum stöðugildum og svo mætti áfram telja,“ sagði Þor- steinn Víglundsson enn fremur. sagði félagsmálaráðherra. Þorsteinn segir að auk þess sé verið að veita umtalsverðum fjármunum í aðra heilbrigðisþjónustu, eins og heima- þjónustu, til að gera öldruðum betur kleift að búa lengur heima, öldr- unarþjónustuna sjálfa, uppbyggingu þjónusturýma og uppbyggingu heilsugæsluþjónustunnar. „Skortur á fjármagni til þessarar þjónustu, hefur iðulega verið sagður bitna á Landspítalanum og kosta hann fjármuni og hamla fráflæði. Því má vænta þess, að þegar verið er að efla þessa þætti heilbrigðisþjónust- unnar, að það muni leiða til umtals- verðs hagræðis hjá LSH, sem gerir honum þá kleift að efla þjónustu sína enn frekar,“ sagði Þorsteinn. Í þágu heilbrigðiskerfisins Hann segir að enginn deili um mikilvægi þess að setja heilbrigðis- þjónustuna í í forgang, og það sé skýr stefna ríkisstjórnarinnar að forgangsraða í þágu heilbrigðiskerf- Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, segir að um- ræðan á ársfundi Landspítalans um fjárframlög til Landspítala – há- skólahjúkrahúss sé á villigötum. Staðreyndin sé að raunútgjöld til LSH hafi verið stóraukin á und- anförnum árum. Þorsteinn sagði í samtali við Morg- unblaðið í gær, að LSH hafi sett fram áætlanir um það hversu mikið fjármagn spít- alinn þyrfti. „Mér finnst það mjög villandi framsetning af hálfu spítalans, að orða það svo, þegar kröfum LSH er ekki mætt að fullu, að segja að um niðurskurð sé að ræða. Það er aug- ljóst að verið er að auka raunútgjöld til spítalans og þegar horft er yfir lengra tímabil má sjá að það er búið að endurreisa fjármögnun spítalans úr þeirri miklu lægð sem var hér eft- ir efnahagshrun. Það hefur orðið veruleg aukning á raunútgjöldum til LSH á undanförnum árum og stefnt er að því að svo verði áfram,“ sagði ráðherra. Mun auka verulega á hagræði Þorsteinn segir að samkvæmt hans úttekt og áætlunum, sem styðj- ist við ársreikninga LSH frá 2006 og við ríksfjármálaáætlun til næstu fimm ára, komi skýrt fram að áfram er verið að auka raunútgjöld til LSH. (Sjá línurit). „Því til viðbótar er verið að tryggja fjármagn til nýs spítala, sem mun auka verulega á hagræði Land- spítalans til lengri tíma litið og efla þar með getu hans til þess að mæta þeim áskorunum sem fram undan eru, eins og öldrun þjóðarinnar,“ Raunútgjöld til LSH hafi verið stóraukin  Félagsmálaráðherra gagnrýnir málflutning spítalans Þorsteinn Víglundsson Raunútgjöld til LSH Heimild: Velferðarráðuneytið 90.000 80.000 70.000 60.000 50.000 40.000 30.000 20.000 10.000 0 M ill jó ni rk ró na 2006 2010 2014 2018 2022 Raunútgjöld til LSH án byggingar nýs spítala Raunútgjöld 2006 uppfærð m.v. lýðfræðilega þróun Raunútgjöld með byggingu nýs spítala Eftir níu umferðir er loks einn keppandi efstur á Gamma-Reykja- víkurskákmótinu! Sex keppendur voru efstir og jafnir fyrir umferð- ina en aðeins einum þeirra tókst að vinna sína skák. Hollendingurinn Anish Giri, sem er stigahæsti kepp- andi mótsins, náði að vinna sína skák gegn Baadur Jobava þrátt fyr- ir að stýra svörtu mönnunum. Fjöldi skákmanna kemur í hum- átt á eftir Giri með 7 vinninga, þar á meðal þeir Almasi, Vidit, Gupta og Grandelius sem hafa verið á toppnum nánast allt mótið. Jóhann Hjartarson var efstur Íslendinga fyrir umferðina og fékk tækifæri á að komast í hóp þeirra sem höfðu elt Giri en tyrkneski stórmeistarinn Mustafa Yilmaz lagði Jóhann að velli. Jóhann er þrátt fyrir það efst- ur Íslendinga með 6 vinninga. Lokaumferðin hefst klukkan 11 í dag í Hörpu. Giri hefur hvítt gegn landa sínum Erwin l‘Ami. Jóhann Hjartarson og Björn Þorfinnsson mætast í uppgjöri efstu Íslendinga. »38 Giri einn á toppnum fyrir síðustu umferð Starfsmenn Suðurverks og tékkneska verktaka- fyrirtækisins Metrostav hófu í gær malbikun vegarins í gegnum Norðfjarðargöng. Efninu er ekið frá tveimur malbikunarstöðvum sem settar hafa verið upp við Mjóeyrarhöfn. Í undirlagið fara um 8 þúsund tonn af malbiki og tæplega 7 þúsund tonn í slitlagið. Guðmundur Þór Björns- son, eftirlitsmaður hjá Hniti, telur að malbikun ljúki fyrir miðjan næsta mánuð. Um 15 vörubílar keyra efnið inn þegar hæst stendur. Þegar mal- bikun lýkur tekur við lokafrágangur í göng- unum og áætlað er að honum ljúki í september. Ljósmynd/Hnit Leggja út 15 þúsund tonn af malbiki Gangamenn munu slá í gegn í Vaðlaheiðargöngum á morgun. „Þetta er jafnan einn af hápunkt- unum í jarðgangagerð, þegar menn mætast inni í fjallinu. Sér- staklega fyrir starfsmennina sem hafa verið inni í fjallinu í fjögur ár,“ segir Sigurður R. Ragn- arsson, forstjóri ÍAV sem er verktaki við gangagerðina ásamt svissneska verktakafyrirtækinu Marti. Síðasta haftið verður sprengt með viðhöfn á morgun. Við- staddir verða fulltrúar fyrirtækj- anna, auk starfsmanna. Íslenskar konur, verndarar heilagrar Bar- böru, verndarengils gangamanna, munu koma að sprengingunni. Síðdegis verður opið hús í verk- stæðishúsi Ósafls Eyjafjarð- armegin við göngin. Þekktar stærðir og minni óvissa framundan Sigurður viðurkennir að það sé ákveðinn léttir að komast í gegn eftir alla erfiðleikana sem komið hafa upp við verkið. Það dragi mjög úr allri óvissu. Nú taki við eftirvinnsla, svo sem gerð veg- skála, lokastyrkingar og klæðn- ingar. Það séu þekktari stærðir en jarðfræðin. Áætlað er að ljúka verkinu í ágúst á næsta ári. helgi@mbl.is Slegið í gegn eftir fjögur ár inni í fjallinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.