Morgunblaðið - 27.04.2017, Blaðsíða 79

Morgunblaðið - 27.04.2017, Blaðsíða 79
79 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 2017 Við höfum lækkað vöruverð í samræmi við tolla og gengi Kringlunni 4c – Sími 568 4900 Buxnadagar 28. apríl – 1. maí 25% afsláttur sölu í Herragarðinum í Kringlunni og er núna komið hingað til okkar líka. Svo erum við með nýtt merki frá Danmörku sem nefnist 2Blind2C og er hugsað í flóruna hjá okkur sem ódýr valkostur við Sand en svipaðar áherslur og snið. Stemningin al- mennt það sem maður myndi kalla „smart casual“,“ bætir Jón Víðir við. „Gæðin eru góð en verðið hagstætt. Þetta er spennandi viðbót fyrir búð- ina og viðtökurnar eru góðar.“ Fleiri ný merki eru á leiðinni í Herragarðinn í haust. „Það er ým- islegt á leiðinni sem við erum mjög stoltir af og þar á meðal nefni ég Herno, ítalskt merki sem framleiðir yfirhafnir í hæsta gæðaflokki. Þetta er merki sem ég hlakka mikið til að fá í búðina og við munum einungis panta inn nokkur stykki af hverri flík. Þá ætla ég líka að vera með föt frá G-Star í haust fyrir viðskiptavini okkar í yngri kantinum. Loks verðum við með merkið sem nefnist PT01 sem er tiltölulega ungt, ekki nema um 10 ára gamalt en hef- ur náð frábærum árangri með sér- hæfingu í buxum úr ullarefnum og flannelbuxum í grófari kantinum. Þetta er merki sem við við væntum mikils af enda hafa buxur af þessu tagi verið hreint svakalega vinsælar síðustu tvenn jól. Við erum alveg að sjá framhald á þeim vinsældum og með auknu framboði af spennandi merkjum getum við mætt þessari eftirspurn.“ Stíllinn fyrir sumarið 2017 Þegar talið berst svo að herratísk- unni fyrir sumarið í ár segir Jón Víðir bláa litinn hvað sterkastan áfram ásamt gráum tónum og hvað jakkafötin varðar er teinótt að koma sterkt inn eftir nokkur mögur ár. „Efnin eru samt fíngerðari og tein- arnir sömuleiðis. Þeir eru mjórri sem og bilið á milli þeirra. Yfirbragðið er allt lágstemmdara og settlegra.“ Hann segir stemninguna alltaf léttari og sportlegri á sumrin og því einhneppt með tveimur tölum alls- ráðandi. Hins vegar er talsvert um að menn panti sér tvíhneppt [e.double-breasted] í sérsaum, hvort heldur er í jakkafötum eða stökum jökkum. Einnig segir Jón Víðir mjög vin- sælt að klæðast flottum stuttermabol undir stökum blazer-jakka við galla- buxur og sportlega, hvíta strigaskó. Hvað hálsbindin varðar segir Jón Víðir að algengasta breiddin sé sjö sentimetrar. Gömlu „saltfiskflökin“ sem dekkuðu allt skyrtubrjóstið, jakkaboðunga á milli, eru bless- unarlega víðs fjarri. „Breiddin er jafnari frá hnútnum og niður úr,“ bætir Jón Víðir við og minnir á þá gullnu reglu að breiddin á háls- bindinu rími við breiddina á boðung- unum framan á jakkanum. „Svo er gaman að sjá hvað íslensk- ir karlmenn hafa tekið við sér hvað brjóstvasaklútinn varðar. Það er ekki svo langt síðan menn hér á landi skildu bara ekki þetta með klútinn, en í dag klárast þeir nánast jafn- óðum og ég kaupi klútana inn,“ segir Jón Víðir. „Það skemmtilega er að litskrúð- ugu klútarnir í brjáluðum mynstrum eru jafnvel vinsælli en þeir sem eru í lágstemmdum og íhaldssömum mynstrum.“ Jón Víðir bendir á að órjúfanlegur hluti starfsins sé að benda við- skiptavinum á litlu hlutina sem full- komna heildarmyndina, hvort heldur það er hálsbindið, klúturinn, sokkar, belti, skór eða hvað sem vera skal. „Gæðin þurfa líka að felast í þjónust- inni, í takt við vöruna sem við seljum. Það hefur alltaf verið sérstaða Herragarðsins.“ Sérsaumurinn er sívinsæll Það hefur færst jafnt og þétt í vöxt undanfarin misseri að menn komi og láti sérsauma á sig föt. Þessi þjón- usta er í boði í Herragarðinum í Smáralind, rétt eins og í Kringlunni. „Sérsaumurinn er einkar vinsæll fyrir sérstök tilefni, tímamót og merka áfanga í lífi karlmanna, svo- sem brúðkaup, útskriftir og stór- afmæli,“ segir Jón og bætir því við að einnig megi fá hjá honum sérsaum- aðar skyrtur frá Stenström. „Meðal þess sem við erum með í bígerð núna eru brúðkaupsfötin fyrir landsliðs- fyrirliðann okkar, Aron Einar Gunn- arsson, sem verða í djúpbláum lit með silki á boðungunum. Það verður ekki mikið sparilegra,“ segir Jón Víðir að endingu áður en hann kveð- ur til að geta sinnt viðskiptavinum í hinni nýju verslun Herragarðsins í Smáralind. Morgunblaðið/Golli Verslunin Herragarðurinn í Smáralind er bjartur og opinn með nógu af plássi fyrir viðskiptavini til að skoða sig um, máta og spekúlera. Hvert fatamerki á sitt svæði sem gerir gestum kleift að rata og átta sig á því hvað er hvar. Morgunblaðið/Golli Boss Hinn vinsæli fatnaður frá Boss er á sínum stað með sérstakt svæði í nýju búðinni þar sem má finna golffatnað, sportfatnað og sparifatnað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.