Morgunblaðið - 27.04.2017, Blaðsíða 78

Morgunblaðið - 27.04.2017, Blaðsíða 78
78 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 2017 SUMARTÍSKAN Jón Agnar Ólason jonagnar@mbl.is Nýverið var verslun Herragarðsins í Smáralind tekin í gegn frá grunni. Þeir sem báru hitann og þungann af hönnun rýmisins eru starfsmenn- irnir sjálfir. „Við umturnuðum öllu skipulagi búðarinnar til fá enn betra flæði í rýmið ásamt því að raða þannig upp að hvert fatamerki sem við bjóðum upp á fær ákveðna sérstöðu. Þannig undirstrikum við styrkleika hvers merkis,“ útskýrir Jón Víðir Þor- steinsson verslunarstjóri. „Það var allt svolítið blandað hjá okkur sem gerði það að verkum að við- skiptavinir okkar vissu ekki alveg hvar best væri að finna það sem þeir leituðu að. Núna erum við til dæmis með Boss-horn á einum stað í búð- inni svo menn vita hvar þeir finna þær vörur. Komi þeir til að skoða Sand, þá er það allt saman á sínum stað. Vilji menn Armani, þá finna þeir þær vörur á tilteknum stað í búðinni. Er þá ótalið glæsilegt Polo Ralph Lauren-horn sem við erum ákaflega ánægðir með. Þessi hugsun í skipulagi verslunarinnar styrkir þannig prófíl hvers merkis og dregur enn betur fram einkenni og karakter merkisins.“ Hönnuðu verslunina sjálfir Verslun Herragarðsins var lokuð í 6 vikur meðan á breytingunum stóð enda var rýmið tekið í gegn, alla leið. „Við fórum bókstaflega niður í steypu við framkvæmdirnar enda var öllu breytt til hins betra. Við skiptum til að mynda út gólfefn- unum, fengum inn nýjar innrétt- ingar, sömuleiðis loft og lýsingu, ásamt því að raða öllu upp á nýtt og endurskipuleggja verslunarrýmið frá grunni.“ Að sögn Jóns Víðis hafa viðtök- urnar verið prýðisgóðar frá því verslunin opnaði á ný og augljóst að fólk kann að meta nýja Herragarð- inn í Smáralind. „Fólki finnst gott að koma hingað inn og skoða sig um enda er búðin öll bjartari og opnari, og gólfplássið nýtist enn betur svo það er nóg af rými til að ganga hér um. Fólk hefur haft á orði að þetta sé orðið eins og flott verslun erlendis og það þykir okkur sérstaklega vænt um því eigandinn ásamt versl- unarstjóra búðarinnar voru þeir sem hönnuðu hana að langmestu leyti.“ Ekki verður hjá því komist að spyrja Jón Víði nánar út í það, en eins og hann bendir á er í raun eng- inn betur til þess fallinn en þeir fé- lagarnir sem vinna í búðinni, til að segja til um hvernig heppilegast sé að ganga frá uppröðun og skipulagi í versluninni. „Við höfum unnið á gólf- inu og höfum mjög skýra tilfinningu fyrir því hvar er best að stilla upp, hvernig er best að ná í vöruna og hvernig er best að tengja milli svæða til að fá þægilegt flæði í heildina. Við teljum líka mjög vel hafa tekist til því okkur strákunum líður virkilega vel með búðina og við finnum á viðtök- unum að þetta hefur heppnast vel. Það tók vitaskuld nokkra daga að læra inn á búðina en það er rosalega gott að vinna hérna núna og ekki síð- ur að versla hérna.“ Jón Víðir bætir því við að í nýju versluninni sé meira af vöru frammi, fleiri síddir af buxum og þess háttar. „Við vorum áður með algengustu stærðirnar hér frammi í búðinni og hitt á bak við, en nú er meira pláss fyrir mismunandi stærðir og síddir hér frammi. Menn eru fljótir að finna sitt ef þeir þekkja stærðina.“ Fjölmörg ný merki í búðinni Herragarðurinn hefur um langt árabil selt heimsþekkt fatamerki á borð við Boss, Armani og Ralph Lauren og í sumar og haust bætast enn fleiri og spennandi merki við vöruvalið. „Við erum til að mynda komnir með skómerkið Barker, sem eru klassískir herraskór í hæsta gæða- flokki. Þetta merki hefur verið til Morgunblaðið/Golli Fagmenn „Við fórum bókstaflega niður í steypu við framkvæmdirnar enda var öllu breytt til hins betra. Við skiptum til að mynda út gólfefnunum, fengum inn nýjar innréttingar, sömuleiðis loft og lýsingu, ásamt því að raða öllu upp á nýtt og endurskipuleggja verslunarrýmið frá grunni,“ segir verslunarstjórinn Jón Víðir Þorsteinsson (t.h) sem er hér ásamt Gísla Sveinssyni starfsmanni. Gæði og góð þjónusta eru okkar sérstaða Smekkvísir herramenn hér- lendis þekkja mætavel verslun Herragarðsins í Smáralind. Hún opnaði ný- verið eftir 6 vikna lokun þar sem allt var tekið í gegn, breytt og bætt. Morgunblaðið/Golli Polo Herrafötin frá Ralph Lauren eru sívinsæl hér sem annars staðar og þau eiga sitt sérmerkta svæði í versluninni þar sem skoða má úrvalið. Morgunblaðið/Golli Skóhillan Úrvalið er veglegt í Herragarðinum hvað skófatnað varðar, allt frá fáguðum spariskóm yfir í sportlega strigaskó. Morgunblaðið/Golli Blátt áfram Blái liturinn verður áberandi í sumar í öllum sínum litbrigðum. Sá brúni er sjaldnast langt undan enda fara blár og brúnn vel saman. Morgunblaðið/Golli Skyrtuhillan Herragarðurinn býður upp á geysimikið úrval af herra- skyrtum frá merkjum á borð við Finucci, Stenström og Hugo Boss.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.