Morgunblaðið - 27.04.2017, Blaðsíða 104

Morgunblaðið - 27.04.2017, Blaðsíða 104
104 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 2017 Barnamenningarhátíð á Seltjarnarnesi hefst í dag og leggur meginþorri grunnskólabarna á Nesinu henni lið. Hátíðin fer fram á Eiðistorgi, í bókasafninu og Gallerí Gróttu með þátttöku um eitt hundrað barna á Nesinu sem skemmta gestum, sjá um skreytingar eða leggja há- tíðinni lið á einn eða annan hátt. Eiðistorg verður fært í hátíðarbúning og forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannes- son, setur hátíðina formlega kl. 17. Kynnir verður Sigyn Blöndal, umsjónarmaður Stundarinnar okkar á RÚV, en hátíðardagurinn hefst með opnun sýningarinnar Þetta vilja börnin sjá! í Gallerí Gróttu kl. 10. Á henni verða myndir eftir 24 myndskreyta úr 32 barnabókum sem komu út í fyrra. Af viðburðum hátíðarinnar má nefna vísindasmiðju Háskóla Íslands og freestyle-dansarar úr Valhúsaskóla sýna dans. Barnamenningarhátíð á Nesinu Guðni Th. Jóhannesson Rithöfundasamband Íslands og Landsbókasafn Íslands – Háskóla- bókasafn hafa stofnað til nýrra ljóðabókaverðlauna sem bera heit- ið Maístjarnan og verða þau veitt árlega héðan af. Fyrstu tilnefningar til Maí- stjörnunnar voru kynntar við at- höfn í Gunnarshúsi í gær. Eyþór Árnason er tilnefndur fyrir ljóða- bók sína Ég sef ekki í draumheld- um náttfötum sem Veröld gefur út, Magnús Sigurðsson fyrir Veröld hlý og góð: ljóð og prósar sem Dimma gefur út, Sigurður Pálsson fyrir Ljóð muna rödd sem JPV gef- ur út, Sigurlín Bjarney Gísladóttir fyrir Tungusól og nokkrir dagar í maí sem Mál og menning gefur út og Þórdís Gísladóttir fyrir Óvissu- stig sem forlagið Benedikt gefur út. Gjaldgengar til verðlaunanna voru allar útgefnar íslenskar ljóða- bækur frá í fyrra sem skilað var til Landsbókasafns Íslands – Háskóla- bókasafns og fékk dómnefnd þær til umfjöllunar en hana skipa Ár- mann Jakobsson fyrir hönd Rithöf- undasambandsins og Áslaug Agn- arsdóttir fyrir hönd Landsbókasafnsins. Verðlaunin verða veitt í fyrsta sinn í Þjóðarbókhlöðunni 18. maí, á degi ljóðsins, og er verðlaunafé 350 þúsund krónur. Ljóðskáldin Frá afhendingu tilnefninga í Gunnarshúsi í gær. Fimm tilnefnd til nýrra ljóðabókaverðlauna Ljósmynd/Ólafur J. Engilbertsson Rússneski fiðluleikarinn Boris Belkin leikur fiðlukonsert Max Bruch undir stjórn Vladimirs Ashkenazy á tónleikum Sinfóníu- hljómsveitar Íslands í Eldborg Hörpu í kvöld kl. 19.30. „Boris Belkin er heimskunnur fyrir tilfinningaþrunginn fiðluleik af „rússneska skólanum“. Hann kom fyrst fram opinberlega aðeins sjö ára gamall og hreppti gullið í fiðlukeppni Sovétríkjanna 1973, en flýði skömmu síðar til Vestur- landa. Belkin hefur átt gifturíkt samstarf við Vladimir Ashkenazy um langt árabil, þeir hafa hljóð- ritað geisladiska saman og farið í tónleikaferðir víða um heim,“ seg- ir í tilkynningu frá hljómsveitinni. „Annar náinn vinur og sam- starfsmaður Ashkenazys var ís- lenska tónskáldið Þorkell Sigur- björnsson og á tónleikunum hljómar Mistur frá 1972, sem er eitt helsta hljómsveitarverk hans. Lokapunkt tónleikanna myndar svo hin stórfenglega fjórða sin- fónía Brahms, sem er þykkt og safaríkt verk, innblásið af barokk- formum og ekki síst tónlist Bachs. Með þessum flutningi lýkur „Brahms-hring“ Ashkenazys, en hann hefur nú stjórnað öllum sin- fóníum meistarans á fjórum árum með Sinfóníuhljómsveit Íslands.“ Að vanda verður boðið upp á tónleikakynningu í Hörpuhorni kl. 18. Morgunblaðið/Styrmir Kári Innlifun Vladimir Ashkenazy stjórnar sinfóníutónleikum í kvöld í Eldborg. Ashkenazy lokar „Brahms-hringnum“ Going in Style 12 Þrír eldri borgarar, sem skrimta á eftirlaununum, og neyðast jafnvel stundum til að borða hundamat, ákveða að nú sé nóg komið. Þeir ákveða því að ræna banka. Metacritic 50/100 IMDb 6,8/10 Sambíóin Álfabakka 17.50, 20.00, 22.10 Sambíóin Egilshöll 17.50, 20.00, 22.15 Sambíóin Kringlunni 20.00, 22.10 Frá ströndum Kúbu og gatna New York yfir á ísi- lagðar sléttur Barentshafsins, mun hópurinn ferðast heimshornana milli til að koma í veg fyr- ir gífurlegar hamfarir á heimsvísu. Metacritic 61/100 IMDb 8,1/10 Laugarásbíó 18.00, 21.00 Sambíóin Álfabakka 17.10, 20.00, 22.45 Sambíóin Egilshöll 17.20, 19.40, 22.20 Sambíóin Keflavík 20.00, 22.10 Smárabíó 16.40, 17.00, 19.30, 19.50, 22.20, 22.40 Háskólabíó 21.00 Borgarbíó Akureyri 17.20, 20.00, 22.40 Fast and Furious 8 12 Beauty and the Beast Ævintýrið um prins í álögum sem verður ekki aflétt nema stúlka verði ástfangin af honum áður en rós sem geymd er í höll hans deyr. Bönnuð börnum yngri en 9 ára. Metacritic 65/100 IMDb 7,8/10 Sambíóin Álfabakka 17.10, 20.00 Sambíóin Egilshöll 17.20 Sambíóin Kringlunni 17.20 Unforgettable 16 Eftir skilnað við eiginmann sinn David hefur Tessa borið þá von í brjósti að hann muni snúa til hennar og dóttur þeirra aftur. Sambíóin Álfabakka 17.50, 20.00, 22.10 Sambíóin Egilshöll 20.00, 22.10 Sambíóin Keflavík 20.00, 22.45 Ghost in the Shell 12 Metacritic 53/100 IMDb 6,9/10 Sambíóin Álfabakka 20.00, 22.45 Sambíóin Kringlunni 20.00, 22.30 Hidden Figures Metacritic 74/100 IMDb 7,9/10 Háskólabíó 21.10 Get Out 16 Morgunblaðið bbbbn Metacritic 83/100 IMDb 8,3/10 Laugarásbíó 20.00, 22.15 The Shack 12 Metacritic 32/100 IMDb 6,5/10 Sambíóin Kringlunni 17.20, 20.00, 22.40 Undirheimar 16 IMDb 8,0/10 Laugarásbíó 20.00, 22.25 Háskólabíó 21.00 Borgarbíó Akureyri 20.00, 22.10 Hjartasteinn Morgunblaðið bbbbm IMDb 7,9/10 Háskólabíó 18.00, 20.50 Bíó Paradís 20.00 A Monster Calls 12 Metacritic 76/100 IMDb 7,5/10 Sambíóin Álfabakka 17.40 Chips 16 Metacritic 28/100 IMDb 5,6/10 Sambíóin Egilshöll 20.00 Kong: Skull Island 12 Metacritic 63/100 IMDb 7,5/10 Sambíóin Álfabakka 22.45 Life 16 Morgunblaðið bbbnn Metacritic 54/100 IMDb 7,0/10 Smárabíó 20.00, 22.20 Logan 16 Metacritic 75/100 IMDb 9,0/10 Smárabíó 22.40 La La Land Morgunblaðið bbbbb Metacritic 93/100 IMDb 8,5/10 Sambíóin Kringlunni 17.20 Power Rangers 12 Fimm ungmenni komast þá að því að þau eru ný kynslóð af ower Rangers. Metacritic 44/100 IMDb 7,0/10 Smárabíó 17.20, 22.10 Stubbur stjóri Sjö ára drengur verður af- brýðisamur út í ofvitann, litla bróður sinn. Metacritic 50/100 IMDb 6,5/10 Laugarásbíó 17.50 Sambíóin Egilshöll 17.30 Smárabíó 15.15, 17.30, 20.00 Háskólabíó 17.50, 18.00 Borgarbíó Akureyri 17.30 Dýrin í Hálsaskógi Klassíska ævintýrið eftir Thorbjörn Egner. Morgunblaðið bbbbn IMDb 7,1/10 Laugarásbíó 18.00 Smárabíó 15.30 Strumparnir: Gleymda þorpið Metacritic 45/100 IMDb 5,9/10 Smárabíó 15.15, 17.30 Stóra stökkið IMDb 6,9/10 Smárabíó 15.10 Spólað yfir hafið Morgunblaðið bbbbn Bíó Paradís 18.00 I, Daniel Blake Metacritic 78/100 IMDb 8,0/10 Bíó Paradís 22.00 Moonlight 12 Morgunblaðið bbbbn Metacritic 99/100 IMDb 8,2/10 Bíó Paradís 22.30 Velkomin til Noregs Petter Primus er maður með stóra drauma, sem verða sjaldnast að veruleika. IMDb 6,3/10 Bíó Paradís 18.00, 20.00 Souvenir IMDb 6,5/10 Bíó Paradís 20.00 Afterimage Bíó Paradís 18.00, 22.00 Genius Metacritic 56/100 IMDb 6,5/10 Bíó Paradís 20.00 Kvikmyndir bíóhúsannambl.is/bio Nánari upplýsingar um sýningar og sali má finna á heimasíðum kvikmyndahúsanna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.