Morgunblaðið - 27.04.2017, Blaðsíða 84

Morgunblaðið - 27.04.2017, Blaðsíða 84
84 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 2017 ✝ Ingveldur Guð-laugsdóttir fæddist á Eyr- arbakka 31. janúar 1928. Hún lést 5. apríl 2017. Foreldrar henn- ar voru Ingibjörg Jónasdóttir hús- móðir, f. 22. mars 1905, d. 4. nóvem- ber 1984, og Guð- laugur Pálsson kaupmaður, f. 20. febrúar 1896, d. 16. desember 1993. Systkini Ingveldar eru: 1) Guðrún, f. 1924, 2) Jónas, f. 1929, 3) Hauk- ur, f. 1931, 4) Páll, f. 1939, 5) Steinunn, f. 1942, og 6) Guðleif, f. 1945 sem öll eru á lífi. Ingv- eldur var gift Geir Gunnarssyni ritstjóra, f. 9. apríl 1916, d. 10. júlí 1978. Þau skildu. Ingveldur og Geir eignuðust fimm dætur: 1) Jóhanna framhaldsskóla- kennari, f. 27. maí 1951. Hennar maður var Gunnar Hauksson forstöðumaður, f. 1. febrúar 1951, d. 26. ágúst 2009. Börn Jó- hönnu eru: a) Aðalbjörg hand- verkskona, f. 1976, b) Haukur, f. 1977, bankastarfsmaður, maki Rakel Svansdóttir kennari, f. 1977. Þeirra dætur eru: a) Hel- ena Bryndís, f. 2001, b) Hildur Dís viðskiptafræðingur, f. 18. apríl 1962. Fyrri eiginmaður hennar var Robin Gunnar Estco- urt Boucher flugstjóri, f. 15. september 1947, d. 26. mars 1992. Seinni eiginmaður Ingi- bjargar er Maggnús Víkingur Grímsson, framkvæmdastjóri, f. 12. maí 1951. Börn Ingibjargar og Maggnúsar eru: a) Hjalti Robin Víkingur húsasmiður, f. 1994, og b) Maggnús Hlini Vík- ingur verkstjóri, f. 1995. Æsku- árin átti Ingveldur á Bakkanum og var þar í barnaskóla. Hún stundaði einnig nám við Verzlunarskóla Íslands og skil- aði framúrskarandi náms- árangri. Hún starfaði í nokkur ár við hlið föður síns í verslun hans á Eyrarbakka. Þegar hún flutti til Reykjavíkur var hún verslunarstjóri í bókabúð Helgafells í Aðalstræti, sam- hliða námi við leiklistarskóla Ævars R. Kvaran. Síðar rak hún blaða- og tímaritaútgáfu með eiginmanni sínum. Eftir að Ingveldur skildi starfaði hún m.a. sem þjónn á Hótel Garði, á Hótel Valhöll á Þingvöllum og í Þjóðleikhúskjallaranum. Seinna starfaði hún sem gjaldkeri og bókari hjá Silla og Valda í Glæsibæ, síðar Sláturfélagi Suð- urlands. Síðast starfaði hún sem gjaldkeri hjá Verzlunarbanka Íslands, síðar Íslandsbanka. Ingveldur verður jarðsungin frá Langholtskirkju í dag, 27. apríl 2017, og hefst athöfnin klukkan 13. Telma, f. 2004, c) Hekla Katrín f. 2015, c) Valur framhaldsskóla- kennari, f. 1982, sambýliskona Ragnhildur Sigurð- ardóttir kennari, f. 1982. Þeirra börn eru: a) Gunnar Freyr, f. 2009, Ás- dís, f. 2011, Kári og Daði, f. 2016. 2) Gígja, f. 22. apríl 1953, listhönn- uður í Englandi. Fyrri eigin- maður hennar var Guðmundur Einarsson, f. 19. nóvember 1952. Seinni eiginmaður Gígju var Leonard Guttridge logsuðumað- ur, f. 30. júlí 1949, d. 14. júní 2016. 3) Edda myndlistarkona, f. 14. ágúst 1954. 4) Sigríður Dögg viðskiptafræðingur, f. 15. febr- úar 1961. Hennar maður var Heiðar Hafsteinsson vélfræð- ingur, f. 26. júlí 1959, d. 20. apríl 2007. Sambýlismaður Sigríðar er Guðjón Árnason hótelstjóri, f. 6. júní 1958. Börn Sigríðar og Heiðars eru: a) Andri rafvirki, f. 1988, b) Ingveldur Dís tölvunar- fræðingur, f. 1991, sambýlis- maður Andri Már Birgisson tæknimaður, f. 1988, og c) Gígja vaktstjóri, f. 1995. 5) Ingibjörg Þó ég hafi alist upp hjá ein- stæðri móður sem vann myrkr- anna á milli til að sjá fyrir fimm dætrum sínum, fékk ég að mörgu leyti öfundsvert uppeldi. Við höfðum ekki alltaf mikið á milli handanna og gátum ekki keypt allt sem okkur datt í hug en með mikilli útsjónarsemi reyndi mamma eftir megni að veita okkur það sem okkur lang- aði í. Hún þáði aldrei aðstoð frá bænum og meðlagið var ekki hátt. Við áttum samt fallegt heimili, hún reyndi alltaf að klæða okkur vel og sá til þess að nóg væri að bíta og brenna. Hún eldaði besta matinn, kom jafnvel heim í hádeginu frá vinnu og hristi fram úr erminni heima- tilbúinn mat á mettíma. Mamma var einstaklega hjálp- leg og bóngóð kona sem vildi gera allt fyrir alla. Aðstoð henn- ar var ómetanleg. Hún var alltaf tilbúin til að passa barnabörnin sem nú eiga góðar minningar um hvernig „Amma í Ljós“ dekraði við þau á allan hátt. Hún taldi ekki eftir sér að baka skonsur í tíma og ótíma eða að fara með þeim í strætó niður í bæ og eyða ómældum tíma í Nexus. Mamma hafði mikinn áhuga á ferðalögum og ung hafði ég ferðast með henni um fjölmörg lönd sem ekki var svo algengt í þá daga. Hún hvatti mig líka með ráði og dáð til að ferðast um heiminn og enn þann dag í dag eru ferðalög mínar ær og kýr. Ég á einnig margar góðar minn- ingar um leikhúsferðir í æsku og ljóðalestur. Mamma kunni utan að og fór með heilu ljóðin og ljóðabálkana á góðum stundum. Síðasta ljóðið sem hún fór með fyrir mig var ljóðið „Til móður minnar“ eftir Matthías Jochums- son, einungis nokkrum dögum fyrir andlátið. Þau orð á ég alltaf eftir að muna: „Mitt andans skrúð var skorið af þér, sú skyrt- an best hefur dugað mér“. Hvíl í friði, elsku mamma mín. Ingibjörg Dís Geirsdóttir. Nú hefur sú ágæta kona Ingv- eldur Guðlaugsdóttir kvatt okk- ar tilverustig og horfið yfir á annað, þar sem henni er efalaust vel tekið og fagnað. Þessari konu fæ ég að kynnast þegar ástir takast með mér og dóttur henn- ar Ingu Dís. Þá var hún almennt kölluð „Amma í Ljós“ af því hún bjó jú í Ljósheimum. Hún hafði þá þegar marga súpuna sopið og margan bardag- ann háð. Hún þurfti ung og ein að framfleyta dætrum sínum fimm eins og gæsamamma og koma þeim til manns og mennta. Inga var vafalaust ofurdugleg manneskja sem í upphafi svalg í sig þá kennslu sem henni stóð til boða í æsku. Æ síðan drakk hún í sig allan þann fróðleik sem í boði var á hennar heimaslóð á Eyrarbakka til 12 ára aldurs. En þar rak faðir hennar Verzlun Guðlaugs Pálssonar, eins og þekkt er, í 76 ár, ásamt því á sama tíma að sjá átta manna fjölskyldu sinni farborða. 13 ára hefur Inga nám við Verzlunar- skóla Íslands í Reykjavík, enda þá þegar komin með nokkra reynslu af búðarstörfum með föður sínum. En við þann skóla skilar hún afburðaárangri. Þarna var líklega lagður grunnur að því að Inga gat tekið að sér hin ýmsu verslunar og bankastörf, sem hún sinnti af fádæma natni og samviskusemi. En þegar ég var 12 ára gam- all, sat á traktor sem kaupamað- ur á Spóastöðum og las ástarsög- ur í tímaritinu Amor og Eva, meðan ég var að snúa heyinu á túninu austur með á, gleymdi mér algjörlega og þar með að stjórna traktornum, því sagan var svo spennandi. Grunaði mig ekki að manneskjan sem þýddi þessar sögur átti eftir að verða náin samferðamaður minn. En um þetta leyti gaf hún út nokkur tímarit með manni sínum Geir Gunnarssyni. Inga verður sem sagt, án þess að fá nokkru þar um ráðið, tengdamóðir mín þegar við Inga Dís dóttir hennar tökum höndum saman. Það var alltaf gott að koma í Ljósheima til „Ömmu í Ljós“ og einkanlega líkaði barnabörnum það vel, því þar fengu öll börn að njóta sín. Þar voru hvorki stytt- ur né staðir sem börn máttu ekki snerta, heimili Ömmu í Ljós var heimili barna hennar og barna- barna og öllum leið þeim vel að koma til hennar. Kannski þótti mér fulllangt gengið þegar kem þar að sonum mínum á eldhús- gólfinu að leika sér með hveit- istampinn og sykur að kasta framan í hvor annan. Ég segi við ömmu hvort þetta sé ekki full- mikið, svarar hún: „Maggi minn, sérðu ekki að þeir hafa gaman af þessu? Ég get alltaf náð í nýtt hveiti.“ Svona var „Amma í Ljós“. Hún fórnaði hiklaust sín- um veraldlegu eigum fyrir börn sín og barnabörn sem í staðinn nutu þess að vera samvistum við hana og þess vegna munu þau sakna „Ömmu í Ljós“ eins og við hin, vegna þess að hún var stór og mikil persóna. Ég þakka samfylgd þína amma Inga í Ljós. Maggnús Víkingur Grímsson. Okkar elskaða systir og vin- kona er látin og þrátt fyrir háan aldur þótti okkur hún fara allt of fljótt. Það var ótrúlegt hvað þessi fíngerða kona gat afrekað, fimm dætur eignaðist hún og kom öllum til manns. Þegar sú elsta var 12 ára og yngsta 18 mánaða skildi hún við manninn sinn eftir 12 ára hjónaband. Það voru erfiðir tímar hjá Ingu okkar sem liðu henni seint úr minni. En hún efldist við hverja raun, dreif sig í leiklistarskóla, hafði reyndar verið í leiklistarskóla hjá Ævari R. Kvaran á yngri ár- um. Hún sótti málverkasýningar hvenær sem færi gafst og lagði sig fram við að kynna dæturnar og seinna barnabörnin fyrir hvers konar listum og menningu. Inga las alla tíð mikið og var ljóðalestur í miklu uppáhaldi hjá henni. Til eru upptökur hjá RÚV þar sem hún las ljóð af mikilli snilld. Þegar yngsta dóttirin var sex ára fór hún með hópinn til Spán- ar, með tjald og prímus til ör- yggis. Þar dvöldu þær í þrjá mánuði. Inga var eftirsótt í vinnu, elskuð og dáð af vinnu- félögunum og treyst fyrir vanda- sömum verkefnum af vinnuveit- endunum. Þrátt fyrir fullan vinnudag gat hún alltaf bætt á sig barnapössun, þvottum og matargestum. Eftir skilnaðinn við Geir leigði hún kjallaraíbúð á Baldursgötu 9. Þar bjó hún í nokkur ár með dætrunum fimm í einu herbergi og eldhúsi. Vinir og nágrannar sóttu í að heimsækja hana og hélt hún tryggð við þá alla tíð. Með ótrúlegum dugnaði og út- sjónarsemi tókst henni að festa kaup á íbúð í Ljósheimum. Vist- arverurnar stækkuðu um helm- ing og í þessari tveggja her- bergja íbúð bjó hún til æviloka. Í Ljósheimunum var hún ein af frumbyggjunum og urðu ná- grannarnir margir hverjir nánir vinir og hjálplegir henni. Ógleymanleg eru jólaboðin sem hún hélt árum saman fyrir fjölskylduna. Börnin okkar minnast oft „jólaskemmtananna“ hjá Ingu frænku í Ljós með söknuði. Við systurnar fjórar ásamt Oddnýju mágkonu fórum í hús- mæðraorlof til Mallorca 1993. Það var upphafið að félagsskapn- um „Fimmunum“ og fórum við næstum árlega til útlanda eftir það og við skemmtum okkur ótrúlega vel og tengdumst nán- ari böndum. Addý mágkona var límið í hópnum, alltaf tilbúin að drífa okkur áfram. Síðasta ferðin okkar var 2004 til Costa del Sol, eftir það reyndum við að eiga góða kvöldstund saman mánað- arlega og fórum þá í bíó og veit- ingahús á eftir. Þegar Addý okk- ar féll frá 2014 var sem límið losnaði úr hópnum og hittumst við sjaldnar eftir það en vorum í góðu símasambandi eftir sem áð- ur. Inga okkar brákaði hryggj- arlið fyrir nokkrum árum og upp frá því vildi hún að mestu halda kyrru fyrir. Hún átti erfitt með gang vegna svima, þreytu og bakverkja sem við héldum öll að væri vegna meiðslanna í hryggn- um. En aðeins tveimur vikum fyrir andlátið greindist hún með illkynja mein sem átti stóran þátt í hennar þjáningum. Við söknum allar Ingu okkar en við yljum okkur við minning- arnar, handleikum gjafirnar frá henni og erum vissar um að ef einhver fær góðar móttökur handan móðunnar miklu þá er það hún. Vertu kært kvödd, elsku systir okkar. Guðleif, Steinunn og Guðrún. Mig langar að minnast Ingv- eldar með örfáum orðum. Ég kynnist henni þegar ég og Ingi- björg Dís, ein af mínum bestu vinkonum, hittumst í Verzlunar- skólanum fyrir ansi mörgum ár- um. Upp úr því urðu heimsókn- irnar á þeirra heimili ekki fáar og alltaf stóð hurðin opin fyrir okkur vinkonunum. Ég komst fljótt að því hversu sérstök kona hún var, sjálfstæð og sterk. Ég bar strax mikla virðingu fyrir henni sem entist í yfir 30 ár. Alltaf stóð hún með dætrum sín- um eins og klettur og var jákvæð fram á síðasta dag. Og raunsæ. Mikið leit ég upp til hennar. Það er mikill missir að þessari glæsi- legu og duglegu konu og ég er þakklát fyrir að hafa kynnst henni. Ég votta hennar nánustu mínar innilegustu samúð, ykkar missir er mikill. Hún skilur eftir sig ótal góðar og fallegar minn- ingar. Ég mun alltaf brosa þegar ég hugsa til hennar. Með virðingu og þakklæti. Ragnheiður Lára Hanson. Það var mér og Gauju mikil harmafregn þegar okkur var til- kynnt að Ingveldur, okkar hjart- kæra vinkona, væri látin eftir fremur stutt veikindi. Við höfð- um talað saman í síma ekki alls fyrir löngu og rætt um að reyna að hittast fljótlega, en þá gripu örlögin inn í. Ingveldur, eða Inga Primera eins og við gjarnan kölluðum hana, var einstaklega greind og vel gerð kona. Hún var menning- arlega sinnuð og bar hennar fal- lega heimili þess glöggt merki; hún var einnig mjög bókhneigð. Gjafmildi hennar átti sér engin takmörk og gott dæmi um það var að þegar hún keypti sér bók sem hún hafði mætur á þá keypti hún gjarnan nokkur eintök af henni og gaf sínum nánustu ætt- ingjum og vinum. Þannig miðlaði hún af gæsku sinni og þannig man maður hana best. Við kynntumst Ingu árið 1979 þegar við vorum allar á leið til Madridar í spænskunám. Það tókst strax djúpstæð vinátta á milli okkar sem hefur varað æ síðan og aldrei borið skugga þar á. Þær voru ófáar gleðistundirn- ar sem við áttum saman. Við hittumst reglulega og þreytt- umst þá aldrei á að rifja upp dvölina í Madrid. Inga var mjög jákvæð persóna, hress og ávallt hrókur alls fagnaðar. Það eru sönn forréttindi að hafa átt slík- an vin. Með þessum fátæklegu orðum kveðjum við þig, elsku Inga okk- ar. Við þökkum þér ógleyman- legar minningar, sanna vináttu og skemmtilega samfylgd um lífsins veg. Þín verður sárt saknað. Hvíldu í friði. Við sendum dætrum Ingu og fjölskyldum þeirra innilegar samúðarkveðjur og megi algóður Guð styrkja þau í sorginni. Ingibjörg Stefánsdóttir, Guðríður Kjartansdóttir (Inga og Gauja). Við kynntumst Ingu árið 1963 en þá bjuggum við í sama húsi á Baldursgötu 9. Þá var hún ein- stæð móðir með fimm dætur. Inga var ótrúlega dugleg kona. Að búa í sama húsi og Inga var ævintýri líkast. Oft var þröngt í búi á þessum tíma, en þá var bara bankað í gólfið eða loftið með kústinum og endaði þá oft- ast með því að við borðuðum saman kvöldmatinn. Inga var mikill lífskúnstner og oft var mikið hlegið og gantast. Margir nágrannar okkar á þeim tíma voru ansi skrautlegir og hafði Inga einstakt lag á að sjá spaugilegar hliðar á þeim og lýsa af miklu listfengi. Síðar áttum við því láni að fagna að vera aft- ur nágrannar Ingu þegar við fluttum í sama hús, Ljósheima 22, þar sem Inga bjó til dauða- dags. Inga elskaði Spán og fór margar ferðir með stelpurnar sínar til Spánar. hún sagði oft frá þessum ferðum og lýsti uppá- komum og persónum sem hún hafði kynnst á sinn einstaka hátt. Ein eftirminnilegasta ferðin sem við fórum með Ingu var ekki til Spánar heldur austur á Eyr- arbakka til pabba hennar, Guð- laugs Pálssonar kaupmanns, sem þá var á tíræðisaldri. Hann var þá tilbúinn með hádegisverð, kjúklinga, nýuppteknar kart- öflur og koníak. Þar afhenti hann mér síðasta bréfið sem pabbi minn skrifaði til Guðlaugs dag- inn áður en hann fór sína hinstu ferð með Glitfaxa sem fórst árið 1951. Hjá Ingu var alltaf tekið á móti öllum með reisn. Hún var víðlesin og var yndislegt að ræða við hana um bækur, tónlist og allt sem var á döfinni. Aldrei skipti Inga skapi þótt lífið hafi ekki alltaf verið dans á rósum. Hún fann alltaf jákvæðar hliðar og var ávallt tilbúin að gera gott úr öllu. Vinátta okkar hefur stað- ið í 54 ár. Við eigum eftir að sakna stundanna með Ingu en á sama tíma getum við notið ljúfra minninga um yndislega konu. Við vottum dætrum Ingu, tengdasonum og barnabörnum og hennar yndislegu fjölskyldu, okkar dýpstu samúð. Erla Sigurbjörnsdóttir og Eysteinn Jónsson. Ingveldur Guðlaugsdóttir Á páskadag kvaddi elsku afi okk- ar þennan heim. Hann barðist við krabbameinið eins og hetja og fékk mörg góð ár, sem við erum æv- inlega þakklátar fyrir. Afi var al- gjör dugnaðarforkur, traustur, ráðagóður og skemmtilegur. Gaman var að setjast hjá honum og hlusta á skemmtilegar sögur frá því í gamla daga. Í uppáhaldi hjá okkur er sagan um hrepp- stjórasnýtuna. Afi var mjög góður hlustandi og vinur, hann gaf góð ráð og hafði mikinn áhuga á því að heyra um framtíðarplön okkar og drauma og vildi ólmur að við létum það allt verða að veruleika. Hann sagði Baldvin Jónsson ✝ Baldvin Jóns-son fæddist 21. apríl 1934. Hann lést 16. apríl 2017. Útförin fór fram 24. apríl 2017. okkur oft hversu stoltur hann væri af okkur, m.a. fyrir að hafa klárað fram- haldsskólann á þremur árum, fyrir að hafa látið verða af því að ferðast um öll heimshorn og skoð- að heiminn og að hann hlakkaði mikið til komandi tíma hjá okkur. Við vorum svo heppnar að á síð- asta ári vorum við báðar við störf á hjúkrunardeildinni sem hann afi dvaldi á, það urðu ávallt miklir fagnaðarfundir þegar stelpurnar hans mættu á vakt og dekruðum við auðvitað við hann. Það var aldrei leiðinleg stund með honum afa, enda mikill húmoristi og alltaf stutt í hláturinn. Við vorum alltaf miklar afastelpur og nutum hverr- ar stundar með elsku afa. Við höfðum virkilega gaman af honum og það virtist sem honum þætti al- veg jafn gaman að okkur skelli- bjöllunum. Það var alltaf gott að koma í afakot og munu pönnukök- urnar hans afa alltaf vera í vinn- ingssætinu, það jafnast ekkert á við þær. Sárið grær seint, en minningarnar ylja. Takk fyrir all- ar góður stundirnar, elsku afi. Við erum þakklátar fyrir allt sem þú hefur gefið okkur, þér verður aldrei gleymt. Við erum vissar um að amma hefur tekið vel á móti þér og að þér líður vel. Nú skilur leiðir þar til við hittumst á ný, sjáumst þá, elsku afi. Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. (Matthías Jochumsson.) Hvíl í friði, elsku afi. Sigríður Lára og Margrét Lilja. Englar Guðs þér yfir vaki og verndi, afi minn vegir okkar skiljast núna, við sjáumst ekki um sinn. En minning þín hún lifir í hjörtum okkar hér því hamingjuna áttum við með þér. Þökkum kærleika og elsku, þökkum virðingu og trú þökkum allt sem af þér gafstu, okkar ástir áttir þú. Því viðmót þitt svo glaðlegt var og góðleg var þín lund og gaman var að koma á þinn fund. Með englum Guðs nú leikur þú og lítur okkar til nú laus úr viðjum þjáninga, að fara það ég skil. Og þegar geislar sólar um gluggann skín inn þá gleður okkur minning þín, elsku afi minn. Vertu góðum Guði falinn er hverfur þú á braut gleði og gæfa okkar fylgdi með þig sem förunaut. Og ferðirnar sem fórum við um landið út og inn er fjársjóðurinn okkar, afi minn. (Guðrún Sigurbjörnsdóttir) Guð blessi þig, elsku afi. Birgir Freyr og Baldvin Helgi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.