Morgunblaðið - 25.04.2017, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 25.04.2017, Qupperneq 1
Þ R I Ð J U D A G U R 2 5. A P R Í L 2 0 1 7 Stofnað 1913  95. tölublað  105. árgangur  Er kominn tími á ný dekk? Pantaðu tíma fyrir dekkjaskiptin á N1.is BREIÐARI BÍLAR, SVER- ARI DEKK … HUGSUM SVIPAÐ Í TÓNLISTINNI FYRIR BÖRN, EFTIR BÖRN OG MEÐ BÖRNUM HJÖRTUR OG MARÍA Á FREYJUJAZZI 30 BARNAMENNINGARHÁTÍÐ 31BÍLAR 24 SÍÐUR Guðmundur Magnússon Kristján H. Johannessen „Við látum ekki kyrrt liggja,“ segir Þorsteinn Már Baldvinsson, for- stjóri útgerðarfyrirtækisins Sam- herja, í samtali við Morgunblaðið, en í gær felldi Héraðsdómur Reykja- víkur úr gildi 15 milljóna króna stjórnvaldssekt sem Seðlabanki Ís- lands lagði á fyrirtækið fyrir brot á gjaldeyrislögum. Er Seðlabankanum nú gert með dómi héraðsdóms að greiða allan málskostnað, eða alls fjórar milljónir króna. Þorsteinn Már segir að ekki sé við öðru að búast en að Samherji muni setja fram skaðabótakröfu og að þeir hafi þegar kært ákveðna starfsmenn Seðlabankans til lögreglu. Bendir hann á að menn hafi þurft að axla ábyrgð fyrir minni sakir. „Ótrúlegur fantaskapur“ Í niðurstöðu Héraðsdóms Reykja- víkur kemur meðal annars fram að í málinu „hefur ekkert komið fram“ um að ákvörðun Seðlabanka Íslands um að hefja meðferð máls Samherja að nýju hafi byggst á nýjum gögnum. En tvö ár eru liðin frá því að sér- stakur saksóknari ákvað að fella nið- ur sakamál vegna þessara meintu brota og ákvað bankinn þá að beita stjórnvaldssektum. Þorsteinn Már segir að innan Seðlabankans megi finna ákveðna klíku og að hún hafi rekið þetta mál „af ótrúlegum fantaskap“. Bankinn gerður afturreka  Samherji mun fara fram á bætur í kjölfar þess að Héraðsdómur Reykjavíkur felldi í gær úr gildi stjórnvaldssekt sem Seðlabanki Íslands lagði á fyrirtækið Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Sakamál Frá húsleit í Samherja. MMikill gleðidagur fyrir okkur »4 Kannabisvökvi í rafrettur er nú til sölu á sérstökum sölusíðum á netinu. Vökvinn er seldur í plasthylkjum og líklega unninn hér á landi. Sigvaldi Arnar Lárusson, varðstjóri hjá lög- reglunni á Suðurnesjum, segir vökv- ann einfalda neysluna og höfða til yngri markhópa, en börn niður í 13 ára séu farin að reykja rafrettur. Sigvaldi Arnar segist hafa heyrt af því að krakkar blandi kannabis- vökvanum í annan rafrettuvökva t.d. með jarðarberjalykt til þess að fela lyktina sem fylgir kannabisreyk- ingum. Vökvinn gefur sömu vímu- áhrif og ef kannabis er reykt á ann- an hátt. „Þetta form af fíkniefninu einfald- ar neysluna og því kemur mér ekki á óvart að það breiðist hratt út,“ segir Sigvaldi Arnar sem hefur líka áhyggjur af að kannabisvökvinn verði til þess að auka kannabisneysl- una hér á landi. „Þetta er allavegana áhyggjuefni, það er klárt,“ segir Sig- valdi Arnar. »4 Kannabis- vökvi í rafrettur Reykur Þróaður hefur verið kanna- bisvökvi til reykinga með rafrettum.  Til sölu víða um land í gegnum netið Miðborgin iðar af lífi flesta daga, ekki aðeins götur og torg, heldur einnig innandyra í Hörpu. Skákmenn á öllum aldri tefla þar af kappi þessa dagana, en alla jafna er tónlistin í aðalhlutverki í þessu tónlistarhúsi okkar Íslendinga. Þessir ungu ballettdansarar tóku nokkur spor í gær í gluggunum sem Ólafur Elíasson hannaði. Fyrir utan stóð innsiglingarvitinn sína vakt og vísaði sæfarendum veginn í sólskininu. Morgunblaðið/Ómar Óskarsson Ballettspor og iðandi mannlíf í miðbænum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.