Morgunblaðið - 25.04.2017, Síða 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. APRÍL 2017
Vor 2017
Opið virka daga frá 10-18, laugardag 11-15.
Faxafeni 14, 108 Reykjavík | Sími 551 6646 | Laura Ashley á Íslandi
„Hjá okkur þar sem námið hefur
verið stytt úr fjórum árum í þrjú
er hver nemandi aðeins dýrari en í
gamla kerfinu,“ segir Hjalti Jón
Sveinsson, skólameistari Kvenna-
skólans og fyrrverandi formaður
Skólameistarafélagsins. Hann seg-
ir að það vanti upp á það að í fjár-
veitingum sé tekið tillit til þessa
eins og fyrirheit hafi verið gefin
um. Talað hafi verið um að stytt-
ing framhaldsnámsins ætti að
koma skólunum til góða fjárhags-
lega.
Óánægja er meðal stjórnenda
framhaldskólanna með naumt
skammtaðar fjárveitingar sem
valda því að rekstur margra skóla
er í járnum um þessar mundir og
stöðugt verið að grípa til nýrra
aðhaldsaðgerða. Fram kom í frétt-
um RÚV um helgina að í Flens-
borgarskóla í Hafnarfirði hefði
öllu starfsfólki við ræstingar verið
sagt upp.Verða þrif í skólanum
boðin út. Einnig kom fram að
stjórnunarstöðum hefur verið
fækkað, vinnuhlutfalli breytt og
yfirvinnubann verið sett á starfs-
menn skólans. Nokkrir skólar sem
farið hafa fram úr fjárheimildum
hafa fengið skuldir niðurfelldir.
Að sögn Hjalta Jóns er unnið að
endurskoðun reiknilíkans sem
fjárveitingar til framhaldsskóla
byggjast á. Vonast hann til að það
skili einhverjum úrbótum. Hann
segir að fjárþörf skólanna sé mis-
munandi á hvern nemanda, meiri í
verknámi en í bóknámi, og svo
hafi alls kyns þættir í kennara-
samningum áhrif, svo sem minni
kennsluskylda þegar náð er 50 og
60 ára aldri. Þannig atriði geti
munað nokkrum stöðugildum í
hverjum skóla.
Hjalti Jón segir að hlutfall
launa í rekstri framhaldsskóla hafi
hækkað. Það hafi lengi vel verið
um 80% af heildarfjárveitingunni,
en sé nú orðið hátt í 90%.
„Afgangur skólanna til almenns
rekstrar, svo sem tækjakaupa og
reksturs húsnæðis sem eru mikil-
vægir þættir, er af þessum sökum
orðinn lítill,“ segir hann. „Þessir
rekstrarliðir hafa verið í miklu
svelti.“ gudmundur@mbl.is
Fé skortir til al-
menns rekstrar
framhaldsskóla
Hlutfall launa nálgast 90% Reikni-
líkan í endurskoðun í ráðuneytinu
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Framhaldsskólar Fé skortir til
tækjakaupa og almenns rekstrar.
Ingveldur Geirsdóttir
ingveldur@mbl.is
Neyðarsafnanir UNICEF og Rauða
krossins vegna fæðuskorts í Suður-
Súdan, Jemen, Nígeríu og Sómalíu
hafa gengið vel síðustu vikur.
Nærri tíu milljónir króna hafa þeg-
ar safnast hjá UNICEF. Framlögin
fara í að hjálpa börnum í neyð í Suð-
ur-Súdan, þar sem nú ríkir hungurs-
neyð, og í Jemen, Nígeríu og Sómalíu
þar sem hungursneyð vofir yfir. UNI-
CEF er á vettvangi í öllum ríkjunum
og veitir margskonar neyðarhjálp, að
sögn Sigríðar Víðis Jónsdóttur fjöl-
miðlafulltrúa UNICEF á Íslandi.
Framlögin í neyðarsöfnunina fara í að
bjarga lífi vannærðra barna með því
að veita þeim nauðsynlega meðferð,
dreifa hreinu vatni, bólusetja börn,
tryggja þeim heilsugæslu og sjá til
þess að hreinlætismál séu í lagi.
Sigríður segir að flestir gefi í söfn-
unina með því að senda smáskilaboð í
gegnum farsíma. Þá hafa grunnskóla-
nemendur líka gengið í hús, haldið
tombólu og meðal annars látið ágóð-
ann af afar metnaðarfullri menning-
arvöku sem þeir héldu renna í hjálp-
arstarfið.
Neyðarsöfnun UNICEF er enn í
fullum gangi og verður haldið áfram
eins lengi og þarf.
Hjá Rauða krossinum hafa safnast
um 3,5 milljónir í söfnun meðal al-
mennings, en auk þess sendi Rauði
krossinn á Íslandi strax um 16,5 millj-
ónir til Jemen og um 11 milljónir til
Sómalíu í gegnum Alþjóða Rauða
krossinn.
Þörfin gríðarleg
Söfnunin hefur gengið vel og fólk
brugðist vel við beiðni Rauða krossins
um stuðning, að sögn Brynhildar
Bolladóttur, upplýsingafulltrúa
Rauða krossins. „Oft hefur reynst
erfiðara að fá viðbrögð frá fólki þegar
ekki er um skyndilega atburði að
ræða eins og náttúruhamfarir en við
erum mjög ánægð með hvernig til
hefur tekist núna,“segir Brynhildur.
Til að gefa í söfnun Rauða krossins
er m.a hægt að senda smáskilaboð
með farsíma eða setja af stað per-
sónulega söfnun á vefsíðunni
gefa.raudakrossinn.is. Brynhildur
segir að ekki hafi verið ákveðið hve
lengi söfnunin standi yfir. „Þörfin er
gríðarleg svo að við höldum öllum
leiðum til þess að safna enn opnum og
metum þörfina og ástandið reglu-
lega.“
AFP
Frá Jemen Neyðarsafnanir UNICEF og Rauða krossins vegna fæðuskorts í Suður-Súdan, Jemen, Nígeríu og Sómalíu hafa gengið vel.
Neyðarsafnanirnar
enn í fullum gangi
UNICEF og Rauði krossinn safna svo lengi sem þarf
Kolbrún Birna Hallgrímsdóttir setti á fót sína eigin
söfnun á söfnunarsíðu Rauða krossins, www.gefa.-
raudikrossinn.is. Þar er hægt að hefja sérsniðna söfn-
un sem notendur geta deilt á samfélagsmiðlum og
hvatt vini og vandamenn til að gefa í. Kolbrún Birna
valdi að safna vegna fæðuskorts í Afríku undir yfir-
skriftinni „Hjálpið mér að hjálpa þeim“. Hún er nú kom-
in með 93.000 kr., sem dugar fyrir mat fyrir 48 manns í
mánuð. „Ég vildi leggja mitt af mörkum fyrir gott mál-
efni. Þetta kerfi Rauða krossins er sniðugt, þar er hægt
að persónugera safnanirnar. Það er annað en að sjá
einhvern bauk úti í búð, þá ertu ekki að tengja jafn-
mikið og þegar einhver sem þú þekkir er að benda þér á málefni og segja
hvers vegna það skiptir máli. Mörg okkar munar ekki um að gefa nokkra
þúsundkalla í slíka söfnun en þeir geta breytt lífi fólks þar sem neyðar-
ástand ríkir,“ segir Kolbrún Birna.
„Hjálpið mér að hjálpa þeim“
PERSÓNULEG SÖFNUN
Kolbrún Birna
Hallgrímsdóttir
Laugardaginn 29. apríl nk. stendur
til að safna saman þeim, sem eiga
æskuminningar úr Skjólunum, nán-
ar tiltekið frá Innri- og Ytri Skjól-
um; Faxaskjóli og Sörlaskjóli.
Fyrirhugað er að hittast við gömlu
Sunnubúðina kl 13.
Núverandi íbúar eru boðnir vel-
komnir og hvattir til að mæta en
allnokkrir þeirra eru af annarri og
þriðju kynslóð frumbyggja Skjól-
anna. „Markmiðið er fyrst og
fremst að hafa gaman af, hitta
gamla vini og félaga, spjalla saman,
rifja upp bernskubrekin og leikina.
Gaman væri ef einhverjir hefðu upp
í erminni sögulegan fróðleik af
svæðinu eða skemmtilegar sögur
að segja frá. Ekki síður væri áhuga-
vert að heyra af upplifun þeirra
sem nú búa í Skjólunum af hverf-
inu,“ segir Ólafur B. Schram, sem
undirbýr gönguna.
Gengið verður frá Sunnubúð eft-
ir Faxaskjóli að mótum Sörlaskjóls
og svo út eftir Sörlaskjóli að Vega-
mótum. Eftir röltið er ætlunin að
koma saman á Rauða Ljóninu.
Skjólarar hittast
á laugardaginn
Tvær tilkynningar bárust slökkvi-
liði höfuðborgarsvæðisins um
klukkan hálffjögur í gær, í Hafnar-
firði. Annars vegar í iðnaðarhús-
næði og hins vegar í íbúðar-
húsnæði.
Bílar voru sendir af stað af öllum
stöðvum og liðinu skipt á staðina
tvo. Greiðlega gekk að slökkva eld-
inn í íbúðarhúsnæðinu en aðallega
var um að ræða reyk í iðnaðarhús-
næðinu.
Eldur á tveimur stöðum í Hafnarfirði
Vaskir Slökkviliðsmenn í Hafnarfirði.