Morgunblaðið - 25.04.2017, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. APRÍL 2017
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Síðustu þrjárvikurnar hafaum tuttugu
manns látist í mót-
mælum gegn Nico-
lás Maduro, forseta
Venesúela. Það gerir nærri því
eitt dauðsfall á dag frá því að
stjórnarandstaðan ákvað að mót-
mæla valdaránstilraun hæsta-
réttar landsins, sem reyndi að
taka sér löggjafarvald og leysa
upp þing landsins, einu valda-
blokkina þar sem andstæðingar
Maduros höfðu einhver ítök.
Fjölmiðlar hérlendis hafa
flestir verið fremur hljóðlátir um
ástandið í Venesúela, en þá
sjaldan að eitthvað birtist, er
skuldinni jafnan skellt á lækk-
andi heimsmarkaðsverð á olíu.
Engin tilraun er gerð til þess að
sjá stóru myndina, enda kemur
hún ríkjandi stjórnvöldum veru-
lega illa.
Þá spyr enginn, hvers vegna
stórt ríki á borð við Venesúela
hafi byggt efnahag sinn þannig
upp, að allt saman velti á einum
útflutningsiðnaði. Hvers vegna
býr Venesúela, eitt olíuríkja, við
viðvarandi vöruskort? Hvers
vegna er heilbrigðiskerfi lands-
ins á fallanda fæti, þannig að al-
menningur getur ekki fengið lyf?
Hvers vegna eru endalausar bið-
raðir við matvöruverslanir?
Enginn spyr, því að svörin
benda öll í sömu átt, nefnilega
að það sé eitthvað verulega
brogað við það hvernig hin sósí-
alísku stjórnvöld hafa beitt sér.
Sem dæmi má nefna það, þegar
brauðskortur kom upp. Svar
stjórnvalda var að þjóðnýta bak-
arí og brauðgerðir,
segja yfirmenn á
þessum stöðum hlið-
holla Bandaríkj-
unum og koma á
nokkurs konar verð-
lagsráði til þess að reyna að
handstýra verðinu. Þegar leik-
fangaskortur skapaðist fyrir jól-
in var svipuðum brögðum beitt
og svo mætti áfram telja.
Lögmál hagfræðinnar virka
líka í Venesúela og áhrifin af
handstýringartilraunum stjórn-
valda hafa einungis leitt til óða-
verðbólgu og stöðnunar, meiri
skorts og fátæktar. Hagstjórnin
er einfaldlega í molum, þrátt
fyrir að Venesúela ætti að geta
verið meðal ríkustu landa í Suð-
ur-Ameríku. Þar er ekki lækk-
andi olíuverði um að kenna.
Og nú er Venesúela komið á
sömu endastöð og öll önnur ríki
sem reynt hafa að feta einstigi
sósíalismans, þar sem beiting of-
beldis er talin eðlileg leið til
þess að halda óánægju almenn-
ings niðri. Stjórnvöld í Vene-
súela tala gjarnan um kerfi sitt
sem „sósíalisma 21. aldarinnar“
og segja þegar sótt er að þeim,
að það þurfi að „verja bylting-
una“.
Byltingin hefur hins vegar
mistekist. Almenningur er verr
settur en hann var áður en hún
varð. Og allar forsendur fyrir
sósíalisma 21. aldarinnar hafa
brugðist, bæði efnahagslega og
siðferðislega. Maduro verður að
víkja og sósíalisminn með til að
almenningur í Venesúela fái
tækifæri til að byggja upp eðli-
leg lífskjör í landinu.
„Sósíalismi 21.
aldarinnar“ hefur
brugðist}
Mál að linni
Skoðanakannanirlágu mjög nærri
niðurstöðunni í fyrri
umferð kosninga í
Frakklandi. Þegar
Jean Marie Le Pen,
faðir Marine, marði
óvænt frambjóðanda
Sósíalistaflokksins
árið 2002 í fyrri umferð forseta-
kosninga með tæplega 17 prósent
atkvæðanna, náði enginn að spá
fyrir um það. Kannski þess vegna
tókst pabbanum (sem Marine rak
síðar úr flokknum) að skjótast
upp á milli. Chirac vann fyrri um-
ferðina með tæplega 20 prósent
atkvæða. En í síðari umferðinni
fékk Jean Marie Le Pen 17,8%,
en Chirac 82,2% atkvæðanna
enda hópuðu hefðbundnu flokk-
arnir sig saman.
Jean Marie náði aldrei meira
en 15 prósentum í héraðskosn-
ingum en dóttirin er komin upp í
25% og hún stýrir stærsta flokki
Frakka á Evrópuþinginu. Á Ís-
landi kvarta flokkar yfir því að fá
ekki þingsæti með minna en 5%
fylgi. En þótt flokkur Le Pen hafi
náð yfir 15% fylgi í þingkosn-
ingum fær hún ekki þingmenn á
þjóðþinginu því hefðbundnu
flokkarnir kjósa honum í síðari
umferðinni til úti-
lokunar. Þannig er
kosningakerfið og
það er sennilega
ekki ósiðlegt og
örugglega ekki ólög-
legt að nýta sér
„kosti“ þess út í æs-
ar. En það kann að
reynast hættuspil til lengdar.
Flokkur Marine Le Pen stækk-
ar í hverjum kosningum á fætur
öðrum. Allar líkur benda nú til að
Macron, hinn nýbakaði miðju-
maður, vinni forsetakosning-
arnar. En það verður ekki með
82% gegn 18% eins og í tilviki
Chirac og Jean Marie Le Pen.
Líklegt er að Le Pen yngri fái
jafnvel helmingi meira fylgi en
faðir hennar fékk. En skiptir það
máli? Kannski smám saman.
Rétttrúnaðurinn um að „siðlegt
fólk kjósi ekki Þjóðfylkinguna“
veikist með hverjum kosningum.
Þeim „siðlegu“ fækkar. Þegar
Þjóðfylkingin er orðin stærsti
flokkur Frakka á Evrópuþinginu
og þar sem hlutfallskosningar
gilda í Frakklandi og slagar eitt-
hvað í áttina að 40% fylgi í for-
setakosningum þá hefur myndin
breyst. Það er áhyggjuefni fyrir
gömlu valdaflokkana.
Spáð er að Marine
Le Pen muni fá á
milli 30-40% fylgi í
forsetakosningum.
Pabbinn fékk 17,8% }
Áhyggjuefni valdaflokkanna
Þ
að er alveg merkilegt að þrátt fyrir
áratuga reynslu af ferðalögum út
fyrir landsteinana virðist ég ekki
kunna að pakka í tösku. Alltaf skal
ég fylla töskuna af óþarfa fötum og
skóm, skartgripum og snyrtidóti. Flest af því
liggur svo óhreyft þar alla ferðina. Svo er auð-
vitað kíkt í búðir og keypt nýtt í fataskápinn og
undarlegt nokk; það kemst ekki fyrir þegar
pakkað er fyrir heimferðina. Af hverju mér
datt ekki hug að sjá þetta fyrir er ekki gott að
segja. Ekki veit ég hversu oft ég hef þurft að
kaupa nýja ferðatösku erlendis en það hefur
gerst nokkuð oft. (Ég ætti kannski að opna út-
sölulager með notuðum ferðatöskum!)
Nú um helgina kom ég til að mynda heim frá
útlandinu með enn eina töskuna í safnið en ein-
hverra hluta vegna uxu þrjátíu kíló og urðu að
sextíu og sjö! Maður gæti spurt sig, eða mig, hvað ég hefði
eiginlega keypt! En þarna leyndist ýmislegt sem greini-
lega fæst ekki á Íslandi, eins og matarstell, já, sextán
matardiskar. Boxhanskar. Hver þarf ekki svoleiðis? Og
auðvitað nokkur ný pör af skóm en eins og allir vita á kona
aldrei nóg af skóm!
Það er nú ýmislegt sem ég hef dröslað yfir hafið í gegn-
um tíðina. Standlampi frá Köben, spjót frá Afríku (fór ekki
vel í tollarana), Le Creuset-pottur frá Ameríku (vegur að-
eins um sjö kíló) og risaljósakróna er bara brot af því
besta. Sumt er bara flottara í útlandinu! Svo ég tali nú ekki
um ódýrara, þvílíkt sem ég er búin að spara.
Þessi sextíu og sjö kíló, auk handfarangurs
sem tók í axlir, fengu mig til að hugsa. Ekki um
allt sem ég keypti, það er ekkert óeðlilegt,
heldur þá staðreynd að maður pakki alltaf of
miklu á útleiðinni. Ég held að ástæðan sé fyrst
og fremst valkvíði á háu stigi, frekar en skipu-
lagsleysi. Ég bara get ekki valið á milli! Ef ég
skyldi fara fínt út að borða, sem maður gerir
nú yfirleitt, vil ég þá vera í kjól? Buxum og
topp? Jakka yfir? Spariskóm eða stígvélum?
Mun kannski rigna? Ef ég ætla út að hlaupa, vil
ég vera í bleika bolnum eða græna? Nike eða
Adidas? Þetta get ég ómögulega vitað fyrir-
fram!
Þannig að auðvitað endar þetta allt í tösk-
unni. Kannski það finnist námskeið sem getur
hjálpað mér að takast á við þetta lúxus-
vandamál?
Elton John er víst þekktur fyrir að ferðast um heiminn
með allan fataskápinn sinn og á hann töluvert meira af föt-
um, skóm og glingri en við hin. Hann var eitt sinn spurður
hvort hann gæti ekki tekið aðeins minna því hann var með
kannski þúsund bindi og hundruð jakkafata með sér í eitt
ferðalag. Viðkomandi spurði: „Geturðu ekki bara ákveðið
fyrirfram í hverju þú ætlar að vera?“ „Hvað meinarðu,“
spurði Elton hissa. „Jú, ég meina, þú ætlar að vera þrjá
daga, geturðu ekki bara ákveðið til dæmis að fyrsta kvöld-
ið farir þú í grænu jakkafötin og verðir með rauða bindið?“
Þetta fannst Elton hið mesta vitleysisráð og sagði: „What
if I feel pink that day?“ Mikið skil ég hann vel. asdis@mbl.is
Ásdís
Ásgeirsdóttir
Pistill
Að ferðast með fataskápinn sinn
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
FRÉTTASKÝRING
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Þorri launþega á von á tals-verðum launahækkunum ánæstu vikum, samkvæmtkjarasamningum. Umsam-
in laun og launatengdir liðir á öllum
almenna vinnumarkaðinum hækka
um 4,5% 1. maí næstkomandi, sem
er hátíðar- og baráttudagur verka-
fólks. Þá breytast launatöflur og
verða lágmarkslaun á landinu 280
þúsund kr. á mánuði fyrir fullt starf.
Launahækkunin kemur ofan á
mánaðarlaun í maí þannig að þeir
sem eru á eftirágreiddum launum fá
hækkunina greidda 1. júní. Þá fá
launþegar á almenna vinnumark-
aðinum hækkun orlofsuppbótar sem
verður 46.500 kr. 1. júní miðað við
fullt starf.
Fleiri hópar launamanna fá
hækkanir skv. kjarasamningum á
næstunni. Félagsmenn í Samtökum
starfsmanna fjármálafyrirtækja fá
öllu meiri launahækkun eða 5% um
næstu mánaðamót auk þess sem or-
lofsuppbót þeirra hækkar.
Starfsmenn hjá ríki og sveitar-
félögum fá einnig greiddar umsamd-
ar launahækkanir en mánuði síðar
en almenni markaðurinn eða 1. júní.
Samkvæmt yfirliti sem Starfs-
greinasambandið hefur birt á vef-
síðu sinni yfir launahækkanir félags-
manna þess hjá ríki og sveitar-
félögum á þessu ári þá hækka laun
starfsfólks sveitarfélaga 1. júní um
2,5% auk þess sem launatafla þeirra
breytist og hækkar um 1,7% að auki.
Þá fá starfsmenn sem eru hjá sveit-
arfélögum 46.500 kr. orlofsuppbót 1.
maí. Laun starfsfólks ríkisins hækka
um 4,5% þann 1. júní og orlofs-
uppbótin hækkar þar einnig í 46.500
kr. á sama tíma.
Félagsmenn í opinberum félög-
um eiga einnig von á hækkunum. Í
samningum BSRB-félaga er kveðið
á um 4,5% hækkun frá og með 1.
júní. Í úrskurði gerðardóms í máli 18
aðildarfélaga BHM frá í ágúst 2015
segir að félagsmenn þeirra í fullu
starfi eigi að fá 63 þúsund kr. ein-
greiðslu 1. júní næstkomandi en úr-
skurðurinn rennur út í lok ágúst
næstkomandi. Hjúkrunarfræðingar
fá 4,5% hækkun 1. júní skv. sama úr-
skurði kjararáðs en kjarasamningur
þeirra losnar hins vegar ekki fyrr 31.
mars 2019.
Í samningum Félags fram-
haldsskólakennara og ríkisins er
kveðið á um að kennarar fái 63 þús-
und kr. eingreiðslu 1. júní. Laun fé-
lagsmanna í Félagi grunnskólakenn-
ara hækkuðu um 3,5% 1. mars
síðastliðinn, sem er seinasta al-
menna hækkunin á gildistíma samn-
ingsins en í kjarasamningum grunn-
skólakennara er einnig kveðið á um
að kennarar fái persónuuppbót, eða
svokallaða annaruppbót, í lok hverr-
ar annar, sem kemur næst til
greiðslu 1. júní og hljóðar upp á
82.500 kr.
Atvinnurekendur taka
á sig aukinn kostnað
Til viðbótar við þær launakostn-
aðarhækkanir sem fyrirtæki lands-
ins og hið opinbera þurfa að standa
undir á næstunni taka atvinnurek-
endur á almennum markaði á sig
aukinn kostnað vegna lífeyris-
iðgjalda í sumar þegar annar áfangi
samkomulags Samtaka atvinnulífs-
ins og ASÍ um hækkun iðgjalda
launagreiðenda í lífeyrissjóði kemur
til framkvæmda. 1. júlí hækkar mót-
framlag atvinnurekenda í lífeyris-
sjóði og fer í 10%. Skylduiðgjald
launagreiðenda og launþega í lífeyr-
issjóði verður þá komið í 14% (4% ið-
gjald launþega og 10% iðgjald at-
vinnurekenda). Lokahækkunin á sér
svo stað 1. júlí á næsta ári en þá
hækkar mótframlag launagreiðenda
aftur um 1,5% stig og fer í 11,5%.
Laun hækka og ið-
gjaldið í 14% í sumar
Morgunblaðið/Eggert
Kjarabætur Laun hækka um 4,5% á almenna vinnumarkaðinum 1. maí og
margir opinberir starfsmenn fá sambærilegar hækkanir mánuði síðar.
Ætla má að nær allir launþegar
fái einhverjar launahækkanir nú
í byrjun sumars, annað hvort
um næstu mánaðamót eða í
byrjun júní. Samningar ASÍ og
Samtaka atvinnulífsins kveða á
um 4,5% hækkun 1. maí til fólks
sem er í fullu starfi en félags-
menn í aðildarfélögum ASÍ eru
um 116 þúsund talsins. Hag-
stofan birti nýverið tölur um
vinnumarkaðinn þar sem kom
fram að á tólf mánaða tímabili,
eða frá mars í fyrra til febrúar í
ár voru að jafnaði tæplega 17
þúsund launagreiðendur hér á
landi sem greiddu að meðaltali
um 181 þúsund einstaklingum
laun á þessu tímabili, og hefur
þeim fjölgað verulega. Ekki ligg-
ur fyrir hvað launakostnaður at-
vinnurekenda og hins opinbera
eykst í krónum talið við þessar
hækkanir en rifja má upp að
skv. álagningu skatta í fyrra
greiddu fyrirtæki og stofnanir
1.092 milljarða í laun, lífeyri og
launatengd gjöld á árinu 2015.
Nær allir fá
hækkun
VINNUMARKAÐURINN