Morgunblaðið - 25.04.2017, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 25.04.2017, Qupperneq 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. APRÍL 2017 ✝ Magnús fædd-ist 17. nóvem- ber 1935 og ólst upp í Reykjavík. Hann lést á Land- spítalanum 11. apr- íl 2017. Foreldrar Magnúsar voru Oddur Erik Ólafs- son, verkstjóri hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur, f. 17.3. 1905, d. 16.6. 1977, og kona hans, Guðný Maren Oddsdóttir, húsfreyja, f. 26.6. 1909, d. 1.3. 2010. Eftirlifandi eiginkona Magn- úsar er Svandís Pétursdóttir, f. 1.2. 1941, sérkennari. Þau giftu sig 7. ágúst 1965. Svandís er dóttir Péturs Ágústar Árnason- ar, sjómanns og verkamanns í Reykjavík, og konu hans, Helgu Jónsdóttur frá Tungufelli í Hrunamannahreppi. Sonur Svandísar og Magn- úsar er Pétur Magnússon, f. 16.2. 1971, forstjóri Hrafnistu- heimilanna. Kona hans er Ingi- björg Eydís Ingimarsdóttir, f. 30.8. 1973, hjúkrunarfræðingur. Börn þeirra eru: Ágúst Logi, f. 24.6. 1996, Magnús Árni, f. 25.1. 2003, og Svandís Erla, f. 8.3. 2011. Systur Magnúsar eru: Sigríð- rafveitustjóra og gegndi því til 1995. Árið 1995 var hann ráðinn veitustjóri Akranesveitu, sem var þá nýstofnuð og gegndi hann jafnframt starfi fram- kvæmdastjóra Andakílsárvirkj- unar og Hitaveitu Akraness og Borgarfjarðar. Þessum störfum gegndi Magnús fram á árið 2000. Magnús fór í Leiðsöguskól- ann í Kópavogi og starfaði sem leiðsögumaður á árunum 2002- 2013, aðallega með danska hópa. Magnús starfaði mikið í íþróttahreyfingunni. Var hann formaður ÍA 1984-1992 og vara- forseti ÍSÍ 1992-1997. Var heið- ursfélagi bæði í ÍA og ÍSÍ. Hann átti sæti í fjölda nefnda og gegndi fjölbreyttum trúnaðar- störfum fyrir íþróttahreyf- inguna, Akraneskaupstað og fleiri aðila. Á yngri árum starfaði Magn- ús í KFUM, bæði í Laugarnes- hverfinu og í sumarbúðunum í Vatnaskógi. Magnús var félagi í Oddfellow-reglunni og Gídeon- félaginu og stjórnarmaður í Sóknarnefnd Akraneskirkju. Hann var í nokkur ár formaður Orkusenatsins, félagi fyrrver- andi starfsmanna orkufyrir- tækja sem hafa unnið í tengslum við Samorku, samtök veitufyrir- tækja. Útför Magnúsar fer fram frá Akraneskirkju í dag, 25. apríl 2017, og hefst athöfnin kl. 13. ur Oddsdóttir Malmberg, f. 10.3. 1932, og Ólöf Jóna Oddsdóttir, f. 4.10. 1944. Að loknu námi í Laugarnesskólan- um fór Magnús í Kvöldskóla KFUM og Iðnskólann í Reykjavík, jafn- framt því sem hann lærði rafvirkjun hjá Vilbergi Guðmundssyni í Segli. Síðan stundaði hann framhalds- nám í rafmagnsdeild Vélskóla Íslands og rafmagnstækninám í Tækniskóla Kaupmannahafnar og tók lokapróf í mars 1964. Nám í rekstrar- og viðskipta- greinum tók hann í Endur- menntunarstofnun Háskóla Ís- lands 1992-1994. Magnús starfaði á háspennu- verkstæði og á verkfræðideild Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Hann kenndi um skeið rafmagnsfræði í Vélskóla Ís- lands og starfaði hjá Raftækja- smiðju Ólafs Tryggvasonar. Árið 1968 réðst hann sem raf- veitustjóri til Rafveitu Akraness og gegndi því starfi til 1974. Þá var hann ráðinn bæjarstjóri á Akranesi næstu fjögur árin og endurráðinn 1978-1982. Síðan tók hann aftur við starfi Í dag verður jarðsunginn tengdafaðir minn, Magnús Odds- son. Hann tók sér ýmislegt fyrir hendur um ævina en mig langar hér að minnast Magnúsar sem ástríks föður, tengdaföður og afa. Ég var á sautjánda ári þegar ég kynnist Pétri, syni Magnúsar og Svandísar. Ég stundaði þá nám við Fjölbrautaskóla Vestur- lands á Akranesi og fór að venja komur mínar á heimili þeirra á Bjarkargrundinni. Í minning- unni var alltaf gott að koma á Bjarkargrund. Ég man sérstak- lega hvað það var mikil ró og friður en á þessum tíma bjó ég á heimavist Fjölbrautaskólans og þar var oft mjög líflegt. Það var sérstaklega gott að læra undir próf í þessum rólegheitum og stjanað við mann með góðum veitingum. Magnús var mikið ljúfmenni og einn minn helsti stuðnings- aðili í gengum lífið. Hann var alltaf til staðar og hafði mikinn áhuga á öllu því sem við fjöl- skyldan tókum okkur fyrir hend- ur. Þegar ég hugsa til baka þá voru nánast dagleg símtöl þar sem hann var að spyrja hvernig við hefðum það, hvernig hitt og þetta hefði gengið en hann talaði nánast aldrei um sjálfan sig eða hvað hann hefði afrekað þrátt fyrir allt það sem hann hafði tek- ið sér fyrir hendur í lífinu. Margt af því er ég að uppgötva nú eftir andlátið. Einhvern veginn var Magnús alltaf til staðar eins og klettur þó að hann léti lítið fyrir sér fara. Þegar ég var 25 ára gömul greindist ég með krabbamein og þá var elsta barn okkar Péturs tveggja ára. Í þeim veikindum var Magnús okkar helsti stuðn- ingur en hann kom mjög oft og passaði þegar á þurfti að halda. Síðar þegar nafni hans og miðju- barn okkar hjóna fæddist byrjaði ég að vinna kvöldvaktir eftir fæð- ingarorlof. Þá kom Magnús frá Akranesi tvisvar til þrisvar í viku til að passa drenginn í nokkra klukkustundir, þannig að hann gat verið heima þar til hann fór í leikskóla. Magnús var mjög barngóður og mikill afi sem hætti aldrei að finnast gaman að leika sér. Það var fastur liður þegar barna- börnin komu í heimsókn að tefla skák og spila myllu. Einnig má ekki gleyma fótboltanum en það var alltaf farið í fótbolta á bak- lóðinni á Bjarkargrund. Hann sparkaði í bolta síðasta sumar og studdi sig þá við tvo stafi. Jafn- framt voru ófáir borðtennisleik- irnir teknir þegar hann kom í heimsókn til okkar og þar lét hann ekki parkinsonsjúkdóminn, sem hrjáði hann síðustu árin, stoppa sig. Fór hann síðast í borðtennisleik við nafna sinn í nóvember síðastliðinn. Hann hafði óbilandi áhuga á öllu sem krakkarnir okkar tóku sér fyrir hendur og fylgdist grannt með alveg fram á síðasta dag. Síðasta samverustund okkar var nokkrum dögum áður en Magnús lést. Þar ræddum við um allt milli himins og jarðar og gæddum okkur á stórum tertu- sneiðum, en Magnús var mikill sælkeri og fannst ekkert betra en fá sér góða tertusneið. Í dag er þessi stund mér mjög dýr- mæt. Elsku tengdapabbi, ég vil þakka þér fyrir allan stuðninginn og góðu stundirnar í gegnum ár- in. Hvíl í friði. Þín tengdadóttir, Ingibjörg Eydís Ingimarsdóttir. Elsku afi. Við viljum þakka þér fyrir all- ar góðu minningarnar í gegnum tíðinna. Þú varst alltaf svo hjálp- samur og varst sannkölluð fyr- irmynd sem við gátum alltaf litið upp til. Kærar þakkir fyrir allt Vertu, Guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. Höndin þín, Drottinn, hlífi mér, þá heims ég aðstoð missi, en nær sem þú mig hirtir hér, hönd þína eg glaður kyssi. Dauðans stríð af þín heilög hönd hjálpi mér vel að þreyja, meðtak þá, faðir, mína önd, mun ég svo glaður deyja. Minn Jesús, andlátsorðið þitt í mínu hjarta eg geymi, sé það og líka síðast mitt, þá sofna eg burt úr heimi. (Hallgrímur Pétursson) Ágúst Logi, Magnús Árni og Svandís Erla. Margar eru minningarnar þegar kær mágur er kvaddur. Magnús kom inn í fjölskylduna þegar hann kvæntist Svandísi, systur minni, og reyndist mér upp frá því kær vinur. Foreldrar mínir tóku honum opnum örmum og ekki spillti það gleðinni á bíl- lausu heimili að hann átti bíl og bauð okkur oft í bíltúra út fyrir bæ. Magnús sótti fundi hjá KFUM í Laugarnesinu eins og margir á þeim tíma og var þar einnig sveitarstjóri. Það, ásamt per- sónulegum kynnum af sr. Frið- riki Friðrikssyni, mótaði þá trú og lífsskoðun sem hann fylgdi til dauðadags. Hann var félagslynd- ur, átti auðvelt með að komast í samband við fólk, jafnt unga sem aldna, enda kom hann víða við í félagsstörfum. Hann vann alltaf heils hugar í því sem hann tók að sér. Það var notalegt að vera í návist Magnúsar, hann var við- ræðugóður og oftar en ekki fylgdu glettnislegar athuga- semdir eða kímin tilsvör. Hann hafði skemmtilegt skopskyn og á sínum yngri árum samdi hann gamansögur um köttinn Brand, sem frægt var í vinahópi. Hann var alltaf til í glens og grín þegar svo bar við. Hann fór ekki alltaf troðnar slóðir, gat verið fastur fyrir og fylgdi eigin sannfæringu. Samviskusemi var honum í blóð borin. Magnús sinnti vel fjöl- skyldunni, lét sér annt um stóra sem smáa, brá á leik með börn- unum og fylgdist með þeim af áhuga. Magnús var mikill áhugamað- ur um trjárækt. Í fallegum garð- inum þeirra hjóna á Bjarkar- grundinni ræktaði hann líka af nákvæmni m.a. kartöflur og jarð- arber. Þegar barnabörnin kom- ust á legg var þeim einnig út- hlutað kartöflureit að annast um. Hann naut sín líka vel í sum- arbústaðnum í Úthlíð, ekki síst eftir að sjúkdómurinn fór að gera vart við sig. Við Steen vorum tíð- ir gestir á heimilinu þegar við vorum á Íslandi. Alltaf var tekið á móti okkur, og öðrum úr dönsku fjölskyldunni, hvort held- ur sem var á Akranesi eða í sum- arbústaðnum. Ferðalögin með Magnúsi um landið eru okkur líka minnisstæð. Þá naut hann sín vel, fróður bæði um land og sögu enda lauk hann leiðsögu- mannaprófi þegar hann komst á eftirlaun. Við nutum þess líka að fá þau hjón í heimsókn til okkar í Danmörku, hefði þó gjarnan mátt vera oftar. Minnisstætt er okkur þegar Steen vildi gæða Magnúsi á austurlenskum mat, sem hann hafði mikið fyrir að elda. Þegar Magnús var spurður hvernig honum líkaði maturinn, Magnús Oddsson ✝ Guðrún Gunn-arsdóttir fæddist 15. janúar 1935 í Keflavík. Hún lést á Hrafnistu, Nesvöll- um, 8. apríl 2017. Foreldrar hennar voru María Lilja Jónsdóttir húsfreyja, fædd á Fossi í Stað- arsveit á Snæfells- nesi 18. júní 1916, dá- in 16. ágúst 1989 og Gunnar Sigurðsson, sjómaður, fæddur í Keflavík 8. september 1901, dáinn 1. mars 1968. Systkini hennar voru Guðný Gunnarsdóttir, f. 29. júlí 1933, d. 22. júní 2015, Sigurður Gunn- arsson, f. 25. nóvember 1941, d. 25. september 2015 og Ingibjörg Gunnarsdóttir, f. 20. mars 1953, gift Frímanni Guðmundssyni. Guðrún giftist 22. desember 1963 Hilmari Harðarssyni, f. 15. apríl 1938. Foreldrar hans voru Ingunn Valgerður Hjartar- 2007, Ólafur Gísli, f. 24. maí 2011. Guðrún Inga, f. 27. ágúst 1987, sambýlismaður Arnoddur Þór Jónsson, f. 10. júní 1983, börn þeirra Elísabet, f. 12. febr- úar 2009, Emelía Þórey, f. 5. júní 2014. Katrín Ósk, f. 4. jan- úar 1992. c) Gunnhildur, f. 20. október 1968, gift Ahmed Kall- el, f. 14. október 1959, barn þeirra Jasmín Ósk, f. 11. sept- ember 2011. d) Guðmundur Pét- ur, f. 11. febrúar 1972, sonur hans Gabríel Bergmann, f. 17 febrúar 2001, (barnsmóðir Hel- ena Guðlaugsdóttir, f. 18. nóv- ember 1978). Guðrún, sem er fædd og upp- alin í Keflavík, lauk skyldunámi sínu þar og hóf síðan sinn fyrsta búskap á Sandabraut á Akra- nesi. Eftir sjö ára búskap á Akranesi varð flutningur aftur á heimaslóðir í Keflavík og börnin voru orðin fjögur. Guð- rún vann lengst í HF og þótti vænt um það alveg þar til því frystihúsi var lokað. Þar tók við húsfreyjan með fullt hús af börnum og fjöri. Útför Guðrúnar fer fram frá Keflavíkurkirkju í dag, 25. apríl 2017, og hefst athöfnin klukkan 13. dóttir, f. 30. sept- ember 1909, d. 15. september 1980 og Hörður Runólfsson, f. 7. apríl 1911, d. 5. febrúar 2005. Börn Guðrúnar og Hilmars eru a) Ingunn María, f. 1. ágúst 1961, gift Ágústi Gunnars- syni, f. 10. júlí 1956, börn þeirra eru Sindri Már, f. 3. mars 1994 og Silja Mist, f. 22. mars 2003, fyrir átti Ágúst soninn Guðmund Magna, f. 3. september 1975. b) Þórey Ása , f. 2 janúar 1964, gift Jó- hannesi K. Jóhannessyni, f. 26 ágúst 1961, börn þeirra, Jóhannes Hilmar, f. 7. apríl 1982, d. 7. júlí 2016, sambýlis- kona, Jóna Rut Gísladóttir, f. 8. febrúar 1982, börn þerra, Sól- veig Amelía, f. 3. janúar 2005, Jóhannes Kristinn, f. 26. júlí Amma kær, ert horfin okkur hér, en hlýjar bjartar minningar streyma um hjörtu þau er heitast unnu þér, og hafa mest að þakka, muna og geyma. Þú varst amma yndisleg og góð, og allt hið besta gafst þú hverju sinni, þinn trausti faðmur okkur opinn stóð, og ungar sálir vafðir elsku þinni. Þú gættir okkar, glöð við undum hjá, þær góðu stundir blessun, amma kæra. Nú hinstu kveðju hjörtu okkar tjá í hljóðri sorg og ástarþakkir færa. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Elsku amma Gunna, við kveðj- um þig með söknuð í hjarta en vitum að nú ert þú í góðum hönd- um. Blessuð sé minning þín, við elskum þig. Sindri og Silja Mist. Hún steig út úr bílnum í gul- um, þröngum kjól. Háir skóhælar stungust í moldarjarðveginn á hlaðinu. Rósótt slæða lauslega bundin undir höku virtist ætla að fjúka af dökkum lokkunum en hlæjandi greip hún um höfuðið og tiplaði frjálsleg yfir á fastari jarð- veg. Fegurðardís úr Keflavík var ævintýrasjón fyrir fimmtán ára stelpu uppi í Borgarfirði á of stuttum rokkbuxum í trosnaðri peysu með fjósaskóflu í annarri hendi, reyna að stilla gjammandi hundinn með hinni. Guðrún mágkona mín kom úr annarri veröld inn í mína. Ég hafði beðið talsverðan tíma eftir að sjá hana – hafði bara séð mynd á hillu í herbergi Hilmars, bróður míns – fannst hún falleg- ust af öllum stelpunum á hillunni. Þarna stóð hún og heilsaði mér létt, eins og við hefðum þekkst lengi. Um jólin gaf hún mér bók, fyrstu fullorðinsbókina – ástar- sögu – gleymi ekki hugsandi augnaráði mömmu þegar hún leit bókina. Ég fann hins vegar til upphefðar í viðurkenningunni – nú stæði ég á þröskuldi fullorð- insára. Tveimur árum seinna bjó ég um tíma á fallegu heimili þeirra Hilmars á Akranesi. Hann á sjó næstum út í eitt en við löngum stundum tvær heima og svo seinna með Ingu Maju litlu, fyrstu yndisfrænkuna sem þau færðu mér. Ekki eitt einasta augnablik reyndi hún að siða mig eða sveigja, aldrei reiðiorð. Leyfði mér þvert á móti að njóta tímans, máta fallegu ævintýrakjólana og skóna, ekkert mál að lána mér dýrindis kuldaskó og hlífðarflík svo mér yrði ekki kalt á útstáels- inu og geti mætt Kínverjum strákanna á gamlárskvöld án þess að æpa af skelfingu. Á móti leit ég eftir litlu frænku minni og leiðbeindi Gunnu um það litla sem ég kunni í saumaskap. Báðar ungar með fjör í æðum æfðum við tjútt á stofugólfinu við Cliff Rich- ard eða Presley úr grammófóni stóra bróður. Árin eru undrafljót að líða, þau fluttu og ég flutti. Um tíma var eins langt á milli heimila og land- ið leyfði. Þrjú yndisleg frænd- systkini fæddust í viðbót, heil- brigð, hraust og lífsglöð. Þvílíkt barnalán. Sjómennska Hilmars þýddi langvarandi fjarveru frá fjölskyldu og þar kom að hann ákvað að fara í land til að gefa fjölskyldunni meiri tíma. Lífið var vinna og barnauppeldi. Á heimili þeirra aldrei lognmolla, stöðugt líf og fjör og ávallt sama glaðlega umburðarlyndið hjá mágkonu minni gagnvart lífs- krafti og uppátektum þeirra ungu. Líkaminn er hins vegar ólík- indatól og mágkona mín varð snemma fórnarlamb verulegrar heyrnarskerðingar, kvilla sem setti mark sitt á líf hennar og möguleika og ágerðist með árun- um. Þekktur fylginautur verulegr- ar heyrnarskerðingar er m.a. fé- lagsleg hömlun og óöryggi. Hörð örlög fyrir félagslyndu og lífs- glöðu mágkonu mína. Versnandi heilsan tók stjórnina. Síðustu áratugir í lífi hennar mörkuðust af veikindum sem hömluðu sam- skiptum sem áður höfðu verið hennar líf og yndi. Ég minnist með hlýju glað- lyndu hjálpsömu og velviljuðu mágkonu minnar sem studdi mig og opnaði heimili sitt án skilyrða. Þannig stuðningur er ekki öllum gefinn. Við Logi sendum hjartkærum bróður mínum og fjölskyldu hans samúðarkveðjur. Ólöf Þorvaldsdóttir. Staddur á erlendri grund fékk ég stutt skilaboð frá stóru systur: „Sæll bróðir, ég vildi bara segja þér að hún Gunna mágkona er dáin“, svo mörg voru þau orð. Þó svo að hún hafi átt við veikindi að stríða um langa hríð komu tíð- indin á óvart. Við kveðjustund hvarflar hug- urinn til liðinna samverustunda. Mér er í fersku minni er ég sá Guðrúnu mágkonu mína í fyrsta sinn. Það var á fermingardegi Lóu systur. Fjölskylda mín hafði flutt ári áður upp í Borgarfjörð að Narfastöðum í Melasveit, fæð- ingarstað föður okkar. Ferming- arveislan var haldin á gamla heimili okkar við Bjarkargrund á Akranesi þar sem Hilmar bjó. Náin frænka okkar, bjó þá um stuttan tíma í sama húsi og móð- ursystir Gunnu. Ég var eitthvað að sniglast hjá frænku þegar ég mætti óvenjuglæsilegri, skartbú- inni stúlku – aðkomustúlku – á leið í þá veislu. Ég varð hálf- hvumsa við, stúlkan minnti óneit- anlega á filmstjörnurnar sem ég hafði séð myndir af í Bravóblöð- um stóru systur. Ári seinna hitti ég þessa glæsi- legu stúlku aftur þegar bróðir kom með hana í fyrsta sinn í sveitina og kynnti fyrir fjölskyld- unni. Jafn glæsileg þótti mér hún þá og var talsvert stoltur af stóra bróður. Um tíma bjó ég hjá þeim Hilm- ari og Gunnu á Sandabrautinni, þá í fyrsta bekk í Gagnfræðaskól- anum á Akranesi. Það er ekki alltaf auðvelt fyrir ungling að dvelja á heimili annarra en dvöl mín á heimili Gunnu var góður tími. Litla frænka mín, Inga Maja, var nokkurra mánaða og mér stundum trúað fyrir því að að passa hana ef Gunna brá sér frá. Það þótti mér virðingarverk – hafði aldrei passað smábarn. Hjá Gunnu lærði ég líka að elda minn fyrsta rétt (og lengi vel þann eina) en það var að steikja egg í brauði og bræða ost ofan á. Einn hlut átti Gunna sem ég öfundaði hana mikið af en það var ferðaplötuspilari, sjálfvirkur og gat tekið í einu 12 stk. 45 rpm hljómplötur. Gunna var ekki sínk og ég fékk að nota spilarann óspart, man að fyrstu plötukaup mín voru Presley og Bill Hailey sem hljómuðu oft á fóninum. Gleymi seint kvöldi einu er ég var að búa mig til árshátíðar Gagn- fræðaskólans – þangað sem allir auðvitað ætluðu. Svo vildi til að Gunna átti líka erindi út þetta kvöld og vantaði pössun fyrir litlu frænku en gekk illa að leysa það mál, Lóa systir var harðákveðin í að fara á árshátíðina og allrar hugsanlegar barnfóstrur voru líka uppteknar. Eitt gott tromp átti Gunna samt í stöðunni – hrifning mín á spilaranum hafði ekki farið leynt – hún bauð mér hann til eignar ef ég myndi sleppa árshátíðinni og vera heima með frænku í staðinn. Þetta var kostur sem auralaus skólastrákur með tónlistaráhuga gat ekki hafnað. Á plöturnar var hlustað með nýrri tilfinningu það kvöld – vegna rausnar Gunnu hafði ég eignast grip sem ég naut vel og lengi. Liðnir tímar geyma margar minningar en ég læt hér staðar numið í upprifjun. Minningin um góða mágkonu sem ávallt tók litla bróður Hilmars opnum örmum lifir með mér. Við Gunnhildur sendum Hilm- ari bróður og fjölskyldu hans innilegar samúðarkveðjur. Steini Þorvaldsson. Guðrún Gunnarsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.