Morgunblaðið - 25.04.2017, Side 21
var svarið eftir litla þögn: bragð-
ið er „meget interessant“. Þetta
lýsti Magnúsi vel, hann vildi ekki
spilla ánægju Steens en gat samt
ekki leynt skoðun sinni á matn-
um. Þetta er enn notað sem orð-
tak innan fjölskyldunnar og oft
var Magnús minntur á það.
Að leiðarlokum er okkur hjón-
um efst í huga þakklæti fyrir að
hafa átt Magnús að, hann var ein
af styrku stoðunum okkar á Ís-
landi. Viðmóts hans, sem ein-
kenndist í senn af hlýju og
glettni, verður sárlega saknað.
Guð styrki Svandísi, Pétur og
fjölskyldu.
Blessuð sé minning Magnúsar
Oddssonar.
Sigríður J. Pétursdóttir og
Steen Lindholm.
Í dag er Magnús Oddsson
lagður til hinstu hvíldar, eftir
hægfara en að lokum snörp veik-
indi í lokin.
Ég var ekki hætt boltaleikj-
um, þegar Magnús á Hraunteigi
3 og Svandís frænka mín á Silf-
urteigi 3 fóru að fylgjast að og ég
fór að taka eftir þessum hávaxna
manni. En fjölskyldan á Silfur-
teigi 3 var alltaf hluti að tilveru
minni enda vorum við Svandís
systkinabörn og hist var á hátíð-
isdögum eins og um jól, á sjó-
mannadaginn og kosningadag
svo eitthvað sé nefnt. Eftir Dan-
merkurdvöl settust Magnús og
Svandís að á Akranesi, þar sem
þau störfuðu og reistu sér hús.
Nú urðu heimsóknir mér erfiðar,
ég varð alltaf sjóveik á Akra-
borginni og gat ekki gert vegleg-
um veitingum þeirra full skil. En
með Hvalfjarðargöngunum
breyttist allt til batnaðar. Ég á
margar góðar minningar frá
þessum samverustundum á
Akranesi og einnig frá sumarbú-
staðnum og úr gönguferðum. Allt
sem þau gerðu var þar gert með
nærgætni og hlýju. Magnús og
Svandís voru ætíð samhent og
samrýnd, ferðuðust mikið bæði
innanlands og utan og tóku Pét-
ur strax með sem ekki var vana-
legt á þeim tíma. Þau tóku virkan
þátt í ýmsum félagsmálum og
Magnús var góður íþróttamaður
og áhugamaður um fótbolta.
Magnús var mér ávallt ráða-
góður. „Vertu ekki að hika við
þetta.“ „Þetta er örugglega rétt.“
„Ekki fresta þessu.“ Launstríð-
inn og glettinn og það oft svolítið
á danskan hátt. „Ertu ekki að
fara í fjallgöngu?“ Og horfir á
bílinn minn fullan af skóm af
ýmsu tagi og allskyns drasli.
Þann 7. apríl síðastliðinn áttum
við Svandís og Lilla góða stund
með honum, borðuðum pönnu-
kökur og spjölluðum. Eins og
alltaf var hann áhugasamur og
spyr systur sína: „Hvernig geng-
ur hjá þér?“ Tilbúinn að hlusta
og hjálpa til við það sem rétt er.
Ég sendi fjölskyldum þeirra
Svandísar og Péturs og systkin-
um Magnúsar einlægar samúð-
arkveðjur. Ég þakka fyrir hlýja
samfylgd með virðingu og þökk.
Bryndís Kristiansen.
Aldrei hefur mér veist jafn
erfitt að festa á blað minning-
arorð og nú, þegar vinur minn til
70 ára, Magnús Oddsson, er fall-
inn frá. Leiðir okkar lágu saman
um 10 ára aldurinn, þegar faðir
minn hafði fengið lóð við Gullteig
og stóð þar í framkvæmdum.
Fyrsta árið bjuggum við inni í
Laugarneskampi og þar segist
Magnús fyrst hafa hitt mig er
hann knúði dyra til að spyrjast
fyrir eða rukka. Í dyrunum stóð
strákur, sem reyndi að snúa út
úr öllu sem hann sagði. Eftir
þessu man ég ekki, en hitt er víst
að þar hittust tveir jafnaldrar,
sem áttu eftir að halda vináttu
þar til yfir lauk. Þótt við værum
sjaldnast bekkjarfélagar bund-
umst við sterkum böndum innan
KFUM.
Okkar starfsstöð var í Laug-
arnesinu. Þar var Magnús í frá-
bærum hópi, hugmyndaríkur,
glaðvær og markviss. Þegar á
þurfti að halda samdi hann gam-
ansögur sem lifðu kynslóða á
milli innan starfsins. Trúin á Jes-
úm Krist sem frelsara var hon-
um eðlislæg og þar gat hann allt
sitt líf leitað trausts. Unglings-
árin renna í gegnum huga minn.
Hann var í „launuðu“ námi, ég í
skóla. Því var það mikill fengur
þegar hann eignaðist bílinn. Nú
gátum við kippt ýmsum með
okkur á rúntinn og orðið margs
vísari
En árin liðu. Ég lauk námi í
Danmörku og flutti nokkru síðar
á Akranes um það leyti sem hann
hóf nám ytra. Ég er ekki frá því
að vera mín og konu minnar á
Akranesi hafi orðið til þess að
hann réðst hingað einnig og tók
við starfi rafveitustjóra. Víst er
að ég hvatti hann til þeirrar
ákvörðunar. Með honum og
Svandísi konu hans fengum við
líka tvo öfluga starfsmenn í starf
KFUM og K á Akranesi, sem
blómstraði um þær mundir og
Akranes fékk traustan og öflug-
an stjórnanda, sem svo sannar-
lega hefur reynst traustsins
verður. Í áranna rás hlóðust á
hann margvísleg störf, sem urðu
þess valdandi að hann varð að
draga sig út úr virku KFUM-
starfinu. Í öllum þessum störfum
komu forystuhæfileikar og
skipulagsgáfur hans vel í ljós.
Stríðnispúkinn var taminn og í
stað hans kominn varkár stjórn-
andi, sem ekki flanaði að ákvörð-
unum, heldur kynnti sér málin
vel áður en hann myndaði sér
skoðun og tók ákvörðun.
Fréttin um andlát hans kom
mér í opna skjöldu. Ég hafði
komið til hans nokkrum dögum
fyrr og þóttist þekkja til veikinda
hans. Hafði fylgst með þeim um
nokkurra ára skeið og hvernig
þau höfðu eins og tekið völdin um
sl. áramót. Í huga mér er hryggð
og eftirsjá en þó einnig fullt af
þakklæti. Þakklæti fyrir þær ein-
stöku minningar sem ég á af
samveru og samstarfi við góðan
dreng. Þakklæti til Guðs fyrir
það að hafa leitt okkur saman í
trúarsamfélagi sem okkur var
dýrmætt. KFUM sér á eftir
tryggum félaga og fyrrverandi
verkamanni svo og Gídeonfélagið
á Akranesi og Kátir drengir, sem
er hópur gamalla KFUM-félaga
úr Laugarnesinu, sem haldið
hafa hópinn öll þessi ár. En hann
er kvaddur í þeirri fullvissu að
við megum í öruggri trú fela
hann í faðm þeim Guði sem hann
setti traust sitt á.
Ég og Sigurbjörg kona mín
vottum Svandísi, Pétri og fjöl-
skyldu hans okkar innilegustu
samúð. Guð blessi minningu
Magnúsar Oddssonar.
Jóhannes Ingibjartsson.
Meira: mbl.is/minningar
Í dag er kvaddur vinur minn,
Magnús Oddsson, fyrrverandi
bæjar- og veitustjóri á Akranesi.
Með Magnúsi er fallinn frá mikill
drengskaparmaður sem kom
víða við og hafði áhrif bæði sem
embættismaður og ekki síður í
leiðtogastörfum innan íþrótta-
hreyfingarinnar.
Það varð mín gæfa þegar ég
var ráðinn sem innheimtustjóri
hjá Akranesbæ 1975 af Magnúsi,
sem þá var bæjarstjóri og þar
með yfirmaður minn. Magnús
hafði mikinn metnað fyrir starfi
sínu hjá Akranesbæ, bæði varð-
andi rekstur og framkvæmdir.
Þá var honum mjög annt um að
starfsfólki bæjarins liði vel og
hann átti sinn þátt í að það var
samhentur og skemmtilegur
hópur.
Frá fyrstu kynnum kom okkur
Magnúsi vel saman og báðir
höfðum við mikinn áhuga á
íþróttum og þá sérstaklega
knattspyrnu. Hann hvatti mig
mjög til þátttöku í félagsmálum
og studdi mig á þeim vettvangi á
allan þann hátt sem honum var
unnt. Hann kom því þó fljótt á
framfæri að að hann væri KR-
ingur úr Vesturbænum, en með
árunum lét hann það smám sam-
an víkja og varð síðan einn af
hörðustu stuðningmönnum ÍA.
Magnús var formaður ÍA um
árabil og á þeim tíma sem hann
gegndi formennsku beitti hann
sér fyrir byggingu íþróttahússins
á Jaðarbökkum og um svipað
leyti voru fleiri mannvirki byggð
á íþróttasvæðinu. Er óhætt að
fullyrða að þar fór hann fremstur
í flokki þeirra sem þá voru við
stjórnvölinn.
Þegar ég hóf afskipti af stjórn-
málum og varð bæjarfulltrúi
1994 tók nýr kafli við í samskipt-
um okkar Magnúsar sem þá var
að nýju orðinn veitustjóri. Ég
kom fljótlega inn sem stjórnar-
maður í Akranesveitu og síðar
stjórnarformaður. Það var mikill
lærdómur að vinna með Magnúsi
að veitumálunum í nýrri stofnun.
Þar var enn til staðar sami metn-
aður hjá honum sem fyrr og ná-
kvæmur var hann í öllum sínum
verkum, stundum full-nákvæmur
að manni fannst. Í fararbroddi
hjá honum var þó alltaf að starfs-
fólkið fengi að njóta sín bæði í
leik og starfi. Eins var rík í hon-
um snyrtimennska og fegrun
umhverfisins og ber Rafveitu-
garðurinn og gróðursetning þar
og einnig við Andakílsvirkjun
honum fagurt vitni.
Það verða aðrir sem rekja lífs-
hlaup Magnúsar en ég vil með
þessum fátæklegu orðum þakka
honum tryggð og vináttu við mig
öll þessi ár. Við Skagamenn eig-
um honum mikið að þakka.
Ég votta aðstandendum
Magnúsar mína dýpstu samúð.
Gunnar Sigurðsson,
fv. forseti bæjarstjórnar
Akraness og stjórn-
arformaður Akranesveitu
og Andakílsárvirkjunar.
Mig langar að minnast vinar
míns, Magnúsar Oddssonar, með
örfáum orðum.
Við vorum nágrannar í
Laugarneshverfinu frá barn-
æsku og fram á fullorðinsárin.
Við urðum fljótt leikfélagar og
þegar aldurinn leyfði fórum við
að sækja fundi í KFUM sem þá
hélt fundi í litlu húsi neðst við
Kirkjuteig.
Þar störfuðum við síðar og
urðum sveitarstjórar, hvor með
sína sveit. Það kom fljótt í ljós að
Magnús var góðum hæfileikum
gæddur, var frjór í hugsun og
gat verðið gamansamur og
stundum svolítill grallari. Ég
minnist framhaldssögu sem við
sveitarstjórarnir sögðum á
sunnudagsfundum. Þetta var
saga sem við bjuggum til og hver
tók við af öðrum.
Það reyndist oft snúið og erfitt
að taka við sögunni þar sem
Magnús hafði endað. Magnús var
duglegur að fá drengi úr Klepps-
holtinu til að mæta á fundi, en
Kleppsholtið var hans svæði. Síð-
ar, eftir að við höfðum lokið iðn-
námi, lá leiðin til Kaupmanna-
hafnar í framhaldsnám, Ég fór á
undan Magnúsi í nám í bygging-
artæknifræði en Magnús í raf-
magnstæknifræði. Þá rak
KFUM í Kaupmannahöfn stúd-
entagarð (pensjonat) þar sem
námsmenn frá Íslandi, sem jafn-
framt voru félagar í KFUM, gátu
leigt herbergi og verið í fæði. Ég
var búinn að vera þarna í þrjá
vetur áður en Magnús kom út.
Það vildi svo skemmtilega til að
Magnús fékk herbergi við hliðina
á mínu. Þá voru einnig tveir aðrir
landar mættir í framhaldsnám,
Sverrir Norðfjörð í arkitektanám
og Guðmundur Hallgrímsson í
lyfjafræði. Við fengum því hagað
þannig að við höfðum fjögur her-
bergi á sama gangi og voru þau
innst á ganginum. Þarna mynd-
aðist góður félagsskapur og mikil
samheldni. Það varð að reglu að
líta upp frá námsefninu á kvöldin
og slappa af yfir tesopa og köku-
bita sem einn af okkur hafði tek-
ið með úr bakaríi. Á þessum
kvöldum var oft tekið fram tafl ef
ekki var Mogginn til staðar, en
hann var hægt að kaupa á járn-
brautarstöðinni. Sverrir var góð-
ur skákmaður og glímdu þeir
Magnús og hann oft. Einnig var
reynt að hlusta á fréttir að heim-
an á stuttbylgju ef skilyrði voru
góð. Magnús reyndist góður og
skemmtilegur félagi og nágranni.
Til að kynnast Sjálandi leigðum
við okkur VW-rúgbrauð og fór-
um í skoðunarferð. Þar held ég
að Magnús hafi átt frumkvæðið.
Þetta reyndist mjög skemmtileg
og eftirminnileg ferð. Það var
eins og að bilið á milli okkar yrði
langt, eftir að Magnús og Svan-
dís fluttu á Akranes, þó hittumst
við af og til í tengslum við fundi í
litlum kristniboðsflokki sem
stofnaður var á unglingsárum
okkar í Laugarnesinu. Hin seinni
árin kom það fyrir að við hitt-
umst í messu í nýlegri sveita-
kirkju í Úthlíð í Biskupstungum
þegar messað var á hátíðisdög-
um, en þau hjón höfðu keypt
sumarhús í landi Úthlíðar. Þegar
ég lít til baka finn ég til þakk-
lætis fyrir að hafa fengið að
kynnast og starfa með Magnúsi á
yngri árum. Við hjónin vottum
Svandísi, Pétri og fjölskyldu
hans okkar dýpstu samúð og
biðjum algóðan Guð að blessa
þau og styrkja í sorg þeirra.
Narfi.
Magnús Oddsson starfaði sem
veitustjóri og bæjarstjóri á
Akranesi. Hann helgaði Akra-
neskaupstað starfskrafta sína í
rúma þrjá áratugi. Magnús átti
jafnframt farsælan feril í starfi
innan íþróttahreyfingarinnar
bæði hér á Akranesi og á lands-
vísu. Magnús þekkti ég fyrst og
fremst persónulega í gegnum
son hans og góðan vin minn, Pét-
ur. Magnús var framsýnn og
ráðagóður og reyndist hann og
hans eftirlifandi eiginkona Svan-
dís Pétursdóttir mér alltaf vel.
Þeir sem þekkja Magnús af
störfum sínum eru sammála um
að Magnús var sómamaður, klók-
ur samningamaður en umfram
allt heiðarlegur. Akraneskaup-
staður þakkar Magnúsi Oddssyni
fyrir ómetanlegt starf í þágu
Akraneskaupstaðar og íþrótta á
Akranesi og sendi ég fyrir hönd
kaupstaðarins Svandísi, Pétri
vini mínum og fjölskyldu og öðr-
um aðstandendum innilegar
samúðarkveðjur. Af virðingu við
minningu Magnúsar er flaggað í
hálfa stöng við bæjarskrifstofur
Akraness í dag.
Sævar Freyr Þráinsson
bæjarstjóri.
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. APRÍL 2017
Virðing,
reynsla
& þjónusta
Allan
sólarhringinn
571 8222
Svafar:
82o 3939
Hermann:
82o 3938
Ingibjörg:
82o 3937
www.kvedja.is
svafar & hermann
Elskulegur bróðir minn,
STEINÞÓR JÓNSSON,
Litla-Botni,
lést á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á
Akranesi mánudaginn 17. apríl.
Útförin fer fram frá Akraneskirkju
fimmtudaginn 27. apríl klukkan 13.
Þorkell Jónsson
Ástkær móðir mín, amma og langamma,
HELGA ÞÓRÐARDÓTTIR
frá Ísafirði,
lést á Landakoti síðastliðinn fimmtudag,
20. apríl.
Pétur Njarðvík
Brynhildur Pétursdóttir Sigurður Jónsson
barnabarnabörn
Ástkær sonur okkar, bróðir og mágur,
BJARNI JÓHANNES ÓLAFSSON
tónlistarmaður,
Tjarnarlundi 10 h, Akureyri,
lést 19 apríl.
Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju
þriðjudaginn 2. maí klukkan 13.30.
Sigríður María Bjarnadóttir
Ólafur H. Sigurðsson Kolbrún Lára Vilhelmsdóttir
Sigurður Ólafsson Jóna Árný Þórðardóttir
Ragna Dögg Ólafsdóttir Sigurður Kári Jónsson
Helena Lind Ólafsdóttir
Hanna Lára Ólafsdóttir
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir,
afi og langafi,
PÁLL DAGBJARTSSON,
fv. skipstjóri,
Silfurbraut 8,
Höfn Hornafirði,
lést 18. apríl á hjúkrunarheimilinu
Skjólgarði, Höfn.
Útförin fer fram frá Hafnarkirkju föstudaginn 28. apríl
klukkan 14. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Skjólgarð,
Hornafirði.
Guðrún Magnúsdóttir
Dagbjartur Pálsson Þóra Sveinsdóttir
Vigfúsína Pálsdóttir Jóhann Kiesel
Magnús Pálsson Arna Steinsen
barnabörn og barnabarnabörn
Elsku bróðir okkar,
ÓLAFUR BERGMANN SIGURÐSSON,
til heimilis á Sævarstíg 6,
Sauðárkróki,
lést á Heilbrigðisstofnun Skagafjarðar
föstudaginn 21. apríl.
Útförin verður auglýst síðar.
Ragnar L. Sigurðsson
Gunnar M. Sigurðsson
og fjölskylda
Yndisleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
ÞORBJÖRG JÓNASDÓTTIR,
Dúbba,
fv. stöðvarstjóri P Flateyri,
lést á Landspítalanum 21. apríl.
Útförin fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 28. apríl
klukkan 11. Blóm afþökkuð en bent er á Björgunarsv. Sæbjörg
á Flateyri, kt. 470290-2509, banki 154-26-10272.
Guðmundur Jónas Kristjánsson
María Kristín Kristjánsdóttir, Sigurbjörn Svavarsson
Kristjana Þorbjörg Sigurbjörnsd., Jóhann Bragi Fjalldal
Björn Þór Sigurbjörnsson
Freyja María Fjalldal
Sigurbjörn Kári Fjalldal
Katrín Margrét Fjalldal