Morgunblaðið - 25.04.2017, Side 22

Morgunblaðið - 25.04.2017, Side 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. APRÍL 2017 ✝ Jón VignirKarlsson fædd- ist í Hafnarfirði 29. september 1946. Hann lést á heimili sínu, Klifsholti við Kaldársel, 17. apríl 2017. Foreldrar hans voru hjónin Vigdís Jónsdóttir, f. 4. ágúst 1921 í Tröð í Súðavík, d. 5. mars 2004, og Karl Gunn- ar Auðunsson, f. 22. ágúst 1916 í Hafnarfirði, d. 7. mars 1994. Bræður hans eru Auðunn, f. 1950, Níels, f. 1952, og Sigurður, f. 1956. Jón Vignir giftist 5. febrúar 1966 Hjördísi Eddu Ingvars- dóttur, f. 5. febrúar 1947. Börn þeirra eru: 1) Vigdís Jónsdóttir, f. 10. desember 1965, eiginmaður hennar er Daníel Helgason, f. 16. júní 1960. Börn þeirra eru a) inkona hans er Guðríður Lára Þrastardóttir, f. 4. febrúar 1982. Börn þeirra eru a) Þórdís Gyða, f. 2011,og b) Guðmundur Kári, f. 2013. 4) Karl Gunnar Jónsson, f. 24. maí 1977, eiginkona hans er Karolina Cyll, f. 9. nóvember 1984, þau búa í Noregi. Jón Vignir ólst upp í Hafnar- firði og bjó þar allan sinn búskap, utan nokkur ár er hann bjó með fjölskyldu sinni í Danmörku vegna atvinnu sinnar. Síðustu 14 ár hafa Jón Vignir og Hjördís Edda búið í sumarhúsi sínu Klifs- holti við Kaldársel. Jón Vignir lauk námi í Tækniskóla Íslands árið 1967og réði sig að námi loknu til IBM á Íslandi. Hann var um árabil framkvæmdastjóri hjá IBM á Íslandi og síðar hjá Ný- herja. Árið 1996 stofnaði hann með Sigurði bróður sínum Nýja tölvu- og viðskiptaskólann (NTV). Þeir bræður byggðu upp þann skóla frá grunni og var hann þar skólastjóri til ársins 2015. Útför hans fer fram frá Víði- staðakirkju í Hafnarfirði í dag, 25. apríl 2017, og hefst athöfnin kl. 11. Nils, f. 1984, b) Þor- gerður Elísa, f. 1988, sambýlis- maður Þorgerðar er Davíð Arnar Reynisson, f. 1988, og sonur hans er Þórður Axel, f. 2009. c) Jón Vignir, f. 1991. 2) Ingvar Jónsson, f. 14. des- ember 1969, sam- býliskona hans er Sigrún Eiríksdóttir, f. 22. júlí 1972. Börn Ingvars frá fyrri sam- böndum eru a) Markús Vilberg, f. 1991, sambýliskona Markúsar er Ingibjörg Ósk Jóhannsdóttir, f. 1993, og eiga þau tvö börn, Krist- nýju Ósk, f. 2011, og Jóhann Inga, f. 2016. b) Jóhann Birgir, f. 1994. Börn Ingvars og Sigrúnar eru c) Ásbjörn Ingi, f. 2002, og d) Hjördís Edda, f. 2006. 3) Grímar Jónsson, f. 19. febrúar 1976, eig- Páskadagur var afskaplega fallegur dagur í Klifsholti við Kaldársel. Sólin skein og náttúr- an var bæði friðsæl og falleg. Þetta var síðasti dagurinn hans pabba með okkur, við vissum að hverju stefndi og gættum þess að vera hjá honum þennan fallega dag þar til lífsgöngu hans var lokið aðfaranótt annars í pásk- um. Stundin var bæði ljúf og sár, við hefðum svo gjarnan viljað hafa hann hjá okkur lengur og lífsvilji hans var sterkur. En þrekið var búið eftir langa og stranga baráttu og nú hefur hann fengið hvíldina. Pabbi talaði oft um það und- anfarna mánuði að þó að árin mættu verða fleiri þá hefði hann þó átt gott líf. Það átti hann en hann mótaði það líka sjálfur með fádæma dugnaði, gleði og góð- mennsku. Hann vildi öllum vel og lagði sig fram um að gera öðru fólki gott. Hann var kletturinn í lífi mömmu og okkar systkinanna og við gátum alltaf leitað til hans með bæði stórt og smátt. Pabbi var mjög kappsamur og metnaðarfullur. Hann lagði sig ávallt allan fram í þeim verkefn- um sem hann tók að sér, tók þau alvarlega og náði góðum árangri. Hann tók hins vegar sjálfan sig aldrei alvarlega og gerði oft grín að sjálfum sér og aðstæðum sín- um. Hann gat verið skemmtilega utan við sig og gekk stundum til verka af meira kappi en forsjá og úr þeim aðstæðum urðu til marg- ar skemmtilegar sögur sem halda áfram að kæta okkur um ókomin ár. Þessar sögur köllum við „Nonnasögur“ og hann var hvað duglegastur sjálfur að miðla þeim til gleði og skemmtunar. Pabbi var afskaplega jákvæð- ur maður og hafði mikla trú á fólkinu í kringum sig. Hann hafði alltaf óbilandi trú á okkur systk- inunum og það er alveg sama hvaða verkefni ég hef tekið að mér í gegnum lífið, alltaf hefur pabbi verið til staðar með hvatn- ingu, uppörvun og góð ráð. Stundum fannst mér nóg um já- kvæðni pabba og hafði áhyggjur af því að þetta viðmót blindaði sýn hans á breyskleika fólks og ylli honum vonbrigðum en stað- reyndin er hins vegar sú að það gerðist yfirleitt ekki heldur varð þetta viðmót hans til þess að auðga bæði líf hans sem og ann- arra í kringum hann. Í lífinu fær maður það sem maður gefur. Ég er þakklát fyrir að hafa átt hann pabba að í öll þessi ár, þakklát fyrir góða fyrirmynd, endalausa hvatningu, óbilandi trú og aðstoð og þakklát fyrir hafsjó af góðum og skemmtileg- um minningum um góðan mann. Guð blessi minningu pabba míns. Vigdís Jónsdóttir. „Ólæknandi krabbi í brisi, lif- ur, lungum og nýra,“ sagði pabbi í símann, nýkominn frá læknin- um. Þetta var lýsandi fyrir gamla, ekkert drama, enginn fjölskyldufundur, hann bara sagði hlutina eins og þeir voru. Ég fann tárin byrja að leka niður kinnarnar. Tilfinningarnar hrúg- uðust upp. Pabbi var nýbúinn að selja NTV og ætlaði að fara að njóta ævistarfsins með mömmu, ferðast og spila meira golf. Þetta var 22. janúar í fyrra. Áður en pabbi greindist var hann búinn að panta ferð fyrir alla fjölskylduna í sólina. Skila- boðin frá lækninum voru á þann veg að líklega væri best að flýta ferðinni eins og hægt væri þar sem útlitið væri ekki gott. En annað átti eftir að koma á dag- inn. Baráttuviljinn, æðruleysið og þrautseigjan sem einkennt hefur pabba alla tíð endurspegl- aðist í allri hans þrautargöngu. En þó svo að hann hafi unnið fleiri orrustur en nokkur átti von á þá tapaði hann samt stríðinu að lokum. Undir það síðasta spurði ég pabba hverju hann væri stoltast- ur af, þegar hann liti til baka. Það stóð ekki á svarinu. „Ég er stoltastur af ykkur – börnunum mínum,“ sagði hann án þess að hugsa sig um. Vissulega þótti mér vænt um að heyra það. Öllum hefur okkur vegnað ágætlega í lífinu en við bjuggum líka við þau forréttindi að eiga yndislega foreldra og fá gott og ástríkt uppeldi. Í þau rúmu 50 ár sem mamma og pabbi voru gift varð ég aldrei vitni að rifrildi eða ósætti á milli þeirra. Mamma átti það reyndar alveg til að „dramast“ aðeins en pabbi hélt alltaf ró sinni. Hann var kletturinn í fjölskyldunni, ró- legur, yfirvegaður og þolinmóð- ur. Mér fannst hann reyndar stundum þver og þrjóskur en átt- aði mig á því með tímanum að það var hans leið að kenna mér að hugsa áður en ég fram- kvæmdi. Pabbi vildi öllum vel. Hann elskaði að sjá fólkið sitt og nem- endur vaxa í kringum sig. Pabbi var mannræktandi. En það var líka önnur hlið á pabba sem við elskuðum öll. Það var hvað hann var oft seinheppinn. Mig grunar að það hafi ekki verið auðvelt fyrir hann að út- skýra fyrir lækninum á slysa- varðstofunni að hann hefði óvart lamið mömmu í hausinn með flaggstönginni. Hann vildi bara vel þegar hann talaði ensku við heyrnarlausa manninn sem var að selja happdrættismiða. Þegar hann endaði á nærbuxunum frammi á gangi á fína hótelinu, var á leiðinni á klósettið og gleymdi að setja á sig gleraugun. Svo hafði hann bara um svo margt að hugsa þegar hann tók með sér ruslapokann með heim- ilisruslinu í strætó – frá Hafn- arfirði til Reykjavíkur og fór með hann í vinnuna. Af öllu í lífinu, svo langt sem það nær, er ég stoltastur af hon- um pabba mínum. Hann hefur alla tíð verið og verður um ókomna tíð mín stóra fyrirmynd í lífinu. Heilindi, eljusemi og dugn- aður var það sem einkenndi hann fremur öðru og með þau gildi og óþrjótandi kærleika að leiðarljósi fyllti hann í bresti hjartans á vegferð sinni í gegnum lífið. Sorgin er mikil og þung í dag en ég veit að hún mun víkja fyrir gleðinni – gleðinni yfir því hvern- ig pabbi lifði. Það góða í pabba mun lifa í hjörtum okkar um alla tíð. Ingvar Jónsson. Minningar streyma fram, fyrst og fremst um góðan dreng, vin og frænda, Jón Vigni, eða Nonna eins og okkur var tamt að kalla hann. Við Nonni vorum systkinabörn, jafnaldrar og höf- um því átt samfylgd í um sjö ára- tugi. Nú er komið að kveðju- stundinni. Ég man ekki eftir að nokkurn tíma hafi borið skugga á vináttu okkar. Samband Auðuns- fjölskyldunnar var alla tíð náið og nálægðin, hvað varðar búsetu í miðbæ Hafnafjarðar, jók enn á sambandið. Við áttum mjög góða og dýrmæta samleið, í leik, skóla og fjölskyldulífi. Snemma kom í ljós að Nonni var öflugur námsmaður og fékk hvarvetna góðan vitnisburð, hann hafði ekki verið lengi við framhaldsnám þegar hann var „sóttur til starfa“ af Ottó A. Mic- helsen, forstjóra Skrifstofuvéla, síðar IBM á Íslandi. Tölvutækn- in var að ryðja sér til rúms og hér var kominn starfsvettvangur sem hentaði Nonna vel. Starfs- námið fór að miklu leyti fram hjá IBM í Danmörku, náði hann fljótt góðum tökum á nýju tækninni og var sendur til fjölda landa til fyrirlestrahalds á veg- um fyrirtækisins. Var hann ásamt fjölskyldunni búsettur um tíma í Danmörku vegna starfs- ins. Eftir að fjölskyldan flutti heim var Nonni einn af forsvars- mönnum IBM á Íslandi, eða þar til hann stofnaði, ásamt öðrum, Nýja tölvu- og viðskiptaskólann, NTV. Nonni var lánsamur í fjöl- skyldulífinu, eiginkonan, Hjördís eða Dísa, eins og okkur er tamt að kalla hana, stóð eins og klett- ur með sínum manni. Eignuðust þau fjögur einstaklega dugleg börn. Dísa þurfti oft ein að stýra búi og börnum vegna tíðra starfsferða Nonna til útlanda á fyrri hluta starfsævinnar. Við innleiðingu nýju tölvutækninnar var öflugt hugmyndaflug nauð- synlegt og krafðist starfið sér- stakrar einbeitingar hjá Nonna. Trúlega hugsaði hann í tölvu- lausnum og gátu stundum önnur mál utan starfsins komið skemmtilega á óvart. Þolinmæði Dísu kom sér þá oft vel. Nonni hafði allt frá æsku öflugt hug- myndaflug og þess vegna hentaði honum einstaklega vel að fást við tölvutæknina. Nonni var sérstaklega fé- lagslyndur maður, gekk m.a. til liðs við Frímúrarastúkuna Ham- ar í Hafnarfirði í janúar 1983 og er ég hreykinn af að hafa átt hlut að inntöku hans. Starfaði hann einnig fyrir Golfklúbbinn Keili o.fl. félög. Alls staðar var fengur að þátttöku hans. Fyrir u.þ.b. einu og hálfu ári greindist Nonni með alvarlegan sjúkdóm. Höfðu þau hjónin þá nýverið komið starfsemi NTV í hendur annarra og ætluðu að eiga meiri tíma fyrir sig sjálf. Því miður fór tíminn í erfiða baráttu vegna sjúkdómsins, þar var Dísa, sem fyrr, kletturinn við hlið Nonna. Nú þegar við kveðjum og þökkum samfylgdina biðjum við góðan Guð um að fylgja elsku Nonna. Við hjónin eigum dýr- mætar minningar um einstak- lega góðan dreng, þökkum sam- fylgdina og sendum fjölskyldunni einlægar samúðar- kveðjur. Hersir og Guðrún. Látinn er í Hafnarfirði Jón Vignir Karlsson, kerfisfræðingur og fyrrverandi skólastjóri Nýja tölvu- og viðskiptaskólans, á 71. aldursári. Það hefur verið haft á orði að þeir sem guðirnir elska deyi ung- ir. Þótt Jón Vignir hafi verið kominn af léttasta skeiði var hann samt ungur, ekki sízt í and- anum og víst er að erfitt er að ímynda sér annað en að öllum heimsins guðum hafi þótt vænt um þennan öðlingsdreng, sem öllum vildi gott gera og allra manna vanda leysa af dæmafárri hlýju og hjálpsemi. Hann verður því án efa aufúsugestur á nýju tilverustigi í öðrum heimi. Leiðir okkar Jóns Vignis lágu saman í árdaga tölvualdar er hann réðst til starfa hjá Ottó A. Michelsen skrifvélameistara, þar sem ég hafði starfað um nokkurt skeið. Þessi ungi maður hafði átt glæstan feril í Tækniskólanum að ógleymdum síldveiðum í Norðurhöfum. Það vafðist fátt fyrir þessum tæknimenntaða sjóara er að því kom að setja sig inn í flókna veröld tölvunnar, sem á þessum árum var flestum dulinn heimur og þekktist vart í skólakerfinu nema af afspurn. Við áttum síðan samleið í nær- fellt þrjá áratugi hjá IBM á Ís- landi og síðar Nýherja. Jón Vign- ir gegndi jafnan stjórnendastöðum og má segja, að með hæfileikum sínum og dugnaði hafi hann átt drjúgan þátt í velgengni tölvufyrirtækis- ins IBM og jafnframt unnið markvert brautryðjandastarf í tölvumálum landsins. Í hans tíð átti sér stað mikill innflutningur á tækniþekkingu og viðskiptalífið ásamt skólum landsins kynntist því bezta sem þá var völ á á sviði tölvutækninnar. Framfarir voru stórstígar og var aðdáunarvert hvernig Jón Vignir fetaði sig í gegnum þá refilstigu af stakri elju, einstakri kostgæfni og með tilsvarandi árangri fyrir íslenzkt samfélag. Torveld mál urðu gjarnan auðveld í höndum þessa drenglundaða heiðursmanns. Skarpur hugur og glögg hugs- un ollu því að Jóni Vigni tókst jafnan að fara farsælar og feng- sælar leiðir í starfi sínu. Heið- arleiki hans og trúmennska gagnvart viðskiptavinum mótuðu jafnan viðhorf hans til þeirra. Hann var hollráður og ráðagóður og ávann sér þannig traust við- skiptamanna sinna. Hann bar virðingu fyrir keppinautum en var jafnframt fastur fyrir og ákveðinn, ef því var að skipta, en jafnan á forsendum gæða þeirra afurða, sem hann var að mark- aðssetja. Einhvern veginn urðu menn ekki mikið varir við kapp- semina og metnaðinn, sem hann átti sannarlega nóg af. Ótvíræðir hæfileikar hans í mannlegum samskiptum áttu sinn þátt í því. Jón Vignir var skarpvitur hæfileikamaður. Hann var líka einstakur mannkostamaður. Það var auðvelt að láta sér þykja vænt um hann vegna mann- gæzku hans og hins góða hugar, sem hann jafnan bar í brjósti til samferðamanna sinna. Hann hafði skopskyn gott og var þol- inmóður gagnvart þeim sem vit- grannir voru. Lítillætið var hans aðalsmerki og hófsemin var í öndvegi hjá honum. Hann hafði hjarta úr hvítagulli. Það eru mikil forréttindi að hafa átt öðlinginn Jón Vigni að samferðamanni. Af þessum góða dreng mátti margt læra. Minn- ingin um hann mun því jafnan lifa. Sverrir Ólafsson. Í dag kveðjum við Jón Vigni Karlsson, yfirmann okkar og vinnufélaga hjá IBM á Íslandi, Nýherja og NTV, einnig brids- spilafélaga og kæran vin í ára- tugi. Jón Vignir vann hjá IBM á Ís- landi öll 25 árin sem fyrirtækið starfaði, frá 1967 til 1992, og sem einn af æðstu og áhrifamestu yf- irmönnum IBM tók hann virkan þátt í þeirri byltingu sem tölvu- tæknin hefur skapað. Hann var einn af stofnendum Nýherja og starfaði þar til 1996 er hann stofnaði ásamt bróður sínum tölvuskólann NTV sem hann rak þar til hann seldi skól- ann haustið 2015. Það eru margar ánægjustund- irnar sem við höfum notið með honum við spilaborðið undan- farna áratugi. Einnig eru minn- isstæðar samverustundirnar með Jóni og Dísu m.a. þegar hann starfaði hjá IBM erlendis í nokk- ur ár og svo skemmtiferðirnar til útlanda, til Parísar, siglingin um síkin í Englandi og víðar auk margra ferða innanlands. Jón var mjög góður yfirmaður og félagi, léttur í lund og skipti sjaldan skapi. Hann treysti und- irmönnum sínum fyrir ábyrgðar- miklum verkefnum og naut virð- ingar samstarfsmanna og viðskiptavina. Við vottum Hjördísi og öðrum aðstandendum okkar innilegustu samúð. Bergsveinn Þórarinsson, Ómar Kristinsson, Sigurður Bergsveinsson, Sigurður S. Pálsson og eiginkonur. Mér finnst vorið yndislegur árstími. Dagarnir lengjast. Fugl- arnir syngja. Sól hækkar á lofti. Sumarið boðar komu sína. Allt verður einhvern veginn bjartara og fallegra. En síðasta mánudag dimmdi þó alveg um stund. Ágústa hringdi í mig og sagði mér hvers kyns væri. Að Nonni blessaður hefði kvatt þennan heim. Þrátt fyrir að þessi tíðindi hefðu ekki beinlínis komið á óvart, finnur maður alltaf fyrir tómleika og vanmáttarkennd þegar dauðinn knýr dyra. Nonni var flottur. Algjör öð- lingur. Hafði rólega og hlýja nærveru og var hógvær og lít- illátur í allri framkomu. Ég hitti Nonna fyrst, ætli það hafi ekki verið 2005 eða 2006. Mig minnir að Ingvar hafi platað mig til að spjalla við hann um þann mögu- leika að ég tæki að mér kennslu í NTV. Það fór strax vel á með okkur. Og bar aldrei neinn skugga á. Ekki einu sinni þegar ég gerði hraustlega upp á bak í Póllandi um árið! Þá var það ekki til að spilla fyrir að hann var mik- ill stuðningsmaður Hauka en pabbi hans var einn af stofnfélög- um og fyrsti formaður félagsins. Ég stríddi honum reyndar stund- um á því að hann væri eiginlega orðinn meiri Keilismaður (golfið) og FH-ingur (Jóhann Birgir) en Haukamaður. Var þá ýmist glott eða hlegið. Nonni reyndist mér vel alla tíð, hvort heldur var inn- an skólans eða utan. Fyrir það er ég ævinlega þakklátur. Guð blessi lífs þíns brautir, þitt banastríð og þrautir og starfs þíns mark og mið. Við hugsum til þín hljóðir. Að hjarta sér vor móðir þig vefur fast og veitir frið. (E. Ben.) Um leið og ég þakka Nonna samfylgd og vináttu og bið Guð um að blessa hann og geyma, votta ég Dísu, börnunum og öll- um ættingjum og ástvinum mína innilegustu samúð. Algóður Guð styrki ykkur og styðji. Minningin um góðan dreng mun lifa um alla framtíð. Þorsteinn Gunnar/ Steini Aðalsteins. Elsku besti Nonni minn. Það eru ótal minningar sem ég ylja mér við þessa dagana eftir að þú fékkst hvíldina frá illvígum sjúkdómi. Þakklæti er mér efst í huga, ég er þakklát fyrir þá gæfu sem mér hlotnaðist við það að fá að hafa þig og dásamlegu fjöl- skylduna þína í mínu lífi. Þegar ég fæddist varst þú í Kaup- mannahöfn en fékkst fréttirnar þó nær strax eftir að ég fæddist. Þegar þú komst heim gafstu mér tvo kjóla, annan rauðan og hinn bleikan og hvítan. Þetta voru fyrstu kjólarnir sem ég eignaðist og á ég þá báða enn. Þeir eru mér afskaplega dýrmætir, ég mun aldrei gleyma því þegar ég fór með annan þeirra til þín und- ir lok veikinda þinna og sýndi þér. Frá því að ég man eftir mér hafa Dísa og Nonni verið risa partur af mér og mínu lífi. Alveg sama hvað ég hef tekið mér fyrir hendur í lífinu, þau hafa alltaf stutt mig 100% og sýnt öllu áhuga. Ég hef aldrei kynnst fólki eins og þeim, bæði með hjarta úr gulli, alltaf jákvæð og sjá lausnir en ekki vandamálin. Þau voru ófá skiptin þar sem ég sat uppi hjá Dísu og Nonna þegar ég var yngri, þar gat ég alltaf treyst á að fá ást, um- hyggju, hlýju og góðan mat. Samgangurinn á milli hæðanna var gríðarlegur, foreldrar mínir, Dísa og Nonni og svo við börnin alltaf eitthvað að brasa. Ef það var ekki veisla, þá var það mat- arboð, hamagangur úti í garði, eða allir að hjálpast að við að mála húsið. Gamlárskvöldin voru ógleym- anleg. Ég var að renna í gegnum myndir með fjölskyldu minni daginn sem þú fórst, Nonni minn, og ég fann svo sterkt hlýjuna í hjartanu sem ég ber frá þessum tímum. Fréttirnar um að Dísa og Nonni væru að fara að flytja reyndust mér þungbærar. Ég fór að hágráta, sorgin var nístandi. Ég vissi ekki hvernig ég ætti að lifa lífinu á Blómvang- inum án þeirra. En það varð nú þannig að áramótahefðin okkar hélt, þið komuð í öll boð og veisl- ur og voruð áfram þessi stóri hlekkur í mínu lífi og barnanna minna líka. Dísa og Nonni hafa alltaf verið partur af lífi mínu, þá staðreynd að Nonni hafi veikst og svo horfið á braut er erfitt að horfast í augu við. Áfallið var mikið þegar frétt- ir af veikindunum dundu yfir og þó svo að það hafi verið vitað að þau væru ólæknandi, var áfallið ekki minna þegar fréttir af frá- falli þínu bárust. Æðruleysi þitt í veikindunum var ótrúlegt, húm- orinn aldrei langt undan og alltaf voru knús í boði. Elsku Nonni, takk fyrir að hafa fyllt líf mitt af gleði, ást og kærleika og takk fyrir að kenna mér allt sem þú kenndir mér. Takk fyrir að hvetja mig áfram í því sem ég geri og fyrir að þykja vænt um mig. Það hafa verið for- réttindi að eiga „skápabba“ eins og þig. Jón Vignir Karlsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.