Morgunblaðið - 25.04.2017, Side 24

Morgunblaðið - 25.04.2017, Side 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. APRÍL 2017 ✝ Erling SnævarTómasson fæddist 10. júní 1933 í Tungu í Ön- undarfirði. Hann lést á heimili sínu 11. apríl 2017. Foreldrar hans voru Ólöf Björns- dóttir, f. 1911, d. 1976, og Tómas Nissen, f. 1903, d. 1962. Stjúpfaðir Bóas Jónatansson, f. 1905, d. 1977. Systkini Erlings eru: Guð- rún, f. 1939, Sigurgeir, f. 1948, Lóa Björk, f. 1951, d. 1974. Erling kvæntist Ingibjörgu Magnúsdóttur frá Ketilsstöðum í Hvammssveit, f. 9. mars 1932, d. 25. júlí 2009. Börn þeirra eru: 1) Lára, f. 1954, maki Þor- steinn Á. Henrysson, f. 1953, d. 2015, þau eiga einn son, Henry Á. Þorsteinsson, maki Veronica Thorsteinsson, f. 1978, þau eiga fjögur börn. 2) Ólöf, f. 1956, maki Þor- steinn Jóhannesson. Börn henn- ar: a) Ingibjörg, f. 1985, maki Guðmundur Vignir Sigurðsson, f. 1985, þau eiga tvö börn. Faðir Ingibjargar er Sigurður Harð- 6) Heiða, maki Rúnar Sigtryggsson, f. 1972, börn þeirra eru: a) Sigtryggur Daði, f. 1996, b) Andri Már, f. 2002, c) Eva Ingibjörg, f. 2006. Auk þess á Rúnar soninn Aron Rúnarsson Heiðdal, f. 1995. Erling ólst upp hjá móður sinni og stjúpföður í Tungu í Ön- undarfirði fram til 1942 en þá flutti fjölskyldan til Flateyrar þar sem Erling hóf sína skóla- göngu. Erling stundaði því næst nám við Héraðsskólann á Núpi. Árin 1948-1952 stundar Erling nám við Menntaskólann á Laug- arvatni en útskrifast frá MR 1952. Kennaraprófi er lokið 1954 og BA-prófi í sögu og landafræði frá HÍ 1957. Erling hóf störf við Lang- holtsskóla 1955 og starfaði þar til 1996, sem kennari 1955-1968, yfirkennari 1968-1973, skóla- stjóri 1973-1996. Erling gegndi einnig stöðu aðstoðarskóla- stjóra Vinnuskóla Reykjavíkur 1967-1974 og skólastjóra 1974- 1980. Erling unni landinu og gjör- þekkti. Hann var óþreytandi í því að miðla fróðleik og þekk- ingu til sinna nánustu og þar naut kennarinn sín. Erling var alla tíð mikill útivistarmaður og lagði stund á göngu- og skíða- ferðir. Útför Erlings fer fram frá Bústaðakirkju í dag, 25. apríl 2017, og hefst athöfnin kl. 13. arson, f. 1957. b) Steinunn Ólafar- dóttir, f. 1987. Fað- ir Steinunnar er Kristján Karlsson, f. 1960. 3) Björn, f. 1957, maki Bergþóra Valsdóttir, f. 1958, börn þeirra eru: a) Valur, f. 1979, maki Björg Ýr Jóhanns- dóttir, f. 1976, þau eiga þrjár dætur. b) Inga Lára, f. 1985, maki Kári Hreinsson, f. 1986. c) Kristján Þór, f. 1991. d) Lóa Björk, f. 1993. 4) Magnús Ingi, f. 1965, maki Sunna Ólafsdóttir, f. 1965, þau skildu. Synir þeirra eru: a) Magnús Orri, f. 1988, b) Emil Már, f. 1992, c) Daníel Máni, f. 1997. Fyrir átti Magnús dótt- urina Ástríði, f. 1983, maki Sölvi Signhildar-Úlfsson, dóttir þeirra er Hjördís, f. 2016. Móðir Ástríðar er Hjördís Gunnars- dóttir, f. 1965. 5) Már, maki Halla Gunnars- dóttir, f. 1970, börn þeirra eru: a) Guðbjörg Lára, f. 1994, b) Er- ling Hugi, f. 1997, c) Logi Heið- ar, f. 2003, d) Sölvi Geir, f. 2005. Heimsins besti tengdapabbi. Það var hann svo sannarlega hann Erling Snævar, tengda- pabbi minn, í næstum 24 ár. Elsku tengdapabbi minn fékk ekkert sérlega langan aðlögunar- tíma frá því að Már, sonur hans, kynnti mig fyrir honum að ég hreinlega flutti inn á heimilið og ekki man ég til þess að Erling og Inga hafi nokkurn tíma verið spurð. Þetta unga fólk. Þó svo að hratt hafi verið farið af stað hjá okkur Má þá virtist þessum æðibunugangi vera vel tekið af þeim hjónum, Erling og Ingu, og ég umvafin frá fyrstu kynnum. Við Erling áttum sameiginlegt áhugamál sem var kennsla grunnskólabarna og það var mér afar dýrmætt að geta hellt yfir tengdapabba allskyns vangavelt- um úr skólalífinu og hann skildi mig. Hann nennti að hlusta og sagði mér margar reynslusögur frá árum sínum í Langholtsskóla. Svo var hann auðvitað svo til- kippilegur í alla útivist. Við fjöl- skyldan fengum svo sannarlega að njóta þess og það var svo frá- bært að fá að kynnast öllum þessum náttúruperlum í ná- grenni borgarinnar. Erling var líka óþreytandi í að fara með barnabörnin sín í göngu- og skíðaferðir innanlands sem utan og það skrifast feitletrað í minn- ingabók þeirra og þau nutu þess mjög að fara í þessar góðu ferðir með afa. Hann, Erling Snævar, tengda- pabbi minn var mikilfenglegur persónuleiki, rólegur, þrautseig- ur, hjálpsamur, skynsamur og hlýr. Þakklæti er mér efst í huga. Skarðið verður ekki fyllt en minningarnar lifa. Hvíl í friði, elsku tengdapabbi. Halla. Ég kynntist Erling, tengda- föður mínum, fyrir rúmum 25 ár- um þegar við Ólöf, dóttir hans fórum að vera saman. Þau kynni voru strax góð og hafa verið það síðan. Margs er að minnast á þessu tímabili en þær minningar sem standa upp úr eru hvað hann var góður faðir sem fylgdist vel með börnum sínum og var stoltur af þeim, hann var frábær afi sem kenndi börnum að njóta landsins, náttúrunnar, og flest þau eldri fóru með honum í skíðaferðir innanlands og utan. Hann fylgd- ist vel með langafabörnum og sóttist eftir að kynnast þeim. Hann var einstakur eiginmaður og þegar Ingibjörg tengda- mamma, sem var parkinsonsjúk- lingur, fór að eiga erfitt með dag- leg störf, hætti hann að vinna og sinnti henni af einstakri natni og ást þar til hún lést. Erling var einstaklega bón- og úrræðagóður og gott að leita til hans – það voru ekki nein vandamál það stór að ekki væru til lausnir. Erling elskaði hverskonar útivist, en gönguferðir ásamt því að klífa fjöll og fara á skíði voru efst á listanum enda eðlilegt þar sem hann þekkti hvert fjall, hól og hæð með nafni og var óspar að miðla því til samferðamanna. Er- lings verður sárt saknað enda var hann sá sem hélt fjölskyld- unni saman og notaði hvert tæki- færi til samvista við fjölskyldu sína, það verður tómlegt í næstu afmælum og öðrum fjölskyldu- viðburðum að hafa ekki hann til staðar. Ég þakka Erling fyrir frábær kynni og börnum hans, tengdabörnum, barnabörnum og barnabarnabörnum sendi ég samúðarkveðjur. Þorsteinn Jóhannesson. Nú þegar við kveðjum yndis- legan tengdaföður minn, Erling Snævar Tómasson, er mér efst í huga þakklæti fyrir allt sem hann var okkur. Við Bjössi vor- um vart af barnsaldri þegar kynni tókust með okkur. Erling hafði ekki um það mörg orð en tók á móti mér með sínu ljúfa brosi. Hann var sennilega frekar ánægður með að hluti skóla- göngu minnar hafði verið í Lang- holtsskóla, það var alltaf svolítill plús í hans huga. Hann var skóla- maður af lífi og sál og var gaman að ræða skólamálin við hann. Tengdapabbi var afskaplega bóngóður, reiðubúinn að aðstoða, líka þegar það þýddi meira vesen fyrir hann sjálfan. Þegar börnin okkar fæddust var hann stoltur og glaður afi frá fyrstu stundu. Hann var mikill útivistarmaður og unni íslenskri náttúru heitt. Hann fór með barnabörnin í úti- vistar- og skíðaferðir og átti stór- an þátt í að kynna þeim íslenska náttúru. Hann var ótæmandi brunnur fróðleiks um náttúru og mannlíf og dáðust þau að því hversu fróður hann var. Þessar ferðir munu lifa í huga og hjarta barnabarnanna um ókomna tíð. Tengdapabba verður ekki minnst án þess að minnast á Ingu, tengdamóður mína. Sam- band þeirra var einstakt og aðdá- unarvert hvernig þau tókust á við þau verkefni sem lífið færði þeim. Þegar tengdamamma greindist með parkinson-sjúk- dóminn á besta aldri var engin uppgjöf í boði heldur lifað til fullnustu eins lengi og stætt var, og aðeins lengur. Þau ferðuðust saman innanlands og utan þegar fáum datt í hug að það væri mögulegt. Þau bjuggu saman í sinni íbúð löngu eftir að flestum þótti nóg komið. En svona var tengdapabbi, ótrúlega seigur, umhyggjusamur og ákveðinn í því að þau myndu ganga sinn æviveg saman, til enda. Að öðr- um ólöstuðum voru Már, Halla og þeirra börn tengdapabba og tengdamömmu ómetanlegur stuðningur og fyrir það er ég óendanlega þakklát. Ég átti því láni að fagna að fara nokkrar ferðir um Vestfirð- ina með tengdapabba. Hann var fæddur og uppalinn í Önundar- firði og naut þess að skreppa vestur á sumrin. Ég er ættuð úr Dýrafirði og sló ekki hendinni á móti tækifæri til að slást í för með honum. Hann var hafsjór af fróðleik um firðina, menn og mál- efni. Tengdapabbi sló oft á létta strengi og sagði að það besta við Dýrafjörð væri að hann væri næsti fjörður við Önundarfjörð. Eitt sinn þegar við vorum stödd í Dýrafirði sagði hann: „Ég held að Dýrafjörður sé bara fallegasti fjörður á Íslandi … á eftir Ön- undarfirði.“ Hann gekk á fjöll al- veg fram á síðustu ár. Í ferðum okkar vestur keyrði ég hann stundum þangað sem hann lagði upp í sína fjallgöngu og sótti hann svo á áfangastað, gjarnan í næsta firði, á ákveðnum tíma. Alltaf stóðust tímasetningar hjá tengdapabba sem kom brosandi og ánægður til baka. Nú er tengdapabbi lagður upp í sína síðustu ferð. Ég kveð hann með virðingu og þakklæti fyrir allt sem hann var mér og fjöl- skyldunni. Við munum leggja okkur fram um að halda merki hans á lofti og halda í þær hefðir sem hann passaði svo vel upp á. Hans verður sárt saknað. Bergþóra Valsdóttir. Ég kynntist Erling, svila mín- um, fyrir rúmum fimmtíu árum. Þá bjuggu þau Inga í Ljósheim- unum, skammt frá Langholts- skóla sem var vinnustaður hans til fjölda ára. Það var góð tilhugs- un fyrir Eyjamenn sem vildu bregða sér til höfuðborgarinnar að eiga gistingu vísa hjá þeirri ágætu fjölskyldu. Þótt heimili þeirra væri barnmargt, var æv- inlega pláss fyrir vegmóða ferða- langa. Og svo þegar þau voru flutt í Kúrlandið, þá var þar fyrsti viðkomustaður sömu Eyja- manna sem flýðu eldsumbrot í janúar 1973. Ég man að þar var þröng á þingi en hjartahlýja og góðvild húsráðenda gerði að verkum að enginn fann fyrir þrengslum. Svo þegar börnin okkar Katr- ínar hugðust fara í framhalds- nám til Reykjavíkur, þá nutum við enn góðsemi Erlings og Ingu. Hersir, sonur okkar, bjó hjá þeim fyrsta námsárið sitt í Reykjavík við gott atlæti og Er- ling var ólatur við að draga hann með sér í gönguferðir auk þess að kenna honum þá íþrótt sem er Eyjamönnum hvað mest fram- andi, skíðaíþróttina. Hvoru- tveggja nýtur sonur okkar ríku- lega í dag, þökk sé uppeldinu í Kúrlandinu. Þegar tengdaforeldrar okkar Erlings ákváðu að hætta búskap eftir eldsvoðann á Ketilsstöðum og fluttu til Reykjavíkur, tók við þáttur Erlings í því sem ég vil kalla uppbygging og viðhald jarðarinnar vestur í Dölum. Hann hafði tekið ástfóstri við Ketilsstaðalandið og mátti ekki til þess hugsa að jörðin legðist al- farið í eyði. Fyrir hans atbeina var stofnað félag afkomenda þeirra Láru og Magnúsar, Ketilsstaðafélagið, sem lagði höfuðáherslu á að halda tengslum við átthagana. Að sjálfsögðu gegndi Erling þar for- mennsku frá upphafi og var primus motor í öllu sem snerti uppbyggingu og samkomuhald fyrir vestan. Ég held ég megi fullyrða að enginn úr fjölskyld- unni hafi átt sterkari tilfinningar til staðarins en Erling. Og Erling lét sér ekki nægja að gera staðinn byggilegan á ný, hann tók til við að grafa upp ör- nefni í landi Ketilsstaða og kort- leggja þau. Hann var langt kom- inn með að ljúka því verkefni þegar hann lést. M.a. komu þau gagngert í heimsókn til Vest- mannaeyja á síðasta hausti, hann og Steinunn, mágkona okkar, til að bera saman bækur sínar í ör- nefnamálum við yngstu systurina á Ketilsstöðum. Sú heimsókn átti einungis að vera sólarhringsdvöl í Eyjum en teygðist úr henni upp í nær þrjá daga vegna samgönguerfiðleika sem oftar en ekki gera Eyja- mönnum lífið leitt. En Erling var síður en svo óánægður með þá þróun mála. Hann hafði aldrei áður komið til Eyja og sá sem þetta skrifar hafði nóg að gera við að kynna honum sögu og staðhætti í Vestmannaeyjum þegar þau þrjú tóku sér hvíld frá örnefnaskráningu Dalamanna. Ég held að hann hafi notið hverr- ar mínútu af þessari dvöl enda var Erling mikill náttúruunnandi alla tíð og gönguferðir um nátt- úru Íslands líf hans og yndi. En nú er hann horfinn á braut, þessi vinur og velgjörðarmaður okkar til margra ára. Við Katrín þökkum þá góðu viðkynningu og sendum fjölskyldunni hugheilar samúðarkveðjur. Sigurgeir Jónsson. Það var á vordögum árið 1975 að við tveir félagarnir, sem fylgst höfðum að í sagnfræði- og ensk- unámi við Háskóla Íslands, ákváðum að freista gæfunnar og leita að kennarastöðum í Reykja- vík. Prófskírteinin voru raunar ekki komin í vasa en stutt í náms- lok. Félagi minn fór á fund skóla- stjórans í Laugalækjarskóla en ég fékk áheyrn hjá skólastjóran- um í Langholtsskóla. Hvorugur okkar þurfti að leita á aðra staði því báðir vorum við ráðnir. Sá sem tók mér svona vel við upphaf starfsvals var Erling Snævar Tómasson, sem nýlega var tekinn við stjórn Langholts- skóla en hafði áður verið þar yf- irkennari frá árinu 1968. Ég hóf svo kennslu um haustið og fann strax að það var gott að starfa undir stjórn Erlings sem hafði sér til aðstoðar mætan yfirkenn- ara, Matthías Haraldsson. Það fór því svo að þótt ég hefði áformað að kenna einn vetur við skólann, þá urðu þeir 22. Langholtsskóli var fjölmennur vinnustaður og það reyndi vissu- lega á hæfileika þess manns sem stýrði honum frá degi til dags. Nemendur voru um þúsund og kennarar og annað starfsfólk á að giska 50 til 60. Kjarninn í kennarahópnum var fólk sem hafði byrjað kennslu árið 1952 þegar skólinn tók fyrst til starfa. Flestir voru á líku reki þegar ég kom til skólans, á fimmtugsaldri eða eldri, en einnig voru nokkrir yngri kennarar sem nýlega höfðu komið til starfa. Flestir úr hópi þeirra eldri, frumherjanna sem svo má kalla, eru nú látnir. Það gekk á ýmsu á þessum ár- um og verkefni skólastjóra voru næstum því óendanlega mörg, sum erfið úrlausnar. Flestir voru nemendurnir viðmótsgóðir og námfúsir en eins og alltaf vill verða áttu sumir erfitt með sinn „innri mann“ og gekk misvel að lúta aga, lesa, reikna og læra lexíurnar. Þá sauð stundum upp úr og ef kennararnir gátu ekki leitt mál til lykta var kallað á Er- ling skólastjóra sem alltaf var til staðar og studdi sitt fólk, jafnt nemendur sem kennara. Hann var ávallt yfirvegaður og rólegur, sýndi festu en reyndi jafnframt að sýna öllum sanngirni. Mér finnst orðið sanngirni lýsa hon- um vel sem skólastjóra. Þess vegna veitti ég því athygli, þegar ég hitti gamlan nemanda stuttu eftir að andlát Erlings hafi verið tilkynnt, að hann sagði að fyrra bragði að sér hefði fundist Erling hafa verið sanngjarn skólastjóri. Líklega var samstarf okkar Erlings meira en gengur og ger- ist milli kennara og skólastjóra vegna þess að jafnframt kennslu sá ég í mörg ár um félagslíf nem- enda og hafði umsjón með skóla- blaði þeirra. Enn fremur fórum við stund- um nokkrir saman í göngutúra inn á Hengilssvæðið og á sumrin starfaði ég í nokkur ár sem verk- stjóri hjá Vinnuskóla Reykjavík- ur þar sem Erling var skólastjóri um tíma. Öll voru samskipti okk- ar jákvæð og góð. Eftir að Erling lét af störfum árið 1996 og ég hvarf til annarra starfa ári seinna urðu samveru- stundirnar færri en áður. Við hittumst þó árlega í matarhófi gamalla samstarfsfélaga og fyrir kom að við færum nokkrir saman í göngu inn til fjalla en Erling var mikill útivistarmaður. Ég votta fjölskyldu Erlings Snævars Tómassonar samúð mína. Friðrik G. Olgeirsson. Lífið manns hratt fram hleypur, hafandi enga bið, þannig orti Hallgrímur Pét- ursson. Orð hans eru ævinlega sönn en ekki svo hugstæð yngra fólki á hverjum tíma.Við Erling Tómasson vorum ungir og lítt reyndir þegar við settumst sam- an á skólabekk haustið 1948. Það var í lærdómsdeild við Laugar- vatnsskólann sem ætlað var að ryðja braut fyrir menntaskóla í sveit. Þetta voru 12 nemar alls sem urðu strax hluti af héraðs- skólanum og undirgengust starfshætti hans og reglur, þrifu hús og híbýli nemenda, önnuðust þrif og framreiðslu í eldhúsi og borðstofu, ennfremur þvott og þjónustubrögð nemenda sjálfra. Þessi störf voru flestum fram- andi fyrst í stað en svo lærðist allt í samvinnu, hver kenndi öðr- um. Þessi vinnubrögð samhjálpar voru svo seinna viðhöfð við heimanámið. Tvo síðustu veturna vorum við sex í bekkjardeild og þá lásum við saman latínu á hverju kvöldi, versíónir þekktum við ekki. Sömu aðferð beittum við á stærðfræði, þar vorum við ekki sterkir en samhjálpin bjargaði. Í öllum þessum störfum sem nú var lýst reyndist Erling traustur félagi og stilltur í fram- göngu, námfús og farsæll nem- andi og má ætla að þarna hafi strax sýnt sig lyndiseinkunn hans, dugnaður og prúðmennska sem einkenndu hann og störf hans síðar á ævinni. Það var líka á Laugarvatni sem hann kynntist Ingibjörgu Magnúsdóttur konu sinni, en hún var ein af Lindarmeyjum sem margir renndu hýru auga til. Eftir Laugarvatnsárin fórum við félagarnir hver í sína áttina en taugin frá skólaárunum slitn- aði þó aldrei alveg og þótt margt breytist þá gleymast æskuglöðu árin kannski síðast. Við Einar Þór viljum þakka Erling ævinlega tryggð og vin- áttu og börnum hans og fjöl- skyldu allri vottum við innilega samúð . Ásgeir Svanbergsson, Einar Þór Þorsteinsson. Erling Snævar Tómasson Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, KRISTJÁN ÞORSTEINSSON, Birkimörk 10, Hveragerði, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands 11. apríl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug. Hrefna Jónsdóttir Jón Grétar Kristjánsson Barbara Formella Kristín Kristjánsdóttir Ari Lárusson Hrafnhildur Kristjánsdóttir Gunnar Grétar Gunnarsson Sigurður Þór Kristjánsson Ágústa Lárusdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ættingjum, vinum og vandamönnum færum við einlægar þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæra HARÐAR ÞORSTEINSSONAR, Hlíf I, Ísafirði. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. Fjóla Hermannsdóttir Helga Harðardóttir Sigurður Zófus Sigurðsson Páll Harðarson Alma G. Frímannsdóttir Sonja Harðardóttir Jóhann Jónasson Haukur Ö. Harðarson Dagný Kristinsdóttir og fjölskyldur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.