Morgunblaðið - 25.04.2017, Síða 36

Morgunblaðið - 25.04.2017, Síða 36
ÞRIÐJUDAGUR 25. APRÍL 115. DAGUR ÁRSINS 2017 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 548 KR. ÁSKRIFT 5.950 KR. HELGARÁSKRIFT 3.715 KR. PDF Á MBL.IS 5.277 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.277 KR. 1. Hvað gerðist í sumarhúsinu? 2. Var Madeleine smyglað til … 3. Þekktur spæjari leitar Arturs 4. Verður yngsti þingmaður … »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Hádegistónleikar verða í Hafnar- fjarðarkirkju í dag kl. 12.15. Á þeim mun Björn Steinar Sólbergsson, org- anisti Hallgrímskirkju, leika verk eftir Johann Sebastian Bach og Max Reg- er á bæði orgel kirkjunnar og að lokn- um tónleikum verður boðið upp á kaffisopa. Verkin sem Björn mun leika eru Partíta „O Gott, du frommer Gott“ eftir Bach og Praeludium e-moll op. 59/1, Ein feste Burg ist unser Gott op. 79b/2, Aus tiefer Not schrei ich zu dir op. 135a/4 og Toccata d-moll op. 59/5 eftir Reger. Björn leikur verk eftir Bach og Reger  The Heart of Robin Hood eftir Dav- id Farr í leikstjórn Gísla Arnar Garð- arssonar og Selmu Björnsdóttur rat- ar á svið öðru sinni í Bandaríkjunum undir lok árs. Rúm þrjú ár eru síðan verkið var sýnt við góðar undirtektir í Massachusetts en væntanlegar sýn- ingar verða í Wallis Annenberg Cent- er for the Performing Arts í Los Ang- eles. Tónlistin sem Salka Sól Eyfeld samdi í samvinnu við hjómsveitina Nöttaðir Höttarar fyrir uppfærslu Þjóðleikhússins á verkinu 2015 verð- ur notuð í Los Ang- eles og mun Salka Sól sjálf sjá um söng- inn. Frumsýnt verður 28. nóv- ember og sýnt til 17. desember, en mögulegt er að upp- færslan rati víðar. Hrói á svið í Los Angeles undir lok árs Á miðvikudag Suðvestan 5-13 m/s. Víða léttskýjað á A-verðu landinu, en skýjað og úrkomulítið V-til. Hiti yfirleitt 3 til 12 stig. Á fimmtudag Vaxandi suðaustanátt með rigningu sunnan og vest- antil en bjartviðri á NA- og A-landi. Hiti 3 til 12 stig, hlýjast NA-til. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðvestan 5-15, hvassast á Vestfjörðum. Væta með köflum en þurrt austan- og suðaustanlands. Hlýnandi. VEÐUR KR-ingar máttu slá öllum hátíðarhöldum vegna vænt- anlegs sigurs á Íslands- mótinu í körfuknattleik karla á frest í gærkvöldi. Þeir töpuðu þriðju úrslita- viðureign sinni við Grínda- vík á heimavelli. Liðin verða þar með að leiða saman hesta sína að minnsta kosti einu sinni enn til þess að skera úr um úr- slit á Íslandsmótinu að þessu sinni. »4 Enginn gleðskapur í Vesturbænum Íslandsmótið í knattspyrnu hefst á fimmtudaginn þegar fyrsta umferðin í Pepsi-deild kvenna er leikin. Morg- unblaðið fjallar ítarlega um deildina næstu þrjá daga og í blaðinu í dag eru fjögur liðanna skoðuð, nýliðar Grindavíkur og Hauka og lið KR og Fylkis sem enduðu í sjö- unda og áttunda sæti í fyrra. »2-3 Hvað gera Grindavík, Haukar, Fylkir og KR? Stjarnan er komin í slæma stöðu í undanúrslitum Íslandsmótsins í handknattleik kvenna eftir að móta- nefnd HSÍ úrskurðaði Gróttu sigur í annarri viðureign liðanna þar sem Stjarnan tefldi fram leikmanni sem fyrir mistök var ekki skráður á leik- skýrslu. Grótta hefur þar með tvo vinninga en Stjarnan engan en liðin mætast í kvöld í þriðja sinn. »1 Stjarnan tapaði vegna óskráðs leikmanns ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Lærlingar, eitt sigursælasta keilulið landsins, er 30 ára um þessar mundir og af því tilefni standa félagsmenn fyrir opnu húsi á Marbar við Geirs- götu í Reykjavík laugardagskvöldið 13. maí næstkomandi. Keiluhöllin í Öskjuhlíð var opnuð 1985 og í kjölfarið hófst keppni í íþróttinni. Árni Gíslason, einn stofnfélaga Lærlinga og nú liðsstjóri, segir að vinnufélagar hjá Hagkaupi hafi tekið þátt í fyrirtækjakeppni 1987 undir nafninu Lærlingar og staðið sig vel. Um haustið hafi verið mynduð þrjú lið í fyrirtækinu og þau hafið keppni í 3. deild. Lærlingar séu einir eftir, en þeir hafi fyrst orðið Íslandsmeistarar 1992, árið sem Keilusamband Íslands var stofnað. „Þetta er alltaf jafngaman og erfitt að slíta sig frá keppn- inni,“ segir hann. Freyr Bragason varð bikarmeistari í fimmta sinn með Lærlingum á dögunum, en hann er eini leikmaðurinn, sem hefur leikið með liðinu frá byrjun. Hann segir að fyrstu tvö árin í 1. deild hafi verið erfið, en eftir að hafa fengið mjög sterkan leikmann í hópinn, Valgeir Guð- bjartsson, hafi liðið sprungið út. „Við urðum fimm sinnum Íslandsmeistarar á sex árum,“ rifj- ar hann upp. Aðstöðuleysi Eins og gengur hafa skipst á lægðir og hæðir hjá Lærlingum undanfarna þrjá áratugi. „Eft- irminnilegasti titillinn er þegar við urðum Ís- landsmeistarar árið 2000 eftir að hafa unnið KR í úrslitum með minnsta mögulega mun,“ segir Freyr. „Það var gríðarlega spennandi leikur.“ Mikil endurnýjun hefur verið í hópnum en aldrei hefur hvarflað að Frey að hætta. „Ég held áfram á meðan ég get eitthvað og kemst í liðið,“ segir hann og bætir við að ekkert mál sé að aðlagast nýjum félögum. „Keilusamfélagið er svo fámennt að allir þekkja alla.“ Eftir nokkra lægð segir Freyr að keilumenn séu að ná vopnum sínum á ný en aðstöðuleysi hái íþróttinni. Í Reykjavík sé aðeins hægt að stunda keilu í Egilshöll og þar sem um vinsæla almenningsíþrótt sé að ræða sé erfitt fyrir keppnismenn að komast að. Auk þess eigi að loka salnum á Akureyri 1. maí, en þrjár brautir séu á Akranesi. Deildakeppninni lýkur á laugardag og þá tek- ur úrslitakeppnin við. Lærlingar hafa enn einu sinni tryggt sér sæti í úrslitum en þeir hafa átta sinnum orðið Íslandsmeistarar liða, sjö sinnum Íslandsmeistarar í tvímenningi liða og átta sinn- um orðið meistarar meistaranna. Afmælisveislan verður kl. 18-22 13. maí og geta áhugasamir skráð þátttöku í síma 6189413 (sms) eða með tölvupósti (arnig@islandia.is). Afmælisveisla Lærlinga  Eitt sigursælasta keilulið landsins byrjaði sem firmalið fyrir um 30 árum  Freyr Bragason hefur leikið með liðinu frá byrjun  Opið hús að loknu móti Bikarmeistarar 2017 Lærlingar bættu einum titli við safnið nýverið. Frá vinstri á myndinni eru þeir Árni Gíslason liðsstjóri, Freyr Bragason, Guðlaugur Valgeirsson og Skúli Freyr Sigurðsson. Lærlingar Íslandsmeistarar 1992-1994 og bikar- meistarar 1994. Aftari röð frá vinstri: Jón Helgi Bragason, Snæbjörn Óli Jörgensen og Árni Gísla- son. Fremri röð frá vinstri: Valgeir Guðbjartsson, Freyr Bragason og Stefán Ingi Óskarsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.