Morgunblaðið - 16.05.2017, Page 2

Morgunblaðið - 16.05.2017, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. MAÍ 2017 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. Ákveðið bóluefni gegn lungnabólgu hefur ekki verið til hér á landi síðan í lok síðasta árs. Um er að ræða bólu- efnið Pneumovax sem er oftast notað gegn lungnabólgu í fullorðnum en það ver gegn pneumokokkum sem er baktería sem er ein algengasta orsök lungnabólgu. Pneumovax er annað tveggja bóluefna gegn lungnabólgu sem er notað hér á landi en hitt er fyrst og fremst ætlað börnum og ungmennum. Kristján Linnet, lyfjafræðingur hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðis- ins, segir að það sé alltaf slæmt þeg- ar bóluefni skorti og það felist ákveð- in áhætta í biðinni eftir því. Pneumovax er oftast gefið eldra fólki og fólki sem er með ýmsa undirliggj- andi sjúkdóma. Lyfjadreififyrirtækið Vistor flytur bóluefnið inn. Samkvæmt upplýsing- um þaðan hefur það ekki fengist síð- an í nóvember í fyrra vegna vanda- mála hjá framleiðanda, en bóluefnið hefur líka verið illfáanlegt í öðrum löndum. Lausn er þó í sjónmáli því Vistor fékk 200 pakkningar nýlega sem nú er verið að umpakka með ís- lenskum fylgiseðli og verður bólu- efnið komið í sölu næstu daga. Þá er von á 400 pakkningum til viðbótar fljótlega þannig að samkvæmt upp- lýsinum frá Vistor ætti vandamálið að vera leyst um næstu mánaðamót. ingveldur@mbl.is Ákveðin áhætta í biðinni  Bóluefni gegn lungnabólgu ófáanlegt í nokkra mánuði Morgunblaðið/Ómar Bólusett Ákveðinn hópur er bólusettur gegn lungnabólgu. Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is „Þetta er bara mat mitt eftir að hafa rætt við þingflokkinn um það hvern- ig störfum þingflokksformanns og innra skipulagi þingflokksins eigi að vera háttað. Þar sem við erum ekki sammála um það er eðlilegast að ég stígi til hliðar,“ segir Ásta Guðrún Helgadóttir, þingmaður Pírata, en hún hefur hætt sem þingflokksfor- maður flokksins vegna ágreinings við meirihluta þingflokksins. Hún greindi frá þessu á Facebook-síðu sinni í gær. Ásta Guðrún segir aðspurð að málið snúist ekki um neitt eitt ákveð- ið mál heldur sé um heildstætt mat hennar að ræða. Þá sé ekki um mál- efnaágreining að ræða heldur ágreining um skipulag. „Þannig að þetta er kannski ekki alveg eins spennandi og mætti halda,“ segir hún. „Þetta snýst einfaldlega um það hvert eðli og ábyrgð þingflokksfor- manns eigi að vera og við erum bara ekki sammála um það þannig að það er rétt að einhver annar taki við kefl- inu.“ Einar tekur við keflinu Einar Aðalsteinn Brynjólfsson tekur við þingflokksformennsku Pír- ata sem hann segir vera spennandi starf. „Núna erum við á þeim stað í starfi okkar að endaspretturinn er að hefjast hjá okkur í þinginu. Við ákváðum að skerpa á og skipuleggja okkur, skoða áherslur, hlutverk, valdsvið og annað slíkt. Okkur þótti þetta vera rétti tíminn til þess,“ segir Einar. Líkt og Ásta Guðrún skýrir Einar ekki nánar í hverju ágreining- urinn fólst sem leiddi til afsagnar Ástu. Björn hættir í stjórn þingflokks Stólaleikur í þingflokki Pírata hélt áfram í gær þegar Björn Leví Gunn- arsson hætti í stjórn þingflokksins. „Ég stakk upp á þessu, er kominn í tvær nefndir og það er nóg að gera. Þetta er hluti af strúktúr sem við er- um að fara í. Þetta var ekkert flókið frá mínum bæjardyrum séð,“ sagði Björn við mbl.is. en tók jafnframt fram að hann teldi samskipti ekki eiga eftir að verða stirð í þingflokkn- um þrátt fyrir afsögn Ástu. Tveir hættu vegna ágreinings Morgunblaðið/Eggert Ásta Hætt sem þingflokksformaður.  Ásta Guðrún Helgadóttir hættir sem þingflokksformaður flokksins  Björn Leví Gunnarsson, þing- maður Pírata, hættir í stjórn þingflokksins  Einar Aðalsteinn Brynjólfsson nýr þingflokksformaður Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, kom til Færeyja í gær þar sem Ak- sel V. Johannesen, lögmaður Færeyja, tók á móti honum. Ásamt forset- anum er utanríkisráðherra Íslands, Guðlaugur Þór Þórðarson með í för. Forsetinn mun m.a. sækja stríðsminjasafnið heim og flytja fyrirlestur um baráttuna fyrir fiskimiðunum ásamt því að heimsækja tónlistarskóla Sør- vágur og snæða kvöldverð með bæjarstjóra bæjarins. Ljósmynd/Sverri Egholm Guðni Th. Jóhannesson í heimsókn í Færeyjum Forsetinn floginn til Færeyja RVK studios, framleiðslufyrirtæki Baltasars Kormáks og RÚV hafa gert með sér samkomulag um þró- un og undirbúning 6-8 sjónvarps- þátta og kvikmyndar sem byggjast á skáldverki Halldórs Laxness, Sjálfstæðu fólki. Baltasar mun leikstýra verkinu ásamt því að skrifa handritið í sam- starfi við aðra handritshöfunda. Framleiðslan er sögð vera einhver sú allra umfangsmesta í íslenskri kvikmynda- og sjónvarpssögu. Áætlað er að tökur geti hafist síðla árs 2018 og fara þær fram á Íslandi. Gera þætti byggða á Sjálfstæðu fólki Fulltrúar Pírata viku af fundum fastanefnda klukkan 10 í gær til að ræða forystukrísu í eigin þingflokki, að því er Pawel Bar- toszek, þingmaður Viðreisnar, sagði í þingsal í gær. Bað hann forseta Alþingis að ítreka við formenn þingflokka að haga starfi sínu svo að þeir trufluðu ekki vinnu fastanefnda og að fastanefndum væri sýnd virð- ing. Viku af fundi GAGNRÝNDI PÍRATA Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is „Við stefnum að því að á næstu árum verði Sjúkrahúsið á Akureyri að há- skólasjúkrahúsi,“ segir Sigurður Einar Sigurðsson, framkvæmda- stjóri lækninga á Sjúkrahúsinu á Akureyri, en með nýjum samningi við Háskólann á Akureyri á að efla rannsóknir í heilbrigðisvísindum og bæta aðstöðu háskólanema við sjúkrahúsið. „Samningurinn við Háskólann á Akureyri gerir starfsmönnum okkar kleift að bera akademískar nafn- bætur og hvetur þá til frekari vís- indastarfa.“ Sigurður segir að sjúkrahúsið sinni nú þegar kennslu bæði lækna- og hjúkrunarfræðinema og sinni vís- indalegum rannsóknum. Með nýjum samningi sé hins vegar verið að leggja enn frekari áherslu á þessa þætti í þeirri viðleitni að sjúkrahúsið fái nafnbótina háskólasjúkrahús. „Í lögum segir að Landspítalinn sé eina háskólasjúkrahús landsins en við ætlum að finna hvar mörkin liggja og sækjast eftir sömu nafn- bót,“ segir hann og bætir því við að nú þegar taki sjúkrahúsið við lækna- nemum frá Reykjavík og sinni klín- ísku námi hjúkrunarfræðinema við Háskólann á Akureyri. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Heilbrigði Sjúkrahúsið á Akureyri. Stefna á háskóla- sjúkrahús á Akureyri  Efla á kennslu og rannsóknir Björgunarsveitir á Þórshöfn voru kallaðar út í gærkvöldi vegna manns sem lenti í grjóthruni og slasaðist á fæti í Læknisstaðabjargi á Langanesi. Aðstæður á slysstað voru frekar erfiðar því ofan bjargsins er löng og brött brekka áður en þverhnípt bjargið tekur við. Björgunarmönn- um tókst að síga niður til mannsins þar sem hann lá á syllu um 20 metra neðan við bjargbrúnina. Þeir veittu þeim slasaða nauðsynlega að- hlynningu, komu honum fyrir á börum og hífðu hann upp þar sem sjúkrabíll beið hans og flutti á sjúkrahús. Björguðu manni af syllu á Langanesi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.