Morgunblaðið - 16.05.2017, Síða 6

Morgunblaðið - 16.05.2017, Síða 6
SVIÐSLJÓS Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Mikilvægt að hér verði mörkuð opin- ber stefna um aðgerðir til að stemma stigu við frekari útbreiðslu sýkla- lyfjaónæmra baktería, svokallaðra ofurbaktería, en þær eru ónæmar fyrir nánast öllum sýklalyfjum og dreifast m.a. með matvælum. Auka þarf eftirlit með sýklalyfjanotkun fólks, sem hér á landi er ein sú mesta sem þekkist, skima reglulega fyrir bakteríum í matvælum og bæta hreinlætisaðstöðu á ferðamannastöð- um. Til stendur að hefja reglubundna könnun á sýklalyfjaónæmi í matvöru í verslunum. Þetta er meðal þess sem fram kem- ur í greinargerð starfshóps velferð- arráðuneytisins, um aðgerðir til að draga úr útbreiðslu sýklalyfja- ónæmra baktería á Íslandi, sem kynnt var í gær. „Við erum á eftir nágrannalöndum okkar varðandi það að prófa bakterí- ur fyrir sýklanæmi þeirra, það var t.d. ekki fyrr en 2013 sem við byrj- uðum að nota sömu stöðluðu aðferðir við það og önnur Evrópulönd,“ segir Sigurborg Daðadóttir yfirdýralæknir sem átti sæti í starfshópnum. Sýklalyfjaónæmi bakteríu er skil- greint sem geta hennar til að verjast virkni sýklalyfs þannig að lyfin geta ekki eytt þeim eða hindrað þær í að breiðast út. Í greinargerðinni segir að ónæmi gegn sýklalyfjum fari ört vaxandi í heiminum og að alþjóða- stofnanir eins og Alþjóðaheilbrigðis- málstofnunin og Matvælaöryggis- stofnun Evrópu hafi lýst því yfir að útbreiðsla sýklalyfjaónæmis sé ein helsta heilbrigðisógn sem að okkur steðji. Ný skýrsla sýni að um 700.000 einstaklingar deyi af völdum sýkla- lyfjaónæmra baktería á ári hverju og verði ekkert að gert geti þessi tala farið upp í 10 milljónir árið 2050. Sig- urborg segir að áhyggjur af sýkla- lyfjaónæmi hér á landi hafi verið minni en í flestum öðrum löndum. Það megi líklega rekja það til þess að notkun sýklalyfja í landbúnaði sé miklu minni hér en víðast hvar ann- ars staðar. Viðbótarfjárveiting til eftirlits Í greinargerðinni kemur fram að eftirliti Matvælastofnunar með sýklalyfjagjöf og skráningu á henni sé ábótavant. Til dæmis er lagt til að hafin verði skráning á sýklalyfjanotk- un hjá einstökum dýrategundum, en núna sé henni þannig háttað að ein- göngu séu til upplýsingar um heild- armagnið. „Það væri gott að hafa upplýsingar um hverja dýrategund fyrir sig,“ segir Sigurborg. Spurð hvort stofnunin hafi tök á að bæta úr eftirliti sínu svarar Sigur- borg að nú hafi fengist viðbótarfjár- veiting til að kanna sýklalyfjaónæmi í bæði innlendri og erlendri matvöru með því að fara í verslanir og taka sýni, en að sögn Sigurborgar hafa sýnatökur af landbúnaðarafurðum fram að þessu fyrst og fremst verið til að leita að sjúkdómsvaldandi bakterí- um eins og salmonellu og kamfýló- bakter. Nú sé loks verið að innleiða reglugerð Evrópusambandsins frá árinu 2013 sem segir til um að taka beri sýni af matvælum á markaði til að leita baktería sem séu sýklalyfja- ónæmar. „Sýni úr nauta- og svína- kjöti verða tekin af handahófi,“ segir Sigurborg. „Á næsta ári verða sam- bærileg sýni tekin úr kjúklingakjöti. Það hafa ekki verið til peningar til að gera þetta fyrr en nú.“ Samkvæmt greinargerðinni getur kjöt í Evrópu, einkum alifuglakjöt, innihaldið sýklalyfjaónæmar bakterí- ur og bakteríur sem valdið geta sýk- ingum í mönnum. Þó að ekki sé ná- kvæmlega vitað hversu miklar líkur séu á dreifingu bakteríanna frá mat- vælum yfir í menn, sé ljóst að slíkt geti gerst með kjöti og einnig græn- meti. Sigurborg segir fyllstu ástæðu til að taka samskonar sýni úr græn- meti og taka á úr kjöti. „Við borðum það yfirleitt hrátt og það má því færa fyrir því rök að það séu meiri líkur á að við smitumst af bakteríum í gegn- um grænmeti en búfjárafurðir. Það eru t.d. ekkert mörg ár síðan fólk veiktist af salmonellu með því að borða jöklasalat. En það verða ekki tekin nein sýni af grænmeti í ár, það vantar peninga í frekari rannsóknir.“ Mikil sýklalyfjanotkun Algengi sýklalyfjaónæmis er tals- vert lægra hér en í nágrannalöndun- um, samkvæmt greinargerðinni, en vegna mikillar notkunar sýklalyfja landsmanna geti það breyst. Lagt er til að innleidd verði stefna um skyn- samlega notkun lyfjanna og að tekn- ar verði í notkun leiðbeiningar um notkun þeirra. Annað sem lagt er til er að gert verði átak í að bæta hrein- lætisaðstöðu á ferðamannastöðum á Íslandi, en dreifing með íslenskum og erlendum ferðamönnum er ein af helstu dreifingarleiðum þessara baktería. „Þegar ferðamenn ganga örna sinna utandyra fer saurinn ann- að en í skólplagnir, hann leitar að sjálfsögðu eitthvert annað og dreifist síðan í umhverfinu eins og allt annað í hringrás náttúrunnar. T.d. geta dýr tekið hann upp og hann endar síðan í okkur. Það er virkilega mikilvægt að tekið verði til í þessum málum.“ Ofurbakteríum sagt stríð á hendur  Ísland er eftirbátur annarra þjóða í aðgerðum gegn bakteríum sem eru ónæmar fyrir sýklalyfjum  Reglugerð frá 2013 loks innleidd  Bæta þarf hreinlætisaðstöðu og stemma stigu við ferðamannasaur Ljósmynd/Thinkstock Matvæli Ein af dreif- ingarleiðum sýkla- lyfjaónæmra baktería. Ónæmi gegn sýklalyfjum 700.000 deyja árlega í heiminum af völdum sýklalyfja- ónæmra baktería 10.000.000 gætu dáið árið 2050 af völdum sýklalyfjaónæmra baktería verði ekkert að gert Helstu dreifingarleiðir bakteríanna eru: » Óskynsamleg notkun sýkla- lyfja » Með íslenskum og erlendum ferðamönnum » Með matvælum » Milli manna og dýra » Frá umhverfi 6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. MAÍ 2017 Heildarlausnir Fyrir hótel, gistiheimili, dvalarheimili, veitingahús, veisluþjónustur, heilsugæslustofnanir o.fl. Sími 788-2070 / 787-2070 | hotelrekstur@hotelrekstur.is | hotelrekstur.is HOTELREKSTUR ALLT Á EINUM STAÐ Í greinargerðinni leggur starfs- hópurinn til að stjórnvöld á Ís- landi marki sér opinbera stefnu um málefni sem tengjast ónæmi gegn sýklalyfjum og sníkjudýralyfjum. Starfshópurinn telur að sú stefna taki til forvarna, vökt- unar og viðbragða og lagt til að ráðuneyti velferðarmála, at- vinnumála og umhverfismála komi að slíkri stefnumótun. Hér á landi eru nú þegar nokkrar aðgerðir í gangi sem eiga að hefta útbreiðslu sýkla- lyfjaónæmis. Til dæmis er nú í gangi samvinnuverkefni sótt- varnalæknis, heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu og fleiri sem miðar að því að taka í notk- un leiðbeiningar um sýkla- lyfjanotkun. Vöktun og viðbrögð STEFNUMÖRKUN ÓSKAST Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Þingmönnum stjórnarandstöðunnar var heitt í hamsi eftir ummæli Bene- dikts Jóhannessonar, fjármála- og efnahagsráherra, í sérstakri umræðu um söluna á Vífilsstaðalandi á Alþingi í gær. Benedikt sakaði Sigurð Inga Jóhannsson, formann Framsóknar- flokksins, í framhaldi af ræðu hans, um að bera sérstakan kala til Garða- bæjar og sagði Sigurð vera á móti sölu Vífilsstaðalands til Garðabæjar því það vantaði „lundann“ í samning- inn og vísaði þar til lundafléttunnar úr Hauck & Aufhäuser-skýrslunni. „Auðvitað kemur þarna í ljós að hæstvirtur þingmaður [Sigurður Ingi] ber sérstakan kala til þessa sveitarfélags enda eru engir fulltrúar á hans vegum,“ sagði Benedikt en ummælin ollu klið í þingsalnum með- an Benedikt hélt áfram. „Það vantar lundann í þennan samning, það eru þau vinnubrögð sem hæstvirtur þing- maður vill viðhafa. Ég vil hins vegar að ríki og sveitarfélögin hjálpist að við að leysa húsnæðisvanda ungs fólks.“ Merki rökþrota manns Í kjölfar ummæla Benedikts, fylgdi umræða um fundarstjórn, þar sem hver þingmaðurinn á eftir öðrum ósk- aði eftir afsökunarbeiðni frá Bene- dikt vegna ummæla hans. „Ég ætlaði að fara fram á það við hæstvirtan for- seta að hann gæfi hæstvirtum fjár- málaráðherra fimm mínútur auka- lega til að svara, svo að hann gæti haldið áfram að ata fólk auri, gera fólki upp skoðanir,“ sagði Sigurður Ingi. Kolbeinn Óttarsson Proppé, þing- maður Vinstri grænna, sagði að um- mæli Benedikts bæru merki rökþrota stjórnmálamanns. „Það er fátt sem sýnir betur rökþrot stjórnmála- manna en það þegar þeir eru farnir að ata þá, sem eru kannski ekki alveg sömu skoðunar eða eru einfaldlega bara að ræða málin við þá, auri,“ sagði Kolbeinn. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, spurði Benedikt hvort þetta væru vinnu- brögðin sem Viðreisn ætlaði að boða ásamt Bjartri framtíð og Svandís Svavarsdóttir, samflokksmaður hennar, sagði ummæli Benedikts fyr- ir neðan allar hellur og kom því á framfæri að hún deildi ekki sama skopskyni og fjármálaráðherra um þessi mál. „Formaður Viðreisnar kemur hér ítrekað upp í samtölum við Alþingi með hroka og yfirlæti. Ég ætla ekki að fara út í kímnigáfu hæstvirts ráð- herra, vegna þess að það eru eflaust einhverjir sem hafa gaman af gríni hans, ekki þó sú sem hér stendur,“ sagði Svandís. Benedikt var ekki í þingsal meðan þessi umræða fór fram en fylgdist með í hliðarsal Alþingis. „Það vantar lundann í þennan samning“  Hart tekist á vegna ummæla ráðherra og sölu Vífilsstaðalands Morgunblaðið/Eggert Ósætti „Ég get reyndar líka skilið framkomu hæstvirts ráðherra, hann hefur svo margoft sýnt hana í þessum sal,“ sagði Sigurður Ingi um Benedikt í gær. Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst á fimmta tímanum í gær neyð- arkall frá báti sem var orðinn vélar- vana norður af Rekavík bak Látur á Hornströndum. Talsverð hætta var á ferðum því bátinn rak í átt að Straumsnesi en þar er stórgrýtt fjara og straum- þung röst. Björgunarsveitir á Ísa- firði og í Bolungarvík voru kallaðar út og óskað var eftir aðstoð nær- liggjandi báta. Gunnar Friðriksson, björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Ísafirði, og Gísli Hjaltason, björgunarbátur björg- unarsveitarinnar Ernis í Bolungar- vík, héldu þegar á staðinn. Þá var þyrla Landhelgisgæslunnar TF-LIF einnig send af stað. Þegar báturinn var innan við hálfa sjómílu frá Straumnesi breyttist stefna hans svo hann rak norður fyrir. Gísli Hjaltason kom fyrstur á vettvang og tók bátinn í tog til lands. mhj@mbl.is Vélarvana bátur hætt kominn á Hornströndum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.