Morgunblaðið - 16.05.2017, Page 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. MAÍ 2017
Veit á vandaða lausn
Verið velkomin í verslun okkar
Opið virka daga kl. 8:30–17:00
Síðumúli 16 I 108 Reykjavík I Sími 580 3900 I fastus.is
fastus.is
MIKILVÆGUR
STUÐNINGUR
Bjóðum mikið úrval af alls kyns stuðningshlífum.
Vandaðar vörur á góðu verði.
BAKBELTI HNÉSPELKUR ÚLNLIÐSHLÍF
Bakbelti við langvarandi bak-
verkjum, óstöðugleika í mjóbaki,
skriði, brjósklosi ofl.
Hnéspelka við krossbandasköðum,
liðþófameiðslum og eftir aðgerðir
á liðþófa, liðagigt o.fl.
Úlnliðshlíf sem vinnur á móti bjúg-
myndun. Notað t.d. við tognun í úlnlið,
sinaskeiðabólgu eða gigtarverkjum.
Nú í samn
ingi við
Sjúkratry
ggingar
Íslands
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Tilkynnt var um endurfundi
tveggja íslenskra kría erlendis frá
á árinu. Í júlí var lesið á stálmerki
ársgamallar kríu á Seal Island í
Maine-fylki í Bandaríkjunum og í
nóvember fannst aðframkomin
fullorðin kría í Linharesborg í
Brasilíu sem drapst skömmu síð-
ar. Fuglinn var 9.399 km frá
merkingastað og er krían mesti
ferðalangur ársins, en þetta er
jafnframt tíunda lengsta skráða
ferðalag íslensks fuglamerkis frá
upphafi.
Tilkynnt var um nokkra aðra
fugla sem náðust eða sáust mjög
fjarri merkingarstað. Þannig barst
tilkynning í janúar í fyrra um
spóa sem var skotinn í Senegal í
apríl 2013 og var tilkynning um
endurheimtuna og dauða hans
þrjú ár á leiðinni. Spóinn fannst
5.873 kílómetra frá merkingastað,
en hann var merktur sem ófleygur
ungi í Engidal vorið 2004. Einnig
var tilkynnt um tvo litmerkta síla-
máfa í Gambíu og sanderlu í Mári-
taníu.
697.347 fuglar af
156 tegundum
Þetta er meðal þess sem kemur
fram í skýrslu um fuglamerkingar
á síðasta ári, en það var 96. ár
fuglamerkinga á Íslandi og það 85.
í umsjón Íslendinga. Frá upphafi
hafa alls verið merktir hérlendis
697.347 fuglar af 156 tegundum.
Náttúrufræðistofnun Íslands hefur
umsjón með verkefninu og er Guð-
mundur A. Guðmundsson formað-
ur fuglamerkingaráðs. Þær teg-
undir sem mest var merkt af á
árinu voru 3810 auðnutittlingar,
2051 skógarþröstur, 1852 kríur,
1007 ritur og 766 lundar.
„Vonandi endurspeglar næst-
mesti fjöldi merktra kría frá upp-
hafi, 38 fullvaxnir fuglar og 1.813
ungar, að varpárangur sé loksins
að lagast hjá þeim, en ekki hafa
verið merktar fleiri á einu ári síð-
an 2009,“ segir á heimasíðu Nátt-
úrufræðistofnunar. 55 merking-
armenn skiluðu skýrslum um
merkingu á alls 16.476 fuglum af
81 tegund. Þetta er metfjöldi
merkingarmanna og þriðja
stærsta ár frá upphafi í fjölda
merktra fugla. Fjórir aðilar
merktu yfir þúsund fugla á árinu
2016. Það voru Sverrir Thor-
stensen, sem merkti 3.324 fugla,
Ingvar A. Sigurðsson 2.279,
Fuglaathugunarstöð Suðaust-
urlands 2.229 fugla og Gunnar Þór
Hallgrímsson merkti 1.480 fugla.
Þrítug álft í Bárðardal
Tvær tegundir voru merktar í
fyrsta sinn; brandandarungar voru
merktir í Svefneyjum á Breiðafirði
og hrístittlingur var merktur í
fuglaathugunarstöð Suðaustur-
lands í Einarslundi.
Alls endurheimtust 29 fuglar
með erlend merki á árinu; 21 frá
Bretlandseyjum, 5 frá Noregi og
eitt merki frá hverju eftirtalinna;
Belgíu, Hollandi og Portúgal. Auk
þess hafa hundruð litmerkja verið
lesin af ýmsum fuglategundum
sem merktar hafa verið hérlendis
og erlendis.
Sett voru nokkur ný íslensk
aldursmet. Álftin BXN sást í maí í
Bárðardal, þá 29 ára og 11 mán-
aða. Ekki var eldri álft að finna á
lista yfir evrópsk aldursmet, en
fram kemur í greinargerð að skrá
EURING yfir evrópsk aldursmet
virðist illa við haldið því litlar
breytingar hafa orðið á henni frá
2010. Nýlega bárust síðan fréttir
af því að aldursforsetinn hefði
fundist dauður við Hriflu.
Á árinu endurheimtist 29 ára
gömul stormsvala í merkingarleið-
angri í Elliðaey í ágúst og tæplega
fjögurra ára gamall auðnutitt-
lingur á Húsavík.
Merkt kría í Brasilíu
ferðalangur ársins
Fuglamerkingar í 96 ár Krían að rétta úr kútnum?
Morgunblaðið/RAX
Merkingar Ólafur Torfason með margæs sem fönguð var á Álftanesi vorið
2005, vigtuð þar og merkt. Við hlið hans er Guðmundur A. Guðmundsson.
Bóndinn sem leigt hefur meginhluta
túna Stórólfsvallarbúsins við Hvols-
völl er að kaupa hluta jarðarinnar
fyrir 76 milljónir króna.
Héraðsnefnd Rangæinga hefur
verið með hluta jarðarinnar Stórólfs-
vallar til sölu hjá fasteignasölu í fjög-
ur ár. Egill Sigurðsson, oddviti Ása-
hrepps og formaður héraðs-
nefndarinnar, segir að nokkrar
fyrirspurnir hafi borist á þessum
tíma og tilboð en þau hafi verið lág.
Nú hafi borist tilboð sem héraðs-
nefndinni hafi þótt eðlilegt að bera
undir sveitarstjórnirnar þrjár sem
standa að héraðsnefndinni, Rangár-
þing eystra, Rangárþing ytra og Ás-
hrepps.
Verksmiðjuhúsin voru seld
Um er að ræða 212 hektara lands,
allt land jarðarinnar sunnan vegar.
Það eru aðallega tún grasköggla-
verksmiðjunnar sem þar var starf-
rækt. Verksmiðjuhúsin eru á sér-
stakri 8 hektara lóð. Ríkið seldi þau
fyrir allmörgum árum. Egill segir að
þetta sé gríðarlega gott ræktunar-
land. Félagið Stórólfur heldur utan
um fasteignirnar og í þeim er ým-
iskonar starfsemi.
Bjarni Haukur Jónsson, kúabóndi
í Dufþaksholti, hefur haft stóran
hluta túnanna á leigu. Hann gerði nú
tilboð í landið og bauðst til að kaupa
það fyrir 76 milljónir kr. Héraðs-
nefndin hefur samþykkt það og einn-
ig sveitarstjórnirnar þrjár.
Egill segir að landið sem nú er
verið að selja sé skilgreint sem land-
búnaðarland og ekki standi til að
byggja þar. Hvolsvöllur sé ekki í
neinni landþröng. Til að mynda eigi
héraðsnefndin enn 340 hektara af
landi Stórólfsvallar norðan Suður-
landsvegar. helgi@mbl.is
Selja tún Stórólfs-
vallar á 76 milljónir
Héraðsnefnd
Rangæinga lengi
haft landið til sölu
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Hvolsvöllur Sala á hluta Stórólfs-
vallar þrengir ekki að þorpinu.
Anna Lilja Þórisdóttir
annalilja@mbl.is
Verði flugfélög fyrir því að flug-
vallarbílar, sem eru á vegum annarra
en þeirra, aki á flugvélar á flugvöllum
ber viðkomandi flugfélagi að bera
það tjón sem af getur hlotist. Þetta er
mat Samgöngustofu, sem nýverið úr-
skurðaði í kvörtunarmáli farþega
sem átti bókað flug með Flugfélagi
Íslands frá Keflavík til Aberdeen í
Skotlandi í fyrrasumar og gerði fé-
laginu að greiða farþeganum fébæt-
ur.
Árni Gunnarsson, framkvæmda-
stjóri félagsins, er ósammála úr-
skurðinum og segir að verið sé að
skoða hvort hann verði kærður til
innanríkisráðuneytisins.
Forsaga málsins er að flugferðinni,
sem áætluð var 22. ágúst í fyrra, var
aflýst eftir að flugvallarbíll ók á vél-
ina, skemmdi hana og því var hún
ekki í flughæfu ástandi. Farþeganum
sem kvartaði og öðrum farþegum var
komið á áfangastað með öðrum leið-
um. Farþeginn sendi Samgöngustofu
kvörtun þar sem hann fór fram á
bætur, kvörtunin var send Flugfélagi
Íslands til umsagnar og í svari fé-
lagsins kemur fram að það telji að
um óviðráðanlegar aðstæður sé að
ræða, þar sem tjónið á vélinni hafi
verið af völdum þriðja aðila, þ.e. flug-
rekstrarbíls. Því var Samgöngustofa
ekki sammála, þar sem um var að
ræða atvik af völdum þriðja aðila sem
tengist venjulegri starfsemi flugrek-
anda. Ekkert bendi til þess að atvikið
megi rekja til einhvers sem falli utan
hefðbundinnar flugvallarþjónustu,
akstur flugvallarbílsins hafi ekki ver-
ið óvenjulegur og ekkert bendi til
þess að um skemmdarverk hafi verið
að ræða eða ásetning af einhverju
tagi, eins og segir í ákvörðun Sam-
göngustofu.
Bera tjón af alls óskyldum aðila
„Að okkar mati voru þetta óviðráð-
anlegar aðstæður,“ segir Árni. „Bíll-
inn var ekki á okkar vegum, heldur
voru þetta starfsmenn annars fyrir-
tækis sem sér um afgreiðslu á flug-
vellinum. Við berum núna tjón af at-
viki sem aðili okkur alls óskyldur olli.
Ef þetta er almenn túlkun á þeirri
reglugerð, sem er í gildi í Evrópu, þá
finnst okkur hún nokkuð sérstök.“
Eftir atvikið þurfti að endurbóka
farþegana í aðrar flugferðir, sem að
sögn Árna tók nokkurn tíma. Það
hafi ekki tekist innan þriggja tíma
eftir upprunalegan brottfarartíma og
því hafi farþegar átt rétt á fébótum.
Hann segir að forsvarsmenn flug-
félagsins hafi ekki tekið ákvörðun um
hvort ákvörðun Samgöngustofu verði
kærð til ráðuneytisins, verið sé að
kanna það innan félagsins.
„En við erum farin að skoða
ábyrgð fyrirtækisins sem á bílinn,
hvort það taki þátt í kostnaði við við-
gerð á vélinni. Við gerum aftur á móti
ekki ráð fyrir að fara fram á þátttöku
þess í afleiddu tjóni, þ.e. bótum til
farþega.“
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Flugvél Ein af flugvélum Flugfélags Íslands. Félagið þarf að bera þann
kostnað sem hlaust af því þegar flugvallarbíl var ekið á eina af vélum þess.
Ók á flugvél og
flugfélagið borgar