Morgunblaðið - 16.05.2017, Síða 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. MAÍ 2017
Verð 12.995
Sjá úrvalið á
www.skornirthinir.is
SMÁRALIND
www.skornirthinir.is
Str. M-XXL
Bæjarlind 6, sími 554 7030
Við erum á facebook
Bolir
Verð kr. 6.900
Norwegian practitioner in
The Lightning
Process
1st time in Iceland
FREE TALK (English)
Saturday 20th of May
Time: from 13.00-14.30.
Powerful tools in how to use
the mind - body - connection
to influence your life
and wellness
For information or
reservation of seats
please contact
Ann Schifte
at mail@schifte.no
or phone +47 98062029
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Norskt steinefni verður notað við
malbikun Húsavíkurganga. Norskt
efnisflutningaskip kom til Húsa-
víkur um helgina með fyrri farm-
inn af tveimur. Efnið bíður á upp-
fyllingu við göngin eftir því að
malbikunarflokkur geti hafið sitt
verk. Vinna við göngin er á áætlun
og útlit fyrir að þau verði tilbúin á
umsömdum tíma, í ágústmánuði.
Norska efnisflutningaskipið
Nordfjord kom til Húsavíkur á
föstudag með 6.200 tonn af stein-
efnum fyrir malbikun ganganna
sem liggja frá Húsavíkurhöfn að
iðnaðarsvæðinu á Bakka. Skipið
lagðist að Bökugarði og stór grafa
mokaði efninu á bíla sem óku því
að syðri gangamunnanum. Efnið
er af tveimur gerðum. Þórir
Gunnarsson, rekstrarstjóri hafna
hjá Norðurþingi, segir að annað
skip sé á leiðinni, væntanlega með
annað eins magn.
Starfsmenn verktaka við hafn-
argerð og gangagerð, Munck Ís-
landi, eru að ganga frá undirlagi
fyrir slitlag Húsavíkurganga.
Efsta lagið er sementsblandað.
Malbikunarflokkur sem nú er að
störfum í Norðfjarðargöngum
kemur til Húsavíkur að því verki
loknu til að malbika göngin. Tvö
slitlög eru lögð, hvort ofan á ann-
að.
Þarf sterkt efni í slitlag
Haukur Jónsson, deildarstjóri
hjá Vegagerðinni á Akureyri, seg-
ir að á Húsavíkursvæðinu sé lítið
um steinefni sem henti í efsta lag
malbiks, slitlagið. Ákveðið hafi
verið að flytja inn frá Noregi efni
sem henti sérstaklega vel í mal-
bik. Það sé valið vegna styrkleika
og litar. Áhugi sé á því að hafa
ljósara steinefni í göngunum til að
lýsa malbikið aðeins upp. Þá sé
valið efni af mjög miklum styrk-
leika.
Hann segir að það sé alls ekki
einsdæmi að Vegagerðin og sveit-
arfélög flytji inn steinefni í mal-
bik. Þannig efni sé notað í umferð-
armestu götur á höfuðborgar-
svæðinu sem Vegagerðin beri
ábyrgð á.
Opnað í ágúst
Bakkavegur, frá Húsavíkurhöfn
í gegnum göngin og að iðnaðar-
svæðinu á Bakka er 2,4 km að
lengd. Með tengivegum er heild-
arlengdin tæpir 3 kílómetrar.
Göngin sjálf eru 943 metra löng
og alls 992 metrar með veg-
skálum.
Gerð ganganna og sá hluti hafn-
arframkvæmda sem heyrir undir
Vegagerðina hefur gengið vel, að
sögn Hauks. Verkið er á áætlun
og frekar á undan ef eitthvað er.
Umsaminn skilatími er 20. ágúst
og segir Haukur að ekkert bendi
til annars en að sá tími standi.
Göngin eru eingöngu ætluð til
að tengja iðnaðarsvæðið við höfn-
ina. Um þau fara stór ökutæki
með hráefni fyrir kísilverið og
önnur fyrirtæki sem þar verða og
með hráefni til hafnar. Þau verða
ekki opin fyrir almenna umferð.
Þungir hlutir um höfnina
Þótt höfnin sé ekki tilbúin nýt-
ist hún ágætlega fyrir flutninga á
tækjum og byggingarefni fyrir
Þeistareykjavirkjun og kísilver
PCC á Bakka. Þyngstu hlutirnir
eru tveir 140 tonna hverflar virkj-
unarinnar og tveir 90 tonna raf-
alar. Væntanlegir eru spennar fyr-
ir Landsnet og Landsvirkjun og
segir Þórir Gunnarsson, rekstr-
arstjóri hafna, að þeir séu einnig
þungir. Þá hafi komið þungir
tankar fyrir kísilverið og fleiri
tæki og byggingarefni sé vænt-
anleg.
Malbikað með norsku grjóti
Verktakar flytja inn rúm 12 þúsund tonn af steinefni frá Noregi til að nota við malbikun iðnaðar-
vegarins um Húsavíkurhöfða Þingeyskt grjót ekki talið nógu hart fyrir þungaumferð um göngin
Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson
Við Bökugarð Steinefninu er ekið í geymsluhauga við suðurenda Húsavíkurganga. Tók einn dag að losa skipið.
Húsavíkurgöng
» Göngin tengja iðnaðar-
svæðið á Bakka við Húsavík-
urhöfn. Um þau fara þunga-
flutningar í þágu iðnaðarins á
Bakkasvæðinu.
» Norska verktakafyrirtækið
Leonhard Nilsen & Sønner fékk
verkið í samvinnu við dóttur-
félag sitt hér á landi, LNS Sögu
(nú Munck Íslandi).
» Fyrstu sprengingar voru í
mars 2016 og lauk í ágúst
sama ár. Síðan hefur verið
unnið að frágangi. Göngin
verða tilbúin til notkunar í
ágúst.
Samanburður Vegagerðarinnar á hjólfaramyndun í íslensku og norsku
malbiki gefur til kynna að mun minni hjólför myndist í norsku malbiki en
íslensku.
Í skýrslu Vegagerðarinnar um samanburðinn, sem gerður var á síðasta
ári, kemur fram að ekki er hægt að skýra með vissu hvað veldur þessum
mun. Ekki er talið útilokað að mismunur á mælingum og verklagi skýri
hluta munarins sem fram kemur í mælingum á sams konar malbiki.
Íslensku malbikunarstöðvarnar hafa eigin steinefnanámur. Efnið er
mismunandi. Einnig er töluvert flutt inn af norsku steinefni og það notað
þar sem kröfur eru gerðar um sterkara slitlag.
Meiri hjólför í íslensku malbiki
SAMANBURÐUR VEGAGERÐARINNAR