Morgunblaðið - 16.05.2017, Síða 14

Morgunblaðið - 16.05.2017, Síða 14
Morgunblaðið/Júlíus Akstur Árvekni lögreglunnar skýrir þann fjölda sem er tekinn fyrir ölvun í umferðinni. Þessir ökumenn voru þó alsaklausir þegar ástandið var kannað. Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Árlega eru um tvö þúsund ökumenn hér á landi staðnir að akstri undir áhrifum áfengis eða annarra vímu- efna eða án tilskilinna ökuréttinda. Þótt oft séu kveðnir upp fangelsis- dómar fyrir ítrekuð brot er algeng- ast síðustu árin að sakborningar taki út dóma sína með samfélags- þjónustu. Stöðugleiki í brotaflokknum „Það hefur verið mikill stöðug- leiki í þessum brotaflokki í 20 til 30 ár,“ segir Helgi Gunnlaugsson, pró- fessor í félagsfræði við Háskóla Ís- lands. Hann hefur skoðað tölfræð- ina hvað þetta varðar og segist telja að stöðugleikinn skýrist af vinnulagi og mannafla lögreglunnar. Lög- reglan sé og hafi ávallt verið á varð- bergi gagnvart ölvunarakstri og þeirri almannahættu sem hann skapar. Þetta sé frumkvæðisvinna af hennar hálfu og ekki sé beðið eft- ir því að almenningur tilkynni um brotin. Helgi segir að sér sýnist að mun fleiri hlutfallslega séu teknir fyrir ölvunarakstur hér á landi en í Bandaríkjunum og nágrannalönd- unum. Þetta sé umhugsunarvert. Helgi segir að hér á landi séu menn sviptir ökuréttindum, dæmdir í fésektir og loks í fangelsi fyrir ítrekaðan ölvunarakstur. Margir dómar hafa fallið að undanförnu þar sem ökumenn eru dæmdir í fangelsi fyrir ölvunarakstur eins og lesa má á vefsíðum héraðsdómstólanna. Dómarnir vekja þá spurningu hvort brotum af þessu tagi sé að fjölga og dómar að harðna. Aðeins 2-3% fanga Svo er ekki að því er Helgi segir. Hann segir að um svipaðan mála- fjölda sé að ræða og áður, en fjöldi þeirra sem staðnir eru að verki og fjöldi dóma sýni að hér á landi sé lit- ið á ölvunarakstur sem alvarlegt vandamál sem bregðast þurfi við. Að mörgu leyti séu Íslendingar til fyrirmyndar á alþjóðavettvangi að því leyti. Að sögn Helga hefur hins vegar mikil breyting orðið á því hvernig réttarvörslukerfið fylgir dómum í slíkum málum eftir. Fyrir 20 til 30 árum hafi allt að 20% allra fanga í landinu verið þar vegna umferðar- lagabrota, einkum vegna ölvunar- aksturs og aksturs án ökuréttinda. Helgi segir að sambærileg tala nú sé aðeins um 2-3%. Nú sé sam- félagsvinna talin árangursríkari meðferð á þessu sviði en fangels- isvist. 2.000 ökumenn árlega staðnir að ölvunarakstri  Svipaður fjöldi í tvo til þrjá áratugi 14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. MAÍ 2017 Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Samgöngustofa hefur ekki gefið út leyfi fyrir lokun neyðarbrautarinn- ar á Reykjavíkurflugvelli, líkt og greint var frá í frétt í Morgun- blaðinu í gær. Jón Karl Ólafsson, fram- kvæmdastjóri fugvallasviðs Isavia, sem allir innanlandsflugvellir á landinu heyra undir, sagði í sam- tali við Morgunblaðið í gær, að Isavia myndi væntanlega funda um málið með Samgöngustofu í vikunni. „Eigandi vallarins, sem er ís- lenska ríkið, ákvað í kjölfar hæsta- réttardómsins að láta loka braut- inni. Í dómnum voru m.a. mjög harkaleg sektarákvæði ef ekki yrði staðið við gerða samninga,“ sagði Jón Ólafur, „og því ákvað Isavia að hlýða dómnum og loka brautinni.“ Jón Ólafur segir að það sé síðan í verkahring Samgöngustofu að gefa út endanlegt samþykki fyrir lokun. Formlega teljist braut ekki lokuð fyrr en slíkt samþykki hafi verið gefið út. „Þetta er því að mestu forms- atriði því brautin er lokuð og er ekki í neinni notkun. Samgöngu- stofa hefur verið að senda Isavia bréf sem Isavia hefur svarað. Í bréfi frá Samgöngustofu um dag- inn kom fram að hún teldi að enn vantaði eitthvað upp á að málin væru frágengin. Ég á alveg eins von á því að við hjá Isavia munum funda með fulltrúum Samgöngu- stofu í vikunni og málin skýrist þá í kjölfar þess,“ sagði Jón Ólafur. Jón Ólafur segir það rétt að endanleg niðurstaða þurfi að fást hvað varðar neyðarbrautina á Reykjavíkurflugvelli. Hann bendir á að á meðan brautin var í notkun hafi um og innan við eitt prósent lendinga verið á henni. Engin sátt um NA/SV-neyðarbrautina  Isavia og Samgöngustofa funda væntanlega í vikunni um brautina Morgunblaðið/Ófeigur Við Hlíðarenda Framkvæmdir eru í fullum gangi en enn er tekist á um neyðarbrautina á Reykjavíkurflugvelli. Afkoma langflestra sjávarútvegs- fyrirtækja verður neikvæð í ár, miðað við dreifingu afkomu 2015, en þau stóru spjara sig líklega. Verði krónan lengi sterk gæti það leitt til nokkurrar uppstokkunar í greininni, að því er segir í stuttri samantekt greiningardeildar Arion banka um sjávarútveg. Verð sjávarafurða í erlendri mynt er almennt nokkuð hátt um þessar mundir, en gengi krónunn- ar vegur hressilega á móti. Gengi krónunnar er 24,6% sterkara nú, en að jafnaði 2015, miðað við sjáv- arútvegsvegna gengisvísitölu, að því er segir samantektinni. Meðal annars er fjallað um áhrif aukinna aflaheimilda í uppsjávar- veiðum og segir að auknar afla- heimildir í uppsjávarfiski gætu bætt ríflega hálfri prósentu við hagvöxt. Miðað við góða stöðu þorskstofnsins og annarra stofna gæti sá afli aukist í ár og aukinn uppsjávar- og þorskkvóti vegið á móti gengisstyrkingu. Leiðir til lakari afkomu Í samantektinni segir að úflutn- ingur sjávarafurða muni áfram dragast saman í krónum talið í ár fyrir tilstilli sterkari krónu og muni að líkindum leiða til lakari af- komu en síðustu 20 ár, segir í sam- antektinni. aij@mbl.is Sterk króna gæti leitt til breytinga  Verð sjávarafurða í erlendri mynt er almennt nokkuð hátt um þessar mundir Reginn hf., kt. 630109-1080, Hagasmára 1, 201 Kópavogi (útgef- andi), hefur birt viðauka við grunnlýsingu í tengslum við útgáfu- ramma sem dagsett er 9. maí 2017. Viðaukinn sem er dagsettur 15. maí 2017 hefur verið staðfestur af Fjármálaeftirlitinu. Viðaukinn er á íslensku og birtur með rafrænum hætti á vef Regins hf., www.reginn.is/fjarfestavefur/skuldabrefautbod. Fjárfestar geta einnig nálgast viðaukann og grunnlýsinguna sér að kostnaðarlausu á skrifstofu Regins, í 12mánuði frá dagsetningu grunnlýsingarinnar. Reykjavík, 16. maí 2017 Reginn hf. Birting viðauka við grunnlýsingu Hafa áhyggjur af drónum í Flatey Áhyggjur hafa komið fram hjá Flateyingum vegna dróna- flugs í Flatey, sérstaklega yfir varptímann. Mál- ið var kynnt á fundi sveitar- stjórnar Reyk- hólahrepps í síð- asta mánuði og var þar áréttað að sveitarfélagið hefur ekki lögsögu um loftför. Í fundargerð kemur fram að inn- anríkisráðuneytið vinni að reglu- gerð um ómönnuð loftför. Í drögum að reglugerðinni sé gert ráð fyrir að Samgöngustofa geti skilgreint ákveðin svæði sem svæði þar sem óheimilt er að fljúga. Einnig sé gert ráð fyrir að önnur stjórnvöld, s.s. skipulagsyfirvöld, Umhverfis- stofnun, hafnaryfirvöld, lögregla og rekstraraðilar flugvalla geti skilgreint ákveðin svæði þar sem flug er takmarkað eða bannað.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.