Morgunblaðið - 16.05.2017, Page 15

Morgunblaðið - 16.05.2017, Page 15
FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. MAÍ 2017 Höfðabakka 9, 110 Reykjavík | Sími 595 6200 | bakoisberg.is Vöruhús veitingamannsins allt á einum stað Ilmurinn af nýbökuðu bakkelsi selur www.wiesheu.de/en BAKO ÍSBERG kynnir ofna frá Wiesheu miðvikudaginn 17. maí á Höfðabakka 9. Bakarameistarar frá Wieshau baka frá kl. 10-16. Wiesheu er þýskur sérhæfður framleiðandi á ofnum fyrir matvælaiðnaðinn. Áhersla er lögð á sjónræna nálgun þ.e. ofnarnir henta einstaklega vel í opnu rými þar sem viðskiptavinurinn skynjar með öllum skyn- færum nýbakað bakkelsi. Tap í veðmálum á netinu er ekki frá- dráttarbært frá skatti. Þetta er nið- urstaða yfirskattanefndar eftir að skotið var til hennar kæru í kjölfar þess að ríkisskattstjóri felldi niður í skattskilum kæranda, sem var einka- hlutafélag, gjaldfært tap af veð- málum vegna íþróttakappleikja á vefsíðunni Betfair. Er yfirskatta- nefnd sammála ríkisskattstjóra sem taldi að um væri að ræða persónuleg útgjöld eiganda sem ekki tengdust atvinnurekstri félagsins. Kærandi hafði árin 2010 til 2012 tapað rúmum 250 milljónum króna vegna þátttöku í getraunastarfsemi fyrrnefndrar vefsíðu. Ríkisskatt- stjóri ákvað að endurákvarða op- inber gjöld hans. Hækkaði hann gjaldfærðan launakostnað svo og stofn til tryggingagjalds um sömu upphæð og dregin hafði verið frá á skattframtali félagsins. Ekki sama og verðbréfaviðskipti Í úrskurði yfirskattanefndar er saga málsins rakin. Þar kemur fram að eigandi og fyrirsvarsmaður einka- hlutafélagsins stofnaði aðgang að vefsíðunni Betfair í sínu nafni. Það taldi ríkisskattstjóri ekki jafngilda því að opna viðskiptamannareikning hjá verðbréfamiðlara sem annaðist fjárfestingar fyrir þriðja aðila í eigin nafni, eins og haldið var fram af hálfu kæranda. Var bent á að um verð- bréfaviðskipti giltu sérstök lög and- stætt því sem við á um þátttöku í get- raunastarfsemi eða veðmálum. Ríkisskattstjóri hafnaði því alfarið að félög gætu haft veðmál sem hluta af starfsemi sinni þótt rekstur tengdrar starfsemi gæti fallið þar undir. Benti hann á að í almennum hegningarlögum væri kveðið á um að sá sem gerði sér fjárhættuspil eða veðmál að atvinnu skyldi sæta refs- ingu. Í lögunum kæmi einnig fram að öflun tekna með fjárhættuspili félli undir það að afla sér framfærslu með ólöglegu móti. Veðjað á gjaldmiðla Þá bendir ríkisskattstjóri á að ekki hafi verið farið með umræddar greiðslur, persónuleg útgjöld kær- anda upp á um 250 milljónir króna, sem lið í arðgreiðslum til hans. Því sé um óheimila úthlutun af fjármunum félagsins til viðkomandi að ræða. Fram kemur að kærandi hefur frá stofnun einkahlutafélagsins stundað umfangsmikil viðskipti sem fólust í spákaupmennsku með samninga tengda gjaldmiðlum. Taldi kærandi að í eðli sínu væru slík viðskipti ekki neitt annað en veðmál um þróun og gengi ákveðins andlags út frá ákveðnum forsendum. Þátttaka hans í erlendri getraunastarfsemi með hagnaðarvon í huga hafi byrjað í kjölfar falls fjármálakerfisins haust- ið 2008, þegar fyrri viðskipti félags- ins lokuðust, m.a. vegna gjaldeyris- hafta. Í úrskurði yfirskattanefndar er tekið undir með ríkisskattstjóra að veðmál vegna íþróttakappleikja á vefsíðum á borð við Betfair teljist til fjármálagerninga í skilningi laga eða að jafna megi þeim til slíkra gern- inga. Fram kemur að kærandi hafi veðjað um markafjölda í knatt- spyrnuleikjum og aðra hliðstæða þætti. Viðskiptin hafi verið gerð á öllum tímum sólarhringsins en þó einkum á kvöldin þegar viðkomandi leikir fóru fram. Yfirskattanefnd segir að ekki verði séð að gerð hafi verið grein fyr- ir tekjum og gjöldum af viðskipt- unum við Betfair með neinum við- hlítandi hætti í bókhaldi kæranda, og telur að það styðji þá ályktun ríkis- skattstjóra að veðmálin hafi í raun ekki farið fram á vegum kæranda. Loks fellst yfirskattanefnd á ákvörðun ríkisskattstjóra um skatt- lagningu launatekna og hækkun tryggingagjalds vegna hinnar ólög- mætu úthlutunar fjármuna úr einka- hlutafélaginu á árunum 2010 til 2012. gudmundur@mbl.is Tapaði 250 milljónum í veðmálum á netinu og vildi draga frá skatti  Yfirskattanefnd segir tapið ekki frádráttarbært  Hækkaði álagninguna Morgunblaðið/Golli Skattur Ekki er hægt að stunda veðmál á netinu í nafni einkahlutafélags og fá tapið dregið frá skatti eins og um verðbréfaviðskipti sé að ræða. Pokasjóður hefur hleypt af stað landsátakinu „Tökum upp fjölnota“ en Íslendingar standa öðrum þjóðum langt að baki þegar kemur að notkun fjölnota poka en sala þeirra hefur þó tekið kipp undanfarin misseri. Hver Íslendingur notar að með- altali 105 plastpoka á ári en stefnt er að því að ná tölunni niður í 90 poka fyrir árslok 2019 en sjóðurinn sem hefur haft tekjur af sölu plastpoka í um tvo áratugi er með þessu móti að vinna að því að leggja sjálfan sig nið- ur. Þegar átakinu var ýtt úr vör í gær mætti Björt Ólafsdóttir umhverfis- ráðherra með sinn eigin fjölnota poka að heiman þar sem stóð skýr- um stöfum „Recycle or Die“ sem út- leggst sem endurvinnið eða deyið á íslensku. Hún sagði skilaboðin skýr – nauðsynlegt væri að fækka plastpok- um verulega. Átak Allt of fáir taupokar á Íslandi. Endur- vinnsla eða dauði  Landsátak gegn plastpokanum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.