Morgunblaðið - 16.05.2017, Síða 18
BAKSVIÐ
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Ávef Reykjavíkurborgarhefur verið auglýst tillagaað breytingu á Aðal-skipulagi Reykjavíkur
2010-2030. Markmið tillögunnar er
að stemma stigu við fjölgun gisti-
staða í miðborginni. Breytingar-
tillagan gerir ráð fyrir því að frekari
uppbygging gististarfsemi verði
ekki heimil nema þá sem ákveðið
hlutfall nýrrar uppbyggingar að
undangenginni deiliskipulagsgerð.
Drög að aðalskipulagsbreyting-
unni voru í kynningu frá október
2016 fram til mars á þessu ári og
barst fjöldi athugasemda, ekki síst
frá fasteignaeigendum í miðborg-
inni. Skilningur sumra fasteignaeig-
enda er sá að með takmörkunum á
gististarfseminni hafi orðið til nýtt
kvótakerfi. Í athugasemdunum má
finna nýyrði svo sem „starfsemis-
kvóti“ og „gistikvóti“.
Meðal þeirra sem sendu at-
hugasemdir var Reitir fasteigna-
félag. Félagið á hagsmuna að gæta á
miðborgarsvæðinu. Eignir Reita á
svæðinu eru 17 talsins en mögulega
fjölgar þeim um 5 fljótlega, þar sem
Reitir hafa gert samninga við Stefni
um kaup á tilteknum fasteigna-
félögum.
Heildarfermetrafjöldi er 27.397
en 47.157 ef eignirnar sem eru í áð-
urnefndu kaupferli eru taldar með.
„Fyrir hið fyrsta viljum við
benda á að mikilvægt er að skerpa á
því með einhverjum hætti hver sé
eigandi starfsemiskvóta á hverjum
tíma,“ segir m.a. í bréfi Reita.
„Eign“ fasteignaeigenda
„Eðli málsins samkvæmt hlýtur
kvótinn að tilheyra þeirri fasteign,
sem starfsleyfi er veitt út frá og þar
með ,,eign“ eða réttindi fasteign-
areiganda en ekki rekstraraðila,“
segir ennfremur.
Reitir telja það skipta máli að
gagnsæi sé haft í þeim starfsemis-
kvótum sem búið sé að útdeila og
þeim sem eftir eru í pottinum.
„Ef litið er til þess að starfsem-
iskvótar eru sameiginleg auðlind
fasteignareigenda miðborgar á skil-
greindu kvótasvæði hlýtur að vera
æskilegt að breyting á notkun hús-
næðis sé kynnt fyrir viðkomandi
hagsmunaaðilum og þeim gefinn
kostur á að tjá sig um tillöguna áður
en hún er afgreidd af borgaryfir-
völdum,“ segir í bréfinu.
„Þar sem starfsemiskvóti felur í
sér kvöð á fasteign og takmörkun á
eignarrétti fasteignareigenda velt-
um við því fyrir okkur hvort þing-
lýsa ætti slíkri kvöð um takmarkanir
á notkun fasteigna eða fasteigna-
hluta,“ segir loks í bréfi Reita.
Miðbæjarfélagið, hagsmuna-
samtök rekstraraðila og eigenda at-
vinnuhúsnæðis í miðbænum, mót-
mælti í bréfi hugmyndum um að
takmarka gistiþjónustu í mið-
bænum.
Félagið segir í athugasemdum
sínum að þau telji umræddar breyt-
ingar fela í sér brot á 72. grein
stjórnarskrár Íslands. Þær muni
hafa í för með sér beina skerðingu á
verðmæti fasteigna á svæðinu.
72. greinin hljóðar svo:
„Eignarrétturinn er friðhelgur.
Engan má skylda til að láta af hendi
eign sína nema almenningsþörf
krefji. Þarf til þess lagafyrirmæli og
komi fullt verð fyrir.“
Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur
fagnar aftur á móti framkomnum
breytingatillögum. Mikil uppbygg-
ing gististaða á íbúðasvæðum valdi
ákveðnu ónæði.
Athugasemdafrestur við skipu-
lagstillöguna er til og með 23. júní
næstkomandi.
„Starfsemiskvóti“ í
miðborg Reykjavíkur
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Hótelstarfsemi Mikil fjölgun hótela hefur orðið í Kvosinni og þeim mun
fjölga á næstu árum. Nú þegar hefur verið settur hótelkvóti á þessu svæði.
18
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. MAÍ 2017
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Tölvuþrjótargerðu viða-mikla árás á
föstudaginn og
náðu að sýkja um
200.000 tölvur í 150
löndum með svonefndu „gísla-
tökuforriti“. Slík forrit læsa
tölvum og dulkóða gögn og
hleypa notendum þeirra ekki
aftur að þeim, nema þeir fallist
á að greiða „lausnargjald“, sem
að þessu sinni var „einungis“
um 30.000 krónur.
Árásin hafði að sjálfsögðu
viðamiklar afleiðingar, en árás-
in var sérstaklega skæð í Evr-
ópuríkjum og Rússlandi, þar
sem ýmis fyrirtæki og ríkis-
stofnanir urðu fyrir barðinu á
þrjótunum. Sá angi hennar sem
mesta athygli vakti í fjölmiðlum
var hins vegar það að með árás-
inni tókst nærri því að lama
tölvukerfi breska heilbrigðis-
kerfisins.
Að mati Europol er hér um að
ræða einhverja stærstu netárás
allra tíma og segja fulltrúar
hinna evrópsku lögreglu-
samtaka að mikið og samhent
alþjóðlegt átak muni þurfa til
þess að hafa hendur í hári
þeirra sem þarna stóðu að baki.
Árásin hefur vakið ýmsar
spurningar um tölvuöryggi. Svo
virðist sem að vírusforritið hafi
nýtt sér veilu í Windows-
stýrikerfi Microsoft-fyrirtæk-
isins, sem nýverið hafði komist
upp, og búið var að þróa upp-
færslu fyrir. Hins vegar höfðu
margir ekki enn náð sér í upp-
færsluna, eða voru enn með
gamlar tölvur, sem gerði þrjót-
unum auðveldara
fyrir.
Þá vekur athygli,
að þrjótarnir hag-
nýttu sér kóða sem
hannaður var af
bandarískum leyniþjón-
ustustofnunum til þess að
fremja árás sína. Lengi hefur
verið vitað að ríki á borð við
Rússland og Kína hafi á sínum
snærum ýmsa „sérfræðinga í
nethernaði“ sem tilbúnir eru að
valda miklum usla, ef til stríðs-
átaka kemur. Nú blasir við að
vestræn lýðræðisríki hafa einn-
ig safnað upp slíkri þekkingu og
þarf ekki að koma á óvart.
Engu að síður vaknar sú
spurning hvers vegna þau úr-
ræði eru ekki betur varin en
svo, að kóðunum sé lekið á netið
þar sem hver sem er getur kom-
ist í tæri við þá. Að auki vaknar
sú spurning hvort Bandaríkja-
stjórn eða aðrir búi yfir vitn-
eskju um frekari veikleika, sem
tölvuþrjótar gætu enn komist í
og nýtt sér?
Árásin undirstrikar þörfina á
því að fyrirtæki og ein-
staklingar séu ávallt vel vak-
andi um að stýrikerfi sín séu
uppfærð, og að varnarforrit séu
í góðu lagi, auk þess sem tor-
tryggni gagnvart tölvupósti er
ávallt af hinu góða. Þá þarf að
huga alvarlega að því hvort ekki
sé réttara að ríki og njósna-
stofnanir sem finna veikleika í
hugbúnaði láti viðkomandi
fyrirtæki vita af honum, í stað-
inn fyrir að verða til þess að
hann sé misnotaður, líkt og nú
hefur gerst.
Ein stærsta netárás
allra tíma vekur
spurningar}
Tölvuöryggi á oddinn
Kosningabar-áttan í Bret-
landi hefur svo sem
ekki farið mjög
hressilega af stað.
Af fyrstu skoðana-
könnunum að dæma
virtist sem helsta spurningin
sem þyrfti að svara í þingkosn-
ingunum yrði hversu stór meiri-
hluti Íhaldsflokksins og Theresu
May forsætisráðherra yrði.
Engu að síður var forvitnilegt að
sjá hvort andstæðingar flokks-
ins, og þá helst Verkamanna-
flokkurinn og Jeremy Corbyn,
formaður hans, gætu náð vopn-
um sínum á ný.
Fyrir helgina kom síðan reið-
arslag fyrir Corbyn, þegar upp-
kasti að stefnuskrá flokksins var
lekið í fjölmiðla. Þar kom fram að
Verkamannaflokkurinn ætlaði
sér að bjóða fram undir vinstri-
sinnuðustu stefnu sem hann
hefði nokkru sinni tekið upp frá
árinu 1983, þegar hann beið af-
hroð gegn Margaret Thatcher.
Stefnuskráin þá hlaut viður-
nefnið „lengsta sjálfsvígsbréf
sögunnar“. Að þessu sinni er tal-
að um „dýrasta sjálfsvígsbréf
sögunnar“, þar sem
stefnuskráin gerir
ráð fyrir víðtækri
þjóðnýtingu á ýms-
um fyrirtækjum, til
að mynda lestar-
kerfi Bretlands og
orkufyrirtækjum. Þá myndi rík-
ið stórauka útgjöld sín, og
treysta á að hægt yrði að skatt-
leggja þá ríkustu í Bretlandi til
þess að standa undir hinum
aukna kostnaði. Loforðin eru
með öðrum orðum gefin án þess
að séð verði að Verkamanna-
flokkurinn hafi hugað að fjár-
mögnun þeirra.
Viðbrögðin hafa verið eins og
við var að búast. Kosningar í
Bretlandi, eins og víða annars
staðar, hafa oftar en ekki ráðist
af því hvor flokkurinn hefur náð
betri vígstöðu á miðju stjórn-
málalitrófsins. Með hinni nýju
stefnuskrá virðist ljóst að
Verkamannaflokkurinn ætlar
ekki einu sinni að reyna að nálg-
ast miðjuna, heldur er á harða-
hlaupum yst yfir á vinstri jaðar-
inn. Búast má við því að breskir
kjósendur svari því á sinn hefð-
bundna hátt.
Verkamanna-
flokkurinn semur
„dýrasta sjálfvígs-
bréf allra tíma“}
Hlaupið frá miðjunni
T
ækifæri ganga flestum úr greip-
um því þau eru klædd í smekk-
buxur og virðast vera vinna.“
Þannig komst Thomas Edison að
orði og ég held hann hafi haft
glettilega rétt fyrir sér. Ég get nefnilega
ekki skilið hvers vegna það er ekki meira
snobbað fyrir góðu handverki hér á landi en
raun ber vitni. Ég hef orðið vitni að fram-
úrskarandi fagmennsku og fyrsta flokks
handverki ítrekað undanfarnar vikur því við
hjónin afréðum nýverið að endurnýja bað-
herbergið heima hjá okkur. Til þess þarf
margvíslega handverksmenn sem hafa hrifið
mig með fagmennsku sinni og handlagni. Ég
lít rækilega upp til þessara töffara.
Þegar ég var unglingur hófu foreldrar
mínir húsbyggingu í Kópavoginum, í hverfi
sem var þá að byggjast upp skammt frá Digranesskóla.
Sú smíði tók lungann af árinu 1987 og eins og gefur að
skilja var straumur iðnaðarmanna í húsinu meðan það
tók á sig mynd; húsasmíðameistarinn sem hafði umsjón
með verkinu, öðlingur að nafni Ólafur, var viðloðandi
verkið frá upphafi til enda og aðrir komu þegar þeirra
var þörf; múrari, rafvirki, pípulagningamaður, málarar
og fleiri flinkir menn. Ég fylgdist með þeim koma og
fara, og í millitíðinni frömdu þeir handverksgaldra sína
með hug bæði og höndum og skiluðu afbragðsgóðu
verki enda hús foreldra minna úrvalssmíð. En samt
man ég að mér – í barnaskap æsku minnar – þótti vinna
iðnaðarmannanna framan af ekkert sérstaklega fín.
Þangað til einn góðan veðurdag sumarið ’87.
Pípulagningameistarinn, sem hafði lagn-
irnar í húsi foreldra minna með höndum,
kom einn daginn akandi á einkabíl sínum, lík-
ast til af því verkið var að baki og hann kom
til að skoða klárað verk. Hann renndi í hlað á
gljáandi rauðum Volvo 740 GLE af nýjustu
og fínustu gerð. Verulega gæjalegur bíll sem
mér varð starsýnt á enda áhugasamur um
fallega bíla allt frá því í frumbernsku. Mér
fannst þetta á skjön við eigin (rang)hug-
myndir um iðnaðarmenn og spurði pabba
sem svo: „Heyrðu pabbi, er fínt að vera píp-
ari?“
Arkitektinn hann faðir minn, mætavel
kunnugur mikilvægi handverksmanna í húsa-
smíði og skyldum greinum, svaraði um hæl:
„Það er fínt ef maður gerir það vel. Það er
sama hvað þú leggur fyrir þig, ef þú gerir það vel þá
mun það þykja fínt.“
Þetta fannst mér stórmerkilegt. Skakkri hug-
myndafræði minni um hvað er fínt og hvað ekki, þegar
atvinna fólks er annars vegar var þarna snarlega snúið
við. En hvers vegna er vandað handverk og vinna iðn-
aðarmanna ekki hærra skrifuð hér á landi en raun ber
vitni? Úrsmiðir í Genf, leirkerasmiðir í Stoke-on-Trent,
bjórgerðarmeistarar í Bæheimi og ilmvatnsgerðarmenn
í Grasse eru dæmi um handverksmenn sem teljast til
háaðals í sínum heimalöndum. Hvers vegna er slíkt ekki
uppi á teningnum hér á landi? Veit það einhver?
jonagnar@mbl.is
Jón Agnar
Ólason
Pistill
Atvinnusnobb á villigötum
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
Í aðalskipulagi Reykjavíkur var
svæði miðborgarinnar skipt upp
í þrjú undirsvæði, miðborgar-
kjarna, blandaða miðborgar-
byggð á forsendum atvinnu-
starfsemi og blandaða mið-
borgarbyggð á forsendum
íbúðarbyggðar. Svæðið nær allt
frá Grandagarði í vestri að
Höfðatorgi í austri.
Miðborgarkjarninn er lang-
umfangsmestur. Hann nær m.a.
yfir Kvosina, hafnarsvæðið,
Laugaveg og Skólavörðuholtið.
„Auk uppbyggingar á hótel-
um er orðið algengt að ein-
staklingar og lögaðilar eigi
fjölda íbúða í miðborginni sem
eru leigðar út til ferðamanna.
Breyting á landnotkunarskil-
málum miðar að því að tryggja
að íbúðabyggð í miðborgar-
kjarna haldist sem íbúðabyggð
og umbreytist ekki nema að
takmörkuðu leyti í gistiþjón-
ustustarfsemi,“ segir m.a. í nýju
skipulagstillögunni.
Stórt svæði í
miðbænum
BREYTT SKIPULAG