Morgunblaðið - 16.05.2017, Page 26

Morgunblaðið - 16.05.2017, Page 26
26 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. MAÍ 2017 Ég er stödd á Tenerife, við fjölskyldan erum að þjófstarta sumr-inu,“ segir Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir, dagskrár-gerðarmaður á Stöð 2 og matarbloggari, en hún á 28 ára af- mæli í dag. „Ég ætla bara að slappa af í dag og reyna að borða eins mikið af góðum mat og ég kemst yfir. Ef maður hittir á réttu staðina hérna þá er hægt að fá mjög góðan mat. Ég hef gaman af því að prófa mat heimamanna, en oft endum við fjölskyldan á því að fá okkur ítalskan mat, sem öllum finnst góður.“ Eva Laufey er með vikulega matreiðsluþætti á Stöð 2 sem heita Í eldhúsi Evu og einnig er hún með matarblogg. „Allt sem kemur fram í sjónvarpsþættinum fer þar inn og ýmislegt fleira sem ég er að dunda mér við.“ Eva Laufey er einnig í viðskiptafræðinámi í Háskólanum á Bifröst og mun klára í haust. „Ég er ekki alveg búin að ákveða um hvað loka- ritgerðin verður en það verður eitthvað tengt samfélagsmiðlum og bloggi sem tengist vinnunni minni. Ég ætla fyrst að klára BS-ritgerð- ina áður en ég fer að vinna að næstu matreiðslubókinni minni, en ég er samt alltaf að hugsa um eitthvað sem gæti orðið gott efni í bók.“ Eiginmaður Evu Laufeyjar er Haraldur Haraldsson, sem vinnur í sölu- og markaðsdeild hjá Icelandair Cargo. Dóttir þeirra er Ingi- björg Rósa sem verður þriggja ára í júlí. Systur Sigrún, Eva Laufey og Edda Hermannsdætur í tilefni af útgáfu bókarinnar Kökugleði Evu sem kom út í fyrra. Í fríi frá eldhúsinu Eva Laufey Kjaran er 28 ára í dag G uðmundur Axel Hansen fæddist í Reykjavík 16.5. 1977 og ólst þar upp; í Breiðholtinu: „Ég ólst upp efst í Breiðholt- inu, undir útvarpsmöstrunum á Vatnsendahæð. Það var á þeim árum algjör útjaðar höfuðborgarsvæðisins og því oft gantast með að við værum fyrir ofan snjólínu. En kosturinn við þessar æskulóðir var sá að þar fyrir ofan var óspillt náttúran og frábært útivistarsvæði fyrir spræka krakka.“ Guðmundur keppti kornungur í knattspyrnu með Leikni þó að félagið væri í öðru póstnúmeri, enda auð- veldara að hjóla á BMX-hjólinu á jafnsléttu yfir í 111, heldur en að hjóla upp í móti efst í Seljahverfið frá ÍR svæðinu. Guðmundur var í Seljaskóla, Verzlunarskóla Íslands, stundaði nám í verkfræði við Háskóla Íslands og lauk BSc-prófi þaðan um aldamót- in. Hann dreif sig síðar í framhalds- nám í verkfræði skömmu áður en frumburðurinn fæddist og lauk MSc- prófi frá HÍ. Guðmundur starfaði hjá hugbún- aðarfyrirtækinu Naviation eftir BSc- prófið og starfaði hjá Microsoft í Danmörku á árunum 2002-2004: „Þar deildi ég skrifstofu með þáverandi, Guðmundur Axel Hansen verkfræðingur – 40 ára Allir saman komnir í heita pottinum: Sigurður Arnar, Leópold Axel, Sara Björg, Guðmundur og Bjarndís Olga. Hrungreining og end- urreisn í Arion banka Á rjúpnaveiðum Guðmundur og tíkin Ríma hjá Búrfelli við Þjórsárdal.Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl. is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Á „Íslendinga“ síðum Morgunblaðsins er meðal annars sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem hjónavígslum, barnsfæðingum eða öðrum tímamótum. Hraðþrif á meðan þú bíður Hraðþrif opin virka daga frá 8-18, um helgar frá 10-17. Engar tímapantanir. Bæjarlind 2, 201 Kópavogur | SÍMI 577-4700 | bilalindin.is Verð frá 4.300,- (fólksbíll) Bíllinn er þrifinn létt að innan á u.þ.b. 10 mínútum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.