Morgunblaðið - 16.05.2017, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 16.05.2017, Blaðsíða 27
tilvonandi krónprinssessu Dana, Mary Donaldsson, án þess ég hefði í upphafi hugmynd um hver hún væri, þó að hún prýddi flestar forsíður glanstímarita landsins.“ Guðmundur flutti aftur heim í upp- hafi góðærisins, árið 2004, um það leyti sem 100% íbúðalánin komu til sögunnar. Hann starfaði fyrst á ný- stofnaðri skrifstofu Microsoft á Ís- landi, var forstöðumaður hjá Skýrr þangað til hann dreif sig í framhalds- nám korteri fyrir hrunið, 2008: „Lokaverkefni mitt í því námi vann ég fyrir Rannsóknarnefnd Alþingis sem þá rannsakaði orsakir fyrir falli bankanna í hruninu: „Ég rannsakaði krosseignatengsl í íslensku atvinnu- lífi og útbjó reiknirit sem gat reiknað sig gegnum allar eignarhaldsflétt- urnar. Þetta gerði ég undir góðri handleiðslu doktor Margrétar Bjarnadóttur sem þá kenndi við Stanford-háskóla í Bandaríkjunum.“ Guðmundur hóf síðan störf hjá Ar- ion banka í ársbyrjun 2010. Þar vann hann fyrst í nokkurs konar endur- reisnarteymi sem vann ötullega að því að endurreisa íslenskt atvinnulíf með því að sníða fjárhag yfirskuld- settra fyrirtækja eftir vexti þeirra. Guðmundur starfar enn hjá Arion banka og er nú viðskiptastjóri þar á fyrirtækjasviði. Guðmundur er virkur í félags- störfum: „Ég á erfitt með að segja nei þegar kemur að trúnaðarstörfum fyrir félög sem ég tengist. Ég sit t.d. uppi með formennsku í barna- og unglingaráði hinnar vaxandi knatt- spyrnudeildar ÍR þar sem sonur minn stundar knattspyrnu. Ég er auk þess trúboði hjólreiða, hjóla til og frá vinnu, næstum alla daga ársins og hef talað fyrir hjólreiðum innan vinnustaðarins – svo mikið að það liggur við að erfitt sé að fá hjóla- stæði. Ég hef auk þess hjólað tvisvar hringinn um landið í Wow Cycloth- on-keppninni með vinnufélögum mínum. Áhugamálin eru mýmörg og ég var á tímabili „alls sports maður“ en helst ber að nefna skotveiði, hjólreið- ar og fjallgöngur sem ég stundaði af kappi um skeið, en hef þó dregið úr þeim eftir að ég toppaði Hvannadals- hnjúk fyrir áratug. Ég hef einnig reynt fyrir mér í kaj- akróðri, stangveiði og hlaupum að ógleymdri ljósmyndadellu og stuttri viðkomu í hundarækt en hef ekki þorað að prófa golf að neinu ráði enda held ég að ég hafi ekki aldur til þess enn þá. En fer kannski að verða tímabært að skoða það.“ Fjölskylda Eiginkona Guðmundar er Sara Björg Sigurðardóttir, f. 27.2. 1977, stjórnmála- og stjórnsýslufræðingur. Foreldrar hennar eru hjónin Sig- urður Leópoldsson, f. 29.6. 1957, framkvæmdastjóri, og Hafdís Hrönn Ottósdóttir, f. 9.7. 1957, viðskipta- fræðingur, Börn Guðmundar og Söru Bjargar eru 1) Sigurður Arnar Hansen, f. 8.10. 2008, 2) Bjarndís Olga Hansen, f. 12.6. 2010, og 3) Leópold Axel Han- sen, f. 15.1. 2016. Systkini Guðmundar eru Ólafur Haukur Hansen, f. 5.1. 1983, blikk- smiður; Friðrikka Jóhanna Hansen, f. 13.7. 1986, verkfræðingur; Jóhanna Hildur Hansen, f. 15.3. 1991, kennari, og Eiríkur Arnar Hansen, f. 20.5. 1993, rafvirki. Þau eru öll búsett í Breiðholti. Foreldrar Guðmundar eru hjónin Richard Arne Hansen, f. 11.12. 1950, tæknifræðingur og Bjarney Ólafs- dóttir, f. 1.4. 1952, hjúkrunarfræð- ingur. Úr frændgarði Guðmundar Axels Hansen Guðmundur Axel Hansen Dómhildur Ingibjörg Gunnlaugsdóttir húsfreyja á Höfn Bjarni Guðmundsson kaupfélagsstjóri á Höfn og listmálari Friðrika Bjarnadóttir húsfr. í Króksfjarðarnesi Ólafur Eggerts Ólafsson kaupfélagsstj. og heppstj. í Króksfjarðarnesi Bjarney Ólafsdóttir hjúkrunarfræðingur í Rvík Bjarney S. Ólafsdóttir húsfreyja á Valshamri Ólafur Elías Þórðarson b. á Valshamri í Geiradal Vigdís Anna Gísladóttir húsfreyja í Rvík Sigurður Jónsson rafvirkjam. og borgarfulltr. í Rvík Jóhanna Sigurðardóttir Hansen aðstoðarm. tannlæknis í Rvík Gudmund Axel Hansen rennismiður og harmo- nikkuleikari í Rvík Richard Arne Hansen tæknifræðingur í Rvík Jóhanna María Skylv Hansen húsfreyja í Færeyjum Anders Hansen vitavörður í Færeyjum Veiðimaður Hér er það hreindýr. ÍSLENDINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. MAÍ 2017 Björn ríki Þorleifsson, hirð-stjóri, riddari og bóndi áSkarði á Skarðsströnd, var aðlaður af Kristjáni I. Danakonungi 16.5. 1457. Björn fæddist um 1408, sonur Þorleifs Árnasonar sýslumanns og k.h., Vatnsfjarðar-Kristínar, dóttur Björns Jórsalafara Einarssonar. Kona Björns var Ólöf ríka, dóttir Lofts Guttormssonar riddara. Björn var harðdrægur og frækinn og naut virðingar konungs og ann- arra erlendra mikilmenna. Hann átti í ýmsum deilum, m.a. við Guðmund Arason, ríka á Reykhólum, og ásældist síðar eigur Skálholtsstóls. Þar var biskupslaust eftir lát Goðs- vins biskups, en Marcellus, eftir- maður hans, sat aldrei Skálholt. Björn varð þó frægastur fyrir að hefta framgang Englendinga hér á landi á 15. öld sem oft er nefnd enska öldin í Íslandssögunni. Björn var mikið í utanlandsförum og segir sagan að þau hjón hafi lent í hrakningum við Orkneyjar þar sem skoskir sjóræningjar rændu þeim. Kristján I. Danakonungur er sagður hafa greitt lausnargjald fyrir þau, veitt Birni riddaranafnbót, gert hann að hirðstjóra yfir Íslandi og falið honum að hefta ólöglega versl- un Englendinga á Íslandi. Björn og Ólöf, kona hans, gengu hart fram í þessari viðleitni, fóru um landið með sveina sína, gerðu fé Englendinga upptækt og ráku þá af landi brott. Árið 1467 sló í bardaga milli Björns og manna hans við Englend- inga frá Lynn, í Rifi á Snæfellsnesi. Þar var Björn veginn og sjö af mönnum hans, en sonur hans, Þor- leifur, sem síðar varð hirðstjóri, var handtekinn. Fræg eru orð Ólafar er hún frétti lát Björns: „Eigi skal gráta Björn bónda heldur leita hefnda.“ Hún keypti son sinn lausan og hefndi bónda síns grimmilega. Víg Björns varð til þess að styrj- öld braust út milli Englendinga og Danakonungs. Lauk stríðinu þannig að Englendingar urðu að lofa að versla ekki á Íslandi án leyfis. Merkir Íslendingar Björn ríki Þorleifsson Í Skarðskirkju Altaristafla Ólafar til minningar um Björn hirðstjóra. 95 ára Helga Kristinsdóttir 90 ára Auður Aðalsteinsdóttir Bjarney Jónsdóttir Dagbjört G. Stephensen Hermann Bridde Hjördís Alda Ólafsdóttir 85 ára Erla Guðmundsdóttir Erna Sigurðardóttir Sigurður Jónsson 80 ára Guðmundur Kjartan Ottósson Helgi Gíslason 75 ára Arnheiður Jónsdóttir Ásta Lóa Eggertsdóttir Guðmunda Alda Eggertsdóttir Gunnar Hjörtur Gunnarsson Jóhanna Guðjónsdóttir Kristrún Valdimarsdóttir Margrét Helga Eiríksdóttir María Karlsdóttir Ragnar H. Guðmundsson 70 ára Dagbjört Friðriksdóttir Geirlaug Guðmundsdóttir Gunnar Ingimarsson Gylfi Örn Guðmundsson Hans Walter Schmitz Magni Sigurjón Jónsson Margrét Ólafsdóttir Þóra Jakobsdóttir 60 ára Aðalsteinn Elíasson Ágúst Birgisson Ásta Magnea Sigmarsdóttir Gísli Þorsteinsson Guðrún Lilja Bjarnadóttir Helga Haraldsdóttir Karl Ásgrímur Halldórsson Ósk Helga Jónsdóttir Stefán Auðunn Stefánsson Ursula Siegle 50 ára Ágústa Særún Magnúsdóttir Eyjólfur Már Sigurðsson Gréta Björk Þorsteinsdóttir Guðrún Pétursdóttir Gunnar Friðrik Birgisson Halldór Brynjólfur Daðason Haraldur Baldursson Helga Sigríður Magnúsdóttir Hrund Þorvaldsdóttir Merete Kristiansen Rabölle Sigríður Dóra Friðjónsdóttir Svetlana Alekseyevna Moroshkina Trausti Bergland Traustason Þórdís Helga Ólafsdóttir 40 ára Árni Sigurpálsson Bjarni Knútsson Ebrahim Bani Esmaeileh Emelía Bragadóttir Emilíana Torrini Guðlaug M. Steinsdóttir Guðmundur Axel Hansen Margrét F. Sigurðardóttir Sigurður Stefán Karlsson Steingrímur Árnason Sunna Björk Símonardóttir 30 ára Bergur Guðjóns Jónasson Eva Dögg Ingimarsdóttir Hildur G. Kristjánsdóttir Oddur Helgi Óskarsson Til hamingju með daginn 30 ára Bergur býr í Reykjavík, lauk MSc-prófi í hag- og viðskiptafræði og er starfsmannastjóri hjá Atlanta. Maki: Rebekka Skúla- dóttir, f. 1988, flugfreyja, hjúkrunarfræðingur og handboltakona hjá Fram. Börn: Karíta Hanna, f. 2013, og Bóas Skúli, f. 2015. Foreldrar: Jónas Þór Hreinsson, f. 1959, og Marta Guðjóns, f. 1958. Bergur Guðjóns Jónasson 40 ára Margrét ólst upp á Patreksfirði, býr á Akur- eyri og er heimavinnandi. Maki: Fannar Jónínuson Ólafsson, f. 1971, sjómað- ur. Börn: Amelía, f. 1999; Sigurður, f. 2002, og Helgi, f. 2010. Foreldrar: Ólína Ein- arsdóttir, f. 1958, skrif- stofumaður, og Sigurður Páll Pálsson, f. 1955, verkamaður. Þau búa í Hafnarfirði. Margrét Fanney Sigurðardóttir 40 ára Guðlaug ólst upp í Lyngholti í Bárðardal, býr í Reykjavík, lauk prófi sem heilsunuddari og starfar hjá Glófa. Sonur: Steinn Hrannar, f. 2008. Systur: Freygerður Jó- hanna, f. 1974, og Þuríður Jóna, f. 1988. Foreldrar: Steinn Jóhann Jónsson, f. 1954, og Sig- ríður Sveinbjörnsdóttir, f. 1959, bændur í Lyngholti frá 1979. Guðlaug M. Steinsdóttir hafðu það notalegt handklæðaofnum Vagnhöfða 11 - 110 Reykjavík - www.ofnasmidjan.is - sími 577 5177 Eigum úrval af

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.