Morgunblaðið - 16.05.2017, Síða 29

Morgunblaðið - 16.05.2017, Síða 29
DÆGRADVÖL 29 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. MAÍ 2017 Áburðardreifarar Grasið verður grænnameð góðri og jafnri áburðargjöf ModelWE-B Rafhlöðuknúinn kastdreifari Vinnslubreidd allt að 2,5 m Hentugur fyrir minni garða ModelWE-330 Áburðardreifari Vinnslubreidd 41 cm Rúmtak 15 lítrar ModelWE-430 Áburðardreifari Vinnslubreidd 43 cm Rúmtak 20 lítrar ÞÓR FH Akureyri: Lónsbakka 601 Akureyri Sími 568-1555 Opnunartími: Opið alla virka daga frá kl 8:00 - 18:00 Lokað um helgar Reykjavík: Krókháls 16 110 Reykjavík Sími 568-1500 Vefsíða og netverslun: www.thor.is Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Það er um að gera að ráðast strax á vandamálið en láta það ekki breiða sig út yfir allt og alla. Með réttu lagi ættir þú að koma málum þínum heilum í höfn. 20. apríl - 20. maí  Naut Það eru margir fúsir til þess að rétta þér hjálparhönd en einhverra hluta vegna vilt þú ekki þiggja aðstoð. Gerðu eitthvað til að gera heimili þitt meira að- laðandi. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Láttu ekki óttann við nýjungar blinda þig svo að þú sitjir af þér hagstæð tækifæri. Með lagni og léttri lund hefst þetta allt. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú ert tilbúinn til að finnast þú æðislegur. Hamingjan felst í því að vera sáttur við það sem maður hefur. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú munt hitta nýtt fólk. Með opnum huga geturðu sirkað út hver mun hjálpa þér og hver tufla þig. Láttu ljós þitt skína, en þó ekki þannig að skuggi falli á aðra. Þú gerðir þetta ekki ein/n. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þér verða fengin ný verkefni og þótt þér lítist hreint ekki á þau við fyrstu sýn, skaltu hefjast handa ótrauður. Alvar- an er ágæt, en hún getur einfaldlega orðið einum um of. 23. sept. - 22. okt.  Vog Sættu þig við það sem er búið og gert því sektarkenndin er svo sjálfseyð- andi. Ný sannindi sem þér hafa birst munu hafa mikil áhrif á val þitt og er það vel. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Hlýja þín í garð samstarfs- manna þinna laðar að þér fólk og fær það til að leita ráða hjá þér. Klappaðu sjálfum þér á bakið fyrir að þora að íhuga að snúa baki við því sem þú þekkir. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Stundum breytast hugsanir manns og svo breytist maður sjálfur. Nú er heppilegt að ljúka samningaviðræðum. 22. des. - 19. janúar Steingeit Ef þú lítur til baka til síðustu tíu ára sérðu að margar af óskum þínum hafa ræst. Sú tilbreyting bara gleður sál- ina. Snertu ekki sparifé þitt. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Yfirmenn eru ekki alltaf þeir hæfileikaríkustu eða réttlátustu. Slepptu takinu og láttu aðra um sig. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú hefur einstakt tækifæri til að auka tekjur þínar á næstu átta mánuðum. Ekki gera of mikið úr hlutunum. Sigurlín Hermannsdóttir kvartaryfir að hún opni ekki svo blað að ekki sé sagt frá nýjum hættum í lífinu: Það deyr allt sem lífsanda dregur og dreifður er háska sá vegur því hætta ku stafa af ömmu og afa og lakkrís er lífshættulegur. Síðan bætir Sigurlín við þeirri at- hugasemd að hún hafi svo sem vitað að ömmur og afar væru háskaleg kvikindi en sér hafi orðið svo mikið um fréttir af lakkrísnum að hún hafi orðið að ofstuðla línuna! Ólafur Stefánsson gat ekki orða bundist, – og hélt ofstuðluninni í síðustu hendingu! Það slæmt er ef vondur er vegur, í Vatninu fiskurinn tregur. En verst er sú frétt, – ef fréttin er rétt, að lakkrís sé launhættulegur. Helgi R. Einarsson spyr: Er þetta „lausn vandans?“ Þegar leyndarmál leka, sem líkar ekki þeim seka, er ljómandi ráð, í lengd og bráð, þá leiðinlegu að reka. Fréttir bárust af því að verktakar hefðu farið húsavillt, þegar þeir rifu þakplötur af húsi í Garðabæ. Davíð Hjálmar Haraldsson orti: Heimafólk á Garðabæjargötunum gengur hvursdags um á sparifötunum með vellyktandi á vanga, þjó og bakinu. Vikulega er skipt um járn á þakinu. Hjálmar Jónsson rifjar upp á feisbók að einu sinni sem oftar þeg- ar hann var á leiðinni út í Sauðár- krókskirkju til að messa fyrr á ár- um hitti hann Þorberg Þorsteinsson og spurði frétta. Hann svaraði: Kyrrstaðan er mér til meins, margt er við að glíma. Presturinn messar alltaf eins og alltaf á sama tíma. Þórir Jónsson segir frá því á Leir að enn sé hann sestur við skráningu skáldskapar Haraldar Zóphanías- sonar en Bókaútgáfan Fagrahlíð gaf út Fléttur með kveðskap hans árið 1975. Þórir segir, að það sem hann skrái nú fari á Kvæða- og vísnasafn Dalvíkurbyggðar, sem ber nafn Haraldar á óðfræðivefnum Braga: Þessa snjöllu vísu eftir Har- ald, „Afturför“ lét Þórir fylgja: Fljóti skrefi ei fótur nær, fyrir tefur aldur. Harmavef í hljóði slær hryggur sefi og kaldur. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Af lakkrís, þakjárni og messu prestsins Í klípu „ÉG HEFÐI EKKI ÁTT AÐ BIÐJA HANA UM AÐ NÁ Í KAFFI FYRIR MIG Á LEIÐINNI HINGAÐ.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „EF ÞÚ VILT VITA HVERNIG ÞÚ MUNT EIGNAST ÞÍNA FYRSTU MILLJÓN MUN ÞAÐ KOSTA ÞIG ANNAN FIMMHUNDRUÐKALL.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... þegar hún gefur þér tóman blús. HVAÐ GET ÉG FÆRT LÍSU Í AFMÆLISGJÖF? KANNSKI BLÓM TÚNFISK! ÞÚ VEIST AUGLJÓSLEGA EKKERT UM KONUR ÉG MAN ÞAÐ EKKI, EN GAMALT MÁLTÆKI LÝSIR ÞVÍ HVERS VEGNA ÞÚ ÆTTIR AÐ VERA GIFTUR EINS OG ÉG! HRÓLFUR! FARÐU AÐ MOKA FLÓRINN! „SÆL ER SAMEIGINLEG EYMD?“ ÞAÐ ER RÉTT! Þetta er með erfiðustu spark-vorum sem Víkverji hefur upp- lifað lengi. Ekki nóg með að KA sé á toppi efstu deildar hér heima (þegar þessi orð eru skrifuð) og Þór á botni næstefstu deildar, held- ur liggur fyrir að Tottenham Hotspur mun enda fyrir ofan Ars- enal í ensku úrvalsdeildinni í fyrsta skipti í 22 ár. Ef þú skilur ekki, lesandi góður, hvaða áhrif þetta hefur á sálarlíf Víkverja sem heldur bæði með Þór og Arsenal skaltu hætta strax að lesa! x x x Tilburðir KA-manna á þessu öm-urlega vori eru raunar með þeim hætti að Víkverji kemst ekki hjá því að velta því fyrir sér hvort þeir séu hreinlega reiðubúnir að endurtaka leikinn frá 1989 og verða Íslandsmeistarar. Víkverji var á Akureyrarvellinum þann dag, að horfa á Þór, þegar tilkynnt var í kallkerfinu að KA væri Íslands- meistari í knattspyrnu. Sá gjörn- ingur átti sér stað sunnan heiða. Heyra mátti saumnál detta í stúk- unni og Þórsarar hafa sjaldan gengið niðurlútari af velli. Seinustu árin hefur Þór verið oftar í efstu deild en KA, sem kem- ur nú upp eftir þrettán ára hlé, án þess þó að gera atlögu að Íslands- bikarnum. Ef marka má framgöngu liðsins í fyrstu leikjunum í vor má maður þakka fyrir ef það verður ekki í deild númer þrjú á næsta sumri. Hvað sem hún nú heitir? x x x Arsenal er ekki í svo kröppumdansi í Englandi en flest bend- ir þó til þess að liðið missi af sæti í Meistaradeild Evrópu í fyrsta skipti frá árinu 1997. Og það sem verra er, Tottenham verður klár- lega ofar í töflunni í ár í fyrsta skipti í stjóratíð Arsène Wenger, sem tók við Arsenal haustið 1996. Víkverji þekkir býsna marga stuðningsmenn Tottenham og hefur alltaf haft jafn gaman af því að hitta þá að máli um þetta leyti árs – þangað til núna. Núna er það með öllu óþolandi. Verst hvað hann þekkir marga KA-menn líka! vikverji@mbl.is Víkverji Lofaður sé Drottinn, Guð Ísraels, því að hann hefur vitjað lýðs síns og búið honum lausn. (Lúk. 1:68)

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.