Morgunblaðið - 17.05.2017, Síða 8

Morgunblaðið - 17.05.2017, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. MAÍ 2017 Staksteinar nefndu nýveriðkosningaúrslit í stærsta fylki Þýskalands. Þá var sleppt að nefna að Píratar, sem höfðu átt 20 þingmenn þar af 199 töpuðu þeim öllum. Píratar fóru úr 7,8% fylgi í 1%. Píratahreyfingin átti uppruna sinn í Þýskalandi en er nú horfin.    Á síðasta kjör-tímabili voru þingmenn Pírata 3 á Íslandi. En kannanir spáðu Pírötum glæstum sigri í kosningum. Þeir yrðu stærstir flokka með 20-30 þingræningja. Pír- atar áttu þó erfitt með að stjórna sínum þriggja manna þingflokki og fengu vinnu- sálfræðing til að skakka leikinn.    Sú var þó ekki meginástæðaþess að Píratar fengu „að- eins“ 10 þingmenn. Heldur hitt að Píratar biðu ekki kosninga, hófu myndun vinstristjórnar á Lækjarbrekku, í krafti umboðs sem Píratar veittu sér sjálfir með vísun til úrslita í skoðanakönn- unum.    Og á þinginu í gær sagði Birg-itta, foringi sjóræningjanna: „Þessi mold sem ég stend á í inn- viðum valdsins er eins og laugin full af djúpstæðum flækjum sem vefjast um fætur unga þingsins og þeir falla allir sem einn með andlitið í súrefnislausa moldina og kafna í eigin oflæti. Ég er bú- in að fá nóg. Og hvað á ég að gera? spyr ég mig. Orð eru sverð. Þau eru máttugri en sverð, segja margir. Ég hnoða því orð í dag og vona að þau geti opnað á þetta fálæti. Hættum að bregðast við og förum að búa til Nýja-Ísland.“    Ef þetta er svarið við gátunnier best að sleppa henni. Birgitta Jónsdóttir Oflæti eða fálæti? STAKSTEINAR Veður víða um heim 16.5., kl. 18.00 Reykjavík 9 skýjað Bolungarvík 5 skýjað Akureyri 8 alskýjað Nuuk 1 léttskýjað Þórshöfn 10 skúrir Ósló 9 rigning Kaupmannahöfn 11 skýjað Stokkhólmur 11 heiðskírt Helsinki 10 heiðskírt Lúxemborg 23 heiðskírt Brussel 24 heiðskírt Dublin 17 léttskýjað Glasgow 14 léttskýjað London 19 rigning París 26 heiðskírt Amsterdam 23 heiðskírt Hamborg 15 rigning Berlín 18 rigning Vín 23 léttskýjað Moskva 7 skýjað Algarve 28 heiðskírt Madríd 28 heiðskírt Barcelona 23 heiðskírt Mallorca 25 heiðskírt Róm 25 léttskýjað Aþena 20 heiðskírt Winnipeg 15 alskýjað Montreal 17 léttskýjað New York 20 heiðskírt Chicago 24 heiðskírt Orlando 29 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 17. maí Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 4:05 22:44 ÍSAFJÖRÐUR 3:43 23:16 SIGLUFJÖRÐUR 3:25 23:00 DJÚPIVOGUR 3:28 22:20 John Snorri Sigurjónsson varð sl. mánudag fyrstur Íslendinga til að ná á topp Lhotse, sem er fjórða hæsta fjall í heimi, 8.516 metrar, og er hluti af Everest-fjallgarðinum í Tíbet. John Snorri hafði í nokkurn tíma beðið í grunnbúðum eftir tækifærinu að komast á toppinn. Sökum veðurs var ákveðið að sleppa búðum númer fjögur, sem eru þær sömu og Ever- est-farar stoppa í áður en þeir halda á topp Everest. Gangan á Lhotse er einn liður í undirbúningi Johns Snorra að klífa fjallið K2 í sumar, eitt erfiðasta fjall í heimi. John fyrstur á topp Lhotse Toppur John Snorri Sigurjónsson. „Við höfum fengið frábærar mót- tökur, fólk hér á Austurlandi er al- veg einstaklega gestrisið,“ segir Freyja Önundardóttir, formaður Félags kvenna í sjávarútvegi. Félagskonur eru þessa dagana á ferð og flugi um Austfirði í þeim er- indagjörðum að kynna sér starfsemi sjávarútvegsfyrirtækja á svæðinu. Ferðalagið hófst á mánudags- morgun í Loðnuvinnslunni á Fá- skrúðsfirði þar sem Friðrik M. Guð- mundsson framkvæmdastjóri kynnti konunum starfsemina. „Okkur var hleypt að innsta kjarna vinnslunnar þar sem Friðrik leyfði okkur að skoða allt sem okkur hugnaðist,“ sagði Freyja. Hún er ein af stofnendum félagsins sem var stofnað árið 2014 með það fyrir aug- um að auka tengslanet og sýnileika kvenna innan geirans. Alls eru 25 konur í ferðinni og ráð- gert er að ferðalaginu ljúki með skoðun á Smyril Line á Seyðisfirði seinna í dag. Konur í félaginu ferðuðust meðal annars um Eyjafjörðinn í fyrra og kynntu sér sjávarútvegsfyrirtæki á svæðinu. Konur í sjávarútvegi á ferð og flugi  25 konur ferðast um Austurland Morgunblaðið/Albert Kemp Kynnisferð Hluti hópsins ásamt framkvæmdarstjóra Loðnuvinnslunnar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.