Morgunblaðið - 17.05.2017, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. MAÍ 2017
2024 SLT
L iðLé t t ingur
Verð kr
2.790.000
Verð með vsk. 3.459.600
Austurvegur 69 - 800 Selfoss // Lónsbakk i - 601 Akureyr i // Sólvangi 5 - 700 Egilsstaðir
Sími 480 0400 // jotunn@jotunn.is // www.jotunn.is
Vilhjálmur A. Kjartansson
vilhjalmur@mbl.is
Endurupptökunefnd hafnaði öðru
sinni beiðni um endurupptöku dóms
Hæstarréttar í máli nr. 356/2016 en
í því máli felldi Hæstiréttur úr gildi
úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur
frá 18. apríl 2016 þar sem aðfar-
argerð sýslumanns, sem lauk með
árangurslausu fjárnámi hjá endur-
upptökubeiðanda, var felld úr gildi.
Taldi endurupptökubeiðandi að
tveir dómarar málsins í Hæstarétti
hefðu verið vanhæfir til úrlausnar
þess og vísar til umfjöllunar sinnar í
máli endurupptökunefndar nr. 3/
2016. Jafnframt telur endurupp-
tökubeiðandi að formaður endur-
upptökunefndar hafi verið vanhæf-
ur til að úrskurða í máli
endurupptökunefndar nr. 3/2016.
Lögmannsstofa í eigu formanns
endurupptökunefndar hafi til með-
höndlunar ágreiningsmál sem gagn-
aðili í máli þessu reki gegn eig-
inmanni endurupptökubeiðanda.
Í niðurstöðu endurupptökunefnd-
ar er vísað til fyrra máls endur-
upptökubeiðanda fyrir nefndinni en
þar segir um hæfi dómara að meint
tengsl eins dómara og fyrri störf
beggja dómara í alls óskyldum mál-
um séu ekki til þess fallin að draga
óhlutdrægni þeirra með réttu í efa.
Jafnframt segir nefndin að mála-
tilbúnaður endurupptökubeiðanda
er lýtur að því að formaður endur-
upptökunefndar hafi verið vanhæf-
ur eigi ekki við rök að styðjast.
Formaður endurupptökunefndar
tengdist ekki á neinn hátt ágrein-
ingsmáli sem eiginmaður endurupp-
tökubeiðanda átti aðild að sem end-
urupptökubeiðandi vísar til, að því
er segir í úrskurðinum. Þá segir
enn fremur í niðurstöðu nefndarinn-
ar að þar sem einungis er unnt að
sækja um endurupptöku einu sinni,
sbr. 2. mgr. 169. gr. laga um með-
ferð einkamála, skorti lagaskilyrði
til að fjalla um endurupptökubeiðn-
ina og var henni því hafnað þegar í
stað, sbr. 2. mgr. 168. gr. laganna.
Endurupptökunefnd hafnar
sömu beiðni öðru sinni
Endurupptökubeiðandi sakar formann um vanhæfi
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Reykjavíkurborg hefur á skömmum
tíma hafnað tilboðum í allmörg verk
þar sem þau reyndust verulega yfir
kostnaðaráætlun. Þar á meðal var
gerð göngubrúar yfir Breiðholts-
braut við Norðurfell. Aðeins barst
eitt tilboð í verkið, frá Ístaki hf., og
var það 228% af kostnaðaráætlun.
„Verktakar á vissum sviðum
mannvirkjagerðar hafa mjög mikið
að gera og hjá mörgum er verkefna-
staða þannig að þeir geta ekki bætt
við sig verkefnum a.m.k. þetta sum-
arið eða árið. Einkum á þetta við fag-
greinar í bygging-
ariðnaði og þá hjá
„smærri“ verk-
tökum. Það virðist
ekki vera spenn-
andi fyrir þessa
aðila að vera að
keppa á opinber-
um útboðsmark-
aði við þessar að-
stæður,“ segir
Ámundi V. Brynj-
ólfsson, skrifstofustjóri framkvæmda
og viðhalds hjá Reykjavíkurborg.
Tilboð Ístaks í gerð göngubrúar yf-
ir Breiðholtsbraut ásamt gerð að-
liggjandi stíga hljóðaði upp á 325,6
milljónir króna. Kostnaðaráætlun
var 143 milljónir. Þarna munar 182
milljónum. Þetta var samvinnuverk-
efni borgarinnar og Vegagerðarinn-
ar.
„Það sem er óvenjulegt er að fá að-
eins eitt tilboð í verkefni af þessari
stærð sem þá sýnir okkur það að
stórir verktakar eru einnig komnir
með fangið fullt af verkefnum.
Aðilar virðast þó einhverjir vera
tilbúnir að taka að sér verkefni fyrir
þann viðbótarkostnað sem því fylgir
að hugsanlega flytja inn vinnuafl
tímabundið og að útvega húsnæði.
Kostnaðaráætlun fyrir þetta verk-
efni var yfirfarin sérstaklega eftir
opnun tilboða og reyndist hún ekki
vera óeðlilega lág,“ segir Ámundi.
Engin ákvörðun hefur verið tekin
um það hvenær þetta verk verður
boðið út aftur en göngubrúin verður
mikil samgöngubót fyrir Breiðholts-
búa. „Við munum taka stöðuna á
framkvæmdum við brúna aftur í
haust,“ segir Ámundi.
Tilboðum var einnig hafnað í nokk-
ur önnur verk sem munu því dragast.
M.a. er um að ræða endurnýjun og
stækkun á æfingasvæði Víkings, end-
urnýjun veðurkápu Hólabrekku-
skóla, endurnýjun Freyjutorgs og
framkvæmdir í Árbæjarhverfi og
Vesturbæ.
Tilboðin verulega yfir áætlun
Reykjavíkurborg hefur á skömmum tíma hafnað tilboðum í allmörg verk
Verktakar önnum kafnir Eina tilboðið í göngubrú var 228% af áætlun
Ámundi V.
Brynjólfsson
SFR hefur vísað
kjaradeilu sinni
við Isavia til rík-
issáttasemjara.
Árni Stefán
Jónsson, formað-
ur SFR, sagði í
samtali við Morg-
unblaðið síðdegis
í gær að hann
vissi ekki hvenær
sáttasemjari
myndi boða til sáttafundar. Hann
kvaðst eiga von á að það yrði fljót-
lega.
Sem kunnugt er þá kolfelldu fé-
lagsmenn SFR hjá Isavia nýgerðan
kjarasamning hinn 25. apríl.
Árni Stefán kvaðst eiga von á að
þetta yrðu erfiðar samninga-
viðræður. agnes@mbl.is
SFR vísar til
sáttasemjara
Árni Stefán
Jónsson
ist af ýmsum ástæðum. Það er Fura ehf. í Hafn-
arfirði sem vinnur verkið. Haraldur Þór Ólason,
stjórnarformaður Furu, segir að þeir hafi byrjað
að rífa Perlu í síðustu viku og reiknað sé með að
verkið taki tvær vikur. Að sögn Haraldar verður
brotajárnið flutt með skipi til Spánar þar sem
það verður brætt og notað að nýju. Haraldur
segir að heimsmarkaðsverð á brotajárni hafi
verið afar lágt frá árinu 2015. Það hafi þó heldur
hækkað að undanförnu. Hins vegar hafi styrking
krónunnar skekkt samkeppnishæfni íslenskra
fyrirtækja. sisi@mbl.is
Nú er unnið að því að rífa sanddæluskipið Perlu í
Hafnarfjarðarhöfn. Perlan sökk sem kunnugt er
í Reykjavíkurhöfn 2. nóvember 2015 og í fram-
haldinu var skipið dæmt ónýtt. Ákvörðun var
tekin um að rífa það i brotajárn. Skipið var síðan
dregið til Hafnarfjarðar. Niðurrifið hefur dreg-
Morgunblaðið/Guðmundur Árnason
Lokahöfnin verður málmbræðsla á Spáni
Sanddæluskipið Perla rifin í brotajárn í Hafnarfjarðarhöfn
Héðinn Steingrímsson hélt áfram
sigurgöngu sinni á Íslandsmótinu í
skák í Hafnarfirði í gærkvöld. Þá
fór fram sjötta umferð og vann
hann Hannes Hlífar Stefánsson með
mjög góðri endataflstækni. Héðinn
hefur 5½ vinning.
Guðmundur Kjartansson er hins
vegar ekkert á því að sleppa Héðni
langt frá sér og fylgir honum eins
og skugginn. Í gærkvöld vann Guð-
mundur nafna sinn Gíslason eftir að
hafa haft frumkvæði alla skákina.
Hann er aðeins hálfum vinningi á
eftir Héðni.
Baráttan á Íslandsmótinu 2017
virðist því ætla að standa á milli Ís-
landsmeistaranna frá 2015 og 2014.
Þeir munu mætast í lokaumferðinni
á laugardaginn. Í dag er frídagur.
Sigurganga Héðins
heldur áfram
Reykjavíkurborg hefur á þessu
ári boðið út um 80 verkefni við
mannvirkjagerð, bæði stór og
smá. Ýmist er það í opnum út-
boðum eða í lokuðum verðfyrir-
spurnum.
Meðaltal tilboða á tímabilinu
janúar-maí er um 104% af
kostnaðaráætlunum. Meðaltal
tekinna tilboða er um 85% af
kostnaðaráætlun.
80 verkefni
boðin út í ár
REYKJAVÍKURBORG