Morgunblaðið - 17.05.2017, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 17.05.2017, Blaðsíða 36
MIÐVIKUDAGUR 17. MAÍ 137. DAGUR ÁRSINS 2017 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 548 KR. ÁSKRIFT 5.950 KR. HELGARÁSKRIFT 3.715 KR. PDF Á MBL.IS 5.277 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.277 KR. 1. „Fólk er orðið úrvinda af þreytu“ 2. Var líklega látin fyrir bílslysið 3. Raunveruleg hætta á annarri árás 4. „Ég er búin að fá nóg“ »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Guðrún Birgisdóttir flautuleikari og Selma Guðmundsdóttir píanóleik- ari halda tónleika í dag kl. 12.15 í Salnum í Kópavogi. Þær munu leika nokkrar sígildar perlur eftir Vivaldi, Bach, Grieg, Elgar og Rachmaninoff, auk vel valinna laga eftir Sigfús Hall- dórsson. Tónleikarnir verða um 30 mín. að lengd og aðgangur ókeypis. Ljúfir píanó- og flaututónar í Salnum  Sýning á ferða- dagbókum Önnu Sigríðar Hróðmars- dóttur verður opn- uð í dag í Borgar- bókasafninu í Sólheimum. Undanfarin 20 ár hefur Anna Sigríður búið til bók fyrir hvert ferðalag sitt út fyrir landsteinana og eru bækurnar með ýmsu sniði, af ýmsum stærðum og gerðum og búnar til úr fjölbreyttu hráefni. Það sem ræður útliti bókar- innar er t.a.m. lengd ferðalagsins og svo mismunandi efnisval Önnu. Ferðadagbækur Önnu í Sólheimasafni  Sönghópurinn Spectrum heldur til Spánar í haust til að taka þátt í al- þjóðlegu kóramóti. Í tilefni af því eru haldnir tónleikar í Guðríðarkirkju í kvöld kl. 20 þar sem flutt eru lög eftir m.a. Mugison, Tómas R. Einarsson, Billy Joel, Freddy Mercury og Eric Whitacre. Hljóð- færaleikarar eru Vign- ir Þór Stefánsson, Gunnar Hrafnsson, Ársæll Másson og Þorvaldur Ingveld- arson. Stjórnandi er Ingveldur Ýr Jóns- dóttir. Vortónar Spectrum Á fimmtudag Norðan 3-10 m/s, en 10-15 vestan til fram yfir hádegi. Léttskýjað sunnanlands, annars dálítil rigning eða skúrir. Á föstudag Hæg breytileg átt eða hafgola og bjart með köflum. Hiti 6 til 13 stig. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðan 10-18 m/s norðvestan- og vestan- lands, stöku skúrir á Suðvesturlandi, annars víða rigning. VEÐUR „Ég var ekkert tengdur Eyjum og á hér engin skyldmenni. Ég hef verið að koma hingað í apr- íl og er bara yfir hásumarið, og þá að minnsta kosti er þetta helvíti skemmtilegt og þægilegur staður til að vera á. Þetta er bara æðislegt,“ segir Sindri Snær Magnússon, knattspyrnumaður úr ÍBV, sem átti mjög góðan leik í sigri á Víkingi R. í þriðju umferð Pepsi-deildar karla. »2-3 Ánægður með lífið í Vestmannaeyjum Valskonum var í vor spáð Íslands- meistaratitli kvenna í knattspyrnu en þær eru þegar komnar í erfiða stöðu og töpuðu í gærkvöld í þriðja sinn í fyrstu fjórum umferðunum. Stjarnan hafði betur í viðureign liðanna á Hlíð- arenda, 3:1, þar sem Agla María Al- bertsdóttir var í aðalhlutverki. ÍBV gerði góða ferð til Grindavíkur og sigraði þar 4:0. »2-3 Meistaraefnin með þriðja ósigurinn ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Greina má á milli ríkra og fá- tækra með því að skoða svip- brigðalausar andlitsmyndir af fólki. Þetta kemur fram í rann- sókn sem Þóra Björnsdóttir, dokt- orsnemi í sálfræði við Toronto- háskóla í Kanada, og ráðgjafi hennar, Nicholas Rule, hafa gert, en greint verður frá rannsókninni í „Journal of Personality and Social Psychology“ á næstunni. Þóra segir að þessar niður- stöður séu mikilvægar og geti nýst til þess að koma í veg fyrir enn meiri ójöfnuð. Þær hafi leitt í ljós að fólk vill frekar ráða ríka en fátæka í vinnu, þótt það sjái aðeins andlitsmyndir af þeim og viti ekkert um efnahag þeirra. „Þetta sýnir hvernig tilhneiging er til þess að skilja og meðhöndla fólk eftir efnahag og gera stétt- irnar þannig enn ójafnari,“ segir Þóra. Teknar voru 160 andlitsmyndir af svipbrigðalausu um 20 ára gömlu fólki, 80 konum og 80 körl- um, á rannsóknarstofu Toronto- háskóla. 50% þeirra sem á mynd- unum voru voru hvít á hörund og 50% asísk, helmingur var með fjölskyldutekjur undir miðgildi fjölskyldutekna í Kanada og hinn helmingurinn með tekjur yfir mið- gildinu. Rannsakendur sýndu hópi áhorfenda allar myndirnar, eina og eina í einu, og báðu þá um að flokka andlitin sem rík eða fátæk. Þóra segir að áhorfendur hafi greint myndirnar að meðaltali með um 53% nákvæmni sem sé tölfræðilega töluvert marktækara en svo að tilviljun hafi ráðið flokk- uninni. Ekki hafi verið munur á niðurstöðunum hvort sem áhorf- endur fengu ótakmarkaðan tíma til að flokka myndirnar eða aðeins hálfa sekúndu á mynd. Niðurstöð- urnar séu í takt við sambærilegar rannsóknir, þar sem áhorfendur hafa greint til dæmis kynhneigð fólks eða stjórnmálaskoðanir (vinstri, hægri) eftir myndum. Svipbrigðalaus andlit dæmd Frá annarri rannsókn var vitað hvaða þætti fólk tengir við ríka og fátæka. Fylgni er mikil við vellíð- an og heilsu og staðalímyndir eins og að vera aðlaðandi eða klár. Í rannsókn Þóru var annar hópur áhorfenda beðinn um að gefa stig fyrir hvern eiginleika og þannig mátti sjá fylgni þeirra við ríka og fátæka eða við þá sem litu út fyrir að vera ríkir eða fátækir. „Þetta sýndi okkur að þótt öll andlitin væru svipbrigðalaus voru þeir ríku með aðeins glaðlegri svip en þeir fátæku og áhorfendur notuðu þennan mun þegar þeir flokkuðu andlitin,“ segir Þóra. „Þetta teng- ist hugmyndinni um að ríkidæmi sé tengt hamingju, sem er satt að vissu marki. Meiri streita fylgir fátækt og það sést í andlitinu með tímanum.“ Hún segir að önnur rannsókn hafi sýnt að fólk sem sé oft glatt hafi glaðlegan svip þótt það sýni engin svipbrigði. Staða Íslendinga Hugmyndin er að halda áfram með rannsóknina og kanna sömu atriði hjá eldra fólki til að sjá hvort skilin séu greinilegri með aldrinum. Eins stendur til að kanna hvort skilin séu augljósari eftir löndum þar sem misskipting sé meiri. „Hugsanlega er erfiðara að lesa efnastöðu Íslendinga en Ameríkana úr andliti þeirra,“ seg- ir Þóra, sem hefur hug á að út- víkka rannsóknina til Íslands. Þrátt fyrir að nota megi niður- stöðurnar til að vinna á móti ójöfnuði segir Þóra að ekki sé allt sem sýnist. Þannig hafi ekki verið hægt að greina á myndum af sama fólki þegar það var brosandi hvort það væri ríkt eða fátækt. „Það er því kannski hægt að fela það með svipnum hvort maður er ríkur eða fátækur,“ segir hún og bætir við að klæðnaður geti líka haft áhrif, hegðun og fleira. Ráða frekar ríka en fátæka  Niðurstöður Þóru geta spornað við frekari ójöfnuði Morgunblaðið/Golli Rannsókn Þóra Björnsdóttir doktorsnemi hefur hug á að útvíkka rannsóknina til Íslands. Valsmenn meist- arar annað kvöld? Annað kvöld geta Valsmenn fagnað sínum fyrsta Íslands- meistaratitli í handbolta karla frá árinu 2007, takist þeim að leggja FH að velli á Hlíðarenda í fjórða leik liðanna. Valur er kominn í 2:1 í einvíginu eftir að hafa landað sigri öðru sinni í Kaplakrika í gær, 29:24, og er einum sigri frá því að kór- óna algjörlega magnað tíma- bil sitt sem þegar inniheldur bikarmeistaratitil og Evrópu- ævintýri. »4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.