Morgunblaðið - 17.05.2017, Blaðsíða 29
DÆGRADVÖL 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. MAÍ 2017
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Þú ert í sjöunda himni því allar þínar
áætlanir hafa staðist. Slakaðu á kröfunum,
það gefur meira af sér en að píska sig áfram
og vera útkeyrður allan daginn, alla daga.
20. apríl - 20. maí
Naut Góður vinur leitar ásjár hjá þér og þú
verður að gefa þér tíma til þess að sinna
honum. Hvíldu þig og leggðu nýtt mat á
þörfina fyrir innri frið, ekki síður en þörfina
fyrir veraldleg metorð.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Peningar sem náinn vinur hefur
lofað þér gætu látið á sér standa. Ekki ganga
of harkalega á eftir því en minntu frekar
vinalega á þig. Gott væri að gefa sér tíma til
íhugunar.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Mikilvægt framlag þitt til vináttu hef-
ur ekki fengið verðskuldaða athygli – þar til
nú. Fáðu traustan vin til þess að gera slíka
úttekt á þér.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Þér finnst sótt of fast að þér úr öllum
áttum og þú þarft að verja sjálfan þig. Taktu
þér hlé frá hinni endalausu baráttu, hún er
hvort eð er ekki að skila neinu þessa dag-
ana.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Ef fullkomnun er leiðigjörn valda æf-
ingar beinlínis hrotum. Sama landslag getur
virst drungalegt eða himneskt, allt eftir því
hvernig birtan er.
23. sept. - 22. okt.
Vog Góðu fréttirnar eru þær að þú þarft ekki
lögfræðing. Samræður um heimspeki, trú
eða frumspeki gæti fengið þig til að sjá hlut-
ina frá öðru sjónarhorni.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Þú vilt gera öllum til geðs en
þarft að muna að það er ekki alltaf mögu-
legt. Ef þú staldrar við vandamálið missir þú
sjónar af hinni augljósu lausn.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Tölvuvandræði og tæknilegir erf-
iðleikar gera vart við sig í dag. Kynntu mál
þitt af hógværð og þá færðu fólk til að
hlusta á þig.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Þú ert svo heillandi núna að þú
gætir fengið fólk til að að gera allt það fyrir
þig sem þú nennir ekki að gera. Hikaðu ekki
við að tjá öðrum væntumþykju þína.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Notfærðu þér þann hæfileika þinn
að vera fundvís á missmíðir. Sérstaklega ef
vandinn er ekki hluti af vinnunni þinni.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Besta leiðin til þess að fá það sem þú
vilt er ekki endilega sú fyrsta sem manni
dettur í hug. Komdu þér í viðunandi form.
Ekki hefur farið á milli mála að um-ferð um Keflavíkurflugvöll hefur
snaraukist og fjöldi þeirra, sem fara
um Leifsstöð árlega, hefur margfald-
ast. Þetta hefur skilað sér í löngum
og tímafrekum biðröðum.
x x x
Biðraðir við brottför eru þó orðnarskaplegri eftir að innritunar-
vélar komu til sögunnar. Víkverji á
reyndar í mesta basli við að setja þar
til gerðan límmiða á ferðatöskuna
sína, en reynir að vanda sig sem
mest hann má því að hann vill vera
viss um að hún berist á réttan flug-
völl.
Í liðinni viku kom Víkverji til Ís-
lands frá Bandaríkjunum og var ekki
fyrr kominn inn í flugstöðvar-
bygginguna en blasti við gríðarleg
þvaga, sem breiddi úr sér veggja á
milli. Silaðist þvagan hægt og bítandi
í átt að tveimur stigum, skriðstiga og
venjulegum stiga. Aðeins áhöfnum
og völdum einstaklingum var hleypt
upp skriðstigann. Það hefur þó ef til
vill verið af öryggisástæðum að fólki
var ekki hleypt í skriðstigann því að
uppi tók við önnur þvaga. Hefði
skapast bráð hætta ef menn hefðu
orðið fastir í skriðstiganum. Víkverji
hafði á tilfinningunni að í þvögunni
væru hundruð manna, allir jafn gátt-
aðir á þessari röð og margir órólegir
vegna þess að þeir þurftu að ná
tengiflugi áfram til Evrópu og tíminn
orðinn naumur. Þeir róuðust þó þeg-
ar tilkynnt var að beðið yrði eftir far-
þegum og enginn skilinn eftir.
x x x
Þegar upp stigann var komið leitVíkverji við og sá að holið fyrir
neðan var enn fullt af fólki. Í ljós
kom að ástæðan fyrir mannþröng-
inni var vegabréfaskoðun. Þar sem
Ísland er gáttin inn á Schengen-
svæðið þegar komið er frá Ameríku
þarf að skoða vegabréf allra farþega.
x x x
Frá því að Víkverji gekk frá borðiþar til hann var kominn í gegnum
vegabréfaskoðun leið klukkutími.
Víkverji verður að játa að það er ým-
islegt annað sem freistar eftir langt
næturflug en að standa í biðröð eftir
að fá að sýna vegabréf.
vikverji@mbl.is
Víkverji
Því að ég, Drottinn, er Guð þinn, ég
held í hægri hönd þína og segi við þig:
„Óttast eigi, ég bjarga þér
(Jes. 41:13)
SOUS VIDE
FYRIR FULLKOMNA ELDUN
Með sous vide tækinu frá Wartmann
er hægt að elda á lágum hita og halda
þannig safa og bragði inni í kjötinu.
Hárnákvæm hitastillingin helst
jöfn og sveiflulaus út eldunartímann
og maturinn verður safaríkur og mjúkur.
• Vatnsdæla heldur vatninu á hreyfingu
• Hámarks hitastig 95 gráður á Celsíus
• Hámarks eldunartími 60 klukkustundir
• Þægilegt stjórnborð
• Hægt að nota í allt að 20 lítra af vatni
• 1300 W
• Vegur aðeins 1100 grömm
Verð 23.500,- m.vsk
Helgi R. Einarsson segir að nú séstefnan tekin í sauðburð.
„Bustarfellsblús“ hafi orðið til
fyrirfram,
Litlu lömbin þau hoppa,
lífsglöð um grundirnar skoppa.
Mjólkina fá
mömmunni hjá,
en myndast sjálf við að kroppa.
Sætur er dindill og snoppa
sæluna er erfitt að toppa.
Jarmandi gáski,
gleði og máski
um lífið þau flippandi floppa.
Fyrir hálfum mánuði heilsaði Páll
Imsland leirliði í blíðunni, – sagði að
þessi limra risi ekki hátt fremur en
ýmsar aðrar en segði sína sögu um
það sem gerðist á ballinu.
Ömmi varð óður í tjútt
og hann öskraði er hann fékk sprútt:
Það er væmið og flatt
– það víst er og satt –
og það vantar sko í það allt fútt.
Við setningu Sæluviku sunnudag-
inn 30. apríl voru að vanda kunn-
gerð úrslit í árlegri vísnasamkeppni.
Fjölmargar vísur og seinnipartar
bárust svo sem jafnan. Besta botninn
að mati dómnefndar átti Magnús
Geir Guðmundsson á Akureyri:
Vorið fyllir vitin mín,
vangann strýkur blærinn.
Fegurst er vor fjallasýn
og fallegastur bærinn.
Bestu vísuna átti svo Skagfirðing-
urinn Ingólfur Ómar Ármannsson:
Bera gnægð á Bragavöll,
búnir kostum flestum.
Tengjast þeirra afrek öll
ástum, söng og hestum
Ingólfur Ómar segir frá því að
hann hafi verið á Kálfafelli í Skaftár-
hreppi og skroppið að Lómagnúp:
„þar bar margt fyrir augu enda fal-
legt veður og kvöldsólin skartaði
sínu fegursta og víða grasi vaxnar
brekkur og tún. Hér á bæ er sauð-
burður sirka hálfnaður og allt geng-
ur sinn vana gang en þegar kemur
stund milli stríða þá er tilvalið að
skoða sig um þegar vel viðrar enda
höfum við hér um slóðir sloppið við
allt þetta hvassviðri sem herjað hef-
ur á suðausturhornið undanfarna
daga.“
Hrynur foss af hamrabrún,
hlíðar skreytir vanga.
Gróa brekkur, grænka tún,
grös úr jörðu anga.
Glóey vefur geislahjúp,
gullnum skartar eldi.
Leiftri slær á Lómagnúp,
logar himinsveldi.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Bustarfellsblús, sæluvikan
og Lómagnúpur
Í klípu
„ÉG BÝST VIÐ AÐ ÞÚ GETIR REYNT AÐ
LEGGJA INN FORMLEGA KVÖRTUN. ÞÚ ÁTT
EKKI EINU SINNI SMÓKING, ER ÞAÐ?“
eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„ÞETTA ER VASALJÓS.
ÉG FANN EKKI KERTIN.“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... þegar varir ykkar
passa fullkomlega.
OG HÉR KOMA
FRÉTTIR
Í ALVÖRUNNI?VÁ… LESTU ÞÆR
UPPHÁTT!
ÞÚ ERT HEPPINN, KÓNGSI! ÞETTA ER
HUNDRAÐASTI KASTALINN SEM VIÐ
RÆNUM Í ÞESSUM MÁNUÐI!
OG HVERNIG ER ÞAÐ HEPPNI FYRIR MIG?
VIÐ ERUM OF
ÞREYTTIR TIL
ÞESS AÐ RÚSTA
NOKKUÐ!!