Morgunblaðið - 18.05.2017, Blaðsíða 4
Wayne Parsons er deildarstjóri bak-
aría Costco í Bretlandi og er staddur
hér á landi til að þjálfa starfsmenn,
sem munu starfa í bakaríinu í Costco-
versluninni í Kauptúni, í kökuskreyt-
ingum og bakstri.
Þó að Costco eigi uppruna sinn í
Bandaríkjunum gætir íslenskra áhrifa
í versluninni, m.a. í bakarínu.
„Við munum baka íslensk vínar-
brauð,“ segir Parsons kátur.
Bakstur Wayne Parsons, deildarstjóri bakaría
Costco í Bretlandi, þjálfar íslenskt starfsfólk.
Íslensk vínarbrauð
verða á boðstólum
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 2017
✆ 897 2225
info@golfthjonustan.is | golfthjonustan.is
Við smíðum fyrir þig eldhúsbekki, borðstofuborð,
innréttingar, veggklæðningar, skápahurðir,
rennihurðir eða bara hvað sem þér
dettur í hug, eftir teikningu arkitekta
eða bara eftir hugmyndum þínum.
SVIÐSLJÓS
Anna Lilja Þórisdóttir
annalilja@mbl.is
Það var ys og þys í Costco í Kauptúni í Garða-
bæ um miðjan dag í gær þegar blaðamaður og
ljósmyndari Morgunblaðsins litu þar inn.
Enda styttist í opnun þessarar 14.000 fermetra
risaverslunar, þar sem yfir 200 starfsmenn
munu starfa. Verið var að fylla á lager, hillur
og vörubretti, þjálfa starfsmenn og prófa bún-
að, en þessa dagana koma um tíu vörugámar í
verslunina á dag sneisafullir af varningi sem
mun bjóðast Íslendingum til kaups þegar
verslunin verður opnuð á þriðjudaginn, 23.
maí. Í anddyri verslunarinnar voru tugir vænt-
anlegra viðskiptavina sem voru þangað komnir
til að sækja um meðlimakort í versluninni.
„Svona er þetta alla daga,“ segir Brett Vigels-
kas, framkvæmdastjóri verslunarinnar hér á
landi. „Suma dagana þurfum við að hafa opið
lengur, því að hér eru oft langar raðir. Það
koma margir eftir vinnu til að sækja um kort.“
Spurður hversu mörg kort hafa verið gefin
út svarar hann að slíkar upplýsingar séu ekki
gefnar upp. „En þau eru ansi mörg.“
Hugmyndin um að opna Costco-verslun á Ís-
landi kom fyrst upp fyrir u.þ.b. fimm árum að
sögn Bretts. „Það var lítillega rætt af og til um
skeið, en síðan var ákveðið að taka málið föst-
um tökum,“ segir hann. Gerðar voru markaðs-
rannsóknir og niðurstaða þeirra var að hér á
landi væri líklega grundvöllur fyrir verslun
sem þessari.
Bjuggust við miklum áhuga
Árið 2014 bárust síðan fyrst spurnir af
áformum þessarar alþjóðlegu verslanakeðju
um að opna verslun hér á landi og síðan þá hafa
íslenskir fjölmiðlar verið iðnir við að flytja
fréttir af undirbúningnum. Brett segir að þessi
mikli áhugi sé í líkingu við það sem búist hafi
verið við. „Mér skilst að Íslendingar ferðist
mikið til Bandaríkjanna og margir þekkja
Costco þaðan. Hér hafa ekki verið verslanir
þar sem hægt er að kaupa í miklu magni eða
stærri pakkningum og Costco býður ýmsar
vörur sem ekki hafa fengist hingað til. Þannig
að þessi áhugi er vel skiljanlegur.“
Hópur starfsmanna og stjórnenda Costco í
Bretlandi hefur undirbúið opnunina og verður
íslenska starfsfólkinu til aðstoðar til að byrja
með og undanfarnar fjórar vikur hefur verið
unnið að því að koma vörum fyrir í versluninni.
Að sögn Bretts eru Costco-verslanir yfirleitt
byggðar sérstaklega fyrir verslanakeðjuna, en
gerð var undanþága með þá íslensku þar sem
húsnæðið og staðsetningin í Kauptúni í Garða-
bæ, þar sem hún er til húsa, þótti henta sérlega
vel. Verslunin er nokkuð stærri en hin hefð-
bundna Costco-verslun og hún verður amer-
ískari í útliti og vöruúrvali en gengur og gerist
hjá Costco í Evrópu. „Okkur skilst að Íslend-
ingar séu svolítið hrifnir af því sem amerískt er
og við viljum gjarnan koma til móts við það.“
Ódýrara eldsneyti
En það er fleira sem er sérstakt við íslensku
verslunina. Hún verður til dæmis eina Costco-
verslunin í Evrópu þar sem sushi verður útbú-
ið og til að undirbúa opnunina og þjálfa starfs-
fólk er hér nú staddur sushi-gerðarmaður frá
verslun Costco í Japan. Þá verður verslunin
hér sú eina í Evrópu sem selur lyf, en apótek
er í versluninni. Meðal annarrar þjónustu sem
boðið verður upp á í versluninni eru sjónmæl-
ingar sjóntækjafræðings og þá verður þar
heildsöluverslun með áfengi en að sögn Bretts
var nýlega gengið frá leyfi til slíkrar sölu.
Áfengið verður ekki selt einstaklingum, heldur
þeim sem eru með fyrirtækjaaðildarkort í
versluninni og hafa leyfi til að selja áfengi í
smásölu, eins og t.d. veitingastaðir eða barir.
Þá mun Costco selja eldsneyti, sem keypt er af
Skeljungi, meðlimakort þarf til að geta keypt
það og Brett fullyrðir að það verði selt á lægra
verði en á öðrum bensínstöðvum.
Hvað kostar lítrinn af bensíni? spyr blaða-
maður spenntur. „Það verður ekki gefið upp
fyrr en á þriðjudaginn, frekar en annað verð,“
svarar Brett.
Veita „gamaldags þjónustu“
Í versluninni verða 18 afgreiðslukassar og
hefur kassastarfsfólk verið í þjálfun und-
anfarnar tvær vikur. Við hvern afgreiðslu-
kassa verður einnig starfsmaður sem mun að-
stoða viðskiptavini á ýmsan hátt, eins og t.d.
við að koma vörum í poka. Brett segir að þetta
sé til marks um þá þjónustu sem verslunin vill
veita. „Kannski er þetta gamaldags, en ég held
að þetta muni mælast vel fyrir. Margt, sem áð-
ur var sjálfsagt í verslunarþjónustu hefur horf-
ið, en við viljum halda í þetta. Öfugt við það
sem gerist í öðrum verslunum er fólk að greiða
fyrir að fá að versla hérna og við viljum gera
því það eins þægilegt og hægt er.“
Brett hefur starfað hjá Costco-verslununum
í nokkrum löndum, m.a. í Kanada og þegar
verslunin var opnuð þar, var talað um að það
hefði verið annasamasta opnun keðjunnar
fram að því. „Margt bendir til þess að þessi
opnun verði stærri. Það verður líklega brjálað
að gera. Ég ætla að leyfa mér að fullyrða það.
En á jákvæðan hátt,“ segir hann og hlær. „Við
gerum okkar allra besta við að taka á móti öll-
um sem vilja koma til okkar og til að allt fari
sem best fram verða liðsmenn björgunarsveita
á staðnum til að aðstoða starfsfólk við að
stjórna mannfjöldanum, ef þörf verður á.“
Talsvert hefur verið rætt um hugsanleg
áhrif Costco á aðra smásöluverslun, svo mikið
að til hefur orðið nýtt hugtak í íslensku máli,
Costcoáhrifin. Brett segist hafa heyrt af þessu
nýyrði. „Það hljóta að verða einhver áhrif af
því þegar svona stór verslun er opnuð. En
hversu mikil þau verða eða hvernig, það er erf-
itt að segja til um það. “
Vörur í Costco Verslunin er bandarísk að uppruna, stofnuð 1983 og er nú alþjóðleg keðja heild-
verslana sem byggja á aðild meðlima. Nú rekur keðjan yfir 700 verslanir um víða veröld.
Morgunblaðið/Hanna
Brett Vigelskas Hann er framkvæmdastjóri Costco hér á landi. „Það verður líklega allt brjálað
að gera. Ég ætla að leyfa mér að fullyrða það,“ spáir hann fyrir um opnunardaginn 23. maí.
Hún verður bæði stór og amerísk
Hugmyndin að Costco á Íslandi var fimm ár í þróun Búist við að opnun slái met Björgunarsveitir
á staðnum þegar verslunin verður opnuð Aðrar áherslur en í öðrum evrópskum Costco-verslunum
Ásdís Sigtryggsdóttir var að sækja
um meðlimakort hjá Costco í gær.
„Ég veit að Costco er gott fyrirtæki
sem býður upp á gott verð,“ svaraði
hún spurð um hvers vegna hún væri
að sækja um kortið. „Ég er tilbúin
að greiða fyrir kort og geta þannig
fengið góða þjónustu og vörur á
góðu verði,“ sagði Ásdís sem átti þó
ekki von á að mæta í verslunina á
fyrsta afgreiðsludegi.
Sótti um kort Ásdís á ekki von á að fara í
Costco fyrsta daginn sem opið verður.
Býst við góðu
verði og þjónustu
Hjónin Baldur Hjörleifsson og Jóna
Bjarkan voru að bíða eftir kortunum
sínum í gær. „Ég hef verslað í Costco
í Bandaríkjunum og er mjög hrifin
af þessum verslunum,“ sagði Jóna.
Kortið kostar ekki mikið, ég á von á
að fá það til baka með lægra verði.“
Baldur sagðist vera að íhuga að
fara í búðina á fyrsta degi sem opið
verður. „Það er að segja ef hillurnar
í búðinni tæmast ekki um leið.“
Jóna og Baldur Hún býst við að gjaldið
sem kortið kostar skili sér með lágu verði.
Þekkja verslunina
frá Bandaríkjunum
Albert Hilmarsson beið eftir að röð-
in kæmi að honum til að sækja um
kort. Hann hefur verslað í Costco í
Bandaríkjunum og segist nokkuð
spenntur fyrir íslensku versluninni.
„Ég vona að það verði boðið upp
á gott verð, það verður spennandi
að sjá hvernig það verður,“ sagði
Albert, sem átti síður von á að fara í
verslunina fyrsta daginn. „Ætli ég
bíði ekki aðeins með það.“
Costco Albert þekkir verslanir Costco frá
Bandaríkjunum og vonast eftir lágu verði.
Ætlar ekki að fara á
fyrsta afgreiðsludegi