Morgunblaðið - 18.05.2017, Síða 9

Morgunblaðið - 18.05.2017, Síða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 2017 Heilbrigðisstofnun Suðurlands hef- ur tekið saman upplýsingar um komur sjúkrabíla á Gullfoss og Geysissvæðið vegna hálkuslysa eða annarra slysa. Þrátt fyrir ört vax- andi umferð ferðamanna virðist sem tekist hafi að bæta öryggi ferðamanna. Slysum hefur fækkað í öfugu hlutfalli við fjölgun gesta, að því er fram kemur í frétt á heima- síðu Umhverfisstofnunar. Síðastliðinn vetur, 2016-2017, urðu alls sjö slys. Veturinn 2015- 2016 urðu 18 slys.Veturinn 2014- 2015 urðu 10 slys. Slysin skiptast þannig að síðustu þrjá vetur urðu 23 slys á Geysis- svæðinu en 12 slys á sama tíma við Gullfoss. Lárus Kjartansson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, segir að flest slys eigi sér stað í kringum Strokk. Það sé áberandi að slysin verði frekar um helgar en engin vetrarþjónusta var um helgar síð- astliðinn vetur. Það er mat Lárusar að hægt væri að koma í veg fyrir nánast öll slys ef Umhverfisstofnun væri alla daga með tæki og mann- skap á báðum stöðum. sisi@mbl.is Færri slys við Gullfoss og Geysi Morgunblaðið/RAX Strokkur Flest slysin hafa orðið í nágrenni þessa vinsæla goshvers. Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar hefur ákveðið að hafna ölum tilboðum sem gerð voru í endurnýjun og stækkun æf- ingasvæðis Knattspyrnufélagsins Víkings, þar sem þau voru öll um- talsvert fyrir ofan kostnaðaráætlun. Kostnaðaráætlun borgarinnar gerði ráð fyrir að verkið myndi kosta rúmar 39 milljónir króna, en lægsta tilboð hljóðaði upp á rúmar 60 milljónir króna, og hæsta tilboðið var upp á tæpar 109 milljónir króna. Björn Einarsson, formaður Vík- ings, sagði í samtali við Morg- unblaðið í gær að endurgerð æf- ingasvæðisins og stækkun tengdist umræðunni um tennisvellina sem eru á Víkingssvæðinu. „Aðalstjórn Víkings vildi tenn- isvellina burt, þar sem þeir eru í óá- sættanlegu ástandi. Reykjavík- urborg var á öðru máli, þannig að við föllumst á að vellirnir verði áfram á svæðinu, gegn því að borg- in komi þeim í viðunandi horf. Svo held ég að það hljóti að hafa verið gerð mistök þegar kostnaðar- áætlunin var gerð, því óeðlilega mikið ber á milli áætlunarinnar og lægsta tilboðs. Borgin hefur aug- ljóslega vanmetið hvernig mark- aðurinn er. Þannig missum við heilt ár úr, sem við erum gríðarlega ósáttir við,“ sagði Björn. Björn segir að æfingasvæði Vík- ings verði tekið upp í haust og lag- færingum lokið við það næsta vor. Endurbætur frestast um ár Morgunblaðið/Eggert Víkingur Tennisvellirnir á svæði Víkings í Fossvogi eru illa farnir.  Formaður Víkings telur að borgin hafi gert mistök Hafnarfjarðarbær hefur samið við Munck Íslandi um byggingu nýs 4.200 fermetra hjúkrunarheimilis á Sólvangi. Framkvæmdum við sjálft hjúkrunarheimilið á að ljúka í sept- ember 2018. Fjögur tilboð bárust í verkið og bauð Munck Íslandi lægst. Kostn- aðaráætlun hljóðaði upp á 1.515.686.540 kr. Tilboð verktakans var undir kostnaðaráætlun eða 1.460.336.306 kr. Um er að ræða þriggja hæða byggingu ásamt kjallara undir hluta hússins. Auk þess verða byggðir tengigangar sem tengja nýbygg- inguna við eldra húsnæði Sólvangs. Í verkefninu sem nú var samið um felst uppsteypa hússins, fulln- aðarfrágangur að utan og innan og lóðarframkvæmdir. Jarðvinnu vegna hjúkrunarheimilisins er lokið. gudni@mbl.is Hjúkrunar- heimili byggt á Sólvangi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.