Morgunblaðið - 18.05.2017, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 2017
Eikjuvogur 29 Opnunartími:
104 Reykjavík - S:781-5100 Mán-fim: 12-18 - fös: 12-16
VOR 2017
TOSCA BLU - ítölsk hönnun og framleiðsla
majubud.is
Fosshálsi 5-9,
110 Reykjavík
Við erum á Facebook
Laugavegi 82 | 101 Reykjavík
Sími 551 4473
Sundfatnaður
og sólkjólar
í úrvali
Fundurinn verður haldinn á skrifstofu félagsins í
Fákafeni 9, 108 Reykjavík.
Aðalfundur Blátt áfram
verður haldinn miðvikudaginn 24. maí kl: 14:00
Dagskrá fundarins
1. Endurskoðaðir reikningar
lagðir fram til samþykktar
2. Önnur mál
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Skráð atvinnuleysi á Íslandi í mars
var minna en í nokkru aðildarríkja
Efnahags- og framfarastofnunar-
innar í París (OECD).
Þetta má lesa úr nýjum gögnum
sem OECD hefur tekið saman.
Hér til hliðar má sjá stöðuna á Ís-
landi borna saman við meðaltalið hjá
OECD-ríkjunum, aðildaríkjum ESB
og á evrusvæðinu. Þá eru Bandaríkin
og Norðurlöndin valin hér til sam-
anburðar. Skal tekið fram að tölur
OECD vísa til febrúar á Íslandi en
marsmánaðar ella. Samkvæmt
Vinnumálastofnun var skráð atvinnu-
leysi í mars 2,4% og minnkaði um 0,5
prósentustig frá febrúar.
Karl Sigurðsson, sérfræðingur hjá
Vinnumálastofnun, segir stofnunina
spá því að skráð atvinnuleysi fari nið-
ur í 1,7% í ágúst og september. At-
vinnuleysið hafi farið niður fyrir 1% á
síðari hluta árs 2007.
„Atvinnuleysið var þá búið að vera
minna en 2% í tvö ár þegar það fór
svo niður fyrir 1%. Atvinnuleysið fer
ekki svo langt niður í sumar.“
Um helmingurinn milli starfa
Hann segir aðspurður að almennt
megi áætla að helmingur atvinnu-
lausra hafi verið án vinnu um
skemmri tíma og sé á milli starfa.
Karl segir samsetningu atvinnu-
lausra hafa breyst síðan á þenslu-
árunum fyrir hrunið. Það kunni að
skýrast að hluta af fjölgun háskóla-
menntaðs fólks á íslenskum vinnu-
markaði. Háskólamenntað fólk sé nú
yfir 20% atvinnulausra. Það hlutfall
hafi verið mun lægra fyrir hrun.
„Þá var þenslan meiri í öllum
greinum, m.a. í fjármálageiranum,
sem skilaði flestum háskólamennt-
uðum einhverjum starfsmöguleikum.
Nú er þenslan langmest í greinum
þar sem eftirspurn er eftir fólki með
iðnmenntun og annars konar fram-
haldsmenntun og svo grunnskóla-
menntun, einkum í byggingariðnaði
og ferðaþjónustu. Ákveðnir hópar
háskólamenntaðra fá ekki störf við
hæfi. Það er til dæmis meira atvinnu-
leysi meðal háskólamenntaðra
kvenna.“
Karl segir það koma niður á starfs-
möguleikum þessa hóps að enn gæti
aðhalds hjá ríki og sveitarfélögum.
Það sé enn töluvert um atvinnuleysi
meðal fólks sem hafi starfað við heil-
brigðis- og félagsþjónustu. Útgjöld
hafi ekki aukist til jafns við niður-
skurð eftir hrunið. „Á sama tímabili
hefur öldruðum fjölgað og ásókn
aukist í heilbrigðisþjónustu og fé-
lagsþjónustu. Þeim sem hafa verið að
mennta sig á þessum sviðum standa
ekki eins mörg störf til boða og
kannski hefði mátt reikna með.“
Sveitarfélög standa betur
Karl segir að gera megi ráð fyrir
að staðan batni hjá þessum hópum.
„Það má segja það. Ríkið stendur
betur og sveitarfélög eru smám sam-
an að rétta úr kútnum.“
Hann segir þörf á fleiri störfum
fyrir háskólamenntaða.
„Miðað við þróunina í efnahags-
kerfinu vantar fleiri störf á víðara
sviði fyrir háskólamenntaða. Ný-
sköpun hefur verið minni á Íslandi en
í nágrannalöndunum og fjárfestingar
almennt minni í atvinnulífinu, eða
þar til í fyrra. Þenslan í ferðaþjón-
ustu kemur fyrst og fremst þeim til
góða sem eru með iðnmenntun, eða
sérhæfða framhaldsmenntun, til
dæmis kokkum og bifreiðastjórum.
Þar er skortur á fólki. Það hefur aft-
ur í för með sér aukinn innflutning á
vinnuafli í þessi störf. Það er orðið
mjög lítið atvinnuleysi meðal iðn-
aðarmanna,“ segir Karl.
Það fjórða minnsta frá 2003
Neðra grafið hér til hliðar segir
sömu sögu og Karl er að rekja. Það
er unnið upp úr gögnum Hagstof-
unnar. Samkvæmt þeim var atvinnu-
leysi á fyrsta ársfjórðungi í ár það
fjórða minnsta á fjórðungnum síðan
2003. Þá var atvinnuþátttakan á
fyrsta fjórðungi í ár sú mesta, eða
82,7%. Það er til dæmis meiri at-
vinnuþátttaka en þensluárið mikla
2007. Hlutfall starfandi var hins veg-
ar 0,3% hærra á fyrsta fjórðungi
2007 en á sama fjórðungi í ár.
Minnst atvinnuleysi á Íslandi
á meðal OECD-ríkjanna
Vinnumálastofnun spáir 1,7% atvinnuleysi á Íslandi yfir sumarmánuðina
Atvinnuleysi á Íslandi á fyrsta ársfjórðungi
*Vinnulitlir eru þeir sem vinna í hlutastörfum en vilja vinna meira.
Árin 2003–2017 á meðal fólks á aldrinum 16–74 ára
Atvinnuþátttaka
% af mannfjölda
Starfandi
% af mannfjölda
Vinnulitlir
% af starfandi*
Atvinnuleysi
% af vinnuafli
2003 Á1 80,1 77,0 6,0 3,9
2004 Á1 79,0 76,6 4,8 3,1
2005 Á1 80,1 77,8 5,4 3,0
2006 Á1 81,2 79,3 5,2 2,4
2007 Á1 82,3 80,7 4,3 2,0
2008 Á1 81,2 79,3 3,6 2,3
2009 Á1 79,6 73,9 6,5 7,1
2010 Á1 80,0 73,9 7,6 7,6
2011 Á1 79,2 73,0 7,1 7,8
2012 Á1 79,0 73,3 6,5 7,2
2013 Á1 78,9 74,3 7,2 5,8
2014 Á1 79,4 74,9 6,4 5,7
2015 Á1 81,0 77,5 5,9 4,3
2016 Á1 81,8 79,2 4,9 3,2
2017 Á1 82,7 80,4 5,2 2,9
Atvinnuleysi innan OECD
meðal 15–24 ára
2014 2015 2016 2017 2016 2017
OECD, samtals 7,4 6,8 6,3 6,0 13,0 12,1
Ríki ESB 10,2 9,4 8,6 8,0 18,7 17,2
Evrusvæðið 11,6 10,9 10,0 9,5 20,9 19,4
Bandaríkin 6,2 5,3 4,9 4,5 10,4 9,1,0
Danmörk 6,5 6,2 6,2 6,2 12,0 12,6
Finnland 8,7 9,4 8,8 8,8 20,0 20,0
Ísland 5,0 4,0 3,0 2.9* 6,5 7.1*
Noregur 3,5 4,4 4,7 4.3* 10,9 10.5*
Svíþjóð 7,9 7,4 7,0 6,4 18,8 17,2
*Tölur í febrúar 2009.Aðrar tölur frá 2017 vísa til marsmánaðar.
Sérfræðingar aðildarríkja OECD
funda um jafnréttismál í Reykjavík
en á sjötta tug sérfræðinga frá 20
aðildarríkjum OECD sækja fundinn
sem hófst í gær og lýkur á morgun.
Samhliða er haldinn stofnfundur
sérfræðihóps um kynjaða fjárlaga-
og hagstjórnargerð.
Þorsteinn Víglundsson, félags-
og jafnréttismálaráðherra, og
Ragnhildur Arnljótsdóttir, ráðu-
neytisstjóri í forsætisráðuneytinu,
ávörpuðu fundargesti við upphaf
fundarins í gær og sagði ráð-
herrann í ávarpi sínu að framfarir á
sviði jafnréttismála hefðu ekki
komið til af sjálfu sér heldur væru
þær afrakstur mikillar vinnu og
baráttu kvenna í meira en 150 ár.
OECD ræðir jafn-
réttismál á Íslandi